You are here: Home / Þórir Harðarson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Hæ,
Ætlaði að athuga hvort einhverjir seu að fara í ferð (helgar/dagsferð) helgina 5-6 febrúar og hvort möguleiki væri að fá að komast með. Er að koma til landsins í viku og langaði aðeins að kíkja á fjöll á bílnum mínum sem er breyttur Grand Cherokee 2001 V8.
Kveðja,
Þórir
Ég átti 1997 2.9 TDI (ekki orginal Turbo Diesel). Þegar ég keypti hann (í 117.000 km) var búið að skipta um heddpakkningu í 70.000 km. Ég fór að grennslast um af hverju þetta gerðist og mér var sagt að raunverulega eini munurinn á 2,9 án Turbo og með væri að það væri þykkari heddpakkning í Turbo bíl (hvort sem það sé rétt eður ei).
Ég keyrði þennan bíl á 4 tug þúsunda km (á einu ári) og var mjög ánægður með hann. Hann var á 33" dekkjum og eyddi hjá mér á langkeyrslu að meðaltali 10.6 lítra á hundraðið, lægst 10,3 (ekki ekið undir 100 km hraða), reyndu að finna bíll á 33" með svona eyðslu.
Með bilanir þá var það ekkert meira að bila en í aðrir bílar þetta mikið keyrðir en varahlutirnir kosta mjög lítið hvort sem átt er við Benna (þótt furðulegt sé) eða aðra.
Það er mjög gott að ferðast í svona bíl, þægilegur og mjög mjúkur.
Er alveg til í að eignast annan svona bíl og þá meira breyttan.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.