Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.11.2010 at 23:17 #710988
kristofer.kristins@simnet.is
til ferdafrelsiGóðan daginn, með tilvísun til spurninga ykkar, sbr hér að neðan sendi ég ykkur þennan póst.
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Umgengisréttur okkar um landið er jafngamall landnámi, ég get ekki séð ástæðu til að setja svo sjálfsagðan hlut inn í stjórnarskrá án ríks tilefnis.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar: Stjórnarskráin er grunnlöggjöf, rammi utan um samfélag okkar, það er útilokað að setja inn í hana leikreglur. Það stangast á við þá sannfæringu mína að stjórnarskráin eigi að vera stutt og skýr. Augljóslega eigum við umgengnisrétt um landið og miðin þvert og endilangt með eðlilegum takmörkunum m.a. vegna hagsmuna umhverfisins á forsendum sjálfbærni. Ef í umræðum um þennan rétt kemur upp einhver vafi væri ég tilbúinn til að ræða stjórnarskrárgrein sem tæki af allan vafa um þennan fæðingarrétt okkar en hann er mun víðtækari en aðgengi að tilteknum firnindum.
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, ferdafrelsi@f4x4.is
Með bestu kveðjum Kristófer Már
22.11.2010 at 23:12 #710986Ásgeir Baldursson
til ferdafrelsiSælir,
Ég tel að það eigi að vera í stjórnarskrá að eigi sé heimilt að hefta frelsi einstaklinga til athafna, orða eða hugsunar nema að því leyti sem óheft frelsi skerði rétt annarra til sama frelsis, eða ef almannaheill krefst þess.
Ég tel að réttur til ferðafrelsis eigi einungis að takmarkast af því að hann skerði ekki rétt annarra til hins sama t.d. með utanvegaakstri og tilheyrandi landspjöllum.Ég tel hins vegar að ekki eigi að vera tæmandi upptalning á öllu milli himins og jarðar í stjórnarskránni heldur eigi almennar reglur að ná utan um stjórnarskrárvarinn réttindi okkar. Ég tel að stjórnlagadómstóll eigi að vera starfandi til að skera úr um ágreining um réttindi og skyldur.
Ásgeir Baldursson
frambjóðandi nr. 5064
22.11.2010 at 23:12 #710984Ásgeir Bjarnason
til ferdafrelsisýna nánari upplýsingar 20. nóv. (Fyrir 2 dögum síðan)
viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Já
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já ég get svarað báðum þssum spurningum játandiSem mikill útivistarmaður, áhugamaður um veiðar og ferðalög á íslandi þá er mér bæði ljúft og skilt fyrir komandi kynslóðir að vinna að því að ákvæði um sameign okkar á landinu og nýtingu þeirrar sameignar ásamt réttinum til að ferðast um landið verði stjórnarskrár varið.
kv, ásgeir
Ásgeir á Stjórnlagaþing
Muna númer 5504
Ásgeir G. Bjarnason
22.11.2010 at 23:10 #710982Björn Ingi Jónsson
til ferdafrelsisýna nánari upplýsingar 21:18 (Fyrir 1 klukkustund)
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Mér finnst eðlilegt að almenningur hafi almannarétt til ferðalaga. Það þarf að sjálfsögðu að virða náttúruna á þessum ferðalögum. Eins og spurninginn er fram sett er erfitt að átta sig á hvað átt er við með orðinu „ nýtingar “
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Eins og ég svaraði spurningu 1 þá finnst mér réttur almennings til ferðalaga eigi að vera trygður
Kveðja,
Björn Ingi Jónsson
22.11.2010 at 23:08 #710980Jón Steindór
til ferdafrelsiAlmannaréttur – réttur til ferðalaga og nýtingar
Oft getur reynst vandasamt að meta hvort tiltekin regla eða réttindi séu þess eðlis að setja beri í stjórnarskrá. Eðlilegt er að vera frekar íhaldssamur í þeim efnum en að setja alla góða hluti í stjórnarskrá.
Í þessu ljósi tel ég rétt að svara tveimur spurningum ferðafrelsisnefndar sem er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, Jeppavina og fleiri aðila sem tengjast ferðalögum og útiveru.
Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Eins og fyrirspyrjendur benda á er þegar að finna ákæði um þenna rétt í gildandi lögum. Ég er tilbúinn til þess að vega og meta nauðsyn þess að binda slík ákvæði í stjórnarskrá ef rök hníga til þess að gildandi lög dugi ekki.
Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Ég tel ekki líklegt að ég muni beita mér sérstaklega fyrir slíkum ákvæðum.
—
kveðjur,
js– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON
tölvupóstur: jonsteindor@gmail.com
22.11.2010 at 23:07 #710978Karl
til ferdafrelsiÍsland hlýtur að vera fyrir Íslending og það alla. Að loka af landsvæði fyrir fáeina finnst mér fásinna. Það á að gera huti aðgeingilegri og það er ekki hægt að halda fram að það sé verið að varðveita upprunan. Allt þróast og þetta einnig. Það þarf að vernda með aðgengi.
Ég tel að það þurfi að passa upp á að almenningur hafi aðgegni að landinu, og fái að ferðast um óheft, en með það í huga að passa upp á náttúruna. Þetta á heima í stjórnarskrá.
Kveðja, Karl Hjaltested
22.11.2010 at 23:06 #710976Jóhanna Heiðdal
til ferdafrelsiÁgæti viðtakandi
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Mér finnst rétt að það sé í lagi að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um lamannartétt almennings til ferðalaga og nýtingar landsins sem við búum á.
Almennningur á Íslandi á að geta ferðast um land sitt og leikið sér á því, án þess þó að eyðileggja landið.
Sjálfri finnst mér ómissandi að geta ferðast um og hoppað upp á fjall í smá skotveiði. Mér finnst þá einnig að það eigi að vera betur skilgreint hvar sé einkaland og hvar sé
almenningur til að draga úr óþarfa misskiling.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Ég mun styðja ákvæði um almannarétt almennings.
Virðingarfyllst
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttirframbjóðandi nr. 3425
22.11.2010 at 23:06 #710974Sæl
takk fyrir fyrirspurnina.
Mín viðbrögð eru að mér finnst þetta svo sjálfsagt að það ætti að vera í almennum mannréttindakafla.
Hann má betrumbæta í nýrri stjórnarská.
Með góðri kveðju
Kolbrún Baldursdóttir, 4712Fyrirspurn til frambjóðenda til stjórnlagaþings
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, ferdafrelsi@f4x4.is
Virðingarfyllst
—
Kolbrún Baldursdóttir
Klínískur sálfræðingur
Sími
http://www.kolbrun.ws
22.11.2010 at 23:05 #710972Sturla Már Jónsson
til ferdafrelsiSem svar spurningu ykkar:
1) Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Já2) Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar: JáÍ núverandi stjórnarskrá vantar viðunandi ákvæði um náttúruvernd og auðlindir. Ég tel að þar þurfi að koma fram umgengnisréttur og skyldur okkar við landið og þar með talið þau atriði sem spurt er um. En ég tel líka að við eigum að skrifa þessa kafla með það í huga að við eigum ekki náttúruna, við höfum hana að láni og okkur ber að skila henni í betra eða sama ástandi og við tókum við henni.
Takk fyrir fyrirspurnina,
Sturla Már Jónsson
frambjóðandi nr. 9398
22.11.2010 at 23:04 #710970Sæmundur Sigurðsson
til ferdafrelsiSælir ég svara þessum spurningum heiðaralega það hefði verið auðvelt að segja já en þar sem mitt atkvæði er ekki til sölu fyrir einn eða neinn þá fáið þið kannski ekki þau svör frá mér sem þið vildum fá
Svar við fyrri spurningunni
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Nei það finnst mér ekki enda erfitt í sumum tilvikum vegna eignarétta landeigenda, friðlýstra svæða og þjóðgarðaog svar við seinni spurningunni
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Ekki eins og þær upplýsingar sem ég er með núna en er opin og til í að hlusta á hugmyndir.Takk og kveðja
Sæmundur Sigurðsson kosninganúmer 2996
22.11.2010 at 23:04 #710968"Kjartan T. Hjörvar"
til ferdafrelsiSæl
Þið senduð tvær spurningar til mín, hér eru svörin.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Já, ég tel það nauðsynlegt. Sérstaklega í ljósi þeirrar þróunar undanfarin ár að takmarka ferðafrelsi um landið.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já, það er eitt af þeim atriðum sem ég vil beita mér fyrir.
Kveðja
Kjartan T. Hjörvar
kjartan@hjorvar.is
s. 8470529
22.11.2010 at 23:03 #710966hnl@simnet.is
til ferdafrelsiGóðan daginn,
takk fyrir þetta frábæra framtak.
Ég gæti haft mörg orð um spurningar ykkar, en geri þetta einfalt að þessu sinni.1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Já
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar: Já
kkv. Halldór N. Lárusson #7539
22.11.2010 at 23:02 #710964Sigurjón Jónasson
til ferdafrelsi…Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og
nýtingar?Ég er hlynntur því að landsmenn skoði landið sitt og hef sjálfur gaman af því að ferðast um landið og skoða hvern króka og kima. Það er ekki þar með sagt að rétt sé að binda í stjórnarskrá að allir hafi rétt til að ferðast á hvaða farartæki sem er, allsstaðar, alltaf (það eru alltaf einhverjir sem myndu misnota svoleiðis ákvæði). Slíkt gæti grafið undan lögum sem sporna gegn utanvegaakstri og gæti því aukið ágang á náttúru Íslands. Það er mikilvægt að við hugsum til framtíðar og höfum að leiðarljósi að skila landinu til næstu kynslóða í sama eða betra ástandi en þegar við tókum við því.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar
verði sett í stjórnarskrá?Ég mun taka þátt í umræðum um það þegar þær koma upp og móta mér skoðun á því þegar ég hef metið kosti og galla. Skynsemin ræður
22.11.2010 at 23:02 #710962kolkar@simnet.is
til ferdafrelsiSælt veri fólkið
Ég heiti Kolbrún og ber númerið 4756 í framboði til stjórnlagaþings. Ég hef bæði unnið mikið við ferðamennsku og ferðast mikið um Ísland þvert og endilangt. Einnig var ég bóndi um tíu ára skeið. Ég er mjög hlynnt því að allir hafi aðgang að landinu okkar og helstu staðirnir eiga að vera aðgengilegir fyrir alla sem hafa vilja og getu til að komast. Ég vil hins vegar ekki malbika allt og greiða öllum leið óháð getu. Ég gæti vel hugsað mér að beita mér fyrir aðgangi almennings að landinu okkar, það þarf hins vegar að vanda vel hvernig svoleiðis er orðað. Ég er mjög mótfallin skerðingu á hóflegri umferð þar sem ekki er gengið á náttúruna.
Með bestu kveðju Kolbrún #4756#
22.11.2010 at 23:01 #710960Takk kærlega fyrir spurningarnar !
Svör mín eru:
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og
nýtingar?
Já !2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar
verði sett í stjórnarskrá?Já !
Virðingarfyllst
Anna Kolbrún Árnadóttir 3 0 7 3
22.11.2010 at 23:00 #710958Guðrún Helgadóttir
til ferdafrelsiGóðan daginn og takk fyrir spurningarnar. Ég er hlynnt almannarétti og sé hann sem lið í því að styrkja sameiginlegt eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. Öllum rétti skulu fylgja skyldur, frelsi hvers einstaklings takmarkast af frelsi annarra þannig að ferðafrelsi getur aldrei verið án skilyrða um náttúruvernd og þess að virða rétt fólks til einkalífs.
Með kærum kveðjum
Guðrún Helgadóttir #2721
22.11.2010 at 22:59 #710956Hjörvar Pétursson
til ferdafrelsiSælt veri fólkið.
Um daginn barst mér tölvupóstur þar sem athygli mín var vakin á ákvæðum í náttúruverndarlögum (1999 nr. 44 22. mars) um rétt almennings til ferðalaga og nýtingar. Hér á eftir fylgja svör mín við þeim spurningum.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
[b:39pgd2y3] * Nei. Þriðji kafli laga um náttúruvernd finnst mér góður til síns brúks. Ákvæði um þetta finnst mér að eigi heima þar og innan almennrar löggjafar, frekar en í stjórnarskránni. Mér finnst eðlilegt og sjálfsagt að almenningur hafi ferðarétt um íslenska náttúru (og nýtingarrétt að því marki sem tilgreint er í þriðja kafla náttúruverndarlaga), svo lengi sem það stangast ekki á við rétt almennings til heilnæms umhverfis, og sjálfbæra umgengni við náttúru og umhverfi með tilliti til komandi kynslóða. En rétturinn finnst mér alltaf skýlaust eiga að hvíla hjá því síðarnefnda.[/b:39pgd2y3]
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
[b:39pgd2y3] * Nei. Þetta er ekki eitt af því sem mér þykir mestu máli skipta við ritun nýrrar stjórnarskrár og mér finnst því ekki líklegt að ég myndi hafa frumkvæði að því.[/b:39pgd2y3]
Með bestu kveðju,
Hjörvar Pétursson #3502
22.11.2010 at 22:58 #710954Ágæti frambjóðandi
Ferðafrelsisnefnd er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, Jeppavina og fleiri aðila sem tengjast ferðalögum og útiveru.
Í ljósi aukinnar ferðamennsku og vaxandi samkeppni um nýtingu landsins á ýmsa lund, þá finnst mörgum landsmönnum að hætta sé á að verulega verði þrengt að frjálsri för landsmanna um óbyggðir landsins.
Í III grein laga um náttúruvernd (1999 nr. 44 22. Mars ) er kveðið á um almannarétt, þ.e. rétt almennings til ferðalaga og nýtingar. Ákvæði um almannarétt er reyndar að finna í fornum lagabálkum, svo sem Grágás og Jónsbók.
Ferðafrelsisnefnd hefur íhugað hvort ekki væri rétt að binda í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands rétt almennings til ferða um landið og nýtingu á svipaðan hátt og tilgreint er í lögum um náttúruvernd.
Á þjóðfundinum sem haldinn var þann 6.nóvember 2010 kom fram vilji fundarins til að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt. Jafnframt kom fram sá eindregni vilji fundarins að almannahagsmunir væru ávallt í fyrirúmi og að stjórnarskráin skyldi vera fyrir fólkið í landinu. Við teljum að skýr ákvæði um almannarétt falli vel að þessum sjónarmiðum.
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar ? Já
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, ferdafrelsi@f4x4.is
Virðingarfyllst
Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir
Frambjóðandi nr. 8694
22.11.2010 at 22:57 #710952ragga
til ferdafrelsiSæll Sveinbjörn og takk fyrir fyrirspurnina.
Ég skal vera stuttorð í svarinu þar sem ég geri mér grein fyrir fjölda
frambjóðenda. Verandi ökuleiðsögumaður, jeppaeigandi og forfallin
áhugamanneskja um hálendi Íslands tel ég að ég sé vel til þess fallin að
taka afstöðu til spurninganna sem þú sendir mér, stutta svarið er já við
báðum spurningunum að því gefnu að umferð eða nýting valdi ekki
náttúruspjöllum. En endilega hafðu samband ef þið hafið frekari áhuga á að
leyfa mér að kynna viðhorf mín nánar.1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt
almennings til ferðalaga og nýtingar?2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til
ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?Kær kveðja,
Ragnhildur Sigurðardóttir#9893
22.11.2010 at 22:57 #7109501. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Ja
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Ja
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, n ferdafrelsi@f4x4.is
Virðingarfyllst
Benedikt Gardar Stefansson 6098
-
AuthorReplies