Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.10.2012 at 22:32 #758743
Hér er samantekt úr greinagerðinni.
Með alfaraleið er átt við leið sem farin er á vegum eða slóðum. Hugtakið utan
alfaraleiðar á við um leið sem ekki tengist endilega vegum, slóðum eða stígum og getur legið
um holt og móa. Hugtökin eru notuð í 22. gr. frumvarpsins um afmörkun heimilda til að
tjalda og er þar ekki um að ræða breytingu frá gildandi lögum.Hugtakið eignarland er skýrt á sama veg í gildandi náttúruverndarlögum,
þjóðlendulögum og jarðalögum og er stuðst við sömu skilgreiningu í frumvarpi þessu.
Efnislega byggja skilgreiningar hugtakanna eignarland og þjóðlenda á þeirri flokkun
landsvæða sem þjóðlendulög kveða á um og er því eðlilegt að þær séu samræmdar í lögum.Náttúruverndarsvæði eru skilgreind með sambærilegum hætti og í gildandi lögum. Undir
a-lið falla auk friðlýstra svæða afmörkuð búsvæði friðaðra tegunda sem ákveðið hefur verið
að vernda, sbr. 1. mgr. 58. gr.
Hugtakið óbyggðir kemur fyrir m.a. í 22., 25. og 77. gr. Það er ekki skýrt í gildandi
náttúruverndarlögum en sú skilgreining sem hér er byggt á er í samræmi við tillögur nefndar
um endurskoðun náttúruverndarlaga, sbr. kafla 11.2.4 í hvítbók. Undir hugtakið falla
eyðibyggðir þar sem búseta er aflögð þótt ummerki ræktunar megi enn greina í landinu. Þá
getur tímabundin búseta, t.d. vegna afmarkaðra framkvæmda eða rannsókna, verið í
óbyggðum. Samkvæmt þessari skilgreiningu fellur mestallt land ofan 200 m hæðar á Íslandi
undir óbyggðir, þ.m.t. miðhálendið og fjalllendi utan þess. Einnig falla þar undir eyðibyggðir
undir 200 m hæð, m.a. á Vestfjörðum og útskögum á Norðurlandi og Austfjörðum.Sú skýring hugtaksins vegur sem hér er lögð til grundvallar er sú sama og er að finna í
frumvarpi til laga um breytingu á náttúruverndarlögum sem getið er í upphafi athugasemda
við 5. gr. Hún tengist þeim breytingum sem lagðar voru þar til á 17. gr. gildandi
náttúruverndarlaga, sbr. 31. og 32. gr. þessa frumvarps. Skilgreiningin er tvíþætt. Annars
vegar vísar hún til flokkunar vegalaga á vegum landsins en samkvæmt þeim skiptist
vegakerfið í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, einkavegi og almenna stíga. Hugtakið nær samkvæmt
skýringu frumvarpsins yfir þrjá fyrstnefndu flokkana. Hins vegar nær hugtakið til vegslóða
utan flokkunarkerfis vegalaga sem skráðir í kortagrunn Landmælinga Íslands í samræmi við
ákvæði reglugerðar ráðherra skv. 1. mgr. 32. gr. frumvarpsins.Hugtakið þjóðlenda er notað í náttúruverndarlögum einkum í tengslum við
almannaréttinn, sjá 22. og 27. gr. Hugtakið er skýrt á sama veg og í 1. gr. laga um þjóðlendur
og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998.
08.10.2012 at 22:19 #758741Í 5. grein lagana er verið að fara yfir hugtök í drögunum
Í lögum þessum merkir:
[b:2024fs4r]1. Alfaraleið: [/b:2024fs4r]Leið sem farin er á vegum eða slóðum. Hugtakið utan alfaraleiðar á við um
leið sem ekki tengist endilega vegum, slóðum eða stígum og getur legið um holt og móa.
2. Ábyrgðartegund: Tegund sem Íslendingar bera sérstaka ábyrgð á vegna þess að stór hluti
stofnsins á Evrópu- eða heimsvísu heldur hér til að staðaldri eða hluta úr ári.
3. Ágeng framandi lífvera: Framandi lífvera sem veldur eða er líkleg til að valda rýrnun
líffræðilegrar fjölbreytni.
4. Berg: Samsafn steinda, oftast margra mismunandi steinda, sem finnst í náttúrunni og
ekki hefur orðið til fyrir tilverknað mannsins. Berggler, svo sem hrafntinna og biksteinn,
telst einnig til bergtegunda.
5. Búsvæði: Þeir staðir eða svæði þar sem tegund getur þrifist.
6. Byggð: Þau svæði sem ekki falla undir hugtakið óbyggðir.
[b:2024fs4r]7. Eignarland:[/b:2024fs4r] Landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll
venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.
8. Framandi lífverur: Tegund, undirtegund eða lægri flokkunareining, svo sem afbrigði, kyn
eða stofn, þ.m.t. lífhlutar, kynfrumur, fræ, egg eða dreifingarform sem geta lifað af og
fjölgað sér, sem menn hafa flutt vísvitandi eða óvitandi út fyrir sitt náttúrulega forna eða
núverandi útbreiðslusvæði eftir árið 1750.
9. Innflutningur lifandi lífvera: Flutningur lifandi lífvera af völdum manna til landsins eða á
íslenskt hafsvæði frá löndum eða svæðum utan Íslands.
10. Landslag: Svæði sem fólk skynjar að hafi ákveðin einkenni sem eru tilkomin vegna virkni
eða samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta.
11. Líffræðileg fjölbreytni: Breytileiki meðal lifandi vera á öllum skipulagsstigum lífs, þar á
meðal í vistkerfum á landi, í sjó og í ferskvatni. Hugtakið tekur til vistfræðilegra tengsla
milli vistkerfa og nær til fjölbreytni innan tegunda og milli tegunda og vistkerfa.
12. Náttúru- og umhverfisverndarsamtök: Samtök sem hafa náttúru- og umhverfisvernd að
meginmarkmiði. Þau skulu vera opin fyrir almennri aðild, gefa út ársskýrslur um starfsemi
sína og hafa endurskoðað bókhald.
13. Náttúruminjar: Náttúrufyrirbæri sem ákveðið hefur verið að vernda með friðlýsingu,
friðun eða með öðrum hætti eða sem tekin hefur verið afstaða til að rétt sé að vernda.
14. Náttúrumyndun: Einstakt fyrirbrigði í náttúrunni sem að jafnaði sker sig úr umhverfinu,
t.d. foss, eldstöð, hellir, drangur, einstakt tré eða gamall skógarlundur.
15. Náttúruverndarsvæði:
[b:2024fs4r]a. Friðlýst svæði [/b:2024fs4r]og afmörkuð búsvæði friðaðra tegunda sem vernduð eru
samkvæmt 1. mgr. 58. gr.
b. Svæði og náttúrumyndanir á B- og C-hluta náttúruminjaskrár, sbr. 33. gr.c. Afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta verndar samkvæmt öðrum lögum
vegna náttúru eða landslags.
[b:2024fs4r]16. Óbyggðir:[/b:2024fs4r] Landsvæði þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu og þar sem mannvirki eru ekki
til staðar eða eru lítt áberandi.
17. Ræktað land: Land sem nýtt er til framleiðslu plöntuafurða og sem breytt hefur verið
með íhlutun til að auka eða bæta slíka framleiðslu með reglulegri áburðargjöf og/eða
jarðvinnslu og sáningu. Hafi landið ekki verið ræktað í 15 ár telst það óræktað land.
18. Steind: Fast efni með ákveðna samsetningu, oftast kristallað, sem finnst sjálfstætt í
náttúrunni og ekki hefur orðið til af manna völdum.
19. Steingervingur: Leifar og steingerðar leifar lífveru eða för eftir hana sem finnast í
jarðlögum.
20. Tegund: Ákveðinn hópur lifandi lífvera sem afmarkaður er samkvæmt líffræðilegum
viðmiðum.
[b:2024fs4r]21. Útivistarsamtök:[/b:2024fs4r] Samtök sem hafa útivist og umhverfisvernd að markmiði. Þau skulu vera
opin fyrir almennri aðild, gefa út ársskýrslur um starfsemi sína og hafa endurskoðað
bókhald.
[b:2024fs4r]22. Vegur: [/b:2024fs4r]Til vega samkvæmt lögum þessum teljast þjóðvegir, sveitarfélagsvegir og
einkavegir svo sem þeir eru skilgreindir í vegalögum. Auk þess vegslóðar utan
flokkunarkerfis vegalaga sem skráðir eru í kortagrunn Landmælinga Íslands í samræmi við
ákvæði reglugerðar ráðherra skv. 1. mgr. 32. gr.
23. Vistgerðir: Staðir eða svæði með ákveðnum einkennum, t.d. hvað varðar gróður- og
dýralíf, jarðveg og loftslag.
24. Vistkerfi: Safn lífvera er hafast við í afmörkuðu rými af tiltekinni gerð, ásamt öllum
verkunum og gagnverkunum meðal lífveranna og tengslum þeirra við lífræna jafnt sem
ólífræna umhverfisþætti sem tilheyra kerfinu, svo sem loft, vatn, jarðveg og sólarljós.
25. Þéttbýli: Svæði afmarkað með sérstökum merkjum sem tákna þéttbýli.
[b:2024fs4r]26. Þjóðlenda: [/b:2024fs4r]Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga
þar takmörkuð eignarréttindi.
08.10.2012 at 22:14 #758739Þetta er svar okkar eftir að hafa lesið þetta vel yfir.
Markmið laganna er göfugt, einkum a., b. og c. liður 1. greinar. Mætti ætla að þessi grein tryggði öllum almenningi jafnan rétt til umferðar um landið óháð ferðamáta eða líkamlegum burðum. Þó er ljóst að öðrum greinum dragana að þessi markmið eru ekki höfð að leiðarljósi og greinin því marklaus.
08.10.2012 at 22:13 #758737Í greinargerðinni er tekið betur á 1. greininni.
Í 1. gr. er meginmarkmið laganna sett fram og felur greinin í sér nokkrar breytingar frá
markmiðsákvæði gildandi náttúruverndarlaga. Í 1. mgr. er sett fram það almenna stefnumið
frumvarpsins að vernda fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og
jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þetta er í samræmi við meginstefnu
hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands. Orðalagið „til framtíðar“ undirstrikar að
stefnumið náttúruverndar þarf að hugsa til langs tíma með hagsmuni komandi kynslóða íhuga. Hugtökin líffræðileg fjölbreytni og landslag eru skilgreind í 5. gr. frumvarpsins, sjá 10.
og 11. tölul. Í 2. og 3. grein er þetta almenna stefnumið útfært nánar með því að sett eru
fram sérstök verndarmarkmið annars vegar fyrir vistgerðir, vistkerfi og tegundir og hins vegar
fyrir jarðminjar og landslag.
[b:nc026uaf]Seinni málsliður 1. mgr. er samhljóða 2. mgr. markmiðsgreinar gildandi laga en með
viðbót um endurheimt raskaðra vistkerfa. Þar er í fyrsta lagi undirstrikað að reynt skuli að
draga úr áhrifum mannsins á náttúruna svo hún fái að þróast samkvæmt eigin lögmálum[/b:nc026uaf]. Hér
liggur m.a. til grundvallar vitneskjan um mikilvægi lífríkis og náttúrulegra þróunarferla og
virðing fyrir samspili náttúrunnar. Í öðru lagi felst í ákvæðinu áhersla á að markvisst sé unnið
að því að vernda þá þætti náttúrunnar sem sérstakt gildi hafa vegna sérstöðu eða sögulegrar
skírskotunar. Ákvæðið vísar að þessu leyti ekki síst til menningarlegs gildis íslenskrar náttúru.
Í þriðja lagi er sett fram það stefnumið að stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu
þoli íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum. Þetta
er í samræmi við Þúsaldarskýrslu Sameinuðu þjóðanna og markmiðssetningu síðasta
aðildarþings samningsins um líffræðilega fjölbreytni um endurheimt 15% laskaðra svæða
fyrir árið 2020 og stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins.
Ákvæði 2. mgr. lýtur að þýðingu náttúruauðlinda og náttúrugæða almennt fyrir
samfélagið og undirstrikar nytjagildi náttúrunnar fyrir manninn. Ákvæðið endurspeglar það
viðhorf að auðlindir íslenskrar náttúru beri að nýta á sjálfbæran hátt og að tryggja verði að
ekki sé dregið úr endursköpunarmætti náttúrunnar. Litið er svo á að með sjálfbærri nýtingu
auðlinda sé leitast við að tryggja jafnvægi milli þriggja grundvallandi þátta, þ.e.
efnahagslegrar og samfélagslegrar þróunar og verndar náttúrunnar.
[b:nc026uaf]Í 3. mgr. er fjallað um samskipti manns og náttúru. Fyrsti stafliður hennar lýtur að því að
haga beri umsvifum og starfsemi manna þannig að hún valdi sem minnstri röskun og tjóni á
náttúrunni. Í þessu felst í senn virðing fyrir náttúrunni og umhyggja fyrir umhverfi mannsins.[/b:nc026uaf]
Ákvæðið er að stofni til fengið frá 1. mgr. 1. gr. núgildandi laga. Nefnd um endurskoðun
náttúruverndarlaga lagði áherslu á að orðalagi þessa ákvæðis yrði breytt til upprunalegs
horfs þannig að þar verði fjallað um samskipti manns og náttúru en í núgildandi lögum er
notað orðið umhverfi í stað náttúru. Vísast um þetta til umfjöllunar um hugtökin náttúra og
umhverfi í 11. kafla hvítbókar.
Í b-lið 3. mgr. er fjallað um hina félagslegu hlið náttúruverndar sem beinist að hlutverki
náttúrunnar sem uppsprettu upplifunar og fræðslu.
Ákvæði c-liðar lýtur að [b:nc026uaf]almannarétti [/b:nc026uaf]en nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga taldi
að styrkja bæri stöðu almannaréttar í náttúruverndarlögum með því að kveða skýrar á um
hann í markmiðsákvæðinu. [b:nc026uaf]Hugtakið almannaréttur vísar til þess réttar sem almenningi er
áskilinn m.a. til frjálsra afnota af landi og landsgæðum og til farar um land og vötn
samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga.[/b:nc026uaf] Réttinum fylgir áskilnaður um góða umgengni og
tillitssemi gagnvart landeigendum, öðrum ferðamönnum og ekki síst náttúrunni sjálfri.
Almannarétturinn er nánar útfærður í IV. kafla frumvarpsins. Öruggt aðgengi almennings að
náttúru landsins stuðlar að útivist og eflir þannig heilsu og velsæld.
08.10.2012 at 22:08 #758735í 1. grein lagana er tekið á markmiðum laganna.
Markmið laga þessara er að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á
meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja
eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum en verndun þess sem þar er
sérstætt eða sögulegt og einnig stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu þoli
íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum.
Lögin miða jafnframt að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda og annarra náttúrugæða.
Lögin eiga að:
a. stuðla að samskiptum manns og náttúru þannig að hvorki spillist líf eða land, loft eða
lögur,
b. auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum
sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna,
c. tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að
almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.
08.10.2012 at 22:06 #224596Taka tvö. Í þessum þræði ætla ég að setja inn upplýsingar um drögin af Náttúruverndarlögunum, greinagerðina með lögunum og síðan svarið sem við sendum um hverja grein. Reyndar tek ég ekki allar greinarnar en ef menn vilja ræða einhverja sérstaka grein þá er það alveg sjálfsagt að fara yfir þær greinar sem menn vilja ræða.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
R-043
08.10.2012 at 16:59 #758439Sælir og takk fyrir frábæran fund. Þetta ver virkilega vel heppnaður fundur og verður gaman að sjá niðurstöður af fundinum. Þetta var góður og vel samstilltur hópur sem sat sveittur allan laugardaginn í hópavinnu til að auka hróður og innra starf klúbbsins.
Enn og aftur takk fyrir frábæra vinnuhelgi.
Sveinbjörn
R-043
27.09.2012 at 11:20 #757975Flottar athugasemdir og gaman að sjá hvaða pælingar liggja á baki. Ég kannast ekki við að allir þunga vigtamenn klúbbsins séu í ferðaþjónustu, en veit þó að margir tengjast því á einhvern veg sem er ekki ó lógíst því að margir af þunga vigtamönnunum hafa þekkingu og mikla þróunarvinnu að baki sem nýtist ferðaþjónustu mjög vel. Varðandi lokunina á spjallinu á sínum tíma þá var það mín ákvörðun sem formann klúbbsins að loka spjallinu, á þeim tíma var spjallið full líflegt og vefurinn allur í rusli. Á þessum tíma átti nýr vefur að leysa þann gamla að hólmi en það gekk ekki eftir. Margir góðir menn yfirgáfu klúbbinn vegna óvægna orða sem þeir sættu á vefnum þegar reynt var að loka á og henda út ummælum. til að reyna að leysa það vandamál að fá ekki yfir sig þvílíkar skammir og fúkyrði var tekin ákvörðun að loka á all nema félagsmenn. Orðrétt fékk ég frá einum aðila sem ég hringdi í og bað hann að gæta sín á vefnum: [i:19kz7tyq]Halt þú kjafti ég er ekki í þessum skíta klúbbi og þarf ekki að hlusta á vælið í þér, það e ritfrelsi á landinu og þú hefur ekkert leyfi til að banna mér að skrifa það sem ég vill. [/i:19kz7tyq]. Það ver erfið ákvörðun að loka spjallinu en þurfti að gera til að taka til á því. En að öðru þá er alveg klárt mál að klúbburinn þarf stöðugt viðhald og félagsmenn verða að vera duglegir að láta í sér heyra bæði um hvað má breyta og hvað er verið að gera gott. [b:19kz7tyq]Þeir sem eru að stjórna þurfa stundum klapp á bakið, það eflir þá í starfinu.[/b:19kz7tyq]
27.09.2012 at 10:55 #758101Það má segja enn og aftur að þessi Skálanefnd og viðhengi hennar hafa enn og aftur unnið þrekvirki og verður erfitt fyrir klúbbinn að þakka þeim nó fyrir. Við félagar í klúbbnum getum verið stoltir af Setrinu skálanum okkar eftir að þessir heiðursmenn hafa farið höndum um hann. Í dag er þetta án efa fallegasti fjallaskálinn á Íslandi og verður erfitt að finna flottari skála þótt víðar yrði leitað. Enn og aftur óska ég ykkur í Skálanefndinni og þeim sem aðstoðuð ykkur til hamingju með þennan glæsilega skála sem þið eruð að byggja fyrir okku félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4. [b:1tb6288b]Hittumst á föstudagskvöldið og skálum fyrir þessum heiðursmönnum og skálanum okkar.[/b:1tb6288b]
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-043
05.09.2012 at 17:04 #757167Sæl.
Takk fyrir góðan fund á mánudagskvöldið, ég fór nú með hálfum hug og hélt að allt færi upp í loft á fundinum en hann var málefnalegur og góð skoðanaskipti sem komu framm. Ég vill meina að ef við hlustum ekki á báðar hliðar málsins þá getum við alls ekki unnið sigra í þessu máli. Fyrirlestur Róberts um gönguferðir um Vonarskarðið var góð, hún sýndi enn og aftur að það er ótrúlegt að ekki sé leyfilegt að aka Vonarskarðið líka. Mér finnst frábært ef göngumenn geta gengið Vonarskarðið um sumartímann en sé ekki fyrir mér að það séu margir sem verði þarna í september eins og verðið er búið að vera undanfarna daga. Opnun Vonarskarð í september fyrri akandi umferð myndi aldrei trufla gangandi vegfarenda (í raun yrði hann eflaust himinlifandi að hitta einhvern).
Varðandi greinina í náttúrverndalögunum um upptöku ökutækis þá minnir mig að Róbert hafi sagt á fundinum að það hafi [b:tmdvybrn]ekki verið óskað eftir athugasemdum frá Ferðaklúbbnum 4×4[/b:tmdvybrn], þetta var ekki sagt hátt en við á fyrstu borðunum heyrðum það. Það sem mér kemur alltaf á óvart það er hvað þeir sem aðhyllast lokun Vonarskaðsins trúa og treysta því að "[b:tmdvybrn]óháða[/b:tmdvybrn]" rannsóknarnefnd Svandísar Svavars komi með rétta niðurstöðu sem verður unnin á faglegum nótum. Ég held að það sé búið að skipa í rannsóknarnefndina til þolmarkaprófunar á Vonarskarðinu en á eftir að fá að vita hverjir það eru.Kveðja
Sveinbjörn
R-043
05.09.2012 at 16:09 #757177Sælir.
Er hægt að fá að vita hverjir eru að bjóða svona ódýrt húsnæði fyrir okkur hina sem vantargeymslupláss???
kv.
Sveinbjörn
R-043
03.09.2012 at 17:51 #757161Sælir.
Ef mig minnir rétt til þá fór sýslumaðurinn á Selfossi fram á það að vélhjól vélhjólamannanna sem þeir eltu á ofsahraða Hellisheiðina yrðu gerð upptæk. En það gekk ekki eftir, eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á þjóðinni og blöðin voru á móti eignarupptöku. Ég held að þetta hafi fallið um sjálft sig þar sem brotalamir voru í refsilögunum. Sem er ekki í í nýju lögunum, þar getur einn maður þ.e.a.s. dómari kveðið á um eignarupptöku á ökutæki. Ef menn hugsa málið þá snýr þetta líka að málum eins og samskiptum. Ég var formaður Ferðaklúbbsins 4×4 þegar ég frétti af þessu máli og hafði þá strax samband við Róbert Marshal en hann var mjög upptekinn og lofaði alltaf að hringja en það stóð hann ekki við. Ég er viss um ef hann hefði hringt og við spjallað um málið þá hefði kanski verið hægt að afstýra að þessi lög færu í gegn óbreytt. Ég segi eins og Hjalti ég er á móti tjóni af völdum utanvegaraksturs og mun halda áfram að berjast fyrir bættri umgengni um hálendið, en bara ekki í formi lokana og refsilaga.
Það þarf að efla fræðslu og koma með meiri skilvirkni í ferðaþjónustu hjá einstaklingum.Kveðja
Sveinbjörn R-043
31.08.2012 at 21:49 #757133Sæl, ég gleymdi reyndar ein ég hef engar spurningar um gönguferðir, hvorki í Vonarskarðinu né annarstaðar.
kveðja
Sveinbjörn
31.08.2012 at 21:46 #757131Sælir.
Hvað á að fara í fýlu, hvernig væri að mæta og ræða málin vi ðhann. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að ræða við Róbert ef enginn mætir. Loksins gefur hann kost á sér, ekki var hann viljugur að hringja í mig þegar þetta gekk á. Mætum frekar og látum heyra í okkur, auðvita á hann rétt á að svara fyrir sig, en núna kemur í ljós hvort hann getur útskýrt máli og hvers vegna honum datt þetta í hug.
Munið þið fundinn sem sýslumaðurinn mætti á þá fékk hann að svara fyrir sig en við fengu líka að spyrja hann, láum sjá okkur spyrjum spurninga og nú ef hann getur ekki svarað nokkrum afdönkuðum jeppaköllum og konum þá er spurning hvað hann sé að gera. Ég ætla að mæta ég er með spurningar til hans, bæði varðandi afstöðu hans til VÞJ. lokana og nyju refsilöginn.
kveðja
Sveinbjörn
30.08.2012 at 15:20 #757093Sæl.
Ég sendi inn minnigargrein fyrir hönd Samtaka útivistarfólks (SAMÚT) sem enn hefur ekki verið birt, sennilega vegna þess að ég fór gömlu leiðina og sendi tölvupóst en skráði mig ekki inn á mbl.is. En hér er minningargreinin frá SAMÚT:
Vilhjálmur Freyr Jónsson, eða Freysi eins og hann var alltaf kallaður, var mjög virkur félagi og lagði mikla vinnu í ferðafrelsisbaráttu Samtaka útivistarfélaga (SAMÚT). Þar kom Freysi fram fyrir hönd bæði Ferðaklúbbsins 4×4 og Jöklarannsóknafélagsins auk þess sem hann var félagi í flest öllum útirvistarfélögum Íslands. Freysi var þekktur af ósérhlífni í starfi og þekking hans á ferðamennsku og á hálendinu var gríðalega. Ef einhver vandi var á höndum var alltaf gott að hringja í Freysa og biðja um hjálp, sama hve mikið lá á þá var alltaf rólegt yfir Freysa og svörin „ekkert mál ég þarf bara að finna tíma“. Þekking sú sem hann aflaði sér á ferðum sínum yfir Grænlandsjökul og Suðurskautið hafa nýst mörgum félögum ómetanlega bæði í fyrirlestrum og við þróun á þeim ferðamáta sem tilkoma fjórhjóladrifs bíla gaf okkur íslendingum. Freysi var alltaf boðinn og búinn að aðstoða eða miðla af þeirri þekkingu sem hann bjó yfir, því er það þungt og erfitt að kveðja hann svo snögglega.
Eitt af máltækjum Freysa var: Maður sleppir ekki góðu basli.
Fyrir hönd SAMÚT þakka ég Freysa fyrir öll þau störf er hann ynnti af hendi fyrir okkur og fjölskyldu hans og vinum vil ég votta mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Nafni Vilhjálms Freys Jónssonar verður lengi á lofti haldið fyrir allt það sem hann gaf íslensku útivistarfólki.
Fyrir hönd Samtaka útivistarfélaga,
Sveinbjörn Halldórsson
Formaður.
29.08.2012 at 20:40 #757021Góðan daginn
Ég tek heilshugar undir og vill hvetja menn og konur til að sýna samstöðu og aðstoða fjölskyldu Freysa.
Um leið vil ég votta fjölskyldu og aðstandendum Freysa mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
R-043
31.12.2011 at 17:04 #745669Vel orðað hjá Lailu eins og alltaf.
Ég óska öllum félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs og þökk fyrir liðið ár.
Ég veit að hagsmunabaráttan mun verða þyngri og erfiðari á næsta ári. Vonandi fást einhverjar viðunandi niðurstöður í þau mál sem við erum að vinna að.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-43
15.12.2011 at 16:59 #744227Sæl.
Þetta er flott grein hjá Lailu og vel skrifuð gaman að sjá svona greinar hér á vefnum (þyftir að koma þessu í blöðin). Rúnar kemur með flott innlegg sem oft hefur verið tíðrætt um en það er hver víkur fyrir hverjum. Í raun og veru ætti ekki að þurfa að ræða málin á þá vegu því tillitsemi hvort sem er í borg eða úti í náttúrunni kostar ekkert og allir ættu að nota hana. Það sem Skúli kemur inn á er eitt atriði sem maður hefur oft velt fyrir sér, fólk er að agnúast út í veiðimenn, hvernig í óskupunum halda þeir að sterakjúkklingurinn hafi lent ofaný dósinni, ja ekki fór hann þangað sjálfur er það…..Ég er viss um að eitt þurfum við að varast í þessari umræðu og það er að flokka útivistarfólk, það er allt of oft í umræðunni þar sem verið er að skipta útivistarfólki upp í einhverja hópa. Menn hafa misjafnar skoðanir og misjafnan ferðamáta en erum öll náttúruverndarsinnar hver á sinn hátt.
Að njóta þeirrar náttúru sem hálendi landsins býður upp á er einhvað sem við getum ekki sætt okkur við að missa, baráttan um náttúruna er í fullum gangi og verður það áfram. Ég vill að börnin mín geti farið um hálendið eins og ég, en þurfi ekki að skoða gamlar myndir og heyra tröllasögur um ferðir sem farnar voru í gamla daga.[b:17ugftxy]Hálendið er eign allra Íslendinga, að sjálfsögðu þarf reglur en þær þurfa að vera þannig að hægt verði að fara eftir þeim. [/b:17ugftxy]
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
08.11.2011 at 19:38 #740529Þið heppin ætlaði að setja inn myndir en eyddi þess í stað öllum myndaalbúmunum mínum út.
Verð víst að fá kennslu í innsetningu mynda fyrst.
kv.
Sveinbjörn
R-043
08.11.2011 at 19:09 #740527Fyrir þá sem ekkert muna þá var ég að finna myndavélina sem ég var með um kvöldið, og vitið menn það er fullt af myndum og videoi. Ég var að hugsa um að reyna að græða á þessu og datt þá í hug að setja myndirnar inn á F4x4 vefinn og ef menn sjá mynd af sér sem ekki má sjást þá er hægt að leggja inn á Reikning Wagginn4x4 sem er styrktarreikningur fyrir mig. Eftir að greiðsla berst verður viðkomandi að láta mig vita og þá stækka ég myndina.
Þeir sem ekkert muna þó þeir sjái myndir eru bara heppnir…….
Sveinbjörn
R-043
-
AuthorReplies