Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.10.2010 at 22:47 #704588
Sæl.
Ég vill bara brýna fyrir mönnum að ganga vel um og hlíða þeim tilmælum sem gefnar verða. Klúbburinn mun nota rás 45 sem kallrás en að öðrum kosti hvet ég menn ef þeir þurfa að spjalla mikið að skipta um rás. Rás 45 vrður aðalrás okkar fyrir utan að 44 og 46 sem verða aðalrásir Hjálparsveitar klúbbsins. Bíllinn með krossinn verður fyrsti bíll frá Select á vesturlandsvegi og verður brottför hans kl. 8:00 (enn fyrr ef þrengja fer að). Við verðum með gestabækur sem hægt verður að skrifa í á Shell eða við KROSSFÖRINA.
Munum að þessi ferð er tákræn og á að sýna að við látum ekki vaða yfir okkur með slægum vinnubrögðum og lokunum á ýmsum svæðum á hálendinu.
Hlakka til að sjá ykkur við Kistuöldu á morgun kl. 13:00
[b:36w8kk51]MÆTUM OG SÝNUM SAMSTÖÐU VIÐ FERÐAFRELSI.[/b:36w8kk51]Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4.
01.10.2010 at 15:51 #704580Hér er mynd af bílnum og krossinum.
kv.
29.09.2010 at 23:00 #704568Sælir
Það voru margar ástæður fyrir vali á Kistuöldu, krossinn mun sjást mun betur og þetta svæði tekur mun betur við þeim fjölda sem við vonumst til að komi. Einnig er hægt að hafa hringakstur og komast þannig hjá umferðarteppu.
Kv.
Sveinbjörn
21.09.2010 at 23:07 #703638Sæl
Þetta er glæsileg auglýsing. Nú er bara að taka höndum saman og mæta.Kveðja
Sveinbjörn
21.09.2010 at 12:19 #703374Sæl.
Eins og er er verið að fara yfir málin og skoða frá öllum hliðum. Fyrir mér fannst mér fundurinn ekki hafa mikla þýðingu og fannst manni eins og búið væri að taka ákvörðun í málinu. Allar þær upplýsingar sem eru að koma fram núna varaðndi ákvörðunartöku td. um lokun Vonarskarðs eru alveg út úr korti. Að svæðisráðið hafi viljað hafa opið en stjórn þjóðgarðins sett fram lokun á svæðið. Þó má benda á að Ráðherra gaf okkur mjög góðan tíma og hlustaði á rökin frá okkur, að hennar sögn hélt hún að okkur hefði verið svarað en eina svaið sem við fengum var dreifibréf sent á alla aðila. Persónulega hélt ég að þegar send er inn greinagerð vegna einhvers í sjórnsýslunni þá hélt ég að þeir þyrftu að svara greinagerðinni með rökstuddum svörum og gera grein fyrir sinni ákvörðun. Þetta var ekki gert og sýnir hvernig vinnan við málið er búin að vera. Því er haldið fram að allir þeir sem hefðu hagsmuni að gæta hafi fengið að koma með innlegg í málið og má vera að það sé satt en greinagerðum var hent beint í ruslið og hafa ekki þótt svaraverðar. Kanski er ég að taka of mikið upp í mig varðandi þetta mál en ég er mjög pirraður á hvernig þetta mál er unnið. Það réttasta sem Ráðherra gerði væri að senda málið aftur til baka (tilföðurhúsana) og óska eftir að málið yrði unnið á fagmannlegan hátt með aðkomu allra þeirra sem hagsmuni hafa að gæta og fá niðurstöðu sem hægt væri að fara eftir. EF ÞETTA VERÐUR SAMÞYKKT ÓBREITT ÞÁ ER ÉG HRÆDDUR UM AÐ ÉG EINS OG MARGIR AÐRIR EIGI ERFITT AÐ HLÍTA REGLUM SEM EKKI ER HÆGT AÐ FARA EFTIR.
Kveðja
Sveinbjörn (Ath. þetta er allt komið frá mér og endurspeglar ekki endilga samskipti klúbbsins við stjórnvöld)
20.09.2010 at 15:58 #214645Hér fyrir neðan er smá fundargerð eftir fund með Ráðherra, því miður þá skrifuðum við ekkert niður en höfum verið að rifja upp hvað við sögðum á fundinum. Þetta eru helstu punktar sem við mundum.
Fundurinn með Ráðherra og ráðuneytisfólkinu var góður og létt yfir mannskapnum. Eina spurningin er hvort einhverjar breitingar veri á ferlinu og hvort við sjáum málið sent til baka og verði unnið upp og okkar athugasemdir skoðaðar og einhvað tillit tekið til þeirra.Fundur með umhverfisráðherra 15. september 2010 kl. 10:30
Fulltrúar Ferðaklúbbsins 4×4 fóru á fund með ráðherra í morgun (15. september) kl. 13:30.
Á fundinn mættu fyrir hönd klúbbsins Sveinbjörn Halldórsson formaður, Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri og Óskar Erlingsson meðstjórnandi og formaður Ferðafrelsisnefndar klúbbsins.
Frá ráðuneytinu voru mætt Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráðherra, Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Hugi Ólafsson og Sigurður Ármann Þráinsson.Í upphafi fundar afhenti formaður Ferðaklúbbsins aðstoðarmanni ráðherra (þar sem ráðherra var vant við látin) mótmælaskjal með undirritun yfir 5000 aðila sem mótmæltu lokunum vegna stækkunnar Vatnajökulsþjóðgarðs.
Við fórum yfir athugasemdir okkar og að verkferlið við gerð verndaráætlunar þjóðgarðsins hafi verið keyrt of hratt. Frjáls félagasamtök fengu ekki nægilaga aðkomu og líður niðurstaðan fyrir það.
Fljótlega eftir að fundurinn hófst kom ráðherra af öðrum fundi og gaf sér góðan tíma með okkur. Ráðherra tók við mótmælaskjalinu með nafnalistanum frá aðstoðarmanni sínum og leit yfir nafnalistann.
Það sem helst var rætt á fundinum var:
• Akstur í Vonarskarði og bentum á lokun fyrir akstur tímabundið, frekar en algjört bann.
• Vikrafelssleið norðan Öskju, gild rök vantar fyrir þeirri lokun.
• Leiðir í Veiðivatnahrauni og nágrenni, misræami milli þess sem sveitafélagið á svæðinu telur rétt og niðurstöðu verndaráætlunar. Lokaðar leiðir sem eru að litlu leyti innan þjóðgarðs, en hefjast þar. Lýst yfir vilja til að setjast niður með yfirvöldum og fara yfir svæðið leið fyrir leið.
• Framkvæmdin á ferlinu og hversu mikið lægi á að koma verndaráætluninni í gegn til samþykktar.
• Samskipti við útivistarhópa og aðila sem hagsmuna hafa að gæta, misfórust í ferlinu.
• Einnig var rætt um tjón af völdum utanvegaraksturs og hvernig stikun leiða og góð fræðsla útivistarfélaga hefur haft góð áhrif. Það væri áhrifaríkari aðferð en „boð og bönn“.
• Minnt á að leyfilegur utanvegarakstur væri ekki kortlagður þ.e. akstur aðila sem hafa heimild til utanvega aksturs og bennt á að slíkir aðilar gætu skilið eftir sig ljót för.
• Einnig var Ráðherra spurður að því hvað eða hvort hún gæti gert eitthvað með þessar atugasemdir okkar eða er þessi fundur tímasóun.
• Einnig ýtrekuðum við að við vildum fá rökstudd svör við greinagerðinni okkar en ekki fjölpóst.
• Einnig fórum við framm á að Ráðherrra vísaði málinu aftur til baka og farið væri betur yfir málið og lögð meiri áheyrsla á samstarf.Við hvöttum ráðherra að beyta sér fyrir því eftir öllum formlegum og óformlegum leiðum sem Ráðherra hefur yfir að ráða, svo meiri sátt verði um niðurstöðuna. Það liggur mikil þekking og praktísk reynsla hjá frjálsum félagasamtökum og hagsmuna aðilum sem á eftir að skila sér í verndaráætlunina, því er áætlunin ekki tilbúinn til staðfestingar óbreytt.
Við bentum ráðherra einnig á að frjáls félagasamtök hafa ekki þann tíma né fjármuni til að halda í við ríkisstofnanir í svona vinnu, þar sem slíkr aðilar eru jafna drifnir af áhugamennsku.
Ráðherra sagðist ætla að fara yfir áherslu atriði okkar og einnig annara hagsmunaaðila sem hún ræðir við. Ráðherrann sagði jafnfarmt að það þyrft mjög sterk rök fyrir sinjun staðfestingar eða breytingum á tillögunni frá stjórn þjóðgarðsins.Að lokum óskaði undirritaður eftir því að ráðherra myndi friða hinn almenna jeppamann (útivistarmann) þar sem hann væri nánast í útrýmingarhættu vegna lokana og hafta á hálendinu, þessi sérstaki stofn „jeppamaður“ væri mjög sérstakur auk þess sem hann fyrirfinnst hvergi annarstaðar í heiminum. Því bæri að friða hann og hlúa að honum.
Sveinbjörn Halldórsson
14.09.2010 at 15:09 #702742Þetta er asskoti flott
Sveinbjörn
11.08.2010 at 21:57 #699636Ég er alveg sammála Gísla og Sigurðui þessi UTANVEGAAKSTUR eyðileggur bara fyrir okkur, eins og er hefur klúbburinn átt undir högg að sækja gagnvart einstrengislegum hugmyndum fárra aðila sem vilja helst henda okkur út á hafsauga og aldrei sjá okkur aftur. Þeir völdu besta tíman til að ráðast í þessa framkvæmd þ.e. þegar þjóðin var að stefna í gjaldþrot og allra augu beinast að að halda því litla sem þeir eiga. Allur fréttaflutningur tínist í flóru peningaumræðna hver stal þessu og hver hinu, á meðan við veltunm okkur upp úr þessu rísa fáir einstaklingar upp og komast áfram með offorsi og loka á okkur.
Í svona baráttu er eins gott að heimahagarnir séu í lagi. Nú er frammundan viðræður við UMST vegna Þjórsárverana og að fá að keyra á snjó. Í umræðu við UMST hefur komið í ljós að þeir gætu beyta lögum þar sem sagt er að einungis megi keyra á beltabíl í þjóðgarðinum. Þetta þýddi að við kæmumst ekki inn í Setur nema á sumrin,,, frábært. Nóg að sinni
Kveðja
Sveinbjörn
11.08.2010 at 21:45 #660304Sælir
Það þarf hópnúmer þegar sótt er um kort hjá N1, hópanúmerið fæst uppgefið á skrifstofu klúbbsins eða með með því að hringja í mig í síma 844-5000. Afsláttarkjörinn hjá N1 eiga að vera óbreitt frá því sem áður var nema á eldsneiti (þar fáum við almenn afsláttarkjör eins og hjá öðrum viðskiptavinum). Kortið þarf ekki að nota hjá verslunum N1 nóg er að gefa upp kennitölu og greiða eins og hver vill, kortið þarf bara að nota við eldsneytiskaup.
Ef félagsmenn verða varir við að þeir fái ekki rétta afslætti þá látið ig endilega vita og ég skoða málið strax.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
19.07.2010 at 13:09 #695984Ég vil fá að þakka fyrir mig, þetta var flott skemmtun þó að ég hafi verið stutt (fór með dóttirina veika heim). Staðurinn var frábær og góð stemming í hópnum. Það var gaman að sjá að í hópnum voru nokkrir aðilar frá deildum félagsins. Skipulag hátíðarinnar var frábær og eiga þeir í Seinagenginu hrós skilið fyrir.
Enn og aftur takk fyrir mig.
Sveinbjörn
29.06.2010 at 12:02 #695926Sælir
Þið megið ekki gleyma Fúlagenginu þeir hafa augnstað á þessari hátíð.
Við komum til með að reyna að finna einhverja glaða og senda þá sem fulltrúa okkar…Kveðja
Sveinbjörn
25.06.2010 at 11:48 #695904Sælir
Sumarhátíð Ferðaklúbbsins verður haldinn á Þórisstöðum í Svínadal. Margt verður gert til skemmtunnar og er Seinagengið (Hjörtur) að undirbúa einhverja fína dagskrá. Tjaldstæðin verða ókeypis fyrir félagsmenn og við fáum fína að stöðu á svæðinu (samkomuhús). Verið er að spá í að fá einhvern spilara sem kann að halda uppi fjöri. Golfiðkendur fá einhvað fyrir sinn snúð, hægt verður að veiða og að sjálfsögðu verður einhver bíltúr á laugardeginum fyrir þá sem vilja. En aðalatriðið er að mæta og skemmmmmmmmta sér vel.Hátíðin verður 17 júlí en tjaldstæðið er pantað frá 16 júlí til 18 júlí.
Hvernig líst fólki á?
Kv
Sveinbjörn
24.06.2010 at 16:33 #696984Mitt mótmæla bréf.
Ég undirritaður geri athugsemd við víðtaækar lokanir á leiðum norðan Veiðivatna og Þórisvatns, lokun á leið um Heinabergsdal, lokun á leið um Vonarskarð og lokun á leið á Virkafellsleið fyrir allri umferð nema göngufólk.
Þessar lokanir miða að því að einungis göngufólk fái notið þessara leiða en þó eru þarna fyrir ökuleiðir. Öðrum sem ekki geta gengið langar leiðir er meinuð för um þessi svæði. Á þessum svæðum er lítil sem engin hætta á gróðurskemmdum eða landskemmdum af umferð um þessar leiðir.
Ekki verður séð annað en að þarna ráði ferðinni fjárhagsleg sjónarmið ferðþjónustuaðila. Ég mótmæli harðlega að hvers kyns aðgangur að landinu verði einkavæddur og að stór hópur áhugasamra útivistaunnenda verði meinaður aðgangur að hálendi landsins
Ég hef ferðast um landið í yfir 30 ár og tel mig geta umgengist náttúru Íslands á sama hátt og gangandi vegfarandi þó ég sé akandi.
Það að skerða ferðafrelsi einstakra hópa og einstaklinga tel ég vera forkastanlegt og ekki sýna góða stjórnunarhætti þar sem fámennum hópi er veitt réttur til að ferðast um hálendi Íslands.Að mínu mati ganga þessar lokanir í berhögg við 2.gr laganna og ætti því að vísa þessu alfarið frá og byrja þessa vinnu upp á nýtt með stuðningi allra þeirra sem hagmuna hafa að gæta.
Sveinbjörn Halldórsson
kt. 170963-5399
formaður Ferðaklúbbsins 4×4ps. hægt er að nota sama bréfið ef menn vilja og bæta einhverju inn í.
24.06.2010 at 16:32 #213303Ég hvet alla félagsmenn til að notfæra sér mótmælarétt sinn vegna lokana.
Hér eru uppl. um skilafrestinn og netfangið sem senda á mótmælin (athugasemdir) á.Frestur til að skila athugasemdum rennur út fimmtudaginn 24. júní 2010.
Athugasemdum skal skilað skriflega til Vatnajökulsþjóðgarðs,
Klapparstíg 25-27, 4. hæð, 101 Reykjavík
eða í tölvupósti á netfangið sogv@vjp.is
með nafni, kennitölu og heimilisfangi viðkomandi.Sendið ykkar mótmælabréf og afritið svo á vefinn. STANDA SAMAN OG MÓTMÆLA.
Kveðja
Sveinbjörn
15.06.2010 at 15:09 #696094Sælir
Takk fyrir gott innlegg, það er rétt að það megi alltaf skoða fyrri ákvarðanir og breyta þeim (varðandi lokun á vefnum). Með almennt starf í félaginu er stjórn vel meðvituð um lélega þátttöku félagsmanna. Því hafa ýmsar ákvarðanir verið teknar til að reyna að styrkja félagsstarfið og mun stjórn nýta fjármuni félagsins til að styrkja innanfélagsmál og ferðir á vegum félagsins. Nú er verið að vinna í sumarhátíð félagsins og verður hún farinn stutt frá Reykjavík til að sem flestir komist, tjaldstæðin verða frí og einhverjar uppákomur, eins og er er sumarhátíðin í höndum Seinagengisins og eru þeir að vinna að dagskrá og uppákomum.
Eins eru fleiri uppákomur á döfinni en erfitt hefur verið að fá einhverja til að hjálpa til td. með einhverjar ferðir og fl. Þó má ekki gleyma að Atli E. og félagar hafa boðist enn og aftur til að leiða Þorrablótið og Benni Magg (Túttugengið) ætlar að taka að sér eina nýliðaferð. Stjórnin hefur mikinn áhuga á að gera eina stórferð árið 2011 og erum við að leita logandi ljósi að einhverjum til að taka að sér að skipuleggja einhverja flotta ferð fyrir klúbbinn. Ferð með deildum hefur komið upp á yfirborðið þ.e. að einhver deildin innan klúbbsins bjóði félagsmönnum að skoða það svæði sem þeir eru að ferðast á (ekki komið af teikniborðinu ennþá). Eins ef félagsmenn hafa einhverja hugmyndir til að hrista upp í innanfélagsmálum þá eru allar tillögur og hugmyndir vel þegnar.
Varðandi vefinn þá er ég ekki sá besti til að tjá mig um það, ég veit að vefnefndarmenn hafa og eru stöðugt að vinna að lagfæringum á vefnum.Kveðja
Sveinbjörn
10.06.2010 at 11:52 #695834Sæll Magnús
Viðsjáumst hressir í kvöld. (verður einhvað gómsætt með kaffinu?)
kv.
Sveinbjörn
02.06.2010 at 17:11 #695124Sælir
Takk fyrir góðar ábendingar. Jú jú Benni minn þú veist að það bíður alltaf einhvað nefndarstarf handa þér…..
Hugmyndir að smærri ferðum er líka góð einhverntíman var farin svo köllu 4ra ferða túr, sem tókst mjög vel.
Þverun landsins er frábær hugmynd og er mjög vert að skoða hana, Hægt væri að fara hana í hópum og skipta niður á skála á leiðinni eins og gert var í Hjólfaraferðinni. Einnig væri sniðugt að fá deildirnar sem eiga eða hafa umsjón með skálum að fá þá til að búa til ferðir í kringum skálana og á þeim svæðum sem þeir þekkja.
En endilega ef einhver ferðahópur hefur áhuga á að taka að sér ferð fyrir félagið þá endilega látið vita hér á þræðinum.
Kv.
Sveinbjörn
31.05.2010 at 22:07 #212997Nú fer að hefjast nýtt starfsár hjá klúbbnum og þarf að mörgu að hyggja.
Stjórnir klúbbsins hafa alltaf reynt að hafa einhverja stóra ferð sem hefur verið skipulögð (helst í fjóra daga), nú er búið að klára Sprengisandinn (hefðum átt að fara 2007) og nú er Í hjólför aldamótana ný búin, en við þurfum einhvað nýtt. Nú væri gaman ef félagsmenn kæmu með einhverja tillögu að stórferð fyrir félagið 2011.
Við verðum að fara nýliðaferð og vantar vaskan hóp til að taka það að sér.
Þorrablótið má ekki gleymast þar vantar félagsmenn (Fastur og félagar)Einnig er ég viss um að Kvennaferðin verður á sínum stað, Árshátíð og einhvað upp á Höfða.
Sumarhátíðin í sumar er í höndum Seinagengisins og verður í nágrenni Reykjavíkur.En endilega ef félagsmenn hafa einhvað sniðugt fram að færa til að vinna úr þá endilega komið með kommennt.
Allar ábendingar eru vel þegnar ef ykkur dettur einhvað sniðugt í hug sem verðugt verkefni fyrir félagið.
Kveðja
Sveinbjörn
31.05.2010 at 21:58 #692780Sælir
Mig langar nú aðeins að leggja orð í belg. Það má ekki misskilja það þegar félagsmenn leggja frammi tillögur hvort sem er að lagabreytingum eða einhverju öðru sem snýr að stjórnun klúbbsins. Það að einhver hafi áhuga á lögum félagsins er gott og við eigum að virða skoðanir annarra félagsmann, eftir að nýju lögin voru samþykkt hefur ekkert heyrst um hvaða skoðun menn hafa á lögunum, auðvita voru nýju lögin kynnt mjög vel og löguð eins vel að óskum allra eins og hægt var, sumt var samþykkt annað var ekki samþykkt. Ég stakk upp á því einhverntímann að gaman væri að setja inn eina og eina grein úr lögunum og reyna að fá einhverja umræðu um greinina, en því miður virtist ekki áhugi fyrir því og málið dó. Tveir félagsmenn tóku sig til og lögðu fram laga breytingartillögu fyrir aðalfund og urðu miklar umræður um það, margt var gott en leiðilegast þegar farið er að tala illa um einstaklingana sem stóðu að þessu. Báðir þessir aðilar höfðu fullt leyfi til að koma með þessar lagabreytingar og sýna fram á sitt sjónarmið um greinarnar, þetta er þeirra réttur sem félagsmenn í klúbbnum.Kveðja
Sveinbjörn
30.05.2010 at 20:22 #695008Sælir
Það er orðið ljóst að ekkert verður að stækkunarmálum Setursins að sinni, en klárt að veita þarf peningum í endurbætur og viðhald á skálanum. Peningurinn sem stjórn sótti eftir á aðalfundinum verður varið í kynningar og ýmsan kostnað sem til fellur vegna hagsmunarbaráttu okkar.
Stjórn hefur ekki komið saman eftir aðalfund en mun hittast mjög fljótlega og skipta með sér verkum og fara yfir aðgerðarlista, hann verður svo byrtur á netinu.Kveðja
Sveinbjörn
-
AuthorReplies