Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.01.2011 at 14:15 #216644
Sælir nú
Mig vanntar að vita hvaða Patrol millikassa menn hafa sett í Terranó þegar þeir hafa sett undir hann Patrol framhásingu. Samkvæmt mínum heimildum hefur þetta verið gert nokkrum sinnum.
Eins væri líka gott að vita hvernig menn hafa almennt staðið að þessu.
30.03.2009 at 22:00 #644594Ég myndi ekki setja 37" undir minn án þess að skera vel úr hjólaskálunum.
Og fyrst maður væri byrjaður að skera er best að smella bar 38" undir
29.03.2009 at 16:30 #644698Startarinn hrundi í Terranónum hjá mér fyrir tæpum tveim árum og ég prófaði að tala bæði við Rafstillingu og Ljósbogann (þeir eru uppi á höfða, nálægt Stillingu og N1).
Ljósboginn var 10.000 kr ódýrari og öll þjónusta til fyrirmyndar.
Þessi startari hrundi reyndar tveim mánuðum seinna. Ég hringdi í Ljósbogann og þeir sögðu mér að koma með hann og fá nýjann, þegar ég mætti svo á svæðið var mér réttur nýr startari möglunarlaust án þess að litið væri á þann gamla. Sá startari reyndist öflugari og bíllinn hrekkur í gang um leið og maður snýr lyklinum.
Ég mæli hiklaust með Ljósboganum þó ég hafi oft fengið mjög góða þjónustu hjá Rafstillingu.
28.03.2009 at 12:11 #644670Ég var plataður til að rífa báðar ballansstangirnar undan mínum 36" Terranó.
Bíllinn varð allt annar á fjöllum, hann fjaðraði margfalt betur. Ég átti alltaf erfitt að keyra í förum eftir stærri dekk en eftir að ég tók stangirnar varð það mun betra, bíllinn rennur bara eftir förunum og er hættur að slást um.
Hinnsvegar er bíllinn mun verri á vegi, hann hefur núna sjálfstæðann vilja og trikkið við að keyra hann er að vera á undan honum ef hann ákveður að bregða sér yfir á aðra akgrein eða eitthvað þvíumlíkt.
Ég er trúlaus maður, en ef maður lendir í 20 m/sek biður maður til guðs, alla, búdda og allra íbúa Valhallar að láta helvítis rokið hætta!! Lenti í miklu roki við Blönduós í haust og eina útsínið út um hliðarrúðuna var vegkannturinn því bíllinn lagðist allsakalega til hliðar.
Ég hef nú ekki mikið vit á jeppum og breitingum en ég myndi aldrey taka ballansstangirnar undan óbreittum bíl þó Terranó teljist eyða ballansstangarendum á hundraðið
28.03.2009 at 11:50 #644586Ég og tveir vinir mínir breittum mínum Terranó frá 35" á 36" á c.a. 2 tímum.
Við skrúfuðum klafana alveg í botn og skárum úr framstuðaranum, börðum svo hjólaskálarnar aðeins til að aftan. Þetta virkaði ágætlega.
Seinna keypti ég svo OME dempara og hærri og stífari gorma að aftan, ég mæli sterklega með því. Ég held að ég þurfi að minka samsláttinn að aftan en á eftir að fá faglegt álit frá mér vitrari mönnum.
Þessi breiting virkar ágætlega og bíllinn fer næstum því eins langt og mig langar, eini gallinn er að þar sem ég skar ekkert úr hjólaskálunum að framan þá er begjuradíusinn alveg hræðilegur. Svo þarf ég að setja gúmíkannta á brettakanntana svo ég fái skoðun, er með 36" á 14" felgum.
Ég lét líka plata mig til að rífa ballansstangirnar undan, það virkar frábærlega á fjöllum en gerir bílinn talsvert verri í akstri.
En þegar allt kemur til alls þá er þetta ágætis breiting þó gerð sé af miklum vanefndum og litlu fjármagni
16.09.2008 at 23:09 #629412Ég á ’96 módelið og keyrði hann 30.000 km á einum vetri, hlutfallalausan á 35" og hann eyddi ekki mikið. Var ca 12-15 lítrar á hundraðið og eina viðhaldið var einn skitinn stýrisendi.
Hinnsvegar er ég kominn með hina fullkomnu lausn á því að breyta Terrano II, henda bílnum og kaupa sér Land Cruiser.
Það er ekkert skemmtilegt til í þessa helvítis bíla
25.07.2008 at 21:35 #626336Ég tók bensín í dag og fékk 300 króna afslátt af 8.100 kr úttekt svo mér finnst varla taka því að nota afsláttinn, geri það sammt því safnast þegar saman kemur.
Hinnsvegar veitir Shell góðan afslátt af smurþjónustu ef maður framvísar 4×4 kortinu.
En að mínu mati mætti alveg fara að þrýsta á meiri afslátt, minna þá á að það eru til önnur olíufélög á þessu landi
10.03.2008 at 23:10 #202076Hverjir eru ódýrastir í vélarstillingum?
Þarf að láta stilla fjölskyldubílinn.
20.01.2008 at 19:23 #610936Já nákvæmlega, mér ljáðist nefnilega að minnast á að Lödurnar koma ekki orginal með þessarri vél heldur voru þær oft settar í.
Mótorfestingarnar pössuðu víst nákvæmlega milli Fiat Spider og Lödu Sport (heitir hún sammt ekki Nuva?)
19.01.2008 at 19:22 #610930Er ekki málið að smella Fiat Spider vél í bílinn, þeirri sömu og er í mörgum Lada Sport? Hún er 140 hö með Tvin-cam.
Held ég viti meira að segja um eina.
17.12.2007 at 20:26 #607094Frábært að JHG minntist á reiknilíkön. Ef það er eitthvað sem Íslenskir vegaverkfræðingar kunna ekki er það að vinna reiknilíkön, Íslensk umferðarmenning brýtur öll slík líkön margfallt. Þegar Hvalfjarðargöngin voru gerð áttu þau nú aldeilis að anna öllum bílaflota landsmanna á sama deginum, núna á að bæta við öðrum göngum.
En myndu Hvalfjarðargöngin duga ef þau væru 2+2? Þessi pæling með að 2+1 vegir séu betri því þeir séu ódýrari er í mínum huga bull, afhverju að eiða 5 miljörðum núna og svo öðrum tíu eftir nokkur ár þegar fjöldi banaslysa hefur sýnt að 2+1 er of lítið, af hverju ekki að eiða 15 miljörðum strax og málið dautt?! Fyrir utan þá staðreind að það er ódýrara að hanna einn veg en tvo.
17.12.2007 at 20:25 #607092Frábært að JHG minntist á reiknilíkön. Ef það er eitthvað sem Íslenskir vegaverkfræðingar kunna ekki er það að vinna reiknilíkön, Íslensk umferðarmenning brýtur öll slík líkön margfallt. Þegar Hvalfjarðargöngin voru gerð áttu þau nú aldeilis að anna öllum bílaflota landsmanna á sama deginum, núna á að bæta við öðrum göngum.
En myndu Hvalfjarðargöngin duga ef þau væru 2+2? Þessi pæling með að 2+1 vegir séu betri því þeir séu ódýrari er í mínum huga bull, afhverju að eiða 5 miljörðum núna og svo öðrum tíu eftir nokkur ár þegar fjöldi banaslysa hefur sýnt að 2+1 er of lítið, af hverju ekki að eiða 15 miljörðum strax og málið dautt?! Fyrir utan þá staðreind að það er ódýrara að hanna einn veg en tvo.
17.12.2007 at 00:20 #201398Það er ekki oft sem mér finnst ástæða að rífa kjaft en núna fauk virkilega í mig.
Á visir.is var frétt um að einn virtasti vegaverkfræðingur landsins taldi það algerann óþarfa að leggja 2+2 veg á Selfoss og upp í Borgarnes. Þessi ágæti maður er nýhættur hjá Vegagerðinni eftir 40 ára starf.
Það virðist mjög líklegt að þessi maður sé hugsuðurinn að baki byggingu einbreiðra brúa, einbreiðs malbiks og yfirhöfuð breidd á íslenskum vegum.
Hefur þessi maður ekki keyrt á Selfoss og til Keflvíkur? Veit hann ekki að þegar komið er á tvíbreiðu kaflana verður umferðin hröð og greið en svo þegar vegurinn þrengist er allur gróðinn af breikkunninni fokinn út í buskan? Hvað er eginlega verið að spá?
Hér er linkurinn: http://visir.is/article/20071216/FRETTIR01/71216053/-1/trailerKompas.jpg
05.12.2007 at 23:57 #605464Ég og kærastan búum uppá Kjalarnesi og vinnum bæði í Reykjavík. Gerum út Terrano II á 36" og Subaru Forrester og þessi afsláttur er að spara okkur hart nær 10.000 á mánuði.
Ég fagna þessum aukna afslætti, yndislegt að eitthvað annað hækka en bara afborganir og gjöld.
Viðskiftakortið er ótrúlega þæginlegt og ég hvet alla félagsmenn til að níta það svo við fáum kanski hærri afslátt næst 😉
02.12.2007 at 22:34 #605250Þessi viftukúpling er ákaflegt vandamál á mínum fína Terranó.
Ég leisti þetta mál með því að klæða mig og son minn (sem fer með mér á morgnanna) í góðar úlpur, húfur og vetlinga.
Þetta er leiðindamál á köldum vetrarmorgnum en er gríðargott þegar maður er að djöflast uppá fjöllum
29.11.2007 at 21:18 #601184Háfjallasjálfrennireiðarfélagið Hreggviður (klúbbur vaskra drengja úr Dölum og Reykhólasveit) hélt nokkuð sem kallaðist Offroad festival fyrir fáeinum árum.
Þar var safnað saman nokkrum bílum, Volvo Lapplander, gömlum Landrover (breyttum á 38"), Ford Sierra, Toyota Tercel, Subaru Justy og einhverjum Volvo fólksbíl. Það var ekkert gert við þá nema að þeir voru gerðir gangfærir og loftinntökin vatnsvarin. Til öryggis vorum við með lokaða hjálma (svona mótorhjóla, veit ekki hvað þetta heitir)
Við hittumst í malargryfju einni, skipulögðum brautir og svo var bara spítt í. Þetta var hin frábærasta skemmtun. Eini gallinn var að við á fólksbílunum misstum okkur í skemmtuninni og stútuðum þeim öllum. Færsluarmarnir á gírkassanum á Tercelnum bognuðu og festust, vatnskassinn á Sierrunni fór í frumeindir og Volvoinn hrundi í sundur stykki fyrir stikki. Lærdómur þessa dags var sá að Subaru Justy eru ótrúlega harðir bílar og drífa vel, minnir að það eina sem fór á honum var að ballansstöngin rifnaði undan.
22.11.2007 at 22:34 #603650Ég er með minn á 36" Ground Hawg og 14" felgum. Ég breitti ekki meira en svo að ég smellti í hann kraftsíu (sem er bara að gera góða hluti), skrúfaði flexitorana í botn, skar smá úr innribrettunum, fékk mér hærri gorma og klappaði hjólaskálinni að aftan aðeins með slaghamri.
Ég ætla nú að hækka hann á boddýi en það verður ekki í vetur og ætli maður fari ekki bara alla leið í 38".
Hlutföllin í Terrano II eru 4,65 að mig minnir, annars er mjög góð grein um þessa frábæru bíla á leoemm.com
19.11.2007 at 21:22 #604030Er ekki bara málið að færa Súkkuna á sölu og fá sér Nissan, málið dautt
16.11.2007 at 12:42 #603430Var ekki eitthvað fífl sem stal 3 Patrolum á stuttum tíma fyrir c.a. 2-3 árum og var alltaf tekinn?
Löggan fann fyrsta bílinn eftir mikla leit, annan bílinn eftir aðeins stittri leit en fór víst beint heim til hanns þegar tilkynnt var um að þriðja bílnum hefði verið stolið og náðu í þann bíl.
Man einhver eftir þessu?
04.11.2007 at 23:01 #601872Núna er umþaðbil hálftími síðan ég kom heim úr tveggja daga jeppaferð þar sem farið var í Laugafell og Ingólfsskála, þessi ferð var jómfrúarferð Terannósins míns á 36" og það er alveg ljóst að hefði ég verið á 35" hefði ég ekki komist neitt. Bíllinn hefði sennilegast druknað í Strangalæk.
Ég er með dekkin á 14" felgum og eina ástæðan fyrir því að ég festi mig oftast er sú að ég var reinsluminnsti ökumaðurinn. Það var annar 36" bíll í ferðinni sem festi sig ekki neitt meðan allir 38" bílarnir festust.
Það eina sem ég breitti á mínum bíl var að ég skrúfaði klafana alveg í botn, skar úr stuðara og innri brettunum og fékk mér hærri og stífari gorma að aftan. Ég þyrfti að hækka hann aðeins á boddý ef vel ætti að vera, rétt um tommu eða svo.
En ódýrasta 36" er Ground Hawg (ísl. þýð. Múrmeldýr) á jeppadekk.is
-
AuthorReplies