Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.04.2009 at 09:52 #645756
Sælir allir F4X4 félagar. Hér að neðan eru linkar á þræðina um íslenska Fjallarallið – ICCR. Undirbúningur er á fullu skriði og reyndar á lokasprettinum. Fyrirferðamest af því sem er ólokið er að ná öllum tilvonandi starfsmönnum saman og halda námskeiðin um Öryggis-, umhverfis-, starfsmanna- og tímatökumál. Verður haft samband bráðlega við alla sem hafa skráð sig og þá er bætast við á næstunni. Kíkið endilega á heimasíðuna http://www.iccrc.is og athugið hvort þetta er ekki eitthvað sem þið hefðuð gamann af að taka þátt í sem starfsmenn eða keppendur. Endanleg ákvörðun um hvort keppnin fer fram (sem allt útlit er fyrir) er ekki hægt að taka fyrr en eftir 15 júní en þá lýkur skráningafresti í keppnina. En eins og staðan er í dag verður af keppninni.
Öllum þeim er óska frekari upplýsinga um keppnina, hvort heldur sem væntanlegir keppendur, starfsmenn eða áhorfendur er velkomið að senda skipuleggjendum e-mail, en addressan er á heimasíðunni http://www.iccrc.is
Kveðja
Steini
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … nnad/13940
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … nnad/13641
08.04.2009 at 10:48 #204204Mig langar að þakka stjórn og félagsmönnum F4x4 fyrir tækifærið til að koma á félagsfundinn og kynna ICCR, Íslenska Fjallarallið. Þakka kærlega fyrir áhugann og góðar móttökur (að ógleymdu kleinukaffinu).
Eins og fram koma á fundinum eru nú þegar kominn listi af jeppamönnum til að starfa við keppnina en alltaf er pláss fyrir góða menn og bíla. Mun bráðlega haft samband við þá vegna námskeiða og undirbúnings keppninnar.
Var ekki annað að heyra en að í gerjun séu hugmyndir hjá nokkrum félögum um að skella sér í keppnina sjálfa en nú þegar hafa fjölmargar Íslenskar áhafnir lýst yfir væntanlegri þátttöku. All margar erlendar áhafnir hafa einnig sagst mæta til leiks. Aðstandendur keppninnar ætla þó að fara varlega í yfirlýsingar um fjölda keppenda og þjóðerni þar sem efnahagskreppan getur enn sett alvarlegt strik í reikninginn. Eru skipuleggjendurnir því við öllu búnir og fara varlega í undirbúningi, en keppni sem þessi er mjög kostnaðarsöm sökum þess hve mannaflafrek hún er og að stuðst er við dýran tæknibúnað sem ekki er til í landinu. Skráningarfrestur rennur út 15. júní og eiga þá allar áhafnir að hafa staðfest þátttöku.
Hvet ég alla félaga F4x4 sem og aðra áhugamenn um jeppa, ferðalög og þess háttar ævintýri að fylgjast með framvindu mála á http://www.iccrc.is en þar eru settar inn nýjustu fréttir á forsíðuna jafnharðan og þær berast. Þá er hægt að komast í samband við skipuleggjendur í gegnum síðuna með e-mail. Einnig má hafa samband við skipuleggjendur eða undirritaðan vegna upplýsinga um búnað bíla og reglur. Get ég haft milligöngu um útvegun á t.d. veltibúrum í jeppa á hagstæðu verði.
Að lokum þakka ég öllum þeim er sent hafa inn spurningar og ábendingar um ýmis mikilvæg mál sem snerta framkvæmd keppninnar. Nefni ég sem dæmi aðgengis og umhverfismál sem eru stór sameiginleg hagsmunamál allra jeppamanna og reyndar þjóðarinnar allrar.
Sjá nánar: http://www.iccrc.is
Kveðja
Þorsteinn Svavar McKinstry
14.03.2009 at 01:56 #643352Eflaust má með smá hyggjuviti og hugmyndaflugi leysa þetta vigtunarmál á ótal vegu. Oft á fullkomlega fullnægjandi hátt fyrir margra þarfir.
Fyrir þá er vilja nákvæma hornavigtun til að setja upp bílinn sinn – Með það í huga að bæta akstureiginleikana – Vilja menn líklegast nota sérhæfð verkfæri rétt eins og í svo mörgu öðru. Allt er þetta spurning um tilgang og kröfur um nákvæmni.
Þessi tiltekna vog er sú eina sinnar tegundar á Íslandi og var flutt inn til að sinna keppnisbílum og sportbílum en hentar fullkomlega fyrir jeppana. Þeir líða óþarflega oft fyrir lélega akstureiginleika í jafnvel vel breyttum bílum. Sem etv. væri einfalt að laga með réttum upplýsingum og smá vinnu sem eigendurnir geta vel leyst úr hendi sjálfir oft með litlum eða engum tilkostnaði. Oft snýst lagfæringin um að færa til litlar þyngdir sem staðsetningar sinnar vegna valda t.d. vogarafli eða lestun sem skemmir annars góða og jafna þyngdardreyfingu.Steini
13.03.2009 at 16:33 #643214Hér eru menn ekki á einu máli og sýnist sitt hverjum. Frekar en að vera að "munnhöggvast" um þetta atriði hvort og þá hvenær og hvernig búin börn fari í fjalla-jeppa-ferðir væri etv. snjallt að virkja þennan áhuga sem er eðlilega á þessu málefni og setja upp námskeið um öryggismál í jeppaferðum.
Dettur mér í hug að Herdís Storgard gæti haft eitthvað gáfulegt að segja t.d. um aðbúnað barna í bílum á fjöllum og hvenær óhætt er að fara með börn á fjöll.
Hvert og eitt foreldri er að sjálfsögðu ábyrgt fyrir sínu barni og vill því örugglega vel. Engin þekkir heldur barnið betur en foreldrarnir. Stundum gæti þó vantað uppá þá þekkingu sem þarf að vera til staðar áður en ákvörðun um hvað er leggjandi á börn og hvað ekki. Ætli þetta snúist ekki aðallega um útbúnað og aðstæður hverju sinni og það sem kallað er "Common Sense" og komum við þá að etv. stærsta vandamálinu sem er: "Common sense is not so common"
Engu að síður áhugaverð umræða jafnvel þó hún snúist ekki um dekkjastærðir og sverleika á boltum, svo ekki sé minnst á hvor jeppinn er næst bestur Toyota eða Patrol (Land Rover er að sjálfsögðu bestur)
Steini
13.03.2009 at 15:09 #643348Meðal annars þá reiknar apparatið út þyngdarpunkt farartækis. Eftir viktun og mælingu er hægt að fá ítarlega skýrslu.
Steini
13.03.2009 at 10:54 #643344Ég sé að menn eru komnir í miklar pælingar varðandi þyngd og þyngdardreyfingu. Þetta eru gömul vísindi og þykir sjálfsagt að hornarvigta bíla til að fá upplýsingar sem gagnast við val á íhlutum, stillingar og fl. Þá segir það sig sjálft að ef þyngdardreyfing er mjög ójöfn hefur það áhrif á t.d. floteiginleka í snjó hemlun og fl og fl. Tomcat er með búnað sem getur svarað flestum ef ekki öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp í þessu sambandi, sjá:
http://www.tomcat.is/index.php?option=c … &Itemid=60
Steini
upplýsingar hjá:
info(hjá)tomcat.is
og
tomcat.is
06.03.2009 at 10:03 #642510Spindilhalli er oft aukinn í keppnisbílum til að gera þá rásfastari og fá þá til að rétta sig betur og hraðar af. Geta þyngst í stýri við þetta en ekkert til að hafa áhyggjur af ef allt annað er í lagi.
En einu mjög mikilvægu gleyma menn hérna, það er að negativur Camber eykst í beygju. Á klafabíl getur þetta verið kostur og er oft byggt inn í hönnun fjöðrunarkerfisins til að mæta "body rolli". Þ.e.a.s. sér til þess að sóli hjólbarðans er alltaf réttur á veginum. En á stífum ás eins og hásingu þýðir þetta að bíllinn "stígur" léttar til jarðar á ytri brún ytra hjóls í beygju. Þetta er oft svo lítið að það breytir litlu sem engu en hefur samt áhrif á traction og aksturseiginleika. Stundum til góðs og stundum til hins verra.Steini
01.03.2009 at 22:58 #641992Keppendur skrá sig á sérstök form sem eru inni á heimasíðu iccrc.is og starfsmenn setja sig í samband við skipuleggjendur á info(hjá)iccrc.is eða með því að fylla út fyrirspurnarform á "contact us" á heimasíðu iccrc.is
Ég þakka stókostlegar viðtökur og áhuga. Fjölmargir hafa sett sig í samband og langar að fræðast meira eða eru ákveðnir í að vera með, enda vafalítið mikið "upplifelsi". Bráðlega verða námskeið til undirbúnings sett í gang og verður haft samband við alla sem komnir eru á lista nú þegar og bætast við á næstunni.
Margar góðar og gagnlegar ábendingar og fyrirspurnir hafa flotið með skráningunum. Ein spurning sem etv. þarfnast skýringar er í raun sáraeinföld eru skammstafanirnar ICCRC og ICCR.
ICCRC = Iceland Cross Country Rally Club eða Fjallarallfélag Íslands er klúbbur eða félagið sem stendur fyrir keppninni.
ICCR er keppnin sjálf = þ.e. Iceland Cross Country Rally.
Auk þess að hópur manna hefur skráð sig fúsa til starfa hafa einnig nokkrir sýnt því áhuga að keppa. Er reyndar vitað um nokkra bíla sem eru í smíðum. Hafi einhverjir áhuga á að koma sér upp keppnisbíl en veit etv. ekki hvernig á að snúa sér í því er velkomið að aðstoða væntanlega keppendur og greiða úr reglunum sem kunna að sýnast flóknar og óaðgengilegar en eru í raun einfaldar og sanngjarnar.
Steini
26.02.2009 at 23:51 #641986Sérleiðir og ferjuleiðir í viðgerðarhlé sem verður í miðstöð /næturstoppi.
Sérstök kjör verða í boði fyrir Íslendinga sem ekki er hægt að kynna á ICCRC síðunni. En í boði verður umtalsverð lækkun gegn auglýsingum og fl. sem tengist m.a. líknarmálum og umhverfismálum. Ættu allir sem á annað borð hafa áhuga á að taka þátt að geta það kostnaðarlega séð.
Hvað varðar undirbúning bílanna þá þurfa þeir að standast ákveðnar kröfur; veltibúr, 4pt belti, höfuðrofi, slökkvitæki og fl. sem þarf ekki að vera stór hindrun ef rétt er að málum staðið. Við (Tomcat Kallarnir) getum aðstoðað menn með búrin og það sem vantar ásamt ráðgjöf og þjálfun keppnisliða. Grunar mig að mikið af bílum sem hafa mist mest af aðdráttarafli sínu sökum aldurs og útlits geti fegið endurnýjun lífdaga í nýju hlutverki, eina sem þarf er etv. smá andlitslyfting.
Steini
Talandi um rútur þá verða rútur fyrir þjónustu- og viðgerðaliðið í sund og söguferðir á meðan keppendurnir reyna að búa til verkefni fyrir þá.
26.02.2009 at 23:22 #641982Sæll Palli
Já vissulega liggur mikil vinna að baki þessu. Ég trúi því staðfastlega að það sé með þetta eins og annað sem menn taka sér fyrir hendur: maður uppsker sem maður sáir. Þess vegna auglýstum við m.a. hér eftir áhugasömum jeppamönnum (og konum því konur eru líka menn) og höfum nú þegar fengið mjög góð viðbrögð. Reyndar hefur engin komið með neinar úrtölur eða sett sig gegn þessari keppni. Ég held að þetta sé tímabær tilraun. Tilraun sem vonandi vindur upp á sig með ótal hliðartækifærum fyrir ferðabransann og bílgreinafyritækin í landinu.
Þó við höfum verið að fiska eftir starfsmönnum þá hafa nokkrir sýnt áhuga á þátttöku. Það væri sérstaklega skemmtilegt ef Íslendingar mættu sterkir til leiks á heimavelli. Tomcat liðið verður með nokkra bíla. Þá veit ég um nokkra sem eru mjög líklegir þar á meðal 2 Súkkur!
Nú eru eflaust margir sem hefðu áhuga á að vera með en mikla fyrir sér kostnað og undirbúning. Við Tomcat kallar ætlum að vera mönnum innan handar við undirbúning á bílum ef á þarf að halda. Landið er fleytifullt af gömlum pickuppum og jeppum sem standa iðjulausir og langar á fjöll. Nú er um að gera að menn taki sig samann og smíði ódýra keppnisbíla til þáttöku. Hafið endilega samband við okkur og við munum aðstoða eftir fremsta megni. Hægt er að komast í samband við okkur Tomcat kalla á tomcat.is (ný síða) Við munum leiðbeina í samræmi við reglur og öryggismál.
Hvað varðar þátttöku útlendinga þá er byrjað að staðfesta þátttöku. En all nokkrir hafa látið í sér heyra og látið vita af sér og segjast koma. Eru þetta áhafnir frá ýmsum löndum t.d. Englandi, Skotlandi, Írlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og fl. Menn eru vonandi að koma auga á það að hér er allt til alls sem þarf til að halda stórkostlega fjallarallkeppni á heimsmælikvarða. Mikil reynsla er til í landinu hvað varðar nánast allt er snertir jeppamennsku og fjallaslóðaakstur og er það trú mín að ofurtæki útlendinganna megi sín lítils gegn okkar reynslu.
Steini
26.02.2009 at 14:28 #641978Það kemur ekki fram að keppnin er ætluð jeppum, mótorhjólum og fjórhjólum. Kíkið á iccrc.is
Steini
26.02.2009 at 14:18 #642024Ég myndi óttast sprungna diska / disk. Mjög þunnir/slitir diskar geta átt það til að springa og þá lýsir það sér t.d. með púls og eða höggum og hávaða. En þetta fer svolítið eftir því hversu næmur maður er. Sumir finna aldrei fyrr neinu fyrr en allt hrynur en aðrir finna fyrir minnsta slagi í hjólalegum upp í stýri og bremsur og jafnvel sliti í stýrisgangi upp í bremsur. Ég færi í þínum sporum undir og tæki dugleg á öllu dótinu en sprungur í disk leyna sér ekki með beru auga. Þetta gæti líka tengst ABS. Athugaðu þó að ef þú ert með kælda diska þarftu að skoða beggja vegna.
Steini
25.02.2009 at 21:12 #203913Jeppamenn óskast
Fjallarallfélag Íslands, sem er nýstofnað félag um keppnishald á svokölluðum Cross Country Rally keppnum, óskar eftir að komast í samband við áhugasama jeppamenn. Leitað er að úrræðagóðum og traustum jeppamönnum sem vilja taka að sér ýmis verkefni á fjöllum.
Verkefnin eru tengd öryggismálum, eftirliti, kvikmyndatöku og tímatöku á meðan keppni stendur. Væntanlegir starfsmenn fá allan nauðsynlegan sérhæfðan búnað til þeirra verka sem þeir koma til með að sinna ásamt námskeiðum um tæknimál, öryggismál og tímatöku eftir þörfum. Einnig fá þeir GPS tæki og kort ásamt sérstökum gerfitunglaeftirlits- og neyðarkalls-búnaði.
Um er að ræða 5 daga verkefni á hálendi Íslands dagana 19. – 23. ágúst. Leitað er af vönum fjallamönnum sem eru staðkunnugir á hinum ýmsu vegum og slóðum og geta lagt til jeppa. Greitt verður fyrir bíl og mann en viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa einhverja tungumálakunnáttu. Með ökumönnum munu fara aðstoðarmenn sem hafa farið á sömu námskeið eða sérhæfðir „Marshals“ erlendis frá í einhverjum tilfellum. Um er að ræða 4 -18 bíla mismunandi eftir dögum Þannig geta menn tekið að sér einn eða fleiri daga eftir hentugleikum. Einnig kemur til greina að greiða mönnum fyrir gistingu í eigin tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum eða húsbílum. En annars verður mönnum séð fyrir gistingu.
Hér er um skemmtilega og spennandi nýjung að ræða sem gefur mönnum og vélfákum kærkomið tækifæri til að viðra sig á fjöllum og taka þátt í alþjóðlegu ævintýri. Þó óskað sé eftir manni og bíl hentar þetta einnig tveimur eða fleirum saman jafnvel fjölskyldum sem vilja gera skemmtiferð úr verkefninu. Jafnframt er þetta mikilvæg viðbót fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu sem munu þjónusta, hýsa og fæða keppendur og lið þeirra. Keppnin er atvinnuskapandi og ætti að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og vera í sátt við umhverfið enda verður sérstök áhersla lögð á umverfismál.
Þetta er einstakt tækifæri til að fá að kynnast fjallaralli og þeirri stemmningu sem fylgir. Þess má geta að þeir sem eiga ekki heimangengt meðan rallið stendur geta horft á það á Motors TV síðar á þessu ári eða keypt DVD mynd um keppnina. Allir sem að keppninni munu koma fá sérstaka minjagripi í viðurkenningar og þakklætisskyni og til minningar um viðburðinn.
Frekari upplýsingar um Íslenska Fjallarallið eða Iceland Cross Country Rally ICCR má finna á heimasíðu félagsins: iccrc.is
Kveðja
Steini
30.01.2009 at 11:39 #639304Við hjá Tomcat á Íslandi framleiðum bremsuslöngur eftir máli. Hvaða lengd sem er, og allar tegundir af endum, flest til á lager. Fyrst og fremst hugsað í keppnisbíla og þar sem þörf er á sterkum slöngum. Eru SS Braided. Dæmi um verð kr 18.000,- fullt sett í Subaru Impreza. Getur munað einhverju á milli bíla en nálægt þessu. Stuttur afgreiðslufrestur. Neyðarþjónusta um kvöld og helgar. Erum aðalega að þjónusta keppnistæki og getum komið á staðinn ef á þarf að halda gegn sanngjarnri aukaþóknun. Oft ódýrara en original!
Steini
info(hjá)tomcat.is
23.01.2009 at 00:13 #638708Á einhver málin á þessum fóðringum. Þá get ég séð hvort eitthvað af okkar (Tomcat/Flo-Flex/Deflex) fóðringum passar.
Kveðja
Steini
07.01.2009 at 13:34 #636574Snyrtilegt og áhugavert á tímum þegar ekki er vit í að flytja nokkurn skapaðan hlut inn. Er hægt að gefa upp hvað þessi smíði kostaði. Sem dæmi þá þá kosta flækjurnar sem við flytjum inn í Tomcat jeppana kr. 161.000,- á gengi dagsins í dag. Þetta eru reyndar dýrasta fánlega útfærslan af þeim.
Verður gaman að heyra af þessu BJB hefur alltaf reynst okkur vel og verið mjög sanngjarnir.
Steini
02.01.2009 at 00:23 #635870Verðið á Flo-Flex Deflex (Tomcat) er breytilegt vegna munar á milli árgerða. En settið í radíusarmana er frá 3.740,- (báða) En sett í allan bílinn allar útskiptanlegar fóðringar kostar max: 18.040,- (einnig háð árgerðum)
Steini
01.01.2009 at 01:05 #63586417.11.2008 at 01:02 #632776Þetta er rétt munað hjá Ofsa. Á áttunda áratug síðustu aldar reyndu franskir keppnishaldarar að halda stóra hálendiskeppni á Íslandi. Til að gera langa sögu stutta þá fór þetta allt saman þversum ofaní öfgahópa sem kenna sig við náttúruvernd. Gáfust Frakkarnir upp og sögðust aldrei koma aftur til Íslands. Slíkar og þvílíkar voru mótttökurnar. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan og skilningur manna hér heima aukist á mótorsporti, jeppa- og ferðamennsku þökk sé F4X4 meðal annars. Allt regluverk, lög og reglugerðir eru skýrari og því er slík keppni framkvæmanleg núna. Ekki verður farið af stað nema í fullkominni sátt við alla hlutaðeigandi hagsmunaaðila. Eins og staðan er í dag eru engin ljón í veginum og því framkvæmanlegt þess vegna strax á næsta ári. Einu áhyggjur okkar að sinni eru efnahagsmálin, ekki einungis á Íslandi heldur öllum heiminum. Vissulega yrði keppni eins og sú er ég lýsi hér að ofan mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna og fl. Góð landkynning og frábær skemmtun fyrir alla sem einhvern áhuga hafa á mótorsporti, ferða- og jeppamennsku.
Kveðja
Steini
15.11.2008 at 00:05 #632768Cross Country Rally keppni er í undirbúningi. Er keppnin reyndar að mestu klár til framkvæmdar. Þó eru nokkrir lausir endar. Fluttur verður inn sérstakur tölvuvæddur tímatökubúnaður og ýmislegt fleira nýstárlegt gert. Til stóð að fyrsta keppnin færi fram 2009 en hugsanlega verður að fresta henni um ár vegna ástandsins í þjóðfélaginu.
Baja keppni er "jepparall" sem er samkvæmt skilgreiningunni e.k. stutt útgáfa af Cross Country Rally og verður því haldin innan ramma stóru keppninnar fyrir þá er það hentar sem hluti af stóru keppninni. Einnig er fyrirhugað að halda innan sömu keppni fyrir venjulega jeppa, eins og þá er félagsmenn F4x4 eiga. Þ.e.a.s. óbreytta eða breytta jeppa án sérstaks keppnisbúnaðar. Verður þetta kynnt betur seinna en fyrirhugað er að leita samstarfs við félagið og hefur verið gerð áhugakönnun vegna framkvæmdar og hugsanlegrar þátttöku.
Hér er um óhemju umfangsmikið verkefni að ræða sem kostar umtalsverða fjármuni og hefur því verið stofnað undirbúnings og þróunarfélag um verkefnið sem mun síðar verða framkvæmdaaðili keppninnar. Keppnin mun ekki verða rekin á áhugamanna stigi sem þýðir að allir starfsmenn munu þiggja laun fyrir unnin störf. Eitthvað verður af erlendum starfsmönnum, leiðbeinendum og sérfræðingum. Auglýst verður eftir starfsmönnum þegar nær dregur, en ljóst er að framkvæmdin er mannaflafrek og virkja þarf reynslu t.d. félaga F4x4. Áhugasamir geta aflað sér frekari upplýsinga hjá info@tomcat.is en einnig séð frumdrög á síðunni: http://icelandcrosscountry.blog.is/blog … sscountry/Kveðja
Steini
-
AuthorReplies