Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.07.2012 at 10:45 #223851
Hvernig er slóðinn frá Skógum og upp á Fimmvörðuháls?
Er hann farandi einbíla? Ég er á 35″ Patrol.
Er þessi slóði opinn? Eða er þetta lokaður einkavegur?Er að fara á þessar slóðir í dag með vinafólk frá Þýskalandi, væri gaman að komast þarna upp en ég er ekki að því ef þetta er einhver rugl slóði bara.
Langar að biðja þá sem vita eitthvað um þetta að svara sem fyrst.
Með þökkum – Sverrir Már
19.06.2012 at 02:26 #223731Ég er að spá og „spúgúlera“ í Toyota Land Cruiser 100 með diesel í kringum 2000 árgerð.
Mig vantar raunverulegar eyðslutölur á svona bíl. Vonandi að einhver hér geti hjálpað mér.Ég reikna með að eins og ég myndi nota hann þá yrði hann á 33″ dekkjum hjá mér.
Þannig ég myndi gjarnar þiggja eyðslutölur á svona bíl í innanbæjar keyrslu og langkeyrslu, orginal óbreyttann og uppí 35″ breyttann.
Það eru pælingar hjá mér að finna mér 35″ breyttann og setja undir hann 33″.
Hraðamælir og km mælir yrðu að vera 100% réttir hjá mér, er nokkuð mál að láta laga það fyrir sig?Svo hef ég séð nokkra tala um að eftir 2000 árgerðina þá verði hann eyðslugrennri. Er einhver breyting sem maður ætti að vita af sem fer þá framm á bílnum?
Svo eru það skottsætin. Eru þau bara fyrir tvo? Semsagt ekki þrjá?
Og eru þau nógu rúmgóð að maður geti boðið fullornum mönnum að setjast þar, eða eru þetta bara krakka-lakka-sæti?Svo væri vel þegið allir punktar um hvort það sé eitthvað sem maður ætti að vara sig á eða skoða vel áður en maður myndi festa kaup á svona bíl.
21.04.2011 at 14:51 #728285Sælir
Ég er bara að spá, vegna þess að ég hef tölvupóst hér frá Hr. Óla í litlunefnd.
Þar kemur framm orðrétt:"Þar sem nú eru að koma páskar verður myndakvöldið ekki fyrr en fimmtudaginn 28. apríl n.k. Allir eru velkomnir og endilega að muna að taka myndir og/eða myndskeið með."
19.04.2011 at 14:09 #727771Þetta er virkilega flott myndband.
Ég er greinilega búinn að vera allt of upptekin við að skoða camcorder-ana.En allavega fyrst menn eru að póst hérna video-um.
Ég gerði video eftir október ferðina í fyrra (2010). Ég hef ekkert verið að flagga því mikið því ég setti tónlist inná sem …já, þið vitið hvað ég á við.
Ég er bara nýbúinn að póst því inná youtube því ég ætlaði bara að sýna vinum erlendis en hérna er linkurinn að því ef einhver vill kíkja.
[youtube:31cxqdxa]http://www.youtube.com/watch?v=PU5K0QLwhe8[/youtube:31cxqdxa]
P.s. Ég er búinn að vera leita að sogskálum til að festa á bíla og svona stöng til að festa á höfuðpúðafestingar í bílnum. Getur einhver bent mér á einhverja góða linka, hvar ég get fengið almennilegt svoleiðis dót. Án þess að ég fari á hausinn.
Notabene vélin hjá mér, eins og ég vil hafa hana er um 570 grömm.
07.12.2010 at 08:20 #712626Jæja, loksins búinn að setja inn myndirnar sem ég tók í ferðinni.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=278939
07.12.2010 at 07:37 #712874Jæja, ætlið þið að fara prófa keyra yfir hvorn annann núna?
01.11.2010 at 00:57 #708576Bara svona afþví ég á þetta til.
Flaug þarna yfir "í einkaþotunni minni" 11. október síðastliðinn.
Veit ekki hvort það er nokkuð að sjá á þessum myndum. Vona bara að þið hafið gaman að sjá þetta.
Passið bara að stilla strax á hærri upplausn.http://www.youtube.com/watch?v=xwpcolcLXt4
28.10.2010 at 14:33 #707586Ein lítill punktur hérna.
Ég sé hvergi klukkan hvað menn ætla að mæta í kvöld.
05.04.2010 at 22:56 #689420Kannski í lagi að bæta inn í þetta, ég er ekki viss hvort bíllinn er að hlaða eitthvað pínulítið eða alls ekki neitt.
Og auðvitað að um leið og ljósin kveiknuðu þá slökktum við á útvarpinu og settum blásturinn í miðstöðinni í það minnsta, tókum GPS-ið úr sambandi og allt til að spara rafmagnið sem mest.
05.04.2010 at 22:38 #211911Síðastliðinn miðvikudag (31. mars) þvældumst við yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum. Lentum reyndar í bölvuðu basli með bílinn sem við vorum með í samfloti, lak úr dekki meðframm felgu á einu dekki svo við vorum næstum 6 tíma á leiðinni til baka, á móti því að það tók okkur um 2 tíma að fara yfir jökulinn að gosstöðvunum í rólegheitunum.
Patrolinn er 2001 sjálfskiptann með 3 lítra diesel og á 315/75-16 sem samsvarar 34,6″
Pattinn var fínn alla leið yfir jökulinn. Útaf veseni með dekkin á hinum bílnum þá vorum við næstum í klukkutíma stoppi neðst á á Sólheima-afleggjaranum að pumpa nóg í dekkin á hinum bílnum og fórum ekki nema uppí 15-17 psi á pattanum og ætluðum svo bara að fylla betur á þegar við værum komin að næstu almennilegu loftdælu á bensínstöð.
Keyrðum bara rólega (60-70 km hraða) vegna þess að það var ekki nóg í pattanum og við vissum ekki hvort hinn bíllinn myndi halda loftinu í dekkinu. Þegar við erum að nálgast Skóga kveikna hjá mér í pattanum bæði hleðsluljósið og A/T oil temp ljósið, ég horfi á þau koma bæði á í einu.
Mér auðvitað dauðbrá, hélt fyrst að þetta væri sennilega útaf því hvað við vorum með lítið loft í dekkjunum og ég væri að reyna of mikið á skiptinguna. Og auðvitað stoppuðum á Skógum, pumpuðum þar uppí 25 psi.
Vorum fyrst með bílinn í gangi í nokkrar mín, drápum svo á honum í næstum hálftíma, tjékkuðum olíuna á sjálfskiptinugunni og það var nóg á henni. Keyrðum svo bara rólega áfram og stoppuðum svo á Hvolsvöllum og settum þar í dekkin eins og á að vera, sem betur fer var kveikt á loftdælunni þar, klukkan var um hálfþrjú að nóttu. Svo ókum við bara áfram í bæinn í rólegheitunum, fylgdumst bara vel með því hvort einhver óeðlileg hljóð myndu koma, hvort bíllinn skipti sér ekki rétt og hvort vélin hitaði sig nokkuð.Við vorum með littla 45 amp loftdælu (150lítra á mín) plús að ég var með garmin GPS tæki allann tímann tengt við sígarettukveikjarann.
Það var misjafnt við hvort bílinn við tendum loftdæluna. Eitt stoppið uppi á jökli varði reyndar í meira en klukkutíma á meðan var pattinn í lausagangi í -20°
Er möguleiki á að við höfum bara gengið frá rafalinum í bílnum á þessu brölti? Þetta urðu nokkur stopp sem voru 10-30 mín.Við vitum fyrir víst að bíllinn hleður ekki. Við erum búnir að kíkja á öll öryggi, allt í lagi samt að benda mér á ef það er eitthvað ákveðið öryggi sem ég ætti sérstaklega að tjékka á.
Það sem ég er aðalega að spá er semsagt, við vitum að hann hleður ekki, afhverju kveiknar þá á A/T oil temp ljósinu?
Hinsvegar ef ég hef verið að reyna of mikið á skiptinguna með því að hafa of lítið loft í dekkjunum, afhverju hættir hann þá að hlaða?Ég er reyndar búinn að lesa einhversstaðar að þeir hjá Nissan mæla ekkert rosalega mikið með því að maður sé með eitthvað í hleðslu í gegnum sígaretturkveikjarann.
Er þetta algengt vandamál í Patrol?Endilega ef þið getið gefið mér einhverjar leiðbeiningar á hverju ég ætti að tjékka eða hvernig ég gæti prófa t.d. rafalinn eða eitthvað annað.
Við viljum helst vera búnir að gera allt sem við getum áður en við förum í það að rífa rafalinn úr eða jafnvel senda bílinn á verkstæði.
28.03.2010 at 23:28 #688212já, kannski best að segja það enn og aftur, að menn fari ekki blindandi eftir punktum sem þeir fái uppgefna.
Þar sem t.d. síðasti punkturinn þarna er eldgosið sjálft.
28.03.2010 at 21:24 #688210Hérna eru punktanir sem Landsbjörg gefur upp:
Tek það skýrt framm að ég tek enga ábyrgð á þessum puntkum.
N63 33.107 W19 15.287
N63 32.943 W19 14.902
N63 33.080 W19 14.219
N63 33.279 W19 13.784
N63 33.538 W19 13.551
N63 33.932 W19 13.804
N63 34.855 W19 13.353
N63 35.575 W19 11.660
N63 36.244 W19 09.564
N63 37.314 W19 08.717
N63 38.331 W19 13.399
N63 38.319 W19 15.610
N63 38.159 W19 16.274
N63 38.183 W19 17.303
N63 38.098 W19 17.585
N63 37.899 W19 18.998
N63 37.602 W19 22.121
N63 37.723 W19 24.005
N63 38.305 W19 26.590
24.11.2009 at 21:01 #208568Ég og faðir minn erum að skoða hvort við eigum að kaupa okkur jeppa og erum dálítið heitir
fyrir Patrol svona helst í kringum ´00-´04, semsagt helst með 3 lítra disel vélinni.Ég vil hafa bílinn sem mest breyttann og hann vill helst hafa hann óbreyttann.
Erum samt helst að skoða þessa sem eru með 35”-38” breyttir.
Og auðvitað vill maður sem minnst ekinn bíl en svona miðað við árgerð, búnað og verð, þá eru þessi bílar sem við höfum verið að skoða eknir svona 150-200 þús km.Hvað skal hafa í huga þegar maður er að skoða notaðann Patrol?
Ég veit að það var einhver galli í 3 lítra disel vélunum og þær innkallaðar að mér skillst. Getur einhver sagt mér nánar hvað nákvæmlega var gallað eða í hverju bilun fól í sér?
Er 2.8 lítra disel vélin nokkuð betri? Það sem hefur kannski pirrað mig mest með 2.8 vélina er að hún sé ekki meira en 128 hp í svona þungum bíl.
Svo, þótt lítið sé af þeim þá eru þeir nokkrir til sem eru með 4.2 lítra disel vélinni og maður hefur heyrt dálítinn lofsöng um þær, að þær eigi að vera svo sterkar og lítið viðhald og annað slíkt, er það satt?
Eru einhver vandamál með eitthvað af þessum vélum sem ágætt væri að vita af? T.d. er ofhitunarvandamál eða smurningsvandamál, heddpakningar eða annað?
Hvað er svona Patrol að eyða? Innanbæjar og svo utanbæjar, hefði áhuga á vita sem flestar eyðslutölur, hvort sem er á orginal dekkjum, 33” 35” 38” 44” eða jafnvel stærra og hvort sem er sjálfskiptur eða beinskiptur.
Ég var að horfa á kynningarmyndband um daginn þar sem sagt er frá því að aðaltankurinn sé 90 lítrar og svo 40 lítra aukatankur. Er þetta svona í öllum þessum bílum eða var þetta aukabúnaður?
Við erum frekar að horfa á sjálfskipta, hvernig eru annars þessar skiptar, þola þær alveg vel 38” og stærra? Hef reyndar skoðað þá nokkra beinskipta ekna þetta um 150 þús km með annaðhvort lélega kúplingu eða þar sem nýlega er búið að skipta um hana.
Hver er munurinn á Elegance eða Luxury, hélt first að þetta væri hvort hann væri með leður og lúgu en það virðist ekki vera það.
Er eitthvað sem maður þarf að kíkja vel á t.d. legur eða algeng svæða sem riðga, eða er eitthvað sem gott er að athuga hvort hafi verið skipta um eða uppfært vegan þess að það hafi komið lélegt orginal eða eitthvað álíka.Bara allar upplýsingar sem þú/þið getið gefið væru vel þegnar.
Með Kveðju Sverrir Már
-
AuthorReplies