Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.06.2005 at 22:52 #524420
Hafið þið kíkt á verðið hjá Verði? Vörður bauð mér nærri 20.000 lægra iðgjald fyrir ábyrgðartrygginguna á jeppanum en VÍS.
Sverrir Kr.
21.06.2005 at 14:55 #524220Þakka framkomnar hugmyndir og tillögur um smáauglýsingavandann. Engin lausn hefur fundist, en ég bíð enn eftir svari frá vefnefndinni. Tel ekki að um bilun í minni tölvu sé að ræða. Hún er aðeins níu mánaða gömul, vel vanin og gerir allt sem ég segi henni að gera á öllum vefsíðum, nema að sýna mér það sem ég sakna mest í augnablikinu, SMÁAUGLÝSINGAR á f4x4. Ég er með IE 6.0 með SP2 og öllum nýjustu uppfærslum og einnig með Netscape 7.1. Nota upplausn 1024×768 sem hentar best fyrir minn skjá. Hef prófað hærri og lægri upplausn, en það töfrar ekki fram smáauglýsingarnar, fremur en ýmislegt annað sem ég hef prófað.
Sverrir Kr.
19.06.2005 at 16:38 #196046Mér finnst ég vera félagslega hálflamaður, því ég kemst ekki inn á smáauglýsingar 4×4 klúbbsins. Í svörtu línuna undir myndinni efst á aðalsíðunni vantar sem sé á minni tölvu orðið „Smáauglýsingar“, sem á víst að vera á milli „Myndasafn“ og „Tenglar“. Þar er aðeins lengra orðabil en á milli annarra orða í línunni, en það er það eina sem bendir til að þarna eigi eitthvað að standa. Ekkert hjálpar að búa til leitarorð og smella á „Leita“ aftan við „Smáauglýsingar“ í smellilistanum ofan við myndina, þá fæ ég aðeins hrafl eða hluta úr þeim auglýsingum sem innihalda leitarorðið. Dálkurinn „Nýjar smáauglýsingar“ hægra megin á aðalsíðunni er alltaf tómur hjá mér. Hef spjallað við einn í vefnefndinni sem hafði ekki heyrt um þetta vandamál, en benti mér á hugsanlegar leiðir til lausnar. Þær hafa ekki dugað. Ég hef prófað að nota Netscape í stað Internet Explorer, en hvorki það breytir neinu, né heldur að aftengja Norton-eldvegginn.
Þekkir einhver þetta vandamál og helst líka lausn á því? Bjargráð væru afar vel þegin.Með kveðju
Sverrir Kr.
S. 565-3133 & 895-2212
sverrirkr@hotmail.com
24.05.2005 at 20:55 #523414Ég mótmæli eindregið eftirfarandi málsgrein í 4. gr. "Draga að REGLUGERÐ um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands": "Jörð telst snævi þakin ef snjólag er 50 cm. þykkt eða meira".
Þetta ákvæði virðist vægast sagt vanhugsað, er algerlega óraunhæft og í fullkominni mótsögn við heimildina í næstu málsgrein á undan: "Heimilt þó að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum og snævi þakinni og frosinni jörð".
Ég vil gera þá tillögu Einars Kjartanssonar (eik) að minni, að í stað þessa ákvæðis um 50 cm. snjólag komi: "Akstri á snjó ber að haga þannig að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum".Sverrir Kr. Bjarnason R-155
Kt. 310740-2419
19.05.2005 at 18:04 #522734Það er nú fleira sem plagar mann á vefsíðunni. Auglýsingasíðan virðist í rauninni vera hálfónýt. Gamla flokkkunin er horfin, ekki virðist hægt að sjá hve gömul auglýsingin er og leitarmöguleikar afar takmarkaðir. Ef t.d. á að leita að Cruiser, þá getur það orð nú verið skrifað á margvíslegan máta af hinum ýmsu aðilum. Legg til að þetta verði lagfært ásamt allmörgu öðru sem hefur skert vinsældir vefsíðu klúbbsins til mikilla muna.
Sverrir Kr.
06.04.2004 at 00:24 #194150Sælir félagar.
Er nokkur sem veit hvernig ferðafæri er núna um Emstrur og um Kaldaklofskvísl, Álftavatn og Markarfljót að Laufafelli?
Eða um Álftavatnakrók, Herðubreiðarháls og Fjallabaksleið að Landmannalaugum. Býst reyndar frekar við að þetta sé allt meira og minna ófært, en datt í hug að spyrja ef einhver vissi betur.
Kveðja.
Sverrir Kr.
14.03.2004 at 20:37 #472822Sigurður Ari. Þakka þér fyrir joshmadison-linkinn sem þú settir hér í spjallið. Töflurnar í honum eru bæði sérstaklega fjölbreyttar og þægilegar.
Sverrir Kr.
12.03.2004 at 20:32 #491310Ég á tvenn 4ja punkta belti sem ég tók úr jeppanum eftir skamma notkun og eru bara úti í skúr engum til gagns. Þau eru ekki rafdrifin en fást fyrir lítið ef þú hefur áhuga Heiðar.
Sverrir Kr.
S. 5653133/8952212
12.03.2004 at 20:32 #498028Ég á tvenn 4ja punkta belti sem ég tók úr jeppanum eftir skamma notkun og eru bara úti í skúr engum til gagns. Þau eru ekki rafdrifin en fást fyrir lítið ef þú hefur áhuga Heiðar.
Sverrir Kr.
S. 5653133/8952212
29.02.2004 at 17:28 #490128Blessaður Jón.
BJRHID Bjarnarhíði. (Hvíldarklettar v/Hornbrynju)
E. 10 m. O 6450,853 1451,507 HYS 670Þetta er 10 manna einkaskáli, en opinn samkv. mínum uppl.
Hina kofana hef ég ekki, nema hvað Hraksíða muna vera 9 manna opinn leitarmannakofi við Jökulsá í Fljótsdal, NA af Snæfelli, á Atlaskorti 95.
Kv. Sverrir Kr.
29.02.2004 at 17:28 #496710Blessaður Jón.
BJRHID Bjarnarhíði. (Hvíldarklettar v/Hornbrynju)
E. 10 m. O 6450,853 1451,507 HYS 670Þetta er 10 manna einkaskáli, en opinn samkv. mínum uppl.
Hina kofana hef ég ekki, nema hvað Hraksíða muna vera 9 manna opinn leitarmannakofi við Jökulsá í Fljótsdal, NA af Snæfelli, á Atlaskorti 95.
Kv. Sverrir Kr.
18.02.2004 at 18:36 #489140Ef þú átt við fjallið sem gægjist upp úr um það bil miðjum Langjökli, þá heitir það Þursaborg.
18.02.2004 at 18:36 #495271Ef þú átt við fjallið sem gægjist upp úr um það bil miðjum Langjökli, þá heitir það Þursaborg.
15.11.2003 at 22:28 #474580Sæll Eyþór og þið hinir miklu sögumenn. Hér eru komnar margar frábærar sögur þótt maður tryði ekki nema tíunda hlutanum. En ef þið viljið fræðast um vöð í straumvötnum, þá lítið á þennan þráð: http://www.isholf.is/gop/g_vinir/ferdir/_vod.htm
Kv.
Sverrir Kr.
11.11.2003 at 13:57 #480062Þessi viðmiðun eða kortagrunnur, Hjörsey 1955, var eins og nafnið bendir til mæld fyrir hartnær hálfri öld, á fjölmörgum grunnpunktum sem nú eru sumir hverjir horfnir og glataðir, t.d. á jöklum. Fyrir u.þ.b. 10 árum var mældur upp nýr kortagrunnur á Íslandi með bestu fáanlegu GPS-tækni. Þessi nýi grunnur nefnist ÍSN93, er í raun er mjög nálægt WGS84 og kortagerð miðast nú við þennan nýja grunn. Þróunin hefur verið sú að WGS84 hefur mjög rutt sér til rúms sem viðmiðun og er nú sá grunnur sem mest og víðast er notaður á jörðinni og margvísleg tæki og forrit, svo sem OZIEXPLORER, eru byggð upp með WGS84 sem undirstöðugrunn, þó svo hægt sé að velja fjölmarga aðra kortagrunna inn.
Fjarlægð milli sömu hnitatalna í HJ-55 og WGS84 er nálægt 35-40 m, misjafnt eftir landshlutum, og eru WGS84 hnitin í SA til SSA frá HJ-55 hnitunum. Þessi munur er því svo lítill að varla skiptir sköpum þótt menn viti ekki hvorn grunninn þeir eru að nota, en getur samt orðið tilefni óréttmætra athugasemda um ónákvæma punkta ef menn eru að nota hnit úr einu kerfi en með tækið sitt stillt á annað. Því er mjög æskilegt að vita í hvaða grunni þau GPS hnit eru, sem verið er að nota og stilla GPS tækið og/eða tölvuforritið á réttan grunn. Einnig þarf að gæta þess að þau kort sem notuð eru í tækjunum séu með sömu viðmiðun. Að öðrum kosti verður eitthvert misræmi, sem reyndar verður þó ekki meira en þessir 35-40 m milli HJ-55 og WGS84. Þess má geta til gamans að það getur hent menn að setja inn WGS84 punkta sem þeir halda að séu HJ-55 og breyta þeim úr þessum ímynduðu HJ-55 í WGS84! Þá er mismunurinn frá raunverulegum HJ-55 punktum orðinn 70-80 m en raunveruleg skekkja frá því sem viðkomandi heldur að hann sé að gera, er þó ekki meiri en 35-40 m.
Endurkomunákvæmni (hugtak sem var reyndar einkum notað á tímum LORAN-tækjanna) er alveg sú sama, hvort sem notað er HJ-55 eða WGS84.
Kveðja
Sverrir Kr.
15.10.2003 at 10:49 #478082Ef Emils ágætu ráð skyldu ekki duga þér, prófaðu þá að tala við Lárus hjá Vélamanninum, Kaplahrauni 19 í Hafnarfirði, sími 555-4900.
S.
04.08.2003 at 14:24 #475220Econoline 150 4×4 í eigu vinar míns vegur 2,6 tonn. Sjálfur á ég 250 gerðina án framdrifs og hann vegur 2850 kg án ökumanns, farþega eða farangurs, en með fullan bensíngeymi (120 lítra).
Sverrir Kr.
04.08.2003 at 09:05 #475188Bestu þakkir til ólsarans fyrir þetta greinargóða yfirlit um vatnsföllin milli Ingólfsskála og Hveravalla. Það er mikils virði að fá svona upplýsingar frá manni sem augljóslega þekkir vel til á þessu svæði. Endurtek: Bestu þakkir. Og þetta var ekkert of langt!
Sverrir Kr.
14.07.2003 at 23:47 #474850Það er allt lokað í Versölum.
14.07.2003 at 23:44 #474834Var að heyra að búið væri að laga Gljúfurleitaleiðina upp undir Bjarnalækjarbotna.
Kv.
Sverrir Kr.
-
AuthorReplies