Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.10.2006 at 01:02 #563446
Einar, ég veit ekki yfir hverju þú ert að tuða.
Það var engin að tala um það að breyttir bílar kæmust allt. Eina sem ég var að segja var það að þetta er mikil fáviska og hugsunarleysi á háu stigi að vaða útí þetta á óbreyttum jeppa. Í stuttu máli: Heimska!!!!
Og eins og ég sagði áðan ég hefði ekki treyst mér yfir á breyttum jeppa nema ef að í för hefði verið mikið vanur maður.Að það sé afstætt þetta með breytta eða óbreytta jeppa í ám skil ég ekki.
Ég get ekki séð fyrir mér að óbreyttur jeppi sé nokkurntíman í betri stöðu í á en breyttur jeppi.
En ég er kannski bara svona vitlaus.En auðvitað geta slysin skeð. Hvort sem þú ert breyttum eða óbreyttum jeppa.
Samt sem áður á flestum þeim myndum sem ég hef séð, af bílum föstum í ám, eru bílarnir óbreyttir. En ekki allir, flestir.
Og eins og mhn sagði þá eru oftast reynslumeiri menn á breyttum bílum.Svo eru náttla til þeir sem eru komnir á jeppa og halda að þeir komist allt. Og vaða útí allt.
En svona er nú lífið. Meðan að það verða ekki slys á fólki þá er þetta í lagi. Kannski ekki í lagi en það sleppur.
Kveðja
Þengill
14.10.2006 at 20:40 #563428Einar, það skiptir miklu máli að vera á breyttum bíl í vatnaakstri. Þeir eru yfirleitt mun hærri (þar af leiðandi fer vatnsstraumurinn frekar undir bílinn) og stærri flötur sem snertir botnin (sem gefur meira grip).
Auðvitað geta líka orðið slys á breyttum bílum, og auðvitað eru líka til heimskingjar á breyttum bílum.
En ef þú horfðir á þetta þá sástu það að bíllinn frá björgunarsveitinni fór tiltöluega auðveldlega yfir.Það er bara svo margt sem maður reynir ekki á óbreyttum bíl en myndi aftur á móti gera á breyttum bíl.
Ég hefði ekki þorað að fara þarna yfir á mínum 35" Cherokee, nema að hafa verið búinn að sjá aðra fara yfir áður.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvar … =4284347/2
Kveðja
Þengill
14.10.2006 at 19:17 #198728Sáuð þið fréttirnar í kvöld?
Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að fara yfir Markarfljót á óbreyttum bíl? Þarna bera menn ekki nokkra virðingu fyrir jökulfalli. Sem á auðvitað að vera óttablandin.
Þetta hefði auðveldlega getað farið mun verr en það gerði þarna. Algjör heppni.
Að mínu mati kallast þetta heimska á háu stigi.Kveðja
Þengill
09.10.2006 at 19:25 #562444Svona ykkur til fróðleiks að þá má geta þess að það er ekki til 5 stjörnu hótel á Íslandi. 😉
Nema að það sé búið að fjölga stjörnunum í 6.
Minnir að síðasta stjarnan sé innisundlaug.En þetta var bara svona útúrdúr. Kemur þessu ekkert við.
Skemmtið ykkur vel.Kveðja
Þengill
22.08.2006 at 16:52 #558352Þetta eru snillingar allir saman félagarnir í TopGear þáttunum. Og ekki fleiri orð um það!!! 😉
18.08.2006 at 19:15 #558118Það má tékka á Vélum og Verkfærum í skútuvogi.
10.08.2006 at 16:10 #557650Þetta er nú doldið merkilegt. En frekar takmarkaðar torfærur hjá þeim finnst mér. Helst kannski brekkan.
17.07.2006 at 13:17 #556396Já þú meinar það. Sé það núna.
hehe
Svona er maður vitlaus.
16.07.2006 at 23:00 #556508Þú ert skynsemin uppmáluð sýnist mér.
Borgar sig einmitt ekki að fara einbíla yfir Illahraunið.
16.07.2006 at 22:56 #556390…en að dieselinn sé dýrari en bensínið í Svíþjóð. Samkvæmt linknum sem var gefin hér að ofan.
Eða skil ég þetta eitthvað rangt.95 oktan 9,49 kr
95 oktan 9,50 kr
95 oktan 9,50 kr
95 oktan 9,50 kr
95 oktan 9,50 kr98 oktan 9,79 kr
98 oktan 9,80 kr
98 oktan 9,80 kr
98 oktan 9,88 kr
98 oktan 9,89 krDiesel 9,85 kr
Diesel 9,96 kr
Diesel 9,96 kr
Diesel 10,00 kr
Diesel 10,04 krEtanol 6,99 kr
Etanol 6,99 kr
Etanol 6,99 kr
Etanol 6,99 kr
Etanol 6,99 kr
16.07.2006 at 21:40 #556386Takið eftir því að dieselolían er mun dýrari en bensínið.
16.07.2006 at 21:36 #556504Við frændurnir vorum að spá í þessu fyrir helgi og þá komumst við að því að Leppistunguleiðin væri illfær og Klakksleiðin ófær. Þannig að við fórum Gljúfurleitarleiðina inn að Setri. Hún er í góðu lagi. Svo fórum við norðan við Kerlingafjöllin inní Kerlingarfjöll (veit ekki hvað sú leið er kölluð). Það er töluvert af snjó á þeirri leið, en alveg hægt að komast það en það er líka mjög auðvelt að festa sig þar. Ég er á 35" Cherokee XJ og frændi á 35" Patrol.
28.06.2006 at 18:09 #555422Það þarf nú ekki að vera að hann hafi hitt á Þóri sjálfan. Það eru margir að vinna hjá honum.
En ég skil afstöðu verkstæðisins vel. Því þeir sérhæfa sig í landbúnaðartækjum og vinnuvélum.
Mér hefur ekki einu sinni dottið í hug að fara með bílinn minn til hans. Því að ég var alveg viss um að hann væri bara í ofangreindum tækjum.
Að vísu er hann með smurstöð.
18.06.2006 at 22:06 #554850Ertu skráður félagi í ferðaklúbbnum 4×4?
Ef þú ert það ekki (eins og ég, enþá) þá geturðu ekki sett inn myndir.
Mínar myndir eru frá gömlu síðunni.
18.06.2006 at 21:51 #554838Svona er jeppalífið skemmtilegt.
18.06.2006 at 21:06 #554832Ég einmitt slysaðist þessa leið í dag. Var bara á rúntinum. Ég fór þessa leið vestan megin og ég get svarið fyrir það að þetta skilti stóð ekki upprétt þegar ég fór þarna um kl.16:00. Allavega tók ég ekki eftir því. Ég tók aftur á móti eftir skiltinu sem var við Stardal.
Ég varð ekki var við nokkra drullu. Ef þetta er sú brekka (sem Land Roverinn er í) sem ég held að hún sé þá er hægt að fara annan slóða vinstra megin, þ.e.a.s ef maður kemur að vestan, sem er ekki nokkur drulla í.En það eru svosem nokkrir staðir þar sem gæti alveg orðið drulla í ef að það myndi rigna mikið.
Og kannski ekki gott fyrir litla óbreytta bíla að fara þetta. Það á líka við um 31" RAV. Múhahaha!!! 😉
15.06.2006 at 13:41 #554532Vonandi verða veiðimennirnir sem festu sig við Langavatn í gær kærðir fyrir utanvegaakstur.
Þó að þeir hafi verið fastir í bílnum í 12 tíma. Þeim var nær að fara út fyrir slóðan.Þetta er klárlega utanvegaakstur.
Kveðja
Þengill
12.06.2006 at 00:03 #554256Mér fannst þetta flott sýning. En ég er sammála því að lýsingin hefði mátt vera betri. Og annað sem pirraði mig. Sumir bílarnir voru algerlega ómerktir þ.e.a.s vantaði upplýsingar um bílana, vélarstærð, afl og þessháttar.
Meira að segja Koinisegginn, eða hvað hann heitir, var algerlega ómerktur. Frekar dapurt.
En það klikkaði ekki hjá 4×4 þar voru bílarnir vel merktir og allar upplýsingar sem skipta máli, og líka þær sem skipta ekki máli. 😉 Nema Hummerinn, engar upplýsingar um hann.En flott sýning að langflestu leiti.
Svo býður maður bara spenntur eftir næstu jeppasýningu.
08.06.2006 at 00:31 #554158Heyr, heyr!!! Frábært framtak.
Kveðja
Þengill
07.06.2006 at 20:00 #553778Ég er nú sammála flestum hérna á þessum þræði. En svo koma sumir inná milli sem ekki er hægt að rökræða við.
Aðstöðuleysi hjólamanna er engin afsökun á utanvegaakstri. Utanvegaakstur er bara bannaður. Það er ekkert flókið.
Og ef þú ert ekki viss um að þetta sé slóði þá ferðu ekki inná hann. Frekar einfalt.Ég er algjörlega hlyntur því að hækka sektir og taka tækin af mönnum. Og þau rök að hjólin eru svo dýr að menn tími ekki að láta þau af hendi eru bara fáránleg. Þér var nær að keyra utanvega.
Þetta er hiklaust gert við skotveiðimenn, þar geta menn nú verið með græjur sem eru engu ódýrari en flest hjólin. Þar eru leyfin tekin af mönnum líka. En þeim var nær að fara ekki að lögum.Auðvitað eru svartir sauðir í jeppasportinu líka, en því miður eru þeir miklu fleiri í hjólasportinu, enþá. Þetta er mjög nýtt sport. En jeppasportið orðið aðeins eldra og menn orðnir meira meðvitaðir um umhverfið í því sporti.
Svo er annað líka. Menn á motorcrosshjóli, eða drullumallara eins og sumir vilja kalla þetta, eru þeir að spæna um allt til að njóta náttúrunnar eða til að fá kikk út úr því að keyra sem hraðast í sem mestum torfærunum? Því að þetta lítur þannig út þegar maður sér þá á urrandi siglingu eftir vegslóðum eða vegum.
Ég er nokkuð viss um að 90% jeppamanna fara á fjöll til að njóta náttúrunnar. Því að jeppar fara ekki mjög hratt yfir á grófum vegslóðum, og ekki er það það þægilegasta í heimi að sitja í bíl á grófum vegslóða.
En drullumallararnir geta aftur á móti farið mjög hratt yfir. Og gera það í þeim tilfellum sem ég hef séð til þeirra.Að þessu leiti er eiginlega ekki hægt að bera saman þetta sport.
En engu að síður eru það sömu svörtu sauðirnir í röðum okkar jeppamanna sem eyðileggja fyrir okkur hinum sem reynum að fara vel með landið okkar og auðvitað að fara eftir lögum.Allt snýst þetta um virðingu. Númer eitt, tvö og þrjú er að virða náttúruna. Bæði landið og dýralífið.
Svo auðvitað að virða skoðanir annara og áhugamál annara. En þá verða menn líka að haga sér eins og menn.Fræðsla er málið, hækka sektir og herða aðgerðir.
Ef að menn eru upplýstir og vel fræddir þá þarf ekki að koma til sekta eða hertra aðgerða.Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies