Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.11.2015 at 23:50 #934880
Ég hef ekki fengið neinn póst varðandi ferðina er ekki búið að senda hann eða fékk ég hann bara ekki?
18.02.2015 at 07:11 #776856Við vorum með hópkaup á handstöðvum í fyrra en ef það er nægur áhugi þá mætti alveg skoða þetta aftur. Jafnvel að vera með stórar stöðvar með í þetta skiptið.
Það eru allavega 3 búnir að tala um VHF eru fleiri sem hafa áhuga?
01.02.2015 at 16:52 #776438Umhverfisnefndin er með tvær ferðir yfir sumarið. Uppgræðsluferð og svo stikuferð. Þetta eru að vísu vinnuferðir en ferðir engu að síður.
18.01.2015 at 02:16 #776138Jón nú vantar like takkan sem er á fésinu. En ég sendi strax póst á Sveinbjörn og ég fékk þessa hugmynd með stuðtækin með þessum link http://www.fastus.is/Vorur/VoruListi/?categoryid=1bf130c4-47c8-45a1-b2be-95693cb9b450
Bara til að benda á dæmi um svona vörur.
Ef við hefðum lent í því í dag að einhver hefði farið í hjartastopp upp á Skjaldbreið þá hefði svona tæki getað skilið á milli lífs og dauða. Ég hef nokkrum sinnum fengið þjálfun í svona tæki þar sem ég er sjómaður og veit hvernig þau virka þess vegna er ég svona harður stuðningsmaður á því að klúbburinn eignist svona.
En endilega láttu þína rödd líka heyrast í þessu. Vona að það komi aldrei upp það tilfelli að við þurfum að nota svona tæki en öryggið að hafa svona með er ómetanlegt.
Kostnaðurinn er við þetta er ekki það mikill að svari ekki „kostnaði“
18.01.2015 at 00:39 #776137Friðrik stutta fréttin er sú að þetta var snildar ferð. Fær 9,9 í einkun af 10 mögulegum hjá mér. Það er bara vegna þess að ég komst ekki síðustu 100 metrana 😉
Nokkrir lentu í vandræðum með bílana fyrsta ves var að ég held hjá Sigga Like á stöðinni held að það hafi verið eitthvað rafmagnsves er ekki viss. En það vour nokkur húdd opnuð , afelgað og annað bras eins og gengur og gerist en veit ekki betur en allt hafi endað vel. Ég lenti í smá tjóni þar sem Gnýr hjálpaði mér að taka restina af hlífðarpönnunni af og takk fyrir hjálpina. En það er lítill fórnarkostnaður fyrir svona ferð.
Færðin var passleg ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Lentum í leiðinda skafrenning sem svo gekk yfir.
Ferðin heim gekk eiginlega of vel sérstaklega hjá okkar hóp og var Gnýr farin að kvarta undan því að enginn festi sig en það var honum sjálfum að kenna hann var of naskur á að finna „réttu“ leiðina ef svo mætti að orði komast þar sem hann leiddi nú sauðina 😉
Í heildina litið frábær ferð og vel skipulögð passlegt bras og skemmtilega mörg afbrygði af veðri.
Ég er bara rétt í þessu búinn að ganga frá öllu og núna ætla ég að verðlauna mig eftir langan og strangan dag með virkilega góðu viskí fyrir svefnin.
Takk fyrir mig þeir sem voru með mér í þessari ferð og þeim sem að henni komu.
ps. eitt sem ég tók eftir í þessari ferð sem vert er að minnast á þegar við vorum á heimleið. Bílar voru að bila eða töfðust af einhverjum öðrum ástæðum. Það virtist ekkert hafa áhrif á flæðið. Menn voru bara færðir um hóp sem var kannski aðeins á eftir þeim blönduðust bara þeim hópi þegar þeir voru tilbúnir. Þetta varð til að við vorum að skila okkur flest allir á svipuðum tíma heim. Það er greinilegt að þessir menn hafa skipulagt svona ferðir áður 😉
17.01.2015 at 00:27 #776133Jón það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar
Eitt er mjög mikilvægt að hafa í bílnum það eru einnota hanskar.
Svo mætti alveg niðurgreiða stuðtækin svo að almenningur gæti eignast þau. Tel að klúbburinn ætti að eiga einhver til að taka með í ferðir þessi tæki eru svo einföld í notkun og bráð nauðsynleg.
16.01.2015 at 02:07 #776128Sorglegt að vera farinn á sjó á þessum tíma. En jæja maður nær ekki öllu sem maður vill. En spurning um að lána Toyotuna mín í þessa ferð fyrir þá Patrol menn sem ekki koma sínum bílum í stand 😉
16.01.2015 at 01:56 #776127Ég er ekki með löglegan kassa en er þó með lágmarks útbúnað í báðum bílunum. Held að eina sem mig vanti sé verkjatöflur. Sem ég er stundum með samt.
Tel það skipta meiru máli að menn séu með eitthvað í bílnum frekar en þeir séu að uppfylla þessar kröfur. Auðvitað væri best að allir væru með svona kassa en byruninn væri að allir væru með eitthvað sama hvernig bíl þeir væru á. Baby steps í þessu máli.
En ef einhver veit um stað sem hægt er að kaupa alvöru kassa eins og Jón G. er að tala um endilega deilið því með okkur.
14.01.2015 at 02:13 #776107Guðlaugur takk fyrir að minna mig á það var búinn að gleyma því
14.01.2015 at 00:00 #776103Þar sem Litlanefndin þarf að takmarka fjölda í ferðina þá tel ég að það sé merki um mikinn uppgang hjá þeim. Þess vegna vill ég aftur opna umræðuna á hópkaup.
Ég stofnaði þessa umræðu síðasta vetur og þá vegna hand talstöðva vonaðist eftir því að fá 15-20 menn í það en það endaði í 60-70 ef ég man rétt. Enda fengum við góðan díl á því auk þess sem við gerðum góðan díl á spottum líka.
Eru komnir nógu margir nýir í klúbbinn til að taka aðra pönntun á stöðvum eða spottum eða kannski gamlir félagar líka sem vilja taka þátt núna?
Eða er það eitthvað annað sem fólki dettur í hug að fara af stað með hópkaup?
Endilega tjáið skoðun ykkar því að ég veit að við getum gert góð kaup í krafti fjjöldans.
Sem dæmi um hugmyndir þá væri hægt að skoða drullutjakk, loftdælu, tengdamömmubox eða hvað sem ykkur dettur í hug allar hugmyndir vel þegnar engar eru of vitlausar til að verða skoðaðar.
Kv. Trausti Gylfa
13.01.2015 at 22:48 #776102Vill taka það fram að þó svo ég hafi bent á eitthvað sem betur mætti fara hjá Litlunefndinni þá er ég alls ekki að gera lítið úr henni síður en svo. Án hennar hefði ég aldrei þorað að fara út fyrir þjóðveginn og sú reynsla og kunnátta sem ég hef í dag er alfarið henni að þakka.
Þessi nefnd er skipuð sjálfboðaliðum og farastjórar í ferðunum eru þar launalaust og gera þetta sér og öðrum til ánægju. Þessir menn eiga heiður skilið og verður seint þakkað almennilega.
Ástæða þess að ég skrifa þetta er sú að menn gætu miskilið þessar ábendingar mínar og já kannski er ég að taka of djúpt í árina með þessum skrifum hér að ofan. Það er ekki gaman fyrir þessa góðu menn að standa í þessari sjálfboðavinnu og svo fá gagnrýni á þeirra störf.
Ef einhver hefur móðgast vegna skrifa minna þá biðst ég innilegar afsökunar á þvi það var aldrei tilgangur minn.
Þannig að ég ætla bara að segja takk fyrir mig Litlanefnd og hlakka til laugardagsins veit að hann verður góður og vona að þið haldið þessu góða starfi áfram.
Með viðingu og vinsemd
Trausti Gylfason
13.01.2015 at 00:08 #776092Ragnar Freyr það er alveg rétt að í flest öllum ferðum er skipulag og stjórnun til fyrirmyndar. En það eru dæmi um brotalamir sem vert er að benda á til að gera þetta enn betra. Sem dæmi þá ætluðum við á langjökul að mig minnir í fyrra það skall á mjög slæmt veður þegar við komum að rótum jökulsins og hætt var við ferðina. Sumir þeirra sem vour á stærri bílunum vildu samt gera eitthvað og fóru annað og í raun var ferðinni slitið þarna, ég fékk enga fylgd niður á þjóðveg og lét ég alveg í mér heyra eftir þessa ferð.
Hvað hefði gerst ef ég hefði lent í vandræðum á leiðinni? Flestir farastjórarnir voru farnir annað og báðir í mínum hóp ef ég man rétt.
Það verður líka að ræða það sem er ekki nógu gott ekki bara tala á jákvætt um allt. Til þess að þessi nefnd geti þroskast og orðið betri þá verður að benda á það sem mætti fara betur.
Í einni ferð þá benti ég á það eftir á að það voru að minnsta kosti tveir bílar sem áttu ekki að fá að fara með þar sem þeir voru á svo slæmum dekkjum. Báðir 35″ en á nánast renni sléttum dekkjum. Farastjórar verða að hafa bein í nefinu til að stoppa svona af. Í minni fyrstu ferð var bílinn minn skoðaður hátt og lágt til að ath hvort hann væri nógu góður í ferðina en í þeirri síðustu var ekki einu sinni litið á hann.
Ég er ekki að reyna að vera þessi neikvæði gaur heldur bara benda á það sem betur mætti fara og tek ofan fyrir allri þeirri góðu vinnu sem litlanefndin er að vinna. En það er alltaf hægt að gera aðeins betur.
10.01.2015 at 02:59 #776075Kristján þetta er frábær hugmynd og eitthvað fyrir verfnendina að skoða ef þeir sjá sér fært að gera.
08.01.2015 at 01:35 #776036Hlakka mikið til ferðarinnar. Vona bara að þið virðið það að þetta er „litlanefndin“ þar sem litilir bílar eiga að fara í ferð saman en ekki tuða og skammast þegar við „litlu“ komumst ekki eins og hinir.
Þetta er ferð fyrir óreynda og þá sem eru að byrja í þessu og eru á litlum bílum t.d. 32″ til 35″ ekki fyrir stærri bíla til að leika sér heldur til að vera með okkur og kenna okkur.
Síðustu ferðir sem ég hef farið í hafa ekki verið nógu góðar þar sem bílar hafa verið skildir eftir vegna þess að þeir vour of litlir. Þá átti ekki að samþykkja áður en ferðin var farin ef þeir vour ekki velkomnir og svo fór ég eina ferð þar sem ferðinni var slitið upp á hálendinu þar sem flestir af farastjórunum vildu fara annað og nenntu ekki að fara með „litlu“ bílana niður á þjóðveg.
Skellið frekar á „milli nefnd“ frekar en að eyðileggja litlunefndina.
Einhverstaðar verðum við að fá að stíga okkar fyrstu skref og læra af okkar reyndari og betri mönnum.
kv. Trausti Gylfa
25.12.2014 at 21:48 #774965Sigurður Bjartmar það væri mjög góð lausn að sýna hversu mörg innlegg eru í hverjum þræði. Vona að þið getið reddað því
24.12.2014 at 02:00 #774958Sigurður Bjartmar. Þessi hugmynd þín er fín en ég vill leggja áherslu mína á að það verði tíma stimpill á öll innlegg sem byrtast á forsíðu.
Þessar breytingar sem hafa orðið á okkar ástkæru síðu hafa minkað umferð mína á hana því miður veit að þið eruð að vinna gott starf og fáið ekki nóg kredit fyrir ykkar vinnu. En með því að tíma stimpla hverja færsu á forsíðunni þá tel ég það auka umferð. Auk þess sem við verðum að hætta að nota póstinn til að tala saman svo við fáum meiri umferð á síðuna. Haldið áfram ykkar starfi og megið vita að hún er mikils metin þó svo menn séu ekki nógu duglegir að hrósa ykkur. Góðir hlutir gerast hægt og með mikilli þróun.
15.12.2014 at 01:08 #774745Það er eitt sem ég mundi vilja sjá á forsíðunni. Það koma alltaf nýjustu færslurnar í „virkar umræður“ en er nokkuð mál að hafa dagsetningu og tíma fyrir aftan þær svo maður þurfi ekki alltaf að opna þær til að sjá hvort eitthvað nýtt hefur bæst við færsluna?
11.12.2014 at 13:28 #774655Blaðamaður frá Sunday Times fór frekar ílla með okkar ástkæra land við reynsluakstur um daginn. Þetta er að verða of algengt að erlendir ferðamenn séu að aka utan vegar hér á landi.
Verðum að auka fræðslu til að koma í veg fyrir þetta.
11.12.2014 at 02:28 #774653Ég vill koma með eina tillögu sem ég varpaði fram á gömlu síðunni líka.
Ég eins og líklega margir aðrir eru orðnir þreyttir á þessum endalausu tölvupóstum sem maður er að fá. Sem dæmi þá var einhver sem sendi tölvupóst varðandi nýju síðuna sem svo allir fóru að svara. Sem verður til þess að maður er að fá suma daga nokkra tugi pósta og stundum erfitt að ná samhenginu í umræðunni þegar maður þarf alltaf að vera opna póstana aftur til að sjá hverju var verið að svara.
Er ekki nær að menn noti heimasíðuna til að ræða saman en ekki tölvupóstinn. Skil vel ef þetta er eitthvað sem utanaðkomandi eiga ekki að sjá.
Þetta gerir síðuna líka líflegri og verður meiri virkni á henni. Væri nær að setja inn þráð á síðuna og svo senda kannski einn tölvupóst á alla og þeim bent á að ræða tiltekið málefni á síðunni.
Sem dæmi þegar nefndir eru að senda póst þá frekar að nota þeirra svæði hérna inni og hafa svo hnapp sem maður ýtir á sem sendir tilkynningu í pósti á viðkomandi nefndarmenn að það sé kominn þráður þar inn.
Vona að þið áttið ykkur á því hvað ég er að fara með þessu.
18.11.2014 at 22:20 #773058Ég er búinn að vera að fá allt að 30 pósta á dag út af ýmsum málum 4×4.
Það er einhver sem sendir tölvupóst á póstlistann hjá okkur og svo eru allir að svara honum og það myndast umræða um málin. Sem verður til þess að það er orðið erfitt að fá samhengi í umræðurnar nema að opna alla póstana.
Svo á sama tíma eru menn að tala um að það sé ekki næg virkni á heimasíðunni okkar.Væri ekki nær að setja inn umræðu á netið um þessi mál og senda kanski einn tölvupóst til að láta vita af því að eitthvað mikilvægt hafi verið sett inn á netið. Þar með er maður ekki að fá fleiri tugi pósta það verður auðveldar að ná samhenginu í umræðunni og vefurinn lifnar kannski við.
-
AuthorReplies