Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.10.2008 at 14:42 #631636
Hér að neðan eru nokkrir aðilar sem óhætt er að mæla með. Þar fyrir utan eru fjölmargir stórfínir og flinkir strákar í þessu sem gaman er að þvælast með. Þessir benda svo á aðra ef þeir eru fullbókaðir.
Þ. Ingi Þorbjörnsson GSM 864 6489 boreal.is
Ragnar Lövdal GSM 660 1499 superjeep.is
Bragi Ragnarsson GSM 8221015 brtours.is
Tryggvi Már GSM 694 7174Steini
17.09.2008 at 15:39 #629528Ók suður Sprengisand F26 úr Bárðardal á sunnudaginn 14. sept. eftir að hafa ekið Dyngjufjallaleið F910, Öskju niður hjá Hrossaborgum. Allir vegir framar væntingum góðir. Vöðin öll í lagi þrátt fyrir úrhelli. Auðvitað svolítið seinfarið um hraunin á F910 en Sprengisandur mjög góður. Fór á Land Rover Defender 110 35" með 30 pund í dekkjum.
Steini
09.08.2008 at 13:24 #627076Við hjá Tomcat á Islandi erum umboðsaðilar fyrir fyrirtækið sem framleiðir og selur þennan búnað. Þeir eru með margt annað bráðsnjallt og flott. Við höfum ekki ennþá flutt inn umræddan stöðuhemilbúnað en höfum ætlað okkur að gera það fyrr en síðar. Af þeim sökum erum við ekki með verðið á hreinu enda erfitt um vik þess utan á þessum síðustu og verstu.. Gengið í frjálsu falli og allt það. en eins og ég skaut á hér að ofan þá má reikna með að þessi búnaður leggi sig á nærri 50.000,- með öllum gjöldum ef vel tekst til með frakt, en hann kostar £ 220 í UK og gæti þess vegna kostað meira háð þyngd og rúmmáli á sendingunni. Þessi búnaður er framleiddur sérstaklega í allar gerðir Land Rover jeppa og einnig einhverja Súkkur þannig að það gæti þurft að aðlaga hann þ.e.a.s. festingar og þ.h. Ef þetta er eitthvað sem þú heldur að geti leyst málið fyrir þig hafðu þá samband.
Steini
08.08.2008 at 23:10 #627068Það koma skálahandbremsur original í Land Rover. Bretarnir skipta þeim út fyrir diska af tveimur ástæðum aðallega. Í fyrsta lagi eru diskarnir síður útsettir fyrir vandamálum sem fylgja þessari seigu límkenndu drullu eða leir sem er í skógarslóðunum þeirra og að því er virðist öllum torfærum. Hann hefur þann eiginleika að smjúga um allt og stífla og líma fast. En í annan stað og ekki síður vegna þess að diska-búnaðurinn er miklu léttari. Þá eru ótaldar ástæður eins og búnaðurinn er einfaldari og svo er alltaf svo gaman að prufa eitthvað nýtt og spennandi. Sjálfur er ég sannfærður um að skálabremsan sé öflugri, en ég er einnig viss um að diskabremsan er meira en nægjanleg.
Steini
08.08.2008 at 19:52 #627042Vonandi tekst mér aðkoma inn mynd. Ef ekki þá get ég sent hana með e-mail til áhugasamra.
Steini
E.S: Getur einhver tekið við mynd frá mér og sett hana inn hér mönnum til upplýsinga?
08.08.2008 at 19:50 #627040Diskahandhemill á drifskaftið er til í "alla betri bíla" t.d. Land Rover og þar með Tomcat svo dæmi sé tekið. Er ég sannfærður um að þessi búnaður sem er sauðeinfaldur passar með lítilsháttar aðlögun undir marga jeppa og stærri bíla þar sem eitthvað pláss er fyrir hann á annað borð. Caliperinn er reyndar ekki vökvaknúinn, heldur er hann mekanískur sem einfaldar alla vinnu og viðhald við þetta. Hvað verðið varðar myndi ég skjóta á nálægt Kr. 50.000,-
Þér er velkomið að hafa samband við mig ef þú heldur að þetta sé það sem þú leitar að.
Kveðja
Steini
info(hjá)tomcat.is
25.07.2008 at 22:17 #626456Á lia.is finnurðu allt sem þú þarft að vita ef þú hefur áhuga á að fylgjast með rally. Skagafjarðarrallið er um helgina . Verður Mælifellsdalurinn ekinn 4x og Nafirnar 2x minnir mig. Á lia.is finnurðu tímamasterinn sem segir til um fyrirhugaða akstursleið og áætlaða tíma. Einnig finnurðu ýmsar aðrar upplýsingar og spjall keppenda og linka á heimasíður keppnisliða.
Kveðja
Steini
29.06.2008 at 13:50 #625028Sennilega er þetta einungis ein af mörgum líkum aðgerðum sem missa marks. Þannig er mál með vexti að í nokkurn tíma hafa leiðsögumenn í skipulögðum hópferðum (hér er aðalega átt við s.k. skipaferðir) bannað gestunum sínum að ganga hringinn í kringum Kerið. Þetta höfum við gert skv. fyrirmælum ferðaskrifstofa vegna óska landeigenda. Þetta gerist einnig sjálfkrafa vegna þess að tíminn sem áætlaður er til að heimsækja Kerið er knappur og leyfir ekki göngutúr umhverfis gíginn.
Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem ganga hringinn og hafa þannig tíma til að vinna spjöll eru líklega á eigin vegum. Eru þetta bæði Íslendingar og erlendir gestir. Þar af leiðandi er líklegast skárri kostur að leyfa hópa undir eftirliti leiðsögumanna, heldur en ferðamenn á eigin vegum sem hafa ekki fengið varúðarpistil lesin yfir sér og lesa líklegast ekki upplýsinga-, bann, og varúðarskilti.
Ég óttast mest að aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri og Kerinu verði einfaldlega lokað fyrir allri umferð.
Ástæðan fyrir því að aðgerðir sem þessar missa marks er einfaldlega sú að líklegast hefur ákvörðunin verið tekin út frá tölulegum rökum. Þ.e.a.s. 1.000 manns hljóta að spilla meiru en 100. En auðvitað er það þannig að 1.000 manns sem staldra við í 10-20 mínútur hafa einfaldlega einiungis tíma til að ganga upp að gígbrúninni og taka ljósmynd. Á meðan einhver sem dvelur í 30-60 mínútur getur gengið hringinn og jafnvel niður í gíginn, fengið sér snarl með tilheyrandi umbúða-rusli.
Er það ekki siðferðileg skylda þeirra sem eiga landið að búa svo um hnútana að náttúruperlur líkt og Kerið og fl. staðir séu aðgengilegir almenningi og að þannig sé um hnúta búið að gestkomendur fari sér og öðrum ekki á voða eða valdi spjöllum á viðkomandi stað.
Þetta má gera á ýmsa vegu. T.d. bjóð þeim sem hafa hagsmuni af heimsóknum á þessa staði eins og t.d. fyrirtækjum í ferðabransanum, ríki og sveitafélögum (sem magnið af öllum tekjum situr eftir hjá í formi beinna og óbeinna skatta) að koma að viðhaldi og uppbyggingu aðstöðu.
Steini
28.06.2008 at 12:11 #625016Vandamálið er ekki Íslenskur almenningur, er fullyrt hér að ofan. Það er etv. ekki rétt að kalla Íslenskan almenning vandamál. Umgengni mjög margra sem teljast til Íslensks almennings er vandamálið. Nefni ég hér sem dæmi reykingafólk. Reykingafólk hendir stubbum um allt. Það má vel vera að annara þjóða ferðamenn geri þetta líka, en Íslendingar eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og henda ekki rusli á víðavangi. Flestir vilja ganga vel um og telja sig ferðast í sátt við umhverfið og gera það eflaust. Það er þessi hópur sem eftirlitslaus vafrar um landið vítt og breitt og er ekkert frekar bundið við svokallaða ferðamannastaði og skilur eftir sig slóðan af rusli. Það er bæði sorglegt og ergilegt að koma í þá vin sem Veiðivatnasvæðið er og sjá þar alla vatnsbakka útbíjaða í stubbum. Þessir stubbar eru að lang mestu ef ekki öllu leiti eftir Íslendinga sem margir hverjir eru þó einlægir aðdáendur Íslenskrar náttúru. Vandamálið er "mentalítet" þjóðarinnar. Íslendingar eru því miður ekki komnir lengra á þróunarstiganum en raun ber vitni.
Ég er mjög oft spurður af erlendum ferðamönnum sem ég leiðsegi hvernig okkur takist að halda landinu okkar svona óspiltu og hreinu. Ég lýsi gjaran hróðugur mikilli umhverfisvitund okkar og að börnum sé innrætt virðing fyrir náttúrunni. Ég læt ósagt frá þeirri staðreynd að hér býr nánast engin til að sóða út. Hér búa rúm þrjúhundruð þúsund manns á 105.000 km2. Það tekur marga mannsaldra að sóða það allt út. En sem betur fer, fer umgengni batnandi en á sama tíma stingur slæm umgengni og sóðaskapur meira í stúf.
Hér að ofan er talað um að landið þoli ekki þetta álag og þessa umferð. Það getur verið rétt í mörgum tilfellum. Það má til dæmis ekki hleypa flokk túrista út í mosavaxið hraun til að klöngrast og tæta. Það þarf að útbúa aðstöðu til móttöku ferðamanna hverra þjóða þeir kunna að vera. Ef bornir eru saman staðir eins og Þingvellir, Blá lónið annarsvegar og svo Geysir og Gunnuhver hinsvegar má auðveldlega sjá hvernig fer ef aðstaðan er ófullnægjandi. Á Þingvöllum og í Bláa lóninu breytir það litlu hvort 50 eða 5.000 manns heimsækja staðinn á einum degi á meðan alsherjar kaos ríkir við gunnuhver ef 50 mans eru þar samtímis og allt fer úr böndunum ef nokkrar rútur koma á sama tíma að Geysi. Þetta þarf einfaldlega að laga. Tökum ísbjarnarbjörgunarféð sem sparaðist við að fella þessa tvo bangsa sem felldir voru og leggjum stíga fyrir það. Svo ekki sé nú talað um ef mætti koma fyrir upplýsingaskiltum, ruslatunnum og almennilegri salernisaðstöðu á ferðamannastöðum.
Ferðamannafjöldin vex svolítið í augum margra er ég hræddur um. Afkastageta ferðaþjónustunnar er mjög takmörkuð af framboði á gistirými, fólksflutningum, leiðsögumönnum og fleiri þáttum. Hér á landi eru ekkert margir á sama tíma borið saman við marga staði erlendis. Við gætum margfaldað þessa tölu með betri skipulagninga nokkurra hamlandi þátta sem virka sem flöskuhálsar. Hitt er svo annað mál að við (Íslendingar) eigum auðvitað að velja okkar gesti með því að verðleggja Ísland eins og lúxushótel og stjórna þannig fjöldanum og stilla í viðráðanlegt magn.
Auðvitað er rétt að hafa áhyggjur af landinu og þessum perlum sem við erum svo stollt af. En engin ástæða er til að fyllast skelfingu og fara um landið með boðum, bönnum og lokunum. Aukin fræðsla eftirlit og hærra þjónustustig er það sem vantar. Þá vantar auðvitað að gera fleiri fallega staði aðgengilega sem hægt væri að stýra hópum á og hafa eitthvað uppá að bjóða.
Gaman væri ef spjallverjar á þessum vef tækju sig til og stofnuðu þráð með hugmyndum um slíka staði og hvernig ætti að standa að málum á hverjum stað. Ófáir eru jafn víðförlir og fróðir um landið og einmitt þeir sem hér stinga niður stílvopni.
Kveðja
Steini
28.06.2008 at 08:54 #625012Umræðan um hvort rétt sé að innheimta aðgangseyri vegna umferðar um vinsæla ferðamannastaði er ekki ný. Hvort menn borga eða ekki bætir lítið umgengni um þessa staði er ég hræddur um. Vandamálið er líklegast ekki hópar erlendra ferðamanna eins og fullyrt er hér að ofan. Heldur frekar illa upplýstir Íslendingar sem láta jafnvel börnin sín hlaupa eftirlitslaust um hverasvæði og erlendir ferðamenn sem ferðast á eigin vegum (þ.a.l. ekki í eiginlegum hópum með leiðsögumönnum) svo dæmi sé tekið. Sjálfur fer ég all oft t.d. um Geysissvæðið með hópa og geri ég ferðamönnum það ljóst áður en ég hleypi út úr rútunni að eingöngu megi ganga um stígana. Bannað sé að fara inn fyrir kaðlana. Vara við hættunum og fylgi svo hópnum og reyni að vaka yfir öryggi allra. Fullyrði ég að þannig haga sér flestir leiðsögumenn. Ef ekki af uhyggju fyrir fólkinu og landinu. þá af þeirri eigingjörnu ástæðu að við (leiðsögumenn) höfum einfaldlega ekki tíma til að standa í vandræðunum og töfum sem fylgja slysum sem geta orðið á svæðum eins og hjá Geysi.
Oft velti ég því fyrir mér hvar þessi eftirlitsmaður sem ráðin er til að gæta Geysissvæðisins er. Lýsi ég hér með eftir honum – hefur einhver séð hann? Sumar vikur fer ég nokkra Gullhringi og hef aldrei séð þennan vörð. Ég er eiginlega sannfærður um að ef til þess kæmi að innheimt yrði gjald fyrir aðgang að náttúruperlum þessa lands myndi ekki ein einasta króna skila sér í að bæta aðstöðuna á sömu stöðum. Tekjurnar færu allar í umstangið við innheimtuna enda ekki ókeypis að byggja miðasöluskúra kynda þá og lýsa, um land allt. Manna þá á vöktum og svo framv. Nær væri að leggja þá frekar smá-skatt á hafnargjöld og flugvallagjöld sem allir sem heimsækja okkur leggðu etv 100 kr í. Ef hingað koma 500.000 gestir á þessu ári væru þetta 50.000.000,- sem er etv. engin ósköp en þó meira en ekkert. Það væri þá etv. til peningur fyrir nýjum köðlum og varúðarskiltum á Geysi.Var við kerið með hóp á fimmtud. var og þar var engin tilk. um lokun. En auðvitað er það sorglegt ef satt er að ferðamenn séu að eyðileggja staði eins og Kerið. Eftir stendur spurningin, er rétt að náttúruperlur sem eru í landi í einkaeigu séu ekki aðgengilegar öllum almenningi? Eða er það eitthvað sjálfsagt að allir hafi aðgang að stöðum í almenningseign? Ef einhver kaupir land sem áratuga hefð er fyrir umferð ferðamanna og er etv. í almanna leið. Hefur þá ekki skapast svokallaður réttur til umferðer líkt og um allt ógirt land til sveita á Íslandi. Eða svipað og "right of way" í Bretlandi svo farið sé út fyrir landsteinana eftir fyrirmynd.
Kveðja
Steini
23.06.2008 at 22:42 #624754Ég hef séð þetta hjá Poulsen í Skeifuni. Þeir eru með Bilstein dempara og samsláttarpúða.
Steini
31.05.2008 at 18:55 #623754Ef þú ætlar í Reykjavatn, líklegast til veiða, er best að hafa samband við Ólaf á Kalmanstungu I. Er hann líklegastur til að vita um ástand vega þar framfrá ásamt því að selja þér veiðileyfið.
Einnig gæti verið ráð að leita upplýsinga hjá Snorra á Augastöðum. Hann er mikið á ferðinni um heiðina.
Annars getur oft verið erfiður krapi í lægðum nálægt vaðinu hjá Norðlingafljóti og ekki er rétt að fara um heiðina sjálfa fyrr en hún hefur verið opnuð.
Steini
24.05.2008 at 14:08 #623380Við getum smíðað kanta á RRC (Range Rover Classic)
Þér er velkomið að hafa samband: info(hjá)tomcat.isKveðja
Steini
18.05.2008 at 01:22 #623024Það er ekkert að því að nota Range Rover radíusarma að aftan. Í einhverjum tilfellum gæti það þó minkað fjöðrunarsviðið. Fer að sjálfsögðu eftir því við hvað er miðað. Þetta fyrirkomulag er í Disco II t.d. Pajero og fl bílum og hefur gefist vel. Land Rover kallar í Bretlandi og víðar setja RR radíusarma að aftan til að bæta akstureiginleka sinna jeppa, Fá þá til að "haga sér kurteislega" á vegunum. Sá ókostur fylgir þó (ef hægt er að kalla ókost) að bæta verður við annað hvort Panhard rod ( ýmist kallað skástífa eða þverstífa hér á spjallborðinu) eða Watts link. Watts link er önnur útfærsla á stífu til að halda hásingunni undir miðju bílsins í stað t.d. "A" stífunnar, sem sennilega er snjallasta og einfaldasta fyrirkomulagið hafi menn pláss á annað borð. Watts hefur það fram yfir Panhard að ekkert bump steer orsakast af mikilli fjöðrun eins og við stökk, þar sem búnaðurinn er festur á tveimur stöðum í grind og hefur lið á hásingunni sem breytist við fjöðrun. Þetta fyrirkomulag er algengt á vel smíðuðum rallý- og öðrum kappakstursbílum. Land Rover kallar í Bretlandi setja líka stundum radíusarma að aftan til að fá aukið pláss fyrir tanka, farangur, eða til að færa vélina inn í miðju (aftur fyrir ökumann). Þá nota þeir "A" sífu fyrirkomulagið stundum að framan!
Ef einhvern vantar Radíusarma eða einfaldlega fá að sjá radíusarma eða "A" stífur og tilh. í bíl er velkomið að líta við, ágætt að hringja á undan GSM 6989931. Þá eigum við (Tomcat kallar) allar fóðringar í RR LR á lager.
Kveðja
Steini
02.05.2008 at 23:33 #622050Sem einum af fjölmörgum sýningaraðilum finnst mér leitt að frétta að þú (Ásgeir Pétur) hafir ekki farið sáttur af bílasýningu B&S. Mér rennur blóðið til skyldunnar þar sem ég verð að viðurkenna að við hjá Tomcat á Íslandi vorum ekki tilbúnir með okkar bás fyrr en eftir kl. 16.00 (opnunartími). Og fær nú sýningarstjórn skömm í hattin fyrir tafir okkar og fl. sýnenda (Gamla sagan um bakarann og smiðinn). Þess vegna langar mig að bjóða þér aftur á sýninguna og vona að þú upplifir hana á betri og jákvæðari hátt. Að auki langar mig að færa þér örlitla gjöf sem ég skil eftir í 4×4 básnum merkta þér ef ég hitti ekki á þig, vonandi eitthvað sem nýtist þér í jeppamennskunni. Vona ég að þú sjáir þér fært að þekkjast boð okkar og þú njótir sýningarinnar betur í þetta sinn.
Um sýninguna má það segja að öðru leiti að skipuleggjendurnir, fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt á sig í mörgum tilvikum töluverða vinnu til að gera sýninguna áhugaverða, fjölbreytta og skemmtilega.
Mikið er af áhugaverðum og vel upp settum sýningagripum. Þá er bás F4x4 félaginu og þeim sem að honum stóðu, til sóma. Vinsamlegast hringdu í mig (Þorsteinn 6989931) þegar þú mætir og mun ég taka á móti þér.Kveðja
Steini
12.04.2008 at 13:34 #620098Hvað vilja menn sýna og hvað vill fólk sjá?
Það er ekki endilega það sama. En þar sem plássið verður nóg ætti hvoru tveggja að rýmast. Sjálfur hefði ég gaman af að sjá fleira en flotta bíla sem ég hvort sem er sé alla daga á götunum.
T.d stórt kort eða líkan af landinu með öllum slóðum og trökkum sem vitað er um og félagar og velunarar (eins og ég) hafa lagt F4x4 til. Er ég sannfærður um að það mun koma flestum á óvart hve víða hefur verið farið og okkur flökkurunum hve margir blettir hafa ekki verið trakkaðir. Mætti t.d. aðgreina vetrar trökk frá sumartrökkum með sitt hvorum litnum til að sjá á hvaða árstíma hvaða leiðir eru færar.
Þá hefðu eflaust margir gaman af að sjá hvaða búnaður á að vera til staðar í einum bíl til að hann teljist vel búinn. Þetta mætti festa á "töflu" sem hangir við einhvern bílinn. Þar mætti finna allt frá saumnál til drullutjakks og skyndiplástur til tjalds býst ég við auk neyðarbúnaðar hverskonar.
Eins ef einhver hefur breytt fellihýsi eða tjaldvagni til hálendisferða eða á þak tjald sem menn nota á hálendinu, allt þetta er gaman að skoða.
Sjálfur get ég ef áhugi er fyrirhendi, lagt til sýningagripi er snerta jeppa og mótorsport og einnig öryggisbúnað (hef sent sýningarnefnd erindi þar um)
Steini
11.04.2008 at 00:03 #620314Ætli Snorri á Augastöðum sé ekki manna líklegastur til að vita eitthvað um færð á þessum slóðum. En athugaðu að Úlfsvatntsvegurinn er líklegast lokaður með keðju en þú ætlar þér líklegast að fara hann fyrst þú kemur niður hjá Urðhæðarvatni og þá líklegast framhjá gangnamannahúsinu við Úlfsvatn neðan við Hávaðavötn. Öruggast að leita frétta hjá Snorra.
Steini
11.03.2008 at 17:13 #617322Má þá treysta því að engir bílar á 4×4 sýningunni sem verður í ár hafi verið sýndir áður. Að allir sýningagripirnir verði frumsýndir á þessari sýningu?
Sem utanaðkomandi gest á þessari síðu þá sló þessi tilkynning mig svolítið og virkaði eins og félagið hefði í hótunum við sína eigin félagsmenn. Auðveldlega hefði mátt orða þetta öðruvísi. T.d.: Bílar sem ekki hafa verið sýndir áður munu hafa forgang… og svo frv.
Ég held að það muni engin hætta við að koma á aðra hvora sýninguna þó að segjum 5% bílanna verði þeir sömu. Fyrir utan alla þá er komast einungis á aðra sýninguna af mörgum mismunandi ástæðum öðrum en einhverskonar frjálsu vali. Sýningarnar eru í eðli sínu ólíkar en hvor um sig mjög áhugaverðar fyrir áhugamenn um bíla og þ.h.
Sjálfur fer ég árlega á nokkrar bílasýningar sem haldnar eru erlendis og oftar en ekki er einn og einn bíll sem ég hef séð áður. Sem dæmi fór ég á Autosport í janúar og sá þar Bowler Wildcat sem kunningi minn á og ég hef tvisvar séð á sýningu áður. Á 4×4 Indoor sýningunni í febrúar sá ég hann enn og aftur svona rétt eins og gamlan vin. Hann hafði fengið nýtt bretti (enda örlítið krumpaður eftir erfiðar æfingar) og var sýndur í öðru samhengi. Ég fann ekki fyrir depurð eða fékk á tilfinninguna að ég hafi verið hlunfarinn. Bíllinn er einfaldlega áhugaverður sýningabíll sem margir sýningagestir hafa áhuga á að fylgjast með og skoða betur og betur í hvert sinn sem hann ber fyrir augu.
Ég gæti vel trúað því að því flottari og skemmtilegri sem ykkar bás verður á Bíla & sport sýningunni , því betri auglýsing gæti hún orðið fyrir ykkar sýningu. Ég áskil mér í það minsta rétt til að fara á báðar sýningarnar jafnvel þó að ég hafi séð eitthvað af þessu áður.
Kveðja
Steini
29.02.2008 at 17:06 #615656Þér er velkomið að hafa samband við okkur hjá Tomcat á Íslandi. Málin á panhard rod fóðringu í marga Land Rover jeppa er mjög nálægt þessu. Eigum þetta til og kostar 1.287,- í báða enda með stál fóðringunum.
Steini
GSM 6989931
info@tomcat.is
24.12.2007 at 16:22 #607640Enska orðið yfir liðhús er Swivel, því tengt: Swivel ball, Swivel seal, Swivel gaitor (t.d. rubber) Swivel bearing og svo frv. BNA menn geta haft önnur orð yfir þetta samanber mismun á Ensku í Bretlandi og Ensku í Bandaríkjunum.
Steini
-
AuthorReplies