Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2008 at 16:42 #201965
Sæll veri mannskapurinn.
1. Getur einhver bent mér á léttar jeppa- eða torfæruslóðir á milli Hellu og Selfoss, þar sem óvanir geta æft sig? Þá er ég frekar að tala um þar sem snjór er, til að eyða ekki landinu hjá einhverjum skapvondum landeiganda.
2. Kostar að setja auglýsingar inn? Þarf maður að vera félagi í 4×4?
26.02.2008 at 23:18 #613518Síminn:
http://www.gsmworld.com/cgi-bin/ni_map.pl?cc=is&net=la
Vodafone:
http://www.gsmworld.com/cgi-bin/ni_map.pl?cc=is&net=is
Vonandi hjálpar þetta einhverjum.
22.02.2008 at 14:14 #614840Takk fyrir.
21.02.2008 at 21:59 #201925Sælt veri fólkið.
Það kannast væntanlega margir við að kílómetramælar sýna minni vegalengd á jeppum á stærri dekkjum, en venjulegir fólksbílar.
Nýlega fór ég á 33 jeppa frá Kópavogi til Hellu. Ég veit að þessi leið er 91 km. Ég núllaði mælinn áður en ég fór af stað og hann sýndi 83 km. þegar ég var kominn. Mælirinn vantelur næstum tíunda hvern kílómeter.
Eins hefur mér þótt skakka einhverju á hraðamælinum, ef ég miða við hraðamælana við vegina, t.d. þar sem komið er inn í þéttbýli.
Á maður þá að reikna með að bíllinn sé keyrður 10% meira en kílómetramælirinn sýnir?
Er hægt að fá þetta mælt einhvers staðar, t.d. með GPS?
20.02.2008 at 01:36 #614628Hvernig var þá heiðin? Ég er að fara vestur á Ísafjörð um páskana og gæti hugsað mér að fara heiðina ef hún er ekki mjög slæm yfirferðar. Er reyndar á 33" dekkjum.
Ef hún er slæm kræki ég frekar fyrir Strandirnar. Þessir 60 km. sem maður sparar sér með Þorskafjarðarheiðinni eru fljótir að fara ef það tekur klukkutíma að komast yfir hana!
Veit einhver hvernig Þorskafjarðarheiðin er um þessar mundir?
07.02.2008 at 20:37 #613246Ég væri til í svona ferðir, a.m.k. að sumri til þar sem ég er á heilsársdekkjum, 33 tommu og hef ekki hugsað mér að leggja í meiri breytingar alveg á næstunni.
Ég er ekki enn genginn í félagið, en er að hugsa um að gera það.
Mig langar að spyrja er fararstjóri í svona ferðum? Gott væri ef einhver væri til í að lista upp búnað sem mælt er með í þessar ferðir.
05.02.2008 at 11:24 #613076Takk fyrir, hélt að það væru einhverjar meiri leiðbeiningar. Ég sé að hægt er að nota HTML-kóða.
05.02.2008 at 11:14 #613072Getur einhver linkað á leiðbeiningarnar?
Tilraun:
[url=http://http://www.youtube.com/watch?v=uduGSR6YsXg&feature=related:2tsx62e0][b:2tsx62e0]Nissan[/b:2tsx62e0][/url:2tsx62e0]
02.02.2008 at 21:48 #612658Ég þakka kærlega góð ráð. Þá er bara að fara að versla og koma sér að verki, áður en bólan ljóta breiðir meira úr sér.
02.02.2008 at 17:46 #201783Sælt veri fólkið.
Getur einhver sagt mér hvernig best er að vinna á ryðblettum? Það eru smá ryðblettir á pallhurðinni á bílnum (Toyota Hilux, sjá mynd.)
Hér er slóð á myndina, ég gat ekki sett hana inn:
http://theodorn.blog.is/users/28/theodorn/img/h13.jpg
22.01.2008 at 22:28 #611058Ulfr, aldrei of varlega farið. UnnarM, jú ég hef bílprófið, en vantar reynsluna, ég var svona að gantast með það.
21.01.2008 at 00:21 #611052Takk fyrir ábendingarnar, Muffin og Þengill. Ég var að kíkja á síðuna hjá Arctic Trucks, þeir eru með ýmislegt gagnlegt.
21.01.2008 at 00:02 #201675Sælt veri fólkið.
Ég var að fá mér Toyota Hilux, með 33 tommu dekkjum, ekkert rosa tryllitæki.
Nú hef ég ekki mikla reynslu af að jeppaakstri, hef gripið í svoleiðis öðru hvoru, en aldrei átt jeppa.
Eru einhver námskeið í gangi þar sem kennt er að keyra jeppa, um útbúnað, viðhald o.s.frv.? Svona klaufanámskeið fyrir þá sem ekkert kunna?
-
AuthorReplies