Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.05.2003 at 00:28 #473288
Sæll vertu Jón.
Gísli Ólafur sagði mér að Landsvirkjun ætti skálann við suðurenda Langasjávar.
Í punktunum mínum um Bárðargötu kalla ég kvíslina Grindakvísl, sem mun vera nokkuð gamalt nafn og þá hafði ég ekki heyrt nafnið Systrakvísl.
Pétur Sumarliðason, faðir Gísla Ólafs, var mörg sumur veðurathuganamaður í Jökulheimum og Gísli oft með honum. Pétri mun hafa þótt Kerlinganafnið óvirðulegt um þessi myndarlegu fjöll og kallaði þau Jöklasystur. Kvíslin á upptök í Innri-Tungnaárbotnum, norðaustan við Jökulgrindur og norðvestan undir Jöklasystrum, u.þ.b. 3 km sunnan Sylguskála Björns Þorra og félaga. Þar sem kvíslarvatnið kemur frá jöklinum og þar með Systrunum, þá er e.t.v. rökréttara að kalla hana Systrakvísl. Ekki spillir að nafnið er fallegra og einnig líklegra til stuðla að því að menn noti hið fegurra nafn á fjöllin tvö.
Kvíslina í Landmannalaugum hef ég aðeins heyrt kallaða Laugakvísl, enda rennur hún úr laugunum góðu. Laugalæna er þó ekkert verra nafn og ágæt tilbreyting frá öllum kvíslunum.
Gangi þér vel með bókina, hlakka til að sjá hana.
Bestu kveðjur.
Sverrir Kr.
02.05.2003 at 17:02 #473036Ef þú átt við félagsskírteini 4×4, talaðu þá við Jóhann gjaldkera í 693-6807 eða 565-4774.
29.04.2003 at 15:47 #472976Fór frá Sólheimum um Mýrdals- og Eyjafjallajökla á sumardaginn fyrsta. Færi var mjög gott á jökli, en fyrstu snjóbrekkur vestan í Eyjafjallajökli voru erfiðar þeim sem voru á austurleið, snjórinn gljúpur, blautur og þungur. Hamragarðaheiðin var í góðu lagi, þurr og leðjulaus.
Sverrir Kr.
19.04.2003 at 00:19 #472588Var einu sinni á þessum dekkjum á Cruiser sem vegur 2,1 tonn án farangurs. Þau eru fín á grjóti og grófum slóðum, leiðinlega rásgjörn á malbikinu og hundleiðinleg í snjó. Þau krumpast eins og diagonal dekk gera, brjóta undan sér viðkvæma skel og hreinlega virka illa í flestu færi. Mæli sem sagt ekki með þeim til fjallaferða að vetri.
Það var mikil breyting til bóta að fara á Mudder þangað til þau fóru að springa upp við felguna. Er núna á Dick Cepek radial sem eru trúlega einna best, en auðvitað eru dekkjamál eins og hver önnur trúarbrögð!
Sverrir Kr.
03.04.2003 at 20:21 #47202603.04.2003 at 20:20 #472024Sæll Dóri.
Sendu mér netfangið þitt, segðu mér hvaða GPS-forrit þú notar og ég skal senda þér punkta og ferla af þessu svæði.
Kveðja
Sverrir Kr.
14.03.2003 at 00:23 #470780Kíktu á http://www.simnet.is/gop/sverrir.htm
Þar eru ferlar Jökulheimar-Grímsfjall-Snæfell, á Nobeltec, OziExplorer og PCX5 (MapSource).
Kv.
Sverrir Kr.
13.03.2003 at 21:43 #470770Heyrði frá kunningja fyrir 2 vikum sem keyrði vítt og breitt um jökulinn og mætti manni á bíl frá Háskólanum sem var að mæla þykkt jökulsins. Sá var búinn að aka allan jökulinn í samsíða línum án nokkurra vandkvæða, en þykktin var mest 33 metrar, í gígskálinni.
Sverrir Kr.
12.03.2003 at 21:05 #470634Að mínum dómi hefur OziExplorer forritið mun fleiri kosti og mun færri ókosti heldur en Nobeltec (NavTrek), sérstaklega ef þú vilt geta unnið eitthvað sjálfur með efnið ("routes – waypoints -tracks"). Með Ozi færðu t.d. aldrei villustrik út í loftið eða sem köngulóarvef milli margra ferilpunkta. Ekkert vandamál að færa efnið fram og tilbaka milli forrits og GPS-tækis, en mjög erfitt getur reynst að koma ferlum (tracks) frá Nobeltec til tækisins. Mörg fleiri atriði mætti tína til.
Þú átt að geta fengið bílinn inn á nýja kortið frá Landmælingum, en ekkert annað, hvorki punkta né ferla. Þannig áttu að geta séð hvar þú ert á kortinu og hvort þú sért nokkuð verulega úti að aka!
Kveðja
Sverrir Kr.
19.01.2003 at 20:28 #466722Prófaðu að tala við Jónas Pálsson í síma 8970735, hann er snillingur með hlustpípurnar.
Kv.
Sverrir Kr.
19.01.2003 at 14:22 #466704Var þarna fyrir réttri viku. Sáralítill snjór nema smáskaflar í gjótum. Hefur víst lítið bætt í þarna síðan.
Kv.
Sverrir Kr.
sverrirkr@hotmail.com
18.12.2002 at 16:31 #465608Hörmulegar hugmyndir!
14.12.2002 at 14:54 #465354Góðir félagar.
Vil benda ykkur á að skoða frábærar myndir Jóhanns Ísberg á http://www.inca.is/show/pages/thumbs.html. Þær sýna okkur landið sem á að kaffæra og mun þá aldrei sjást framar. Þessar myndir munu verða góð heimild um veröld sem var, en varla mun afkomendum okkar þykja það nægilegar bætur fyrir skammsýni, blindu og græðgi ráðamanna okkar kynslóðar.
Á slóðinni
http://www.natturuverndarsamtok.is/arti … karahnukar
eru miklar upplýsingar um umfang og afleiðingar fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda, sem eru ekki aðeins bundnar við Hálslón og stíflur við Kárahnjúka, heldur teygja sig vítt og breytt um hálendið þar austur af og langt austur fyrir Snæfell. Gert er ráð fyrir fjölda af smærri stíflum og skurðum til flutninga á vatni úr mörgum ám á svæðinu, með tilheyrandi jarðvegsflutningum og margháttuðu umhverfisraski. Talið er að um 80 fossar skerðist meira eða minna í tengslum við þessi hervirki.
Þá eru ótalin óhugnanleg framtíðaráform um önnur óbætanleg náttúruspjöll vestan Kárahnjúkasvæðisins, en fyrirhugað er að veita vatni úr Kreppu og Jökulsá á Fjöllum, sem myndi m.a. skerða vatnsmagn Dettifoss.
Viljum við þurfa að ferðast í krákustigum um stíflur og skurðasvæði Landsvirkjunar eða viljum við geta notið ósnortinnar náttúru á ferðum okkar um öræfi og víðáttur hálendis Íslands?Með félagskveðju
Sverrir Kr.
13.12.2002 at 14:44 #465388Sæll Emil.
Þetta Garmin.exe er samskiptaforrit milli Visual Series og Garmin tækja. Sendu mér netfangið þitt og ég skal senda þér forritið.Kveðja
Sverrir Kr.
sverrirkr@hotmail.com
13.12.2002 at 00:31 #465384Þú átt að geta sent Marks og Routes frá Visual Navigator í GPS-tækið, en líklega ekki Tracks nema eftir miklum krókaleiðum.
Þú ferð bara í "File"og "Upload/Download to GPS", merkir það sem þú vilt senda og smellir á "Upload". Rétt Serial Port þarf að hafa verið valið og ef þú ert t.d. með Garmin tæki þarftu að hafa lítið 112Kb forrit sem heitir "Garmin.exe" svo tækið og forritið geti spjallað saman.Kveðja
Sverrir Kr.
12.12.2002 at 23:45 #465316Það er pólitísk ákvörðun að virkja við Kárahnjúka og mikill vafi um arðsemi virkjunarinnar virðist ekki valda ráðamönnum miklum áhyggjum, enda á Landsvirkjun greiðan aðgang að íslenskum raforkunotendum til að bæta sér upp hugsanlegt tuga milljarða tap. Bættur hagvöxtur kann að reynast vonarpeningur í vasa en fyrirsjánleg hækkkun vaxta og aukin verðbólga munu auka skuldabyrði og hækka afborganir allra þeirra sem eru með vísitölubundin lán á hýbýlum sínum eða öðrum fjárfestingum. Þau atkvæði sem kjósendur í næstu alþingiskosningum greiða frambjóðendum beinlínis vegna stuðnings þeirra við þetta hervirki gegn hálendinu, kunna að reynast dýrustu atkvæði Íslandssögunnar.
Þau geigvænlegu og óafturkallanlegu umhverfishryðjuverk sem nú eru að hefjast við Kárahnjúka eru þó sýnu hörmulegri en þær vonandi tímabundu fjárhagslegu hremmingar þjóðarinnar sem af kunna að hljótast. Þau lýsa sorglegri skammsýni sem næstu kynslóðir munu e.t.v eiga erfitt með að fyrirgefa, því við eigum að vita hvað við erum að gera.
Eitt af megin markmiðum klúbbsins okkar er ?að stuðla að góðri umgengni um landið og verndun þess með jákvæðu fordæmi og umræðu um náttúruvernd? eins og segir orðrétt á vefsíðu hans. Þess vegna er þessi vefsíða réttur umræðuvettvangur fyrir þá félaga sem vilja ræða þetta mál, sem reyndar varðar alla Íslendinga og ekki síst okkur sem viljum (vonandi flestir) geta ferðast um lítt eða ósnortin víðerni hálendisins.
Því er óskandi að sem flestir okkar þori, geti og vilji taka afstöðu sem samrýmist ?góðri umgengni um landið og verndun þess?. Það getum við m.a. gert með því að láta til okkar sjást og heyrast á Austurvelli í hádeginu á morgun.Sverrir Kr.
25.11.2002 at 10:18 #464596Sæll Atli.
Til þess að geta hlaðið GPS-punktum inn á tölvuna þína þarftu að hafa viðeigandi GPS-forrit. T.d. þarftu Garmin forritin PCX5 eða Mapsource, eða þá Oziexplorer til að geta notað efnið af GPS-safninu mínu. Efni á Navtrek-formi er reyndar væntanlegt fyrir áskrifendur.
Bestu kveðjur
Sverrir Kr. Bjarnason
sverrirkr@hotmail.com
28.08.2002 at 17:11 #462856Væri til í að vera með í innkaupum á 38" Mudder
Sverrir Kr. R-155
30.05.2002 at 13:23 #461160Fyrir nokkrum árum átti ég Lada Sport sem ég breytti fyrir stærri dekk, lækkaði hlutföll ofl. Þó nokkru síðar fóru legur á vinstra afturhjóli tvisvar með stuttu millibili. Ástæðan virtist eingöngu vera sú að dekkið var ekki eða illa jafnvægisstillt. Eftir jafnvægisstillingu gerðist þetta ekki aftur og á þessu ágæta tryllitæki flengdist maður um fjöll og jökla. Veikasti punkturinn var stýrisupphengjan, sem vildi bogna eða brotna við mikið högg á framhjól, en það var ekki stórmál að skipta um hana og betra að hafa eina með í skottinu.
Kveðja
Sverrir Kr. R-155
sverrirkr@hotmail.com
11.03.2002 at 18:49 #459636Sæll Hafþór.
Það væri gaman að skoða þetta eyðlsureikningsforrit.
Ég væri þér þakklátur fyrir að senda mér það ábestu kveðjur
Sverrir Kr. R-155
-
AuthorReplies