Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.03.2007 at 22:16 #199941
Sæl öll sömul
Er hægt að breyta tracki í Route í Mapsource eða nRoute?
16.03.2007 at 09:08 #584722Hvenær verður farið af stað?
Ef farið verður á Langjökul hvaða leið verður farin að Jöklinum?
15.03.2007 at 21:56 #199931Sæl veriði.
Eru menn eitthvað að spá í að fara eitthvað um helgina? Veðurútlit virðist vera þokkalegt, allavega á sunnudag.
13.03.2007 at 00:40 #584354Artic Trucks auglýsa þessar dælur á vefnum hjá sér. Spurning hvort þeir séu með viðgerðarþjónustu líka.
Hugmyndin að kíkja á þá í fyrramálið.
13.03.2007 at 00:29 #584350Sæll Davíð. Ég get alveg tekið undir með þér varðandi FINI loftdælur. Var með þannig dælu í bíl sem ég átti. Þessi Viair dæla var bara í húddinu á bílnum sem ég keypti nýlega. Finnst helv. súrt að þurfa að fara að kaupa mér nýja dælu.
13.03.2007 at 00:17 #584346Hvaða reynslu hafa menn af þessum dælum?
12.03.2007 at 23:30 #199906Sælt veri fólkið.
Ég er með bilaða loftdælu hér á borðinu hjá mér.
Hún var tengd í gegnum þrýstirofa og relay og átti að halda uppi loftþrýstingi fyrir loftpúðana í bílnum. Þetta er Viair 325C, 24 Volt. Er einhver sem gerir við svona loftdælur eða er þetta bara ónýtt. Ef svo er þá eru það ekki góð meðmæli með Viair dælum. Þessi dæla er örugglega ekki mikið eldri en 1 árs.
11.03.2007 at 23:12 #583816Ég er einn af þeim sem er með vitlausa skráningu, er með 44" breyttan bíl skráðan með 35" breytingu. Reyndar er búið að skrá allar aðrar breytingar, ss. loftpúða ofl. Langt frá því að vera kátur með þetta.
10.03.2007 at 21:38 #199885Sælt veri fólkið.
Ég er í basli með loftkerfið fyrir loftpúðana. Í bílnum er rafmagnsloftdæla og loftkútur. Rafmagnsdælan er tengd í gegnum þrýstirofa sem kveikir þegar þrýstingur fer niður fyrir 6,5 bör og slekkur þegar þrýstingurinn er kominn í 8 bör. Svo er ég með stjórnborð inni í bíl þar sem ég get stjórnað hæðinni á hverjum púða fyrir sig. Nú er svo komið að kerfið virkar engan veginn, loftdælan fer ekki í gang þó svo að ég tengi framhjá þrýstirofanum og ég næ ekki að halda þrýsting á kerfinu. Hafa menn verið að lenda í því að loftdælurnar hafi verið að gefa sig? Ég held að þetta sé Viair dæla. Það kemur rafmagn að henni þannig að ég er farin að halda að dælan sé biluð. Ég er líka með A/C dælu í bílnum, hafa menn í einhverjum tilfellum tengt hana inn á kerfið líka?
09.03.2007 at 16:18 #583808Einn fáfróður.
Ef bifreið er skráð breytt fyrir 38" og menn vilja fara í að fá bifreiðina skráða fyrir td. 44" hvað þarf að gera til þess? Þurfa að koma til einhver vottorð ofl.
01.03.2007 at 14:16 #582870Hvað bilaði í Patroleigandanum?
27.02.2007 at 23:10 #582472Ég verð að segja það fyrir mig að þetta er frábær heimasíða og mega þeir sem halda henni gangandi eiga mikið hrós fyrir. Mjög mikið af gagnlegum upplýsingum, skemmtilegir spjallþræðir, myndasöfn og smáauglýsingar. Ég kem hér mjög oft og það er magnað hvað síðan er lifandi.
Síðan er engu að síður aðeins hægari en hún var en það verður bara að hafa það.Takk fyrir mig.
27.02.2007 at 22:45 #582234Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem breytti bílnum þá voru liðhúsin skorin frá og hásingunni snúið.
27.02.2007 at 22:09 #582230Sæll Halli og takk sömuleiðis fyrir síðast.
Ég held að þetta eigi ekki að vera neitt vandamál.
Eina breytingin er bara hvernig stífurnar koma að hásingunum, verða láréttar í stað þess að vera hallandi. Eða er það vitleysa hjá mér?
27.02.2007 at 20:16 #582226Ég prófaði áðan að fara með bílinn eins neðarlega á loftpúðunum og hægt var. Það er allt annað að keyra bílinn þannig. Er reyndar aðeins að berja í samsláttarpúðana þannig að ég þarf sennilega að síkka turnana um 10 cm til að geta haft hann aðeins hærri.
27.02.2007 at 17:27 #582222Mér var bent á að hæðin á bílnum skipti miklu máli.
1. Þegar bílnum er lyft á púðunum þá snýst upp á framhásingu þar sem neðri stífurnar eru lengri en efri stífurnar. þ.a.l. minnkandi spindilhalli, gæti jafnvel orðið negatífur.
2.Aukinn halli á stífunum.
3. Þyngdarpunktur færist ofar.1+2+3 gerir bílinn illkeyranlegan ekki satt?
Sennilega er best að gera ráðstafanir til að geta keyrt bílinn í sem lægstri stöðu með því að breyta aðeins samsláttarpúðum og jafnvel síkka stífurnar eitthvað.
Leiðréttið mig ef ég er að rugla.
27.02.2007 at 16:57 #582218Spindilhallinn er 8°
26.02.2007 at 23:47 #582216Sælir allir
Setti inn nokkrar myndir í myndasafnið hjá mér sem sýna halla á stífum ofl. Reyndar vantar aðeins í púðana þannig að hallinn er minni en venjulega.
Smellti svo inn myndum af framhásingunni. Ef ég ætla að breyta spindilhallanum verð ég þá ekki að skera liðhúsin frá og snúa þeim aðeins?
26.02.2007 at 00:49 #582210Neðri stífurnar að aftan halla töluvert mikið, ég ætla að fara að ráðum Gunnars Inga og Ægis og síkka turnana fyrir afturstífurnar þannig að þær verði láréttar, þær eru festar framan á hásinguna. Sennilega síkka ég turnana fyrir stífurnar að framan líka. A stífan að aftan er nánast lárétt, er reyndar með öfugan halla, þ.e. hallar örlítið niður að hásingu. Ef ég fer í framstífurnar líka þarf ég að síkka allar 4. Svo ætla ég að mæla spindilhallann líka og laga hann.
Hvar er best fyrir mig að fá efni í turnana og láta þetta undir? Ég er ekki mikill suðumaður, er betri í bókhaldinu.
25.02.2007 at 23:57 #582204Four link að framan A stífa að aftan
-
AuthorReplies