Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.01.2010 at 00:03 #678002
Ok gott mál. Mér hefur bara fundist þetta áður og hef talað við nokkra sem hafa farið í ferðir með litludeildinni.
En ekki það að það hafi ekki verið gaman eða neitt svoleiðis. Bara fnnst að þetta gleymist stundum, að það eru til vanir menn á óbreyttum bílum.Ég var svosem heldur ekki að spyrja þig Óli um hitt atriðið.
Mér finnst bara vanta eitthvað þarna á milli.
Það er dagsferð með litludeildinni og nýliðaferð sem er oftast helgarferð.
Örugglega fullt af nýliðum á breyttum jeppum sem langar að fara í dagsferðir með klúbbnum.
Það er líka svolítið öryggi að vera í skipulagðri ferð með klúbbnum þar sem er nokkuð öruggt að það eru vanir menn sem stjórna svoleiðis. Aftur á móti geta hinir og þessir vitleysingar verið að hóa sig saman og ekkert öruggt með hvert á að fara eða hvað á að gera ef eitthvað kemur fyrir, og þessháttar.En þetta er bara mín skoðun.
Er ekki að beina þessu að neinum sérstökum, er bara svona að velta þessu fyrir mér.
Og kannski að koma með hugmyndir inní flóruna.Kveðja
Þengill
19.01.2010 at 21:11 #210045Sælir félagar.
Ég hjó eftir því hjá Óla í Litlunefndinni, hér í öðrum þræði, að það virðist vera að litlanefndin sé hugsuð fyrir nýliða.
Ég hélt hún væri hugsuð fyrir litið breytta og óbreytta bíla.
Það virðist vera voðalega algengt hjá sumum að ef að einhver á óbreyttan jeppa þá hlítur það að vera bara af því að hann á eftir að breyta honum eða er að byrja í sportinu.
Málið er bara að sumir vilja bara vera á óbreyttum bílum og líkar það bara vel. En vilja ferðast um fjöll og firnindi með klúbbi eins og þessum. Kannski ekki mikið á veturna en það er hægt að fara flest á sumrin á óbreyttum bíl. Og vilja alveg komast í smá ævintýri af og til á veturna.
Og mjög margir vanir jeppamenn sem eiga óbreytta bíla.Og annað, afhverju eru ekki farnar fleiri dagsferðir með breyttum bílum. Svona eins og litlunefndarferðirnar eru.
Allar ferðir sem eru skipulagðar fyrir breytta jeppa eru helgarferðir. Margir sem hafa engan áhuga á því að gista í einhverjum fjallaskála með stórskrítnum jeppmönnum/konum. 😉
Eða einfaldlega koma því bara ekki við.Bara svona smá hugleiðingar.
Kveðja
Þengill
19.01.2010 at 20:56 #677730Ég myndi vilja fá rökin fyrir því að loka síðunni. Ef þau eru góð þá er þetta bara hið besta mál en ef ekki þá er þetta auðvitað bara rugl. Þá má kannski loka einhverjum flokkum eins og "Innanfélagsmál", veit ekki hvort að hann er lokaður eða ekki. Eða bara hafa einn flokk sem heitir "Meðlimir" eða eitthvað álíka.
Kveðja
Þengill
06.01.2010 at 21:42 #674320Ég var að tala við mann í dag sem sagði mér frá bíl sem tók uppá því að öll mælaborðsljósin blikkuðu og létu eins og asnar. Meinið var ónýtur altenator. Hann tók jörðina fyrir ljósin í mælaborðinu í gegnum altenatorinn.
Kveðja
Þengill
04.01.2010 at 18:18 #674238Engin myndi ég segja. Bara að auglýsa hér og á netinu almennt. Þá þarf ekki að borga nein sölulaun og engin hætta einhverju rugli.
Maður er búinn að heyra alltof margar vondar sögur af bílasölum í gegnum árin. Bæði sannar og lognar. 😉Kveðja
Þengill
04.01.2010 at 18:16 #674232Jeppasmiðja Ljónsstöðum líka t.d. Svo minnir mig að Renniverkstæði Ægis hafi verið með snilling í Cherokee millikössum hjá sér. Minnir allavega að það hafi heitið Renniverkstæði Ægis.
Kveðja
Þengill
28.12.2009 at 01:52 #20936313.12.2009 at 23:10 #671348Þarna sannast líka þetta margkveðna. Ekki fara yfir á sem þú getur ekki vaðið sjálfur. Því ef þú festir þig þá kemstu ekki í land. 😉
Kveðja
Þengill
28.11.2009 at 19:26 #668964Mér finnst mjög ótrúlegt að það sé ekki kubbur í þessum lyklum. Það voru komnir kubbar í langflesta bíla eftir 1997 árg. Þetta er ekki eitthvað sem maður sér endilega. En ég get svosem haft rangt fyrir mér. :/
Ég vann við þetta í nokkur ár.
Ef þið ætlið að fá almennilega lykla (hús og bíllykla) þá er þrír staðir sem koma til greina að mínu mati. Það eru Neyðarþjónustan laugavegi, lyklasmiðurinn á Grensásvegi og Láshúsið uppá Bíldshöfða. Þeir eru sérhæfðir í þessu og allt á að vera tipp topp hjá þeim. Ef þú kemur með mjög slitin lykil þá reyna þeir að smíða lykilinn eins og hann var original. Húsasmiðjan og BYKO smíða lykla en ég myndi aldrei fara til þeirra. Þetta er bara svona aukabúgrein hjá þeim og engin metnaður í hafa vélar vel stilltar og þessháttar. Og þar að auki hafa enga þekkingu á þessum málum.
Sennilega lang mesta úrvalið hjá Neyðarþjónustunni. Það á ekki að vera hægt gefa upp bílnúmer. Það er kannski hægt í sumum tilfellum ef að það hefur verið smíðaður lykill eftir lykilnúmer einhverntíman áður. En annars ekki. En umboðið gæti mögulega reddað lykilnúmerinu af bílnum samkvæmt bílnúmeri.
En á mörgum bílum er lykilnúmerið á hurðasylender farþegamegin. Neyðarþjónustan laugavegi getur smíðað eftir lykilnúmeri. En þeir geta líka smiðað lykil eftir sylender. Nóg að koma með sylender. En reyniði samt alltaf að koma með sylender úr farþegahurð. Yfirleitt er það minnst slitni sylenderinn og númerið gæti verið á honum.Kveðja
Þengill (fyrrverandi lásasmiður)
28.11.2009 at 00:01 #668954Jú það er örugglega "codaður" lykill í 99 módel af Hilux. Talaðu við Neyðarþjónustana. En það er mjög líklegt að þú þurfir að koma með lykilinn til þeirra. Þeir taka "ljósrit" af kubbnum og smíða svo lykilinn, annaðhvort eftir númeri eða lyklinum sjálfum.
Kveðja
Þengill
24.11.2009 at 22:55 #668236Sammála Jóni Garðari frænda mínum þarna.
En engu að síður er þetta ljótt mál.Sá að þú talaðir um að lykillinn kostaði 50þús. Það er væntanlega hjá umboðinu.
Talaðu við Neyðarþjónustuna á Laugaveginum. Veit ekki að vísu hvað þeir geta gert ef þú ert ekki með original lykilinn. Þeir geta allavega smíðað lykil sem gengur að hurðum og þessháttar.Og strákar/stelpur… EKKI EIGA EINN LYKIL AF BÍLNUM YKKAR!!!! Látið smíða annan lykil. Þó að hann sé ekki með fjarstýringu. Þá eigiði allavega annan lykil.
Segja þessar helv… bílasölur ekki að bíllinn þinn sé á þinni ábyrgð á planinu hjá þeim? En þarf það þá ekki að vera skriflegt? Nei ég bara spyr???
Kveðja
Þengill
21.11.2009 at 19:19 #666432Ég tók slöngu af síunni tankmegin, þar kom engin kraftur á bensíni. Þannig að ég gerði ráð fyrir að þetta væri bara dælan. Fékk notaða dælu á 10þús kall. Og hann hrökk í gang og er enn í gangi.
Takk samt fyrir upplýsingarnar
Kveðja
Þengill
17.11.2009 at 12:04 #666740Frændi, þetta kemur allt illa við okkur, alveg sama hvað gert er. Það verða alltaf skiptar skoðanir á þessu. Það er alveg sama í hverju það er. Við vitum það t.d. bara í jeppamennskunni. 😉 Sumir segja að það sé best að vera á sem breiðustu felgunum. Og á vissum bíltegundum, sjálfkiptur eða beinskiptur.
Og menn geta rökrætt þetta fram og til baka.
Sama er með pólitíkina. Það er ekkert rangt eða rétt í þessu. Sumt kemur sér vel fyrir aðra en illa fyrir hina.
Þannig er lífið bara. 😉Kveðja
Þengill
16.11.2009 at 18:14 #666734Það hefði ekki skipt neinu máli hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í stjórn núna. Hann hefði þurft að gera nákvæmlega sömu hlutina. Það var alveg vitað mál að það þyrfti að hætta skatta. Hefði að vísu verið sniðugra að hækka tekjuskattinn örlítið meira og sleppa öllum þessum gjöldum.
Lesiði þetta:
http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2009 … sstjornar/Að vísu held ég að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stjórni þessu öllu saman. Að fá hann hingað voru fyrstu mistökin eftir hrunið.
Kveðja
Þengill
12.11.2009 at 23:25 #666426Hvað er EGR ventill? Og hvar er hann? Ég er búinn að tékka á tengjunum fyrir innan afturljósið. Þau litu vel út, úðaði í þau WD40, en ekkert breyttist.
Jamm ætli ég reyni ekki að ráðast á síurnar á morgun.Takk fyrir þetta.
Kveðja
ÞengillP.S þetta með viðgerðarbankan er góð hugmynd. Ég læt ykkur vita hvað var að.
12.11.2009 at 22:05 #666418Mér datt einmitt fyrst i hug vatn í bensíninu. Þannig að ég setti nóg af ísvara á hann. En það dugði ekki til.
Já það er spurning með helvítis dæluna. Ég tékka á inngjöfinni.
Ég ætla að googla aðeins.Takk fyrir svörin. Endilega haldið áfram að koma með uppástungur.
Kveðja Þengill
12.11.2009 at 20:05 #208222Bróðir minn á ´96 módel af Nissan Terrano 2,4ltr bensín, sem tók uppá því að drepa á sér of vilja svo ekki ganga.
Startar og tekur við sér en drepur svo á sér eftir smá stund. Tekur ekki alveg við sér strax kannski en
eftir nokkur stört tekur hann við sér. Og ef maður snertir bensíngjöfina þá drepur hann strax á sér.
Tók samt uppá því um daginn að ganga bara vel, hægt að keyra hann smá hring og allt, en endaði á því að drepa á sér og haga sér illa.
Mér datt í hug eitthvað sem tengist bensíndælunni. Hún fær straum þegar hann vill ekki fara í gang. Og mjög ólíklegt að dælan sé farin því þá myndi hann ekki haga sér svona. Annaðhvort er hún í lagi eða ekki.
Annað sem mér dettur í hug er skítur í síunni. Veit samt ekki hvort hann myndi láta svona ef að svo væri.
En annað sem mér datt í hug, það er loftflæðiskynjarinn. Hvort það geti verið að vélin sé að fá of mikið bensín og drepur á sér þess vegna. Frændi minn var að fikta í honum um daginn og fannst hann finna svo mikla bensínlykt þegar hann var búinn að drepa á sér.Endilega komið með hugmyndir. Það getur alveg verið að það endi á því að við verðum að senda hann á verkstæði.
Ég vil bara helst komast hjá því. Það er svo djöfulli dýrt.Kveðja
Þengill
01.11.2009 at 14:09 #664564Ég þakka kærlega fyrir mig sömuleiðis. Þetta var mjög góð ferð. Ég skemmti mér mjög vel.
Kveðja
Þengill
Jeep Cherokee XJ 36"
15.10.2009 at 20:53 #65952807.08.2009 at 16:54 #653488Það er verið að spá í að fara og skoða jökulhellinn í Hrafntinnuskeri. Þarf þá að fara yfir þennan skafl?
Ég hef bara einu sinni komið þarna inneftir.Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies