Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2009 at 16:12 #203544
Föstudaginn 9 janúar lögðu þrír stjórnarmenn af stað úr Reykjavík og var haldið til Akureyrar. Vel var tekið á móti stjórnarmönnum því er við keyrðum inn í bæinn á föstudagskvöldinu hófst líka þessi flotta flugeldasýning (við erum vissir um að hún var eingöngu fyrir okkur). Eftir góðan svefn á Akureyri héldu góðar mótökur áfram og voru nú félagar okkur úr Eyjafjarðardeildinni búnir að láta snjóa (ca 10 -15cm jafnfallinn snjór (að þeirra sögn borgaði sig ekki fyrir okkur lálendingana að fá meira í einu)). Um hádegisbilið var haldið til móts við vaska sveit Eyfirðinga sem lofuðu að koma okkur klakklaust í skála félagsins að Réttartofu og aftur til baka. Ferðinn inn í skála gekk vel. Var farin hefbundin leið inn Bárðadalin og í gegnum hraunið. Nutum við góðra leiðsagna heimamanna og var vel passað upp á að við tíndumst ekki (enda alls óvanir því að ferðast í snjó). Skáli heimamanna tók vel á móti okkur enda glæsileg bygging í fallegu umhverfi. Einhvað lét formaður deildarinnar bíða eftir sér en var að sjálfsögðu mættur áður en þrettánda hátíðin hófst. Um kl. 21:00 var kveikt upp í brennu sungin nokkur lög og horft á flotta flugelda sýningu. Um þetta leyti voru hátt í 30 bílar komnir í skálann og fjöldinn hátt í 60 – 70 manns (ath ég taldi ekki). Um kl 23:00 fóru fyrstu bílar aftur til baka og fengum við lálendingarnir aftur leiðsögn því nú var farið yfir Skjálfandafljót á ís, yfir á Sprengisandsleið og þaðan niður Bárðadalinn að vestanverðu. Gekk ferðin vel fyrir sig og var um þæfingsfæri að ræða og glerhálku. Einn bíll festist og sagði ökumaðurinn að það hafi verið gert spes fyrir okkur. Komum við inn til Akureyrar um hálf eitt leitið þreyttir og ánægðir eftir frábæran dag í hópi góðra vina. Á sunnudeginum var lagt af stað í snjókomu á Akureyri um 14:00 og gekk ferðin vel fyrir sig og vorum við komnir til Reykjavíkur um kl 19:30. Þessi ferð á eftir að verða ógleymanleg í alla staði og þökkum við öllum sem við hittum frábærlega vel fyrir. Það má vera nokkuð víst að við komum aftur að ári.
Enn og aftur takk fyrir okkur
Sveinbjörn Halldórsson formaður
Guðmundur Sigurðsson gjalkeri
Ágúst Birgirsson meðstjórnandi.
08.01.2009 at 15:11 #636690Sælr
Við erum þrír ramvilltir stjórnarmenn úr Reykjavík sem komum á hátíðna. Við komum til með að þiggja fylgd góðra manna á laugardeginum og vonandi að einhverjir fari til baka á laugardagskvöldinu.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður 4×4
07.01.2009 at 15:16 #636490Sælir
Jú það er ráðgert að hafa Þorrablót í Setrinu nú í ár. Ástæða þess að ekki er búið að setja inn dagsetningar á atburðardagatalið er einfaldlega sú að Vefnefndin lofaði nýjum vef í loftið um áramótin þannig að ekki þótti ástæða til að uppfæra gamla Atburðardagatalið. Í Setrinu sem er að koma út núna eru allar dagsetningar og læt ég hér fylgja innganginn:
Nú fer að hefjast nýtt starfsár hjá Ferðaklúbbnum 4×4. Eins og alltaf verða margar uppá komur og ferðir sem stjórn, nefndir og deildir standa fyrir.
Má þar nefna ferð Litlunefndar sem farinn verður 17. janúar, þorrablótsferð í Setrið 7. – 8. febrúar, hin árlega miðjuferð 7. – 8. mars, kvennaferðin
verður einnig farin í mars, skálanefndin verður með paraferð (dagsetning ekki ákveðin) og stórferð verður farin um Vestfirðina 23 – 26 apríl (ath. tímasetningar ferða geta breyst bæði með tilliti til veðurs og aðstæðna).
Einnig verða fjöldi ferða á vegum einstakra nefnda og deilda klúbbsins. Sumarhátíð klúbbsins verður haldi þetta ár á vegum Hornfirðingana.
Árshátíð klúbbsins verður að vanda fyrstu helgina í nóvember.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður
Ps. Ég vona að nýji vefurinn fari að komast í loftið.
21.12.2008 at 00:28 #635066Ég er sammála Ofsa menn mega ekki gleyma því að ef klúbburinn væri ekki til þá ækjum við ekki á þeim bílum sem við eigum í dag. Félagsgjöldin standa td. straum að kostnaði VHF kerfisins, munið þið eftir rukkununum sem við fengum einu sinni á ári frá fjarskiptaeftirlitinu???, aðstöðunni upp á Höfða og marrgt. fl. Það sem árgjaldið gefur jeppamönnum almennt er miklu meira en bara félagsgjald, við fáum afslætti hjá mörgum fyrtækjum. Klúbburinn er þrýstiafl á stjórnvöld og hafa nefndir í klúbbnum unnið öturlega af því að standa vörð um frjálsa ferðamennsku. Slóðamál, utanvegaakstur og ESB málin eru stór mál sem klúbburinn þarf að vinna í. Ég lít svo á að með greiðslu félagsgjaldsins sé ég að stuðla að því að efla og styrkja starf klúbbsins og því greiði ég það, hvort ég græði 100 kr af bensíni á ári eða einhvað annað það er aukaatriði og bara bónus. Því ég veit að félagsgaldið fer líka í að standa vörð um þá hagsmuni sem frjáls ferðamennska gefur mér. þ.e. að fá að ferðast á mínum fjallabíl.
Kv.
Sveinbjörn R-043
06.12.2008 at 23:46 #634018uppfærsla
05.12.2008 at 09:42 #634014uppfærsla
02.11.2008 at 17:04 #632052Afmælissýningin gekk betur en á horfðist um 4000 manns borguðu sig inn á sýninguna. Eins og er virðist sýningin koma vel út einhver hagnaður verður af sýningunni en hve mikill er ekki komið endanlega í ljós. fyrirtækin eru að greiða reikningana sýna og einhverjir reikningar eiga eftir að berast.
kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður f4x4
28.10.2008 at 19:11 #630144Á morgun miðvikudag verður hægt að kaupa miða milli 20:00 og 21:00 en þá verður miðasölu lokið.
Einnig er hægt að hringja í síma 844-500, 844-5001, 844-5003 og panta miða.Kveðja
Stjórn.
24.10.2008 at 13:15 #203107Miðasala verður á Höfðanum í kvöld 20-22
Þeir sem eru búnir að panta þurfa að ganga frá greiðslu. Þeir sem vilja millifæra senda póst á skemmtinefnd til að fá upplýsingar um reikningsnúmer. Það eru til fleiri miðar svo þeir sem eru ekki búnir að panta geta komið og keypt miða, sent póst á skemmtinefnd@f4x4.is eða hringt í síma 844-5000
Skemmtinefnd og stjórn
24.10.2008 at 09:35 #630120Nú á að reka endahnútinn á 25 ára afmæli klúbbsins með veglegri árshátíð, búið er að halda margar uppákomur á þessu ári sem hófust með afmælisfundinum í mars, ferð á Vigdísarvelli, Stórsýning í Fífunni sem tókst alveg frábærlega og núna endahnúturinn með glæsilegri árshátíð. Þetta er náttúrulega bilun í miðju krepputali en ef við eigum að komast í gegnum þetta þá er gott að lyfta sér upp í góðra vina hópi, þá er árshátíðin besti staðurinn til þess. Nú er bara að drífa sig að fá miða því við þurfum að skila inn fjölda gesta til kokksins núna um helgina. Við áætluðum að um 200 manns kæmu á árshátíðina en aðeins 100 manns eru búnir að panta þannig að enn er nóg pláss. Nú er að drífa sig að panta miða senda póst á skemmtinefnd@f4x4.is eða hringja í stjórn í síma 844-5000, 844-5001 eða 844-5002. Eins og MNH segir þá verða þarna skemmtiatriði sem sennilega eiga sér enga hliðstæðu í félaginu
Já koma svo.
Sveinbjörn Halldórsson formaður
15.10.2008 at 13:36 #630082Hæ
Skemmtinefnd, stjórnin ætlar aðpanta 14 miða.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður f4x4
14.10.2008 at 16:51 #631072Askoti er ég heppinn að hafa aldrei fest LETTANN
Kveðja
Sveinbjörn
10.10.2008 at 01:27 #203043Jæja nú er allt að verða tilbúið í Fífunni inn eru komnir hátt í 130 jeppar og fyrirtækin sem eru að leggja loka hönd á sýningarbásana sýna. Ég hef komið að flest öllum sýningum Ferðaklúbbsins og er alveg handviss um að þetta verður ein flottasta og stærsta bílasýning sem haldin hefur verið (þótt víðar væri leitað). Ég vil fyrir hönd stjórnar og sýningarnefndar þakka öllum þeim sem haf hjálpað til við að gera þessa sýningu að veruleika.
Þó sýningin sé að verða tilbúin eru mörg verk eftir auk þess sem enn vantar starfsfólk á sýninguna, á morgun verður farið yfir teppin og þau löguð til og límd niður, þrífa þarf yfir teppin og gera allt klárt fyrir opnunina sem verður kl. 17:00 fyrir boðsgesti. Kl. 18:00 verður svo opnað fyrir almenning og mun miðjuferðin verða kláruð með pompi og prakt.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
Formaður Ferðaklúbbsins 4×4
07.10.2008 at 20:31 #203030Nú vantar í kvöld miðvikudag strax menn í vinnu í Fífunni, mikið er eftir að þrífa og teppaleggja. Einnig þeir sem hafa tíma á morgun þá hefst vinna í Fífunni kl. 8 um morgunin. Hægt er að ná í Þorgeir í síma 844-5003
01.10.2008 at 23:30 #630208Þá er bara að koma upp á Höfða á fimmtudeginum og tala við stjórn og Þorgeir
01.10.2008 at 18:40 #202994Fimmtudagskvöldið 2. okt. 2008 þurfa þær konur sem eru að vinna á sýningunni að koma upp á Höfða og máta peysur sem verða á sýningunni. Sýningarstjórnin tekur ekki ábyrgð á stærðum fyrir konurnar… Fyrir karlana á sýningunni er búið að panta XXXL.
01.10.2008 at 16:58 #630204Bara að minna á að dreifing plaggatana verður upp á Höfða í kvöld.
30.09.2008 at 22:20 #202986Nú eru plaggötin vegna sýningarinnar komin og okkur bráðvantar fólk til að líma upp plaggöt um höfuðborgarsvæðið. Plaggötin verða afhent upp á Höfða miðvikudaginn 1. okt. kl. 20 – 21. ATH. NÚ ER ÞÖRF Á AÐSTOÐ TIL AÐ SÝNINGIN VERÐI.
27.09.2008 at 15:45 #629932Sæll Vals
Málið er í höndum vefnefndar, það er alltaf erfitt þegar menn nýta sér glufur í kefinu. Best er að stoppa þetta strax, annars flæða auglýsingar inn í myndaalbúmið. Annars eiga félagar að vita betur og hafa albúmið eingöngu fyrir myndir. Þetta byrjar oft saklaust einn sleppur inn og fleirri fylgja á eftir. Annars held ég að Vefnefndinaé best til þess fallin að fylgjast með þessu.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður f4x4
22.09.2008 at 20:00 #629776Hásingunum var stolið frá Esjumel í Mosó. Þetta eru orginal hásingar þannig að sá sem er með þær vantar örugglega varahluti.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-043
-
AuthorReplies