Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.08.2007 at 19:19 #595724
Þetta er greinilega enn ein helvítis tilraunin til að troða öllum Íslendingum í eitt form, við eigum öll að búa í 101 reykjavík, keyra um á Yaris og fara á listsýningar.
Svo eiga þessir auknu skattar eftir að fara í eitthvað álíka gáfulegt og Grímseyarferjuna. Terranóinn minn losar ábyggilega minna af eiturgufum en allir þeir slípirokkar, logsuðugræjur og transarar sem brasa í því flaki!
Ég er líka viss um það að hálfum mánuði eftir lögleiðingu sótsía verður kominn spjallþráður á þessa síðu um hvernig mixa má hraðtengi á slíkan búnað, svona til að geta smellt síunni aftur í þegar farið er í skoðun.
01.08.2007 at 21:18 #200607Hvar fær maður virkilega góða rafgeima og hverju þarf maður að leita eftir í góðum geimi (öðru heldur en Amperstundum og þeim eginleika að geta geimt rafmagnshleðsu í lengri og skemmri tíma)?
20.07.2007 at 00:07 #593702Jú þeir leina á sér sumir þessarra óspennandi bíla
Fyrir tveimur árum hefði ég frekar látið skera undan mér en að keyra um á Subaru Forrester. Svo var ég að selja bíl sem gekk erfiðlega að losa sig við og sá eini sem hafði áhuga á bílnum bauð Forrester í skyftum, núna get ég ekki hugsað mér annað en Forrester undir fjölskylduna
19.07.2007 at 00:12 #593692Álit sem rafvirki: Það er komin skemd einhverstaðar í lögninni sem skerðir sverleika vírsins, tékkaðu á víringunni. Ef hún er góð skyftu um viftumótor.
Álit sem áhugamaður um góða bíla: Sendu Hjondæ upp í hringrás
12.07.2007 at 22:53 #593544Ég er á Terranó 2 og með 35" Wild country, nelgd og míkróskorin í miðju og mér finnst ótrúlegt hvað ég fer langt á 6 pundunum (hef ekki farið neðar vegna álfelgna)
Mættu sammt vera grófari en þau eru ábyggilega skítbilleg
07.07.2007 at 09:42 #593388Að sjálfsögðu á að skylda alla vörubíla til að hafa einhverja undirakstursvörn að framan í þéttbýli.
Það breitir því ekki að fjórhjól hennta enganveginn til innanbæjaraksturs. Þyngdarpunkturinn á fjórhjóli er ofar en hæðsti punktur hjólsins, mótorhjól eru hinsvegar mun lipurri í akstri með eðlilegum þyngdarpunkti og annað en fjórhjól, hönnuð til akstur á vegum
06.07.2007 at 21:00 #593376Stuttu eftir að götuskráning fjórhjóla var leyfð var ég og tveir vinir að ræða málin, standandi upp við mjólkurbíl. Mér verður litið á nýlegt fjórhjól og þar sem ég var með málband í vasanum, datt mér í hug að mæla uppá grindina framan á hjólinu og undir framstuðarann á mjólkurbílnum.
Uppá grindina á fjórhjólinu (Suzuki að mig minnir)voru 96 cm og undir stuðarann á mjólkurbílnum (Scania) voru 89 cm!
Er þetta gáfulegt?!
06.07.2007 at 20:45 #593190Blessaður Hagalín
Kristján Örn hafði það eftir einhverjum snilling að Patról hásing væri gríðarhentug undir Terranó svo fremi að hún sé ekki undan elsta boddýinu (svona eins og mamma þín og pabbi áttu) því þær eru of veikar.
25.06.2007 at 20:41 #592878Ég hef enga reinslu af erlendum stöðvum en ef þú prófar að kaupa stöðina geturðu ábyggilega dílað við N1 (er og verður alltaf Bílanaust fyrir mér) um að forrita hana fyrir 4×4 stöðvarnar, þeir eru með umboðið fyrir Yaesu
12.06.2007 at 22:35 #592382Hvernig eru dempararnir sem fást í Fálkanum, Sachs minnir mig að þeir heiti?
Það munar MÖRGUM þúsundköllum á þeim og því sem er næst ódýrast (Gabriel og OME)
11.06.2007 at 17:59 #200413Nú er svo komið að dempararnir undir Terranóinum hjá mér eru algerlega ónýtir og skulu þeir endurnýjaðir.
Til að koma 36″ undir var skrúfað upp á flexitorunum og eru þeir komnir í botn.
Á maður að kaupa þá dempara sem eru gefnir upp fyrir bílinn eða á maður að kaupa lengri dempara eða hvað á maður að gera??
15.05.2007 at 22:36 #590926Getur maður þá ekki bara drullað coolernum í og farið með bílinn í alsherjar vélarstillingu á þartilgerðu verkstæði?
15.05.2007 at 19:49 #591146Þetta Kolviðardæmi er algert bull
Ég á 35" Terrano II og Subaru Forrester, er að aka cirka 30.000 km samtals og ég þyrfti að plannta heilum helvítis nytjaskóg!!
14.05.2007 at 18:15 #590920Ég var nú að pæla í intercooler málum líka.
Þarf maður ekki að gera eitthvað meira en bara tengja coolerinn, þarf eitthvað að stilla vélina eða túrbínuna?
Maður þarf náttúrulega að tryggja gott loftflæði framan á coolerinn svo hann kæli en verður maður ekki að passa að það sé gott pláss fyrir aftan hann þegar maður festir honum?
Getur maður verið með of lítinn intercooler?
Ótrúlegt hvað maður veit lítið um vélar
12.05.2007 at 11:26 #590878gummij
Þú hefur gjörsamlega verið með slökt á lesskilningum þegar þú last þetta.Framsóknarflokkurinn vill kanna hvernig og hvort aðild að EB yrði Íslandi til góða, það segir ekkert um hvað skal gera þegar niðurstaða þeirra kannanna lyggur fyrir. Margir Framsóknarmenn segja að Ísland muni aldrei fá þær undanþágur sem við viljum í landbúnaði og sjáfarútvegi og því komi aðild aldrei til greina.
Svo var ég að pæla, munu Vinstri-grænir ekki banna allan utanvegaakstur í nafni umhverfisverndar?
Samfylkingin ætlar að laga allt sem þeim finnst aflaga í velferðarmálum, en hvaðan koma peningarnir? Smá kropp hér og þar? Aðeins að bæta við bifreiðagjöldin og olíugjöldin?
Ég lofa mér að fullyrða að engin flokkur er eins jeppamennskuvænn og Framsókn, en það er náttúrulega mín skoðun
04.05.2007 at 22:42 #200267Nú þegar vorar er kominn tími til að leggjast undir feld og íhuga framkvæmdir.
Því spyr ég vélfróða menn:
Hann Terrific (Nissan Terrano ’96) hefur orginal hlutföll 4,65 og heildarniðurfærsla 33,56 (samkv. leoemm.com). Hann er 35″ breittur en um páskana var 36″ troðið undir og fannst enginn munur á bílnum.
Er það alveg vita vonlaust að hækka hann fyrir 38″ og láta hlutföllin óhreifð?Verið nú svo vænir að hjálpa græningja í sínum pælingum
27.04.2007 at 21:58 #589500Blessaður Hagalín, ég var að leita að hlutföllum í Terranóinn minn, þeir hjá Breiti létu smíða hlutföll í þessa bíla en það voru einhver tvö stikki eftir, meira hugsuð í varahluti.
Ég gæli nú við þá hugmynd að setja undir hann hásingu, þ.e.a.s. ef ég næ ekki að selja hann
-
AuthorReplies