Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.04.2008 at 11:52 #619804
Sælir félagar
Til að upplýsa um stöðu mála vegna stjórnarkjörs.
Nú í dag eru komnir sjö aðilar sem eru tilbúnir til að koma í stjórn, þannig að allt útlit er fyrir að það verði kosning. Við ætlum að hittast í vikunni reikna ég með og gera klárt þannig að ég ætti að geta sett nöfnin á vefinn í vikunni.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson -43
07.04.2008 at 13:14 #619654Sæll Hjörleifur
Ég skal koma þessu til bílavalsnefndar og ég mun örugglega þegar nær dregur setja inn á vefinn uppl. um allar þær nefndir sem þarf að setja á laggirnar vegna sýningarinnar (sennilega núna í vikunni). Takk fyrir að bjóða þig fram…Sveinbjörn Halldórsson – 43
07.04.2008 at 09:41 #619650Sæl
Það er gaman að sjá að loksins er farið að tala um sýninguna sem verður í haust nánar tiltekið 10 – 13 okt. Það er búið að velja bílavals nefnd og er hún þegar farin að starfa (er ekki með öll nöfnin hjá mér), bílavalsnefndin á að sjá til að sem flestar tegundir og flóra okkar jeppamanna verði sýnd. Á þessari sýningu hefur klúbburinn hátt í 5 þús. fm til að sýna bíla félagsmanna. Núna er verið að teikna upp Fífuna svo við sjáum hve margir bílar komast inn ég hef heyrt tölur í kr. 150 á innisvæði og annað eins úti, menn hafa verið að leita líka að bílum sem eru í breitingum (meðan sýningin er). Annars verða sýningarmálin rædd á fundinum í kvöld og bílavalsnefndin verur kynnt.
Ps. Kristján ég leit inn á síðuna hjá þér og skoðaði myndirnar hjá þér þær eru flottar. Það eina sem vantaði á svona síðu er góðar myndir af Wagoneer.
Sveinbjörn Hallsórsson -43
15.03.2008 at 18:03 #617672Ég ætla bara að þakka fyrir frábæran dag, ég held að ferðin í dag sé klúbbnum til mikils sóma (og Litlunefndinni). Bara enn og aftur takk fyrir mig.
Sveinbjörn R-43
12.03.2008 at 16:23 #617428Það er að sjálfsögðu búið að auglýsa ferðina í blöðum og útvarpi einnig var öllum bílaumboðum send tilkynning.
Sendi hér með tilkynninguna
" Góðan daginn.
Mánudaginn 10 mars verður Ferðaklúbburinn 4×4 25 ára, en þann dag var stofnfundur klúbbsins haldinn árið 1983 í Sjómannaskólanum (Tækniskóla Íslands). Í tilefni afmælisins ætlar Ferðaklúbburinn 4×4 að hafa nokkrar uppákomur á árinu. Laugardaginn 8 mars verður gefið út afmælisrit í samvinnu við Fréttablaðið. Afmælisfundur verður haldinn mánudaginn 10. mars í Fjöltækniskólanum kl 20:00. Einnig verður haldinn jeppadagur með leiðsögn félaga í Ferðaklúbbnum og dagana 8. – 10. október verður svo haldin sýningí Fífunni Kópavogi, á bifreiðum og búnaði.
Þetta er svona það helsta sem Ferðaklúbburinn stendur fyrir á afmælisárinu. Það er von klúbbsins að fyrirtæki yðar hafi áhuga á þátttöku í uppákomum klúbbsins á einhvern hátt.
Næsta stóra uppákoma Ferðaklúbbsins verður laugardaginn 15. mars en þá verður öllum jeppaeigendum (bíltegund skiptir ekki máli) boðið í smá bíltúr, ég sendi með viðhengi sem er augl. klúbbsins sem birt var í Fréttablaðinu í dag 7. mars 2008.
Það er von okkar hjá Ferðaklúbbnum að þú sjáir þér fært að bjóða viðskiptavinum og starfsmönnum fyrirtækisins yðar að taka þátt í þessum jeppadegi með okkur með því að senda þessa augl. á þá."Tvö bílaumboð eru þegar búin að svara og senda á starfsfólk og viðskiptavini.
Sveinbjörn R-43
12.03.2008 at 10:46 #617406Sæll Emil
###### er þetta lélegt, það er greinilegt hér á spjallvefnum að ef ekki er verið að rífast eða aflífa menn og málefni þá hefur engin áhuga. Þessa hugmynd að bíltúr eða jeppadegi hefur klúbburinn staðið nokkru sinni að og gengið mjög vel. Einu sinni komu hátt í 1000 bílar, þannig að menn sjá að við þurfum aðeins fleirri farastjóra en 10 – 20. Svona dagur er góð kynning á klúbbnum og því sem við erum að gera. því vill ég hvetja alla þá félaga í klúbbnum að taka þátt sem farastjóra. Ég gef að sjálfsögðu kost á mér, get skaffað tvo bíla og tvo bílstjóra (einn breittann á 44" og annan á 31")
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-43
11.03.2008 at 23:18 #617328Það má ekki rífa þetta úr samhengi, það er bara verið að ræða um bíla sem verða á sýningu hjá Bílar og sport í maí,(ath það verða aðeins 6 mán á milli sýningana). Að sjálfsögðu er ekkert ákveðið en þetta er til umhugsunar. Eins er ekkert ákveðið með hvort klúbburinn verði á sýningu hjá þeim þetta fer eftir kostnaði og ýmsu öðru, nú er stjórn, afmælisnefndog Litlanefndin að vinna í jeppadeginum eftir það fara sýningarmálin á fullt og verður það tilkynnt betur á vefnum. En endilega spyrjið ef þið viljið fá einhverjar upplýsingar.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-43
11.03.2008 at 16:00 #202085Ég hef frétt að félagsmenn haldi að einhverjar ósætti sé á milli Ferðaklúbbsins og Bílar og Sport vegna sýningamála. Til að taka af allann vafa þá er Ferðakl. og Bílar og Sport í ákveðnu samstarfi vegna sýninganna og ekkert slæmt þar á milli. Það eina sem tilkynningin á að taka til er að ef einhverjir jeppar félagsmanna verða á sýningunni hjá Bílar og Sport þá verða þeir ekki notaðir á okkar sýningu í haust, því að sjálfsögðu er óþarfi að sýna sömu bílana aftur.
Þetta var setti á forsíðu vefsins til að taka af allan vafa þannig að menn verði ekki undrandi ef þeir lána bílinn sínn á sýningu hjá Bílar og Sport og fá síðan neitun frá okkur um að sýna bílinn sinn.
Hverjar eru skoðanir ykkar um þetta mál?? Endilega látið heyra í ykkur áður en endanleg ákvörðun verður tekinn..Kv.
Fh. sýningarnefndar
Sveinbjörn Halldórsson R-43
05.03.2008 at 09:29 #616222Ég er með
27.02.2008 at 23:18 #615440Mánudagsfundurinn verður 10 mars á afmælisdegi klúbbsins, staðsetninguna og tíma auglýsir stjórnin þegar nær dregur.
23.01.2008 at 02:18 #611240Ég get ekki séð í því sem ég skrifa að ég sé neitt að lasta Jón G. Snæland né Tryggva enda eru þar góðir menn á ferð sem hafa gert margt fyrir klúbbinn og okkur sem erum að ferðast á sérútbúnum bílum. Það sem ég er að tala um í þessum pistli er að það eru aðrir aðilar líka að gera góða hluti fyrir klúbburinn, klúbburinn er ekki byggður upp á einum né tveimur mönnum. Þegar þessi klúbbur var stofnaður þá komu margir að, á stofnfundi félagsins komu um 50 manns til að stofna félagið, ef aðeins ein eða tveir góðir menn hefðu mætt þá hefðui þessi klúbbur aldrei verið stofnaður. En sleppum því, til þess að þessi klúbbur geti starfað, þá þaf að vera vinnufriður fyrir stjórn félagsins bæði núverandi og fyrrverandi. Bæði fyrrverandi og núverandi stjórnir hafa legið undir miklum ámælum á vefnum (og meðal félagsmanna) og ég skil vel að stjórnarmenn gefist upp og vilji hætta. Eins og Skúli segir þá er þetta sennilega eitt að vanþakklátustu verkum sem gerð eru, menn leggja mikið á sig og eyða miklum tíma og peningum við að reyna að gera öllum til hæfis, en það gengur ekki alltaf, alltaf eru til aðilar sem finns á sér brotið eða eru bara á móti til að vera á móti. Ég er alveg viss um að Ferðaklúbburinn 4×4 missti góða menn sem hafa starfað af miklum krafti og heilindum fyrir félagið þegar Jón og Tryggvi yfirgáfu stjórn félagsins, en þeir sem eftir sitja þurfa á samstöðu og styrk að halda til að halda félaginu saman.
23.01.2008 at 01:42 #611234Það eru alltaf slæm tíðindi þegar menn ganga úr stjórn, en verst er ef einhver fær póst sem á að vera innan einhvers hóps og lekur því í fjölmiðla (að þessu sinni á netið) til þess að finna höggstað á þeim sem eftir sitja og reyna og eru að fara yfir málin og skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru. Ég verð að segja að EIK hefur greinilega brugðist því trausti sem til hans var gert þegar honum var sendur þessi póstur. Stjórnar og nefndarstörf eru að vissu leiti bundin trúnaði. Ég hefði ekki viljað sjá tölvuðpóst um innri málefni fyrirtækis á netinu. Ég held að verið sé að þyrla upp ryki til að fá félagsmenn til að halda að þeir stjórnarmenn sem eftir sitja séu vanhæfir. Stjórn Ferðaklúbbsins er byggð upp á fimm stjórnarmönnum, tveimur varamönnum auk allra nefnda klúbbsins, þetta er fjöldi manns sem byggir upp og stýrir klúbbnum, þá að tveir stórgóðir félagar ákveða að hætta þá stefnir það ekki starfi klúbbsins í voða, ef allar nefndir og varamenn stjórnar halda áfram að starfa að heilindum en ekki á einhverju skýtkasti sem grefur undan starfi klúbbsins þá er engin þörf á örvæntingu. Félagsmenn í Ferðaklúbbnum við eigum að standa á bak við stjórnina sem hefur verið að vinna ötulega að 25 ára afmæli klúbbsins, styðj hana og efla starf að kynna starf klúbbsins og ferðamensku á fjórhjóladrifsbílum en ekki rífa hann viður á það plan sem verið er að búa til. MUNUM EITT FERÐAKLÚBBURINN 4X4 ER EKKI FERÐAFÉLAG HELDUR HAGSMUNAFÉLAG ÞEIRRA SEM AKA UM Á BREYTTUM FJÓRHJÓLADRIFS BÍLUM.
29.12.2007 at 23:54 #608062Sælir félagar.
Ég er meira en lítið hissa á þessum viðbrögðum hjá félögum 4×4, en eitt ætla ég að taka strax fram að Einar Áttavilti er á engan hátt viðriðin Gæðaflugelda, heldur einn af félögum 4×4 sem eflaust margir kannast við Sveinbjörn Halldórsson félagi nr. R043. Ef það er skoðun allra félagsmanna að leyfa flugbjörgunarsveitum, Hjálparsveitum og skátum að einoka markaðin þá held ég að menn ættu að skoða hlutina og athuga hvernig markaðurinn var hér þegar um einokun á flugeldum var að ræða. Þegar ég hringdi fyrst í stjórnina og bauð þeim að ég vildi styrkja ferðaklúbbin 4×4 um hagnað af sölu flugelda var stjórni ekki tilbúin í að fara á móti björgunarsveitunum. Þess í stað var ákveðið að félagsmenn sem að sjálfsögðu ráða hvar þeir versla (þetta er að sjálfsögðu frjálst land) fengju afsláttinn beint í vasan. Það er mín skoðun að Ferðaklúbburinn 4×4 hafi jafn mikið inn á svona markað til fjáröflunar að gera eins og aðrir. Ef ekki sjálfur þá fyrir einstaka félagsmenn. En eitt er víst menn eiga að skoða málið áður en þeir hella sér yfir menn og málefni. Ég er búin að vera félagsmaður í ferðakl. 4×4 frá upphafi og unnið margt fyrir klúbbin sem hefur verið honum og félagsmönnum til heilla. M.A. farið marga björgunarleiðangra og vinnuferðir, að því leyti lít ég ekki á mig sem slæmann mann né félaga heldur áhugamann sem reyni að hjálpa mínum félögum ma. með því að gefa félaginu peninga (sem þeir vildu frekar að félagsmenn nytu) eða eins góðan afslátt og hægt væri, til að áramótainnkauptin yrðu auðveldari. En ég segi enn og aftur að sjálfsögðu eiga þeir sem vilja að versla hjá þeim aðilum sem þeir kjósa að styrkja, ég sjálfur versla líka víð Flugbjörgunarsveitina sem er í sömu götu og ég. Það eru engar illdeilur á milli okkar.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-043
22.02.2006 at 10:55 #543590Þetta er gott málefni og vert að styrkja hvað munar mann um 1000 kr.
sveinbjörn no. 43
-
AuthorReplies