Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.12.2012 at 16:29 #761315
Félagsfundir hefjast alltaf kl. 20:00
03.12.2012 at 11:57 #761135Asskoti er þetta langt síðan 25 ár, þetta líður ansi hratt.
Þessi ferð var alveg frábær. Reyndar var það þannig að við fórum nokkrir af stað á föstudagskvöldinu til að finna skálastæðið, það voru Kjartann Pálson, Kristinn Kristinsson sem þá var formaður skálanefndar, ég sjálfur og Ragnar Kristinsson eða Raggi smiður og einhver sem var með honum í bíl. Við ókum þarna um svæðið og skoðuðum stikur sem búið vað að reka niður áður til að kanna hvernig veður færi með þær. Eftir mikinn akstur um svæðið var ákveðið að leita að svæði til að tjalda á. Eins og flestir sem hafa farið um svæðið þá eru ekki margir grænir blettir þarna. En við vorum svo heppnir að finna einn grænan blett og var ákveðið að tjalda þar. Morguninn eftir kom Kiddi út úr tjaldinu sínu mjög ábúðarmikill og sagði okkur hinum að hann hafi dreymt að Jesús sjálfur hafi komið til hans í draumi og leitt hann upp á hólinn og sagt honum að hér skyldi skálinn rísa. Við að sjálfsögðu trúðum hverju einasta orði og varð svo úr að þegar félagar okkar komu til okkar, með formann klúbbsins sem þá var Friðrik Halldórsson, þá stóðum við föstum fótum á því að þetta væri skálastæðið og var staurinn reystur á hólnum og samþykkt að þar yrði skálinn okkar bygður.
Það má segja að eftir þetta kölluðum við formannin okkar í skálanefndinni eftir þetta Kidda Jesús.
Mig minnir að í þessari fyrstu skálanefnd voru: Ásgeir Böðvarsson, Brynjólfur Sigurðsson, Gunnar Sighvatsson, Jakob Þorsteinsson, Kristinn Kristinsson, Ólafur Ólafsson, Ragnar Kristinsson og Sveinbjörn Halldórsson. En því má samt ekki gleyma að aður en skálanefdin varð til þá var til undirbúningsnefnd sem hafði það erfiða verkefni að finna staðsetningu fyrir skálan í þeirri nefnd voru: Eyþór Ólafsson, Gunnar Sighvatsson, Kjartan Pálsson, Kristinn Kristinsson og Ragnar Kristinsson. Að sjálfsögðu voru miklu fleirri sem komu a ðþessu og má segja að það hafi nánast alltaf verið fullt í vinnuferðunum hjá okkur. En ekki meira að sinni.Kv.
Sveinbjörn Halldórsson R-43
29.11.2012 at 13:45 #760645Sælir ég ætla að mæta bara til að halda Logunum rólegum, svo þeir fari ekki með allt í bál og brand, veit svo sem ekki hvort Brandur mæti. En það er orðið klárt Jói hjá Strætó reddaði okkur rútu þannig að það verðu rútuferð frá Arctic Trucks kl. 20:00 niður á Höfða. Jói enn og aftur takk fyrir.
kv.
Sveinbjörn
15.11.2012 at 13:43 #760635Þetta verður flott kvöld, meiningin er að rútuferð verði niður á Höfða. Kemur í ljós síðar.
Miðað við hve vel tókst til hjá N1 síðast þá getur þetta ekki klikkað..
Nú er bara að mæta.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
05.11.2012 at 12:34 #224836Í Náttúruverndardrögunum er talað um VÍÐERNI en í raun engin skilgreining á því hvað VÍÐERNI sé.
Í 46 grein dragana er hinsvegar talað um ÓBYGGÐ VÍÐERNI og samkvæmt greinargerðinni er eingöngu sagt, Friðlýsingarflokkurinn óbyggð víðerni samsvarar flokki Ib, óbyggðir (e.wilderness area), í flokkunarkerfi IUCN. En í núgildandi náttúruverndarlögum er skilgreining á hugtakinu ósnortin víðerni eftirfarandi: Landsvæði sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja á jörðu, er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum, og þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum.Þarna kemur fram annað hugtak sem engin skilgreyning er á en það er orðið EINVERA.
Gaman væri ef einhverjir hafa skoðun á þessum málum.
Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
R-043
19.10.2012 at 12:52 #758971Glæsilegt hjá þeim Nú er bara að mæta í kvöld 18:00 – 20:00
Kveðja
Sveinbjörn R -043
12.10.2012 at 21:16 #759007Hér er svar okkar við 31. greininni
Það er mat Ferðaklúbbsins 4×4 að ráðherra og Umhverfisstofnun sé falið óhóflegt vald til að banna akstur á jöklum, frosinni og snævi þakinni jörð. Að heimila lokun þar sem hætta er á óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð verður að telja afar opna og óskilgreinda heimild til þessara aðila.
[b:3fdm1u2p][size=110:3fdm1u2p]Hver ætlar að meta hver veldur hverjum óþægindum?[/size:3fdm1u2p][/b:3fdm1u2p]
[b:3fdm1u2p]Bent skal á að jörð getur verið ófrosin þó yfir henni sé þriggja metra snjólag og því engin hætta á náttúruspjöllum. Ekki er lengra síðan en í byrjun september að landsvæði fóru bókstaflega á kaf í snjó og ljóst að jörð undir var ófrosin.[/b:3fdm1u2p]
Þau vélknúnu ökutæki sem notuð eru við akstur á snjó eru byggð til þess að fljóta ofan á snjó.
Ljóst er að samkvæmt núgildandi náttúruverndarlögum og þeim drögum sem hér liggja fyrir er óheimilt að valda spjöllum á landi vegna aksturs utanvega.[b:3fdm1u2p][size=110:3fdm1u2p]Að heimila ráðherra í reglugerð að banna akstur á jöklum og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum er í raun hjákátleg heimild, ljóst má vera að snjóalög geta breyst á nokkrum klukkustundum og þar sem hætta er á náttúruspjöllum í dag getur verið hættulaust á morgun. Gera verður ráð fyrir að almenningur hafi enn til að bera skynsemi til að meta aðstæður.[/size:3fdm1u2p][/b:3fdm1u2p]
12.10.2012 at 21:12 #759005Hér kemur greinagerðin. Þar er margt sem þarf að skoða svartletrað.
[b:2b7lr0bq]Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar er akstur vélknúinna ökutækja utan vega bannaður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt sé að aka slíkum tækjum á jöklum og á snævi þakinni jörð utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin og augljóst að slíkt valdi ekki náttúruspjöllum.[/b:2b7lr0bq]
[b:2b7lr0bq]Með orðalaginu „augljóst“ er sérstök áhersla á það lögð að um er að ræða þrönga undantekningu
á meginreglunni um bann við akstri utan vega.[/b:2b7lr0bq][size=110:2b7lr0bq][b:2b7lr0bq]Hér þarf þá að huga að því að enda þótt snjóþekja sé yfir kann jörð að vera ófrosin undir og við þær aðstæður getur akstur valdið náttúruspjöllum.[/b:2b7lr0bq][/size:2b7lr0bq]
Um hugtakið náttúruspjöll vísast til athugasemda við 6. gr. Í lokamálslið 1. mgr. er tekið fram að heimilt sé að stöðva og leggja vélknúnum ökutækjum þétt við vegkantef það veldur ekki náttúruspjöllum eða slysahættu. Ákvæðið er nýmæli þótt talið hafi verið að þetta væri heimilt. Rétt er að geta þess að sérákvæði um akstur utan vega í þéttbýli er í 5. gr. a umferðarlaga, nr. 50/1987. Í 2. mgr. er fjallað um undanþágur frá meginreglunni um bann við akstri utan vega. Skýrt er kveðið á um heimild til aksturs utan vega vegna lögreglustarfa, sjúkraflutninga og björgunarstarfa ef nauðsyn krefur. Gert er ráð fyrir að ráðherra kveði í reglugerð á um aðrar undanþágur vegna ýmissa mikilvægra starfa út um landið og einnig um heimild Umhverfisstofnunar til að veita undanþágur vegna annarra sérstakra aðstæðna. Lögð er áhersla á að slíkar heimildir ber að túlka þröngt og beita af varúð. Nefna má sem dæmi að tiltekin framkvæmd sem leyfi hefur fengist fyrir getur kallað á að undanþága verði veitt, t.d. ef ekki liggja að framkvæmdastaðnum vegir eða vegslóðar sem heimilt er að aka á. Meta verður hverju sinni hvort aðstæður séu með þeim hætti að þær réttlæti undanþágu. Í greininni er kveðið á um sérstaka aðgæsluskyldu ökumanna sem heimild hafa til að aka utan vega.
[size=110:2b7lr0bq][b:2b7lr0bq]Þá hefur greinin að geyma heimild fyrir ráðherra til að takmarka eða banna akstur á jöklum og á frosinni og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.[/b:2b7lr0bq][/size:2b7lr0bq]
Í 3. mgr. greinarinnar er áréttað að ólögmætur akstur utan vega varði refsingu, sbr. 91. gr. frumvarpsins.
Í 4. mgr. er lagt til að sérstaklega verði tekið fram að sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í umsýsluáætlun fyrir svæðið gangi framar undanþágum frá banni við akstri utan vega skv. 1. og 2. mgr. Samkvæmt 4. mgr. 38. gr. frumvarpsins skal ráðherra kveða í auglýsingu um friðlýsingu nánar á um takmörkun umferðar sem leiðir af friðlýsingunni. <strong>Því er ljóst að slík ákvæði friðlýsinga geta takmarkað frekar rétt almennings til að fara um á vélknúnum ökutækjum.[b:2b7lr0bq]Í 2. mgr. 40. gr. er ráðherra.[/b:2b7lr0bq]
Heimilað að fela Umhverfisstofnun að setja reglur m.a. um umferð manna í umsýsluáætlun fyrir friðlýst svæði, sbr. 81. gr. Gert er ráð fyrir að slíkar reglur gangi einnig framar undanþágum skv. 1. og 2. mgr. 31. gr.
12.10.2012 at 21:06 #224636Þetta er greinin sjálf. Skoðið vel svartletraða textann.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum.
Heimilt er að stöðva og leggja vélknúnum ökutækjum þétt við vegkant ef það veldur ekki náttúruspjöllum eða slysahættu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. er heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka vélknúnum
ökutækjum utan vega vegna lögreglustarfa, sjúkraflutninga og björgunarstarfa. Ráðherra
skal, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, kveða í reglugerð á um undanþágur frá banni
skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landgræðslu og heftingu
landbrots, landmælingar, línu- og vegalagnir, lagningu veitukerfa og rannsóknir, sem og um
heimild Umhverfisstofnunar til að veita undanþágu vegna annarra sérstakra aðstæðna. Í
þeim tilvikum sem heimild er til aksturs utan vega er ökumanni skylt að gæta sérstakrar
varkárni og forðast að valda náttúruspjöllum. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum
tillögum Umhverfisstofnunar, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og frosinni og snævi
þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á
ferð.Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 91. gr.
Sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í
umsýsluáætlun fyrir svæðið ganga framar undanþágum frá banni við akstri utan vega
samkvæmt 1. og 2. mgr.
12.10.2012 at 20:58 #75752390. og 91. grein. Spjöll á náttúru landsins og refsiábyrgð.
[b:1342ot94][size=110:1342ot94]Við teljum að þetta ákvæði beinist sérstaklega gegn tilteknum hópi landsmanna, þ.e. þeim sem ferðast um landið á eigin ökutækjum.[/size:1342ot94][/b:1342ot94]
Þetta ákvæði er einungis virkt ef alvarleg náttúruspjöll verða vegna aksturs. Ef til dæmis er farið á skurðgröfu og hún notuð til efnistöku á friðlýstum stað þannig að alvarleg spjöll hlytust af þá væri ekki hægt að gera viðkomandi skurðgröfu upptæka. Hinsvegar væri hægt að dæma viðkomandi til fangelsisvistar og fjársekta. Við teljum að slík mismunum sé ólíðandi og lýsi andúð höfunda laganna á þeim ferðamáta sem ofangreindur hópur notar. Refsing fyrir athæfi sem veldur alvarlegum landspjöllum á ekki að ráðast af hvernig landspjöllin voru unnin, heldur af alvarleika landspjallanna. Ekki er hægt að finna í lögunum skilgreiningu á hvað teljist vera alvarleg spjöll eða að akstur sé sérlega vítaverður, þannig að ætla má að þessu ákvæði kynni að verða beitt af geðþótta dómara hverju sinni.
Mikilvægt er að sátt ríki um skipan náttúruverndarmála. Sú sátt næst ekki nema með víðtæku samráði við alla náttúruunnendur óháð því hvaða ferðamáta þeir kjósa sér. Því ítrekar Ferðaklúbburinn 4×4 að í þeirri vinnu sem framundar er verði unnið faglega og stjórnvöld vandi til verka. Ferðaklúbburinn 4×4 áskilur sér rétt til að koma frekari athugasemdum á framfæri á síðari stigum. Ferðaklúbburinn 4×4 lýsir sig jafnframt reiðubúinn til að funda um málefnið sé þess óskað eða tilnefna sérfræðinga til setu í nefndum eða starfshópum er fjalla munu um málefni tengdum rétti almennings til farar um eigið land og náttúruvernd.
10.10.2012 at 23:38 #758767Sæl
Ég ætla að setjast aðeins betur yfir þetta og minka torræðið í þessum lögum og reyna að setja inn það sem skiptir okkur mestu máli. Kemur ekki fyrr en á morgunKveðja Sveinbjörn
09.10.2012 at 22:45 #758763Við skelltum saman 22 og 23 greininni í svari og vorum mjög harðorð. Í þessum greinum eru einungi tvær tegundir að tjöldum sett fram og greinilegt að sá sem semur þetta veit eekert um hvað hann er að skrifa.
[b:6nl91kwo]22. grein og 23. grein Heimild til að tjalda og takmörkun á tjöldun[/b:6nl91kwo]
Ferðaklúbburinn 4×4 mótmælir því að ákveðin gerð viðlegutjalda sé tilgreind, þ.e. göngutjöld ( utan alfaraleiða) og hefðbundin viðlegutjöld (við alfaraleiðir). Þetta veldur óþarfa ruglingi. Einstaklingur fer í ferð um landið á bílnum sínum og hyggst gista í tjaldi, algengt er að [b:6nl91kwo]ferðalög um landið séu blanda af bílferð og gönguferð.[/b:6nl91kwo]
[b:6nl91kwo]Samkvæmt lögunum þarf hann að hafa með sér tvö tjöld, göngutjald og viðlegutjald. Hann má sem sagt ekki tjalda göngutjaldinu sínu ef hann hyggst gista við alfaraleið. Ef hann á til dæmis bara jöklatjald, þá þarf hann að fara út í búð og kaupa sér tvö tjöld til viðbótar ef hann vill gista bæði við alfaraleið og utan alfaraleiðar.[/b:6nl91kwo]
Hvað ef einhverjum dettur í hug að búa til nýja gerð af tjöldum sem kallast Fistjald? Þá væri ekki hægt að nota það á Íslandi. [b:6nl91kwo]Þetta flækjustig er alger óþarfi og ekki til þess fallið að hægt sé að fara eftir lögunum. Lög sem gerð eru á þennan hátt eru einskis virði og til þess fallin að minnka virðingu almennings fyrir þeim. [/b:6nl91kwo] Hver á að framfylgja þessum ákvæðum? [b:6nl91kwo]Hver er refsingin við því ef ferðamaðurinn tjaldar jöklatjaldinu sínu utan alfraraleiðar? Breytist jöklatjaldið í göngutjald ef hann getur borið það með sér? Má hann ekki nota jöklatjaldið sitt utan alfaraleiðar t.d á jökli? Kannski dregur hann sleða sem geymir jöklatjaldið. Þá má hann ekki nota það og verður því að grafa sig í fönn því þetta er hvorki göngutjald eða hefðbundið viðlegutjald. [/b:6nl91kwo]
Þegar tjaldað er skal ætíð virða ákvæði 31. gr. um bann við akstri utan vega og gæta þess að valda ekki skemmdum á vettvangi. Hvað á þetta að þýða ? [b:6nl91kwo] Þarna virðist Ferðaklúbbnum 4×4 að fram komi andúð gagnvart þeim sem nota bíla til ferðalaga. Eða er verið að segja að ekki þurfi sérstaklega að virða ákvæði 31. gr. um bann við akstri utan vega þegar ekki er verið að tjalda?[/b:6nl91kwo] Auðvitað á alltaf að virða ákvæði 31. greinar um bann við utanvega akstri eins og aðrar greinar þessara laga sem og allra annarra laga í landinu. [b:6nl91kwo]Réttast væri að þetta umvöndunarákvæði yrði fjarlægt úr drögunum. Svona vinnubrögð sæma ekki löggjafanum.[/b:6nl91kwo]
09.10.2012 at 22:38 #758761Þessi grein er í beinu framhaldi af grein 22
[b:2dwki2mx]23. gr. Takmarkanir á heimild til að tjalda.[/b:2dwki2mx]
Eigandi lands eða rétthafi, en í þjóðlendum Umhverfisstofnun, [b:2dwki2mx]getur takmarkað eða
bannað að tjöld séu reist þar[/b:2dwki2mx] sem veruleg hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af.
[b:2dwki2mx]Hafi eigandi lands eða rétthafi útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt
að beina fólki þangað og taka gjald fyrir veitta þjónustu þar.[/b:2dwki2mx]Set greinagerðina hér inn
[b:2dwki2mx]Um 23. gr.[/b:2dwki2mx]
Ekki eru lagðar til efnislegar breytingar á ákvæðum núgildandi laga um takmarkanir á
heimildum til að tjalda. [b:2dwki2mx]Fyrri málsgrein greinarinnar varðar takmarkanir vegna viðkvæmrar
náttúru og tekur hún jafnt til eignarlanda og þjóðlendna.[/b:2dwki2mx] Seinni málsgreinin varðar þau tilvik
þegar eigandi lands eða rétthafi hefur útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu. Getur hann
samkvæmt greininni vísað fólki þangað og tekið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstur tjald- og
hjólhýsasvæða er starfsleyfisskyldur samkvæmt 4. gr. a laga um hollustuhætti og
mengunarvarnir nr. 7/1998, sbr. og reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.
09.10.2012 at 22:31 #758759Greinagerðin hljóðar svona sjáið svartletraðan textann
Greinin er að mestu leyti samhljóða 20. gr. gildandi laga. [b:2cfuh5l9]Gerður er greinarmunur á heimildum til að tjalda við alfaraleiðir annars vegar og utan alfaraleiða hins vegar[/b:2cfuh5l9]. Hugtakið alfaraleið er skýrt í 1. tölul. 5. gr. sem leið sem farin er á vegum eða slóðum. Hugtakið utan alfaraleiðar á hins vegar við um leið sem ekki tengist endilega vegum, slóðum eða stígum og getur legið um holt og móa. Heimild greinarinnar til að tjalda utan alfaraleiðar gildir því einkum fyrir þá sem ferðast um landið gangandi. [b:2cfuh5l9]Heimildin nær einvörðungu til þess að setja niður göngutjöld. Við alfaraleið er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld en mismunandi reglur gilda um tjaldáningu eftir því hvort ferðin liggur um alfaraleið í byggð eða óbyggðum.[/b:2cfuh5l9] Með hefðbundnum viðlegutjöldum er átt við tjöld sem eru veigameiri en svo að hægt sé að bera þau á göngu en ekki tjaldvagna eða fellihýsi og ámóta tæki. Um þau gildir sérregla 3. mgr. sem er nýmæli en ástæða þykir til að skýra reglur um notkun slíkra tækja enda hefur hún færst mjög í vöxt á undanförnum árum. Í 5. mgr. er skerpt á skyldu til góðrar umgengni þar sem tjaldað er en einnig er í 3. mgr. 18. gr. almennt ákvæði um að óheimilt sé
að skilja eftir sorp m.a. á tjaldstað.
09.10.2012 at 22:24 #758757Hér kemur ein af uppáhaldsgreinunum mínum í drögunum
<strong>22. gr. Heimild til að tjalda.</strong>
Við alfaraleið í byggð er heimilt, sbr. þó 2. málsl. 1. mgr. 19. gr., að <strong>tjalda hefðbundnum
viðlegutjöldum </strong>til einnar nætur á óræktuðu landi, en leita skal leyfis landeiganda eða annars
rétthafa áður en tjaldað er nærri bústöðum manna eða bæ og ætíð ef um fleiri en þrjú tjöld
er að ræða eða ef tjaldað er til fleiri en einnar nætur. Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld.
<strong>Tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og annan sambærilegan búnað er einungis heimilt að nota á
skipulögðum tjaldsvæðum og svæðum á óræktuðu landi sem tengjast vegum eða slóðum
sem heimilt er að aka á og ekki er Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi
landsvæði. </strong> Á ræktuðu landi, sbr. 17. tölul. 5. gr., má aðeins slá upp tjöldum með leyfi eiganda þess
eða rétthafa. Þegar tjaldað er skal ætíð virða ákvæði 31. gr. um bann við akstri utan vega og gæta þess
að valda ekki skemmdum á vettvangi.á skemmdum á náttúrunni.
09.10.2012 at 19:02 #758753Okkar svar var stutt og laggott enda ekkert í greininni sem skipti máli en ráðherra fær heilild til að gera reglugerð eftir eigin geþótta:
20. og 21. grein Umferð hjólandi manna og ríðandi og umferð um vötn.
Í báðum þessum greinum er ráðherra og Umhverfisstofnun falið óhóflegt vald til að setja í reglugerðir eða ákvarðanir um ákvæði og höft um umferð manna.
09.10.2012 at 19:00 #75875120. gr. Umferð hjólandi manna og ríðandi.
Þegar farið er á reiðhjólum um landið skal fylgt vegum og skipulögðum reiðhjólastígum
eins og kostur er. Þegar farið er ríðandi um landið skal fylgt skipulögðum reiðstígum eins og kostur er.
Bannað er að reka hrossastóð yfir gróið land þannig að náttúruspjöll hljótist af eða hætta
skapist á náttúruspjöllum. Á ferð um hálendi og önnur lítt gróin svæði skulu menn hafa tiltækt nægilegt aðflutt
fóður fyrir hross sín. Heimilt er mönnum, að fengnu leyfi eiganda eða rétthafa eignarlands þegar við á, að slá
upp aðhöldum eða næturhólfum fyrir hross, enda valdi það ekki spjöllum á náttúru landsins.
Á hálendi skal þeim valinn staður á ógrónu landi sé þess kostur. Þegar farið er á hestum um eða höfð viðdvöl með hross á náttúruverndarsvæði, sbr. XIV. kafla, skal haft samráð við landvörð eða umsjónaraðila svæðisins.
[b:ntgwo8v7]Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um umferð hjólandi og ríðandi manna og
rekstur hrossa.[/b:ntgwo8v7]Greinargerðin
Um 20. gr.
Greinin er að mestu leyti samhljóða 15. og 16. gr. gildandi laga. Tekur 1. mgr. til
umferðar hjólandi manna en aðrar málsgreinar greinarinnar til umferðar ríðandi manna. Við
2. mgr. er bætt ákvæði um bann við því að reka hrossastóð yfir gróið land þannig að
náttúruspjöll hljótist af eða hætta skapist á náttúruspjöllum. Ákvæðið hefur staðið í 5. mgr.
7. gr. reglugerðar nr. 528/2005 um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands en er hér fært í
sjálf lögin. Jafnframt er lögð til sú breyting í 6. mgr. greinarinnar að ráðherra skuli setja
reglugerð um umferð hjólandi og ríðandi manna og rekstur hrossa en í gildandi lögum er
kveðið á um heimild til að setja reglugerð um síðarnefnda hópinn. [b:ntgwo8v7]Með hliðsjón af því að
hjólreiðaferðir og hópferðir hestamanna hafa aukist á undanförnum árum þykir eðlilegt að
skýrar reglur séu settar um þetta efni.[/b:ntgwo8v7]
09.10.2012 at 18:58 #758749Okkar svar við 19. greininni
Ferðaklúbburinn 4×4 telur varhugavert að heimilt verði að takmarka eða banna með merkingum við hlið og stiga för manna og dvöl á afgirtu og óræktuðu eignarlandi í byggð ef það er nauðsynlegt vegna nýtingar þess. Enn fremur að sé skógrækt styrkt með opinberu fé skuli kveða svo á í samningi við eignanda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.
Bæði þessi atriði bjóða heim hættunni á því að þau verði misnotuð á þann hátt að eigendur jarða takmarki umferð almennings eftir eigin geðþótta. T.d. með því að afmarka afgirt óræktuð eignarlönd til ákveðinnar nýtingar sem heimili lokun án þess að á baki liggi raunveruleg breyting á nýtingu.
09.10.2012 at 18:49 #758747[b:8zs0zalt]IV. kafli. Almannaréttur, útivist og umgengni.[/b:8zs0zalt]
Í þessum kafla er mikið rætt um Almannarétt og rét almennings til farar um landið. ég ætla ekki að tíunda hvað stendur þarna nákvæmlega en það sem við erum ósátt við er eftirfarandi:<strong> Ákvæði um akstur utan vega hafa verið færð í sérstakan kafla en það á að undirstrika að akstur á vélknúnum ökutækjum fellur almennt ekki undir almannarétt eins og hann hefur verið túlkaður og afmarkaður í íslenskum rétti.</strong>
Í grein 18 og 19 sem fjalla um réttindi og skyldur almenning auk umferð gangandi manna er lítið talað um umferð vélknúinna ökutækja öðru vísi en sem hávaðamengu.
Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum eftir því sem auðið er,
hlífa girðingum, fara um hlið eða stiga þegar þess er kostur og ef farið er um lokuð hlið skal
loka þeim eftir að gengið hefur verið um þau. <strong>Forðast skal að valda öðrum óþægindum og
truflun með hávaða.</strong> Skylt er að gæta fyllsta hreinlætis og skilja ekki eftir sorp eða úrgang á
áningarstað eða tjaldstað.Þessu var svarað og bent á að í dag væri vélknúin ökutæki samgöngutæki nútímans og ættu því að falla undir almannaréttinn.
08.10.2012 at 22:37 #758745Okkar svör voru stutt.
5. grein Skilgreiningar.
Skilgreiningar eru almennt óljósar og túlkanlegar á marga vegu, eins vantar skilgreiningar á ýmsum algengum hugtökum í drögunum ma. víðernum og ósnortin víðerni.
[b:3q3f2wm2]Eins má velta fyrir sér hvernig túlka má hugtök eins og einvera, næði og óþægindi sem þó eru notuð til að veita ráðherra aukin völd. [/b:3q3f2wm2] Því miður þá kemur þessi athugasemd oft fyrir í athugasemdunum okkar.
-
AuthorReplies