Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.03.2009 at 15:23 #643180
Alltaf gaman þegar frændur manns gera lítið úr manni.
–
Það að ég sé ekki orðinn foreldri kemur þessu málið bara ekkert við. Ég hef alveg sömu dómgreind fyrir því.
Þetta er bara mín skoðun. Og auðvitað er hægt að rökræða þetta fram og til baka. En að koma með þau rök að einhver sé ekki foreldri og viti þar af leiðandi ekkert um málið, eru ekki góð rök.
–
Og þó svo að þú (Heiðar) hefðir haft nógan tima til að bjarga barni úr bílnum hjá þér, þá hefði ég ekki vilja vera með barn í þessum aðstæðum.
–
Og svo þessi hroki að vera að ýja að því að þeir sem eru á minna breyttum bílum og hafa ekki farið eins oft séu með eitthvað verri dómgreind en hinir. Það er ekki fallegt.Ætli það sé bara ekki öfugt. Búnir að fara svo oft og kannski óhappalaust og orðnir kærulausir. 😉
–
Ég hef því miður bara ekki efni á að eiga bíl uppá margar milljónir. Þessvegna á ég lítinn og léttan bíl sem kostar lítið. Og því miður hef ég heldur ekki efni á því að fara á fjöll um hverja helgi. Myndi hiklaust gera það ef ég gæti. Svo á ég líka önnur áhugamál. 😉 En þetta er útúrdúr.
–
Svo er líka svolítill munur á að vera með 7 vikna gamalt barn eða þriggja ára.
Ég er með ósjálfbjarga ungabörn í huga þegar ég skrifa þetta.
–
Einhverstaðar lærði ég það að maður á alltaf að gera ráð fyrir því versta á fjöllum. Þessvegna erum við með allan þennan búnað í bílunum okkar. 😉—
Og Heiðar, þetta með hundinn er eitthvað sem þú hefur greinilega ekki fengið réttar upplýsingar um eða allavega ekki nógar.
Kveðja
Þengill
11.03.2009 at 23:34 #643154Þetta snýst ekkert um það hvort börnin hafi gott af þessu eða ekki. Þetta snýst um það ef eitthvað kemur fyrir. Þá vill maður ekki vera með börnin í bílnum. Það er ekki hægt að líkja þessu við að keyra milli Reykjavíkur og Akureyrar. Auðvitað er allt í lagi með börnin sem hafa farið í jeppaferðir með foreldrum sínum frá unga aldri.
Við aukum líkurnar töluvert mikið á óhappi þegar við förum á fjöll. Nokkrum sinnum hef ég verið í bíl eða í slagtogi með bílum sem hafa verið annsi tæpir að fara á hliðina eða á hvolf á fjöllum.
Hefðuð þið viljað vera með barnið ykkar í bílnum sem Jón "Ofsi" Snæland var í þegar hann fór fram af hengjunni í miðjuferðinni? Eða þegar Heiðar úr Keflavík missti bílinn sinn niður í vatn fyrir nokkrum árum?
Ég held að það sé ekkert grín að vera með ósjálfbjarga barn í bíl ef eitthvað kemur fyrir á fjöllum. Því það er algerlega okkar val að taka barnið með í áhugamálið.Það þarf nú ekki einu sinni börn til. Eftir að ég festi mig einu sinni í Steinholtsánni á leiðinni inní Þórsmörk með hundinn í búri afturí, lofaði ég sjálfum mér því að vera alltaf með hann lausan í bílnum þegar ég væri að fara yfir vafasamar ár. Því hann getur synt í land.
Þetta snýst allt um þetta "stóra" EF.
Kveðja
Þengill
03.03.2009 at 12:04 #642266Notiði bara WD40. Það er miklu betra. Hrindir frá sér vatni og óhreinindum.
Úða efninu yfir vélina, keyra í nokkra daga, hreinsa með tjöru eða olíuhreinsi og úða svo aftur yfir hreina vélina. Vélin verður eins og ný.
Kveðja
Þengill
02.03.2009 at 18:21 #642214Ég fékk 1/4 loftnet hjá Nesradíó, því að ég er með það á toppnum. En þeir sögðu einmitt að það þyrfti að vera lengra ef það væri ekki á toppnum.
Kveðja
Þengill
02.03.2009 at 18:17 #624400Lestu bréfið frá Lóu sem að Ásgeir Sigurðsson setti hérna á þráðinn doldið ofar. Ég set hann hér inn aftur ef þú finnur "commentið" ekki. 😉
————————
Sæll. Við í gallerí i8 erum þessa dagana að aðstoða einn af listamanni okkar, Ólaf Elíasson, við að finna myndir af jeppum að keyra í íslenskum ám. Ég er búin að fara í gegnum myndasafn ykkar og finna myndir og mun hafa samband við eigendur myndanna um að fá að nota þær. Mér dettur í hug að einhverjir jeppamenn lumi á góðum myndum af þessu viðfangsefni og langar að auglýsa eftir fleiri myndum. Getur þú aðstoðað mig við að koma skilaboðum út til félagsmanna þinna? Bestu kv. Lóa loa@i8.is
————————-
Kveðja
Þengill
01.03.2009 at 14:54 #624380Mér sýnist vera verið að biðja um myndir af bílum að KEYRA í ám. Ekki endilega föstum í ám. 😉
Kveðja
Þengill
19.02.2009 at 13:17 #641386Svona er þetta stundum. Hvað fór þessi bíll á? Veistu það?
Annað í þessu. Það eru ekki vacum lokur á þessum bílum. Það var á eldri gerðum af bílum sem ekki voru með NP242 kassanum. Ég átti svoleiðis bíl með 2,8ltr vélinni. Aðal hættan með þessa vacum punga var að þeir voru staðsettir á hásingunni og ef að fór steinn eða eitthvað álíka í þá, þá hætti fjórhjóladrifið að virka. Ekki gott t.d í miðri á.
Kveðja
Þengill
18.02.2009 at 22:46 #641376Sælir, Dana 30 og 35 duga venjulega alveg fyrir 4ltr vélina. Minnir að framhásingin sé reverse. Í þessari árgerð er afturhásingin c-clip.
.
Þeir eru að koma mjög vel út í drifgetu. Léttir og þægilegir. Ég er með minn á 36" og ólæstan og hann stendur sig mjög vel. Menn oft undrandi þegar þeir komast að því að hann er ekki læstur.
.
Þú ert semsé með NP242 millikassan. Sem var kosin besti millikassinn, af 4wheeler blaðinu í USA hreppi, fyrir nokkrum árum.
.
Bilanatíðni er allsekki meiri en í öðrum bílum. Þú ert með High Output vélina sem eyðir meira en eldri vélin en hún er örfáum hestöflum öflugri. Mæli með því að þú farir uppí H.Jónsson og kaupir efni til þess að "eitra" vélina. Þeir útskýra fyrir þér hvernig það gengur fyrir sig.
Félagi minn átti Wagoneer XJ ’89 á 36" dekkjum. Fórum í vetrarferð á þeim bíl inní Strút. Minnir að eyðslan hafi verið um 27ltr í ferðinni.
.
Þú ert að fá snilldar bíl í hendurnar. Bíl sem flestir ferðafélagar þínir eiga eftir að sjá mikið af afturendanum á. hehe 😉Ef þú ferð inná svæðið mitt hérna á vefnum þá eru þar linkar á fullt af síðum um þessa bíla.
Og svo ég líka fullt af upplýsingum um þá. Varahlutalista og verkstæðisbækur. Vinur minn á tvær viðgerðarbækur yfir Cherokee XJ.
Kveðja
Þengill
18.02.2009 at 13:22 #641318Ég hef einmitt spurt þá Shellmenn að þessu. Sendi þeim bara e-mail. Svarið sem ég fékk var að kortið(staðgreiðslukortið) býður ekki uppá afslætti af mörgum vöruflokkum. En þetta mun koma með nýju korti sem er verið að búa til fyrir klúbbinn.
En við fáum fínan afslátt t.d. af olíum hjá N1 (Bílanaust).
Kveðja
Þengill
14.02.2009 at 12:26 #640848Ég held bara að þeir hafi verið að koma ágætlega út alveg eins og XJ. En ég held samt að kramið í Grandinum sé eitthvað veikara en í XJ. Sel það þó ekki dýrara en ég stal því. 😉
Ég veit allavega um nokkra svona bíla sem eru með allt original og hafa ekki verið að brjóta neitt.Kveðja
Þengill
27.01.2009 at 18:47 #639108Var ekki verið að spyrja frekar um muninn á sjálfskiptivökva og gírolíu.
Semsé afhverju sjálfskiptivökva en ekki gírolíu?Kveðja
Þengill
20.01.2009 at 20:32 #638344Brilliant, gott að heyra.
Kveðja
Þengill
20.01.2009 at 20:05 #638336Bjarni, ég var ekki að tala um þig eða Gunna Gunn. Man ekki einu sinni eftir því að hafa séð Tacomuna þína. En þú hefur sennilega komið í hópinn eftir að við vorum farnir framúr honum. Ertu ekki annars á Tacomu?
Ég held ég sé að koma fram með uppbyggilega gagnrýni. Svona kom þetta mér, og fleirum, fyrir sjónir.
Hið besta mál að þú, Stefán, hafir kynnt þér leiðina og þessháttar, en ekki heyrðist múkk um það í stöðinni. Kannski hef ég ekki heyrt það og heldur ekki hinir sem eru á sömu skoðun og ég.
Í svona ferð er hlutverk fararstjóra akkúrat það að draga bíla upp og hjálpa litlu bílunum og óvönum mönnum. Fararstjórar eiga að vera þeir sem eru með mestu reynsluna og á best útbúnu bílunum. Þá eru það þeir sem óvana fólkið treystir á.
Auðvitað má svosem rökræða það á allan hátt.
Og svosem má rökræða þetta allt saman fram og til baka.
En það sem komið er fram breytir ekki skoðun minni.——-
Þegar búið var að aka í ca.11 tíma vorum við búin að vera stopp í 5 tíma og 40mín og á ferðinni í 5 tíma og 40mín, samkvæmt GPS hjá einhverjum í hópnum sem ég man ekki hver var.
Að vísu vorum við á þremur bílum sem nenntum ekki að bíða þegar voru eftir ca. 600-700m í Tjaldafell. Og ákváðum að fara þangað inneftir og keyra svo í átt að Jökli og Slunkaríki. Vorum við einhverja 2 tíma að leika okkur á þeirri leið. Þegar við náðum hópnum aftur þá var hann komin ca. 300m framhjá afleggjaranum að Tjaldafelli allir óbreyttu bílarnir fastir á víð og dreif í brekku.En þetta var alltsaman mjög gaman og ég og minn kóari skemmtum okkur mjög vel og ég mjög ánægður með Cherokeeinn hvað hann komst. Festi mig einu sinni, því ég lennti í förum eftir 44" LC sem var í drætti hjá Land Rover. Þau voru aðeins of djúp fyrir 36".
En nú er ég búinn að koma mínum og annara gagnrýni á framfæri. Ég mun örugglega reyna að koma aftur í svona ferð, en ég vona að betur verði staðið að henni þá.
Kveðja
Þengill
20.01.2009 at 17:45 #638326Því miður verð ég í Kaupmannahöfn.
Ég veit alveg nákvæmlega um hvað ég er að tala.
Og ég er ekki að segja neitt við þig sem kostar það að ég þurfi að biðjast afsökunar. Ég er ekki að tala illa um þig eða segja eitthvað ljótt um þig. Ég er bara að gagnrýna. Og ef menn þola það ekki þá er þeim ekki viðbjargandi. Allir hafa gott af smá gagnrýni. Það á að bæta fólk.Og eins og ég sagði fyrr þá er þetta ekki algjörlega uppúr mínum kolli.
Ef ég væri ekki að fara úr landi þá hugsa ég að ég myndi glaður koma og rökræða þetta við þig/ykkur.
En ég kannski tek það til baka að litladeildin eigi helst að fara á haustin og vorin. Auðvitað er hægt að ferðast allann ársins hring. Það þarf bara að velja leiðirnar betur með tilliti til færðar fyrir óbreytta bíla.
Kveðja
Þengill
20.01.2009 at 16:08 #638320Ég ætla að byrja á því að þakka kærlega fyrir mig. Þetta var mjög skemmtileg ferð í flesta staði.
Ég var komin í bæinn um 01:00 með smá stoppi á selfossi.En ég ætla líka aðeins að gagnrýna ferðina. Og vonandi taka menn gagnrýninni vel.
Ég er ekki einn um þessar skoðanir, svo það komi strax fram.
Ég er á þeirri skoðun að það hefði átt að snúa við þegar í ljós koma að það þyrfti að draga flesta bíla sem voru á dekkjum minni en 35" upp allar brekkur, stórar sem litlar.
Það hefði verið hægt að gera þetta þannig, að þegar í ljós kom að þetta yrði svona erfitt fyrir litlu bílana, þá hefði verið sniðugast að stoppa bara í einhverri brekkunni og leika sér. Þá gætu þeir sem fengju nóg snúið við og farið heim. Og þeir bílar sem ráða við færðina halda kannski áfram eitthvað lengra. Eða hjálpa litlubílunum ef þeir kjósa það.Og svo verður að athuga það að þeir sem eiga óbreytta bíla ætla oft ekkert að stækka í breyttan bíl.
Eru bara mjög sáttir með sinn óbreytta eða lítið breytta bíl. Nota hann aðalega til að komast um hálendið á sumrin. En nýta kannski tækifærið að fara í ferð með litludeildinni til að komast í smá snjó til að leika sér í. En ekki til að fara í 20 tíma vetrarferð. Með áhættu á að skemma bílinn eftir tog í gegnum alla skafla á leiðinni.Annað sem ég vil gagnrýna. Ég (og fleiri) erum ekki sáttir við þann sem kallaði sig farastjóra og elti fyrsta hóp sem fór "Tacomu"leiðina. Hann var aftastur allan tíman, hann hjálpaði ekki nokkrum manni, því hann var víst ekki með krók. Hann þekkti þessa leið mjög lítið. Þ.e.a.s leiðina niður að Gjábakkaveg. Og það að þetta var sá hópur sem þurfti síst á hjálp að halda. Var kallaður 38" hópurinn þó svo að í hópnum hafi verið 33"-38" bílar.
Þetta kalla ég ekki góða fararstjórn.
Ég er ekki að gagnrýna til að vera leiðinlegur við neinn. Ég er bara að segja hvernig þetta leit út fyrir nokkrum í hópnum. Og til að reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
Ég efast samt ekki um það að fólk hafi skemmt sér vel.
En fararstjórar verða að hafa bein í nefinu til að taka þá ákvörðun að snúa við. Ferðin þarf ekkert að vera ónýt þó svo að það sé gert.Litludeildarferðir ættu helst að vera farnar á haustin og á vorin. Haustin, áður en það verður mikill snjór, samt kannski smá snjór. Og á vorin þegar flestir vegir eru auðir og jöklar jafnvel færir óbreyttum bílum, sem gerist nú helst á vorin. Ekki satt?
Kveðja
Þengill
03.01.2009 at 13:30 #635982Skemmtilegt, alltaf er maður að læra.
En hann er merktur sem "Dynjandi" á korti.Kveðja
Þengill
02.01.2009 at 22:30 #635970Heitir hann ekki bara "Dynjandi" en ekki "Dynjandisfoss"?
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja
Þengill
25.12.2008 at 17:30 #635394Þessi þjónusta hefur verið í boði í mörg ár hjá Neyðarþjónustunni á Laugavegi. Og hefur alltaf verið með helmingi lægri verð en umboðin.
Þannig að þetta er ekkert nýtt.
Og þessir menn á Grensásveginum lærðu allt sitt einmitt hjá Neyðarþjónustunni á Laugavegi.
En það er mjög gott að fá samkeppni í þessum bransa.
Kveðja
Þengill
23.12.2008 at 17:35 #203404Er síðan staður til að stunda ólögleg viðskipti?
https://old.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=alltannad/34683
Sala á rjúpum er bönnuð með lögum og ég sem veiðimaður er mikið á móti því að selja rjúpur.
Svona lagað eyðileggur fyrir okkur hinum sem reynum að fara eftir lögum.Nema auðvitað að maðurinn sé að selja innfluttar rjúpur.
22.12.2008 at 00:11 #635088Ég er bara með staðgreiðslukortið frá Shell og það er alltaf ódýrara að taka bensín hjá Shell en hjá Atlandsolíu. Þó að ég noti lykilinn frá þeim.
Þjónustuverð hjá Shell er 146,4kr. 21.12´08
Kúbburinn fær 12kr af þeirri upphæð. Sem gera þá 134,4kr.
Hjá Atlandsolíu kostar líterinn 139.8 og ef þú ert með lykil þá lækkar það um 2kr. sem gera 137,8kr. En svo náttla á afmælisdaginn þinn þá er literinn ódýrari.En þetta segir okkur það að það er alltaf ódýrara að versla hjá Shell en Atlandsolíu. (nema einn dag á ári) Þó að þú sért með einhverja "heimastöð"
Og það er alveg sama uppá teningnum með díselinn.
Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies