Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.11.2007 at 13:09 #601534
Já finnst þér það ekki nokkuð viðeigandi nafn?
Kveðja
Þengill
01.11.2007 at 11:23 #601654Sælir Jeep eigendur.
Við erum tveir félagarnir sem ætlum okkur að kíka í smá jeppatúr á laugardaginn.
Ætlum að fara uppá Gjábakkaveg og þar inná Kálfatindaleiðina innað Hlöðufelli/Skjaldbreið.Við ætlum að vera við Hveragerði um klukkan 11. (ég verð nefnilega í bústað í Ölfusborgum).
Væri gaman að sjá sem flesta.
Kveðja
Þengill
S.866-5566
01.11.2007 at 00:20 #20107930.10.2007 at 22:10 #601520Nei hann er örugglega ekki að tala um þá. Ég veit ekki hverjir eru að selja brúsa sem hægt er að setja loft inná, öðruvísi en með handafli.
En Olís/Ellingsen er að selja brúsa sem eru úr málmi. Aðal málið er að stimpillinn sem þú pumpar loftinu inná þá (handvirkt) verður helst að vera úr málmi líka.En mér finnst líklegt að Dýrarusl (Bílanaust) sé að selja eitthvað álíka líka.
Kveðja
Þengill
17.10.2007 at 18:16 #600084Ef þú ætlar að nota jeppan þinn til að keyra innanbæjar eða á malbikinu þá finnst mér ekki skynsamlegt að fara í meiri breytingu en 35". En ef það á að nota bílinn í snjóakstur og aðrar torfærur þá er skynsamlegt að breyta bílnum í 36" og uppúr. Fer auðvitað eftir þyngd bílsins.
Einhverstaðar las ég það að 70-80% breytra bíla fara sjaldan eða aldrei út fyrir malbikið. Ef það er staðreynd þá er óskynsamleg breyting sú sem er stærri en 35". Ekki satt?
Kveðja
Þengill
17.10.2007 at 17:58 #600200Ég hugsa að það safnist yfirleitt ekki mikill snjór á Skógum. Þeir standa svo lágt og ekki mjög langt í sjó. Held að það sé bara ekki nokkur snjór á láglendi á suðurlandi og ekki mikill til fjalla.
Kveðja
Þengill
17.10.2007 at 11:36 #600152Hringdu í FÍB.
Það er algerlega þitt val hvort þú skilur bílinn þinn eftir. En það eru meiri möguleikar á því að selja hann ef hann er á svæðinu.
En svo er náttla annað mál. Hafa bílasölurnar fullan rétt á því að lána bílinn þinn hverjum sem er?
Stendur það einhverstaðar í reglum bílasala að ef þú skilur bílinn eftir til sýnis að þeir megi lána hann hverjum sem er án þess að láta þig vita.Svo eru sterkar líkur á því að þessi maður sem prófaði bílinn hafi sett hann í fjórhjóladrifið og jafnvel lága til að prófa bílinn. Og kannski ekki vitað betur og ákveðið að taka vinkil beygju á þurr malbiki. Það fer ekkert sérlega vel með mismunadrifið. En ég veit ekki hvort hægt sé að brjóta það á þann hátt.
Kveðja
Þengill
08.10.2007 at 10:51 #598814.. það er eitt "t" í "stafsetningu" 😉
En ég skil þig vel. Getur stundum verið mjög erfitt að skilja suma þræði hérna, en þá má víst ekki skammast yfir því, því að það eru alltaf einhverjir sem eru les og skrifblindir.
En persónulega finnst mér óvenju margir hérna inni sem eru þá les og skrifblindir.
En svona er lífið bara.
Reynum samt að vanda okkur í málfræði og því sem við skrifum. 😉Kveðja
Þengill
03.10.2007 at 16:24 #593470Þú varst bara rétt á undan mér. Ætlaði einmitt að fara að minna á síðuna.
Endilega vera duglegir að skrifa og koma með hugmyndir að ferðum eða hittingi.
Og senda myndir o.fl.Kveðja
Þengill
02.10.2007 at 16:06 #598380Held að þetta snúist bara um að þétta hurðarnar almennilega þá er ekkert sem stoppar Scoutrol.
Þá blotnar frændi ekki í lappirnar og getur bara keyrt áfram. 😉Kveðja
Þengill
01.10.2007 at 15:41 #597880Ég get bara ekki séð hvernig svör mín og spekúleranir mínar séu barnalegar. Ég er þá kannski bara svona barnalegur. En hingað til hef ég reynt að vera eins málefnalegur og ég get.
Og mínar hugmyndir snérust allan tíman um að setja sérstakan fólksbílaflokk.
Ekki veit ég afhverju þú ert svona reiður út í mig. Þetta mál snýst ekkert um þennan tiltekna Yaris endilega. Bara fólskbíla almennt.
Alveg óþarfi að verða svona sár.Þetta heitir að rökræða hlutina, svona er það gert.
Og það er engin að missa sig yfir neinu.
Ekki nema þeir sem telja þetta barnalegt, heimskulegt og vitlaust. Það eru þeir sem eru að rífast. Engin annar.En við skulum bara sjá til hvort vefnefnd geri eitthvað í málunum eða hafi þetta bara eins og það er.
Kveðja
Þengill
01.10.2007 at 08:55 #597872Nú er Haukur komin í skítkast við einstaklinga, sem segir allt um þann ágæta mann.
Sem hefur ekki tekið þátt í neinum umræðum (fyrir utan þennan) á þessum vef, hefur aldrei auglýst nokkurn skapaðan hlut áður. Hefur sennilega skráð sig hingað eingöngu til að losna við Yarisinn. En ég tók samt eftir því að hann á steraYaris líka. Hann er þá allavega jeppamaður. Sem gerir hann auðvitað að betri manni.Og bara svo þú vitir það Haukur minn að hann Skúli er og verður einn af lykilmönnum þessa klúbbs og fyrrverandi formaður hans. 😉
En ég er bara óbreyttur félagi, en á líklega samt heima í Litludeildinni sem þú kallaðir Barnadeild, sem er nú kannski bara ágætis nafn.
En myndir þú ekki Haukur, glaður setja Yarisinn þinn í fólksbílaflokk ef hann væri til staðar?
Kveðja
Þengill
30.09.2007 at 14:04 #200889Afhverju er ekki hægt að breyta heimilisfanginu sínu í „mínum upplýsingum“?
Kveðja
Þengill
30.09.2007 at 12:59 #597852Heyr, heyr Ofsi.
Það getur ekki verið að það sé mikið mál að laga þetta. Og þá eru flestir ánægðir.Eina sem þarf að gera er að setja sér flokk fyrir fólksbíla. Og ekki láta hann birtast á forsíðu. Þá er málið leyst.
Og þessi blessaði Haukur sem er að auglýsa Yaris drusluna sína, segir að það komi ekki nokkrum við þó hann auglýsi bílinn hérna. Það er bara gjörsamlega alrangt hjá manninum. Það kemur okkur öllum við sem skoðum þennan vef og borgum félagsgjöld til að halda honum uppi.
Svo fer annað doldið í taugarnar á mér. Afhverju þurfa sumir að býsnast yfir því að það sé verið að rökræða hlutina.
Eins og t.d þessi:
"Ótrúlegir tuðarar
29. September 2007 – 23:06 | stebbi, 956 póstar
Þetta gengdarlausa tuð og þras tekur örugglega meira pláss en allar fólksbílaauglýsingar á þessum vef síðasta hálfa árið.
P.s.
Hvar fær maður 4×4 Yaris ?"Og þessi:
"Auglýsum Yaris
30. September 2007 – 01:41 | Hlynur, 1187 póstar
Gerum f4x4.is að undirsíðu hjá barnaland.is, og láglendisvæðum starfsemina hið fyrsta, enda virðist það vera stefna flestra í dag, að taka undir og grenja með minnihlutahópum.
Góðar fasistastundir."Ef þetta er ekki tuð þá veit ég ekki hvað tuð er.
Þetta er mun meira tuð en þegar menn eru að rökræða hlutina.
Alger óþarfi að fara rífast eða vera með skítkast yfir hlutunum, við erum nú flest fullorðið fólk og eigum að haga okkur eftir því.Kannski er þetta allt sama bara grín hjá þessum blessuðu mönnum, en ef menn ætla ekki að taka þátt í umræðunum á skynsaman og málefnalegan hátt þá eiga þeir bara ekkert að vera pósta neitt. Það er allavega mín skoðun.
Annars finnst mér yfirleitt mjög gaman að skoða þennan vef. Og umræðurnar eru oftar góðar og málefnalegar en slæmar og ómálefnalegar.
Ég skoða hann á hverjum degi. Spjallborðið, myndaalbúmið og smáauglýsingarnar.
Uss uss þetta er alltof langt hjá mér.
Kveðja
Þengill
26.09.2007 at 22:27 #597786Þá er það ekki "frítt" auglýsingapláss. Við borgum jú félagsgjöld. Ekki satt frændi? 😉
Ég held samt að menn færu ekki að borga 5000 kall á ári til að setja inn auglýsingar.Ég held að við sem félagsmenn og almennir jeppadellu kallar græðum lang mest á því að hafa auglýsingarnar opnar fyrir alla.
Það má kannski skoða það að hafa þá spjallið lokað.
Held frekar að menn myndu borga ársgjaldið til að fá að vera með í sjallinu og öllu sem því fylgir. Kannski hægt að skoða það en ekki skrifa þar.En allavega, út með fólksbílana. hehe
Kveðja
Þengill
25.09.2007 at 18:37 #597778Ef ég er að leita að Yaris þá fer ég ekki á heimasíðu ferðaklúbbsins 4×4. Ég fer á bilasölur.is, tilsölu.is, mbl.is, visir.is, haninn.is allt annað en hingað. 😉
Kveðja
Þengill
25.09.2007 at 18:08 #597774Spurning um hvort að þetta verði ekki að miðast bara við fjórhjóladrifsbíla, sama hvað þeir heita.
Þá allavega losnum við megnið af fólksbílaauglýsingunum.Hvort sem okkur líkar betur eða verr!!!
Kveðja
Þengill
25.09.2007 at 17:09 #597770Ef búinn er til "Fólksbílaflokkur/Annað ekki tengt jeppamennsku" þá ætti að vera hægt að hafa hann þannig að hann birtist ekki á forsíðu smáauglýsinga. Þá er sá flokkur ekki að trufla veltuhraðan Á jeppastöffinu.
Svo er ég ekki sammála því að auglýsingar og spjallið (fyrir utan Innanfélagsmál) eigi að vera lokað almenningi.
Við getum grætt fullt á því að fá auglýsingar frá jeppamönnum almennt. Líka það að þeir kynnast kannski aðeins starfinu í gegnum vefinn og vilja þá kannski gerast félagar.Kv
Þengill
25.09.2007 at 08:58 #597752…nú að koma með einhverja hugmynd einu sinni en var skotin á kaf um leið.
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … fsida/7334
Kv.
Þengill
08.09.2007 at 17:57 #595204Mhn er örugglega að tala um Jeep klúbbinn.
http://www.123.is/jeep
Hann virðist vera mjög ósáttur við að það sé ekki búið að gera neitt í sumar.
Ég er búinn að segja það áður og segi það aftur. Það er bara mjög erfitt að vera að fá fólk til að gera eitthvað á sumrin þegar allir eru í sínu sumarfríi og nóg annað að gera. Þegar líður á haustið eða veturinn mun örugglega hóað í einhverja ferð.
Það er allavega stefnan hjá mér.
Ég er með E-mail hjá stórum hópi jeep manna sem ég mun örugglega nota. Hörður Aðils setti fína síðu á laggirnar og hann mun örugglega líka gera eitthvað skemmtilegt.En svona klúbbur er mjög skemmtilegt fyrirbæri og mæli ég heilshugar með þessu. Þó það sé ekki annað en til þess að skoða og fræðast um þessa bíla sem við eigum.
Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies