Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.05.2013 at 12:46 #766023
Sæl.
Flott að sjá hvað Umhverfisnefndin er að hugsa varðandi sýninguna. Við eigum að vera metnaðarfull varðandi sýninguna og auðvita verður klúbburinn nr. 1,2 og 3 á sýningunni.
Varðandi sölu sýningarbása til fyrirtækja þá er sá kvóti langt kominn og spurning hvað við seljum mikið pláss því við verðum að hafa nó pláss fyrir bíla því jú þetta er bílasýning.Fyrirtækin sem hafa pantað sýningarbása hafa yfirleitt tekið stóra bása og eru minnstu básarnir 20 fm.
Í næstu viku verður listinn klár um hvaða fyrirtæki verða á sýningunni og mun ég byrta hann þá.
Endilega ef þið vitið um einhver fyrirtæki sem ættu að vera á sýningunni sendið mér þá upplýsingar á syning@f4x4.is um nafn fyrirtækis, síma og tengilið.Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
26.05.2013 at 13:25 #766015Sæl.
Það er alltaf einhvað sem maður gleymir samt þegar verið er að setja inn einhverjar upplýsignar.
Það sem ég gleymdi í pistlinum var hvenær sýninginn yrði en dagsetningin er 13, 14 og 15 september 2013, þ.e. syningin opnar föstudaginn 13. september kl. 17:00 með smá ræðuhöldum og skemmtilegheitum.
Endilega eða það eru einhverjar spurningar eða hugmyndir fyrir okkur um sýninguna þá endilega látið okkur vita.kveðja
Sveinbjörn
17.05.2013 at 21:12 #766075Sæll Elvar og velkominn í Ferðaklúbbinn 4×4. Gaman að sjá þig koma sterkan inn á spjallinu. Vonandi sé ég þig á fimmtudagskvöldið upp á Höfða kl 21:00, þá verður spjallfundur um sýningun sem klúbburinn heldur í Fífunni núna í sept. Besta leiðin til að kynnast félögunum í klúbbnum er í gegnum starfið ef þú tekur virkan þátt í starfi klúbbsins átt þú eftir að kynnat eðalfólki (ég tala af reynslunni). En enn og aftur velkominn í klúbbinn.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4
17.05.2013 at 18:30 #223719Sæl.
Nú þegar er hafinn sala á sýningarbásum í Fífunni. Mörg fyrirtæki hafa sýnt sýningunni áhuga. Það er mjög gaman að sjá hve fyrirtækin eru áhugasöm. Ég er búinn að tala við nokkur fyrirtæki sem óskuðu eftir að láta taka frá fyrir sig eftirfarandi: Bílabúð Benna 80 fm bás, Artick Truck 400 fm, Garmini búðin 60 fm, Atlansolía 8 fm Poulsen 20 fm, Wurth 20 fm og Klettur 20 fm. Einnig er búið að tala við önnur fyrirtæki sem eru að skoða málið.
Opnunartími sýningarinnar verður frá föstudegi til sunnudags.
Eða grand opening kl. 17:00 á föstudeginum en miðasalan opnar kl. 18:00 og verður opin til 20:00, áætlað er að loka kl. 22:00.
Á laugardeginum opnar miðasalan kl. 12:00 og verður opin til 18:00 húsið lokar kl. 20:00.
Á sunnudeginum opnar miðasalan kl. 12:00 og verður opin til 18:00 en þá verður farið að vinna í að keyra bílana út.
Hugmyndin er að leggja áherslu á laugardaginn og er hugmynd að Bylgjan verði með beina útsendingu frá sýningunni, Fjallabræður heiðra okkur vonandi með nærveru sinni og kanski einhvað meira. Allar hugmyndir eru vel þegnar.Einnig er hugmynd að vera með opinn fund um 21:00 upp á höfða á fimmtudaginn 23. maí og fara yfir stöðuna. Allir eru velkomnir og endilega komið með hugmyndir.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
10.05.2013 at 20:07 #765415Sæl
‘eg ætla að byrja á því að þakka fráfarandi stjórn fyrir góðstörf á síðastliðna ári. Hafliði er búin að vera frábær og á klúbburinn honum mikið að þakka. Nýja stjórnin og varamenn munu hittast á sínum fyrsta fundi næstkomansi þriðjudag kl. 17:15. Farið verður yfir stöðu mála og einnig hvaða stefnu þessi stjórn ætlar að taka. Persónulega tel ég fyrsta málið að styrkja innra starf klúbbsins og finna leiðir til að fá yngra fólk til að ganga í klúbbinn. Ekki verður nein stefnubreyting í starfi klúbbsins en allar hugmyndir eru þegnar með þökkum.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
28.04.2013 at 14:02 #226014Fundur um afmælissýningu klúbbsins verður haldinn upp á Höfða kl. 20:00 mánudaginn 29. apríl. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eða koma með hugmyndir eru hvattir til að koma og láta heyra í sér.
Farið verður yfir hugmyndina af sýningunni og einnig skipulag hennar. Ef þú veist um bíl sem hægt er að sýna eða langar til að sýna þinn bíl þá þarftþú að láta vita af þér.ALLIR VELKOMNIR.
Sýningarnefnd afmæslisýningar Ferðaklúbbsins 4×4
25.04.2013 at 18:38 #765383Sælir.
Eru menn ekki að fara fram úr sér núna?? Á ekki bara að borga öllum sem gera eitthvað fyrir klúbbinn???
Ef svo færi að klúbburinn færi að borga formanni einhverjar 100 þús. kr. á mánuði þá væri það fín greiðsla sem þjáningarbætur fyrir eiginkonuna og fjölskylduna því það fer mjög mikill tími í að sinna störfum félagsins. Að ráða framkvæmdarstjóra í fullt eða hálft starf fyrir klúbbinn þá þyrfti að lámarki tvöföldun á félagsgjöld. Slíkur maður fengist ekki undir 600 – 1 millj. á mánuði. Starfið er áhættustarf þar sem klúbburinn er félagasamtök og er algjörlega bundin tekjum af félagsgjöldum auk þess sem skipt er um stjórn á tveggja ára fresti, þannig að framkvæmdarstjórinn er alltaf að vinna fyrir nýja stjórn og veit ekkert hvernig verður að vinna með næstu stjórn.
Upphaflega var félagið stofnað sem áhugamannafélag og hefur verið rekið þannig hingað til. Ef við förum að greiða td. bensín á þá bíla sem eru að fara í stikuferðir, skálaferðir eða litlunefndarferðir þá er öll áhugamennskan farinn og lang best að stofna frekar fyrirtæki um starfsemina og verða eins og FÍ.
Við verðum að fara varlega í að stíga þessi skref, en ég er sammála að það gæti farið svo að við yrðum að lokka góða menn í starfið með því að bjóða upp á greiðslu fyrir formennskuna.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-043
01.04.2013 at 22:30 #225860Sæl.
Nú er dagsetningin á sýningunni ákveðin en sýningin verður haldin 13 – 15 sept. 2013 í Fífunni í Kópavogi.
Við svona stóran viðburð þurfa margar hendur að koma að vantar okkur fólk sem er til í að taka að sér verkefni við undirbúning sýningarinnar.
Endilega látið okkur vita hér eða á syning@f4x4.is.
Í þessari viku setjum við inn nefndir sem við erum að hugsa um að stofna undir sýningarnefnd sem sæu um ákveðna þætti vegna sýningsrinnar. Nú þegar er búið að setja á fót bílavalsnefnd sem hefur hafið störf og er að að leita af bílum á sýninguna því nú verðum vi með fleirri bíla inni en síðast og með útisvæði.
kv.
Sveinbjörn R-043
16.03.2013 at 23:23 #764465Var að tala við Loga Ragnars og var Jeep hópurinn kominn niður á veg og voru að pumpa í. Veður er slæmt og færð er erfið. Einhverjir bílar eru enn upp á jökli og gengur ferð þar illa, einhverjir vel útbúnir bílar fóru aftur upp á jökul til aðstoðar og eins eru snjóbílar á leið upp á jökul til að ná í þá sem eru þar og eru í basli.
16.03.2013 at 21:36 #764459Var að heyra í Jepp genginu þeir eru að verða komnir niður á veg eiga eftir ca 7 km niður á veg.
Veðrið er slæmt upp á jökli og erfitt færi. Snjóbílar eru komnir á svæðið og er fólk að flytja sig yfir í snjóbílana.
06.02.2013 at 17:42 #763403Sælir.
Ég held að þennan ónefnda mann þurfi ekki að nafngreina en sjánlegt er þetta enn og aftur sami þverhausinn sem eingöngu hugsar um sina eign hagsmuni og hefur í gegnum árin legið á hægri eyra ráðherra með misgáfulegu hvísli fyrir þjóðina en þeim mun hagkvæmari fyrir sjálfan sig.Mér er lífsins ómugulegt að skilja hvað manninum gengur til með þeim áværingum og dónaskap sem hann sínir með skrifum sínum. En reyndar eftir að hafa hitt hann, talað við hann og heyrt hvernig hann romsar upp úr sér orðum þar sem eiginhagsmunarsemi og hroki eru í fyrirrúmi þá fer ég að skilja hvers vegna við þurfum að standa í þeirri baráttu sem við erum í í dag.
Ég segi bara enn og aftur við höldum áfram og við ætlum að ýta þessum aðilum aftur ofaní sínar eigin grafir þar sem þeir geta tuðað um sína eiginhagsmuni. Athugið ÍSLAND ER FYRIR ALLA ÍSLENDINGA ekki fámennan hóp sem vill hrekja okkur í burtu svo hægt sé að selja ríkum útlendingum aðgang að þjóðareign okkar.
Kveðja
Sveinbjörn R-043
06.02.2013 at 11:43 #225537Sæl öll og takk fyrir flottan fund í gær.
Nú langar mig til að heyra hvernig ykkur fanst fundurinn, hverju má breita og hvað ykkur fannst um framsögur þingmannanna og okkar sem sátum í panelnum.
Endilega komið með kommennt og látið í ykkur heyra.
Kveðja
Sveinbjörn
27.01.2013 at 18:43 #763015Sæl
Ég legg til Jón þóroddur að þú lesir lögskýringarnar með lögunum líka.
kv.
Sveinbjörn
15.01.2013 at 22:15 #225379Sæl.
1. umræða um náttúrverndalögin fór framm á Altþingi í dag hér er linkurinn á umræðuna skoðið þetta.http://www.althingi.is/altext/upptokur/?lidur=lid20130115T140627
Nú er kominn tími til að láta heyra í sér, komið með komment á umræðuna svo við getum rætt málið hér á vefnum.
P.S. Var að heyra að kosningarslagorð Svandísar yrð: Ferðafrelsi eða Svandís……..Kv.
Sveinbjörn
25.12.2012 at 18:14 #761885Sælir. Mér finnst gleymast svoldið í umræðunni, akstursmátinn á umræddri bifreyð, hvort einhver sé í rétti eða ekki skiptir engu máli. Í dag eigum við undir högg að sækja og margir sem vilja banna alfarið breyttar bifreyðar í umferðinni í bænum,. Það þýddi að við fengjum nánst hvergi að vera. En það er rétt að við sem ökum breyttum bifreyðum eigumn að sína fordæmi í umferðinni og aka eins og menn, þegar svona aksturmáti sést þá fá þeir sem eru á móti okkur vopn í hendurnar til að setja reglur og annað sem gæti leitt til þess að akstur breyttra bifreyðra yrði bannaður innan borgarmarkanna. Margir lesa þetta og hlæja út í annað og hugsa með sér að það yrði alrei bannað, en bara til að minna ykkur á það voru líka margir sem hlógu þega við höfðum áhyggjur af lokun hálendisvega eins og Vikrafellsleiðar og Vonarskarðs.
Við verðum að vera til fyrirmyndar og sýna að við séum mneð næga dómgreind til að eiga svona ökutæki, því miður er þetta dæmi ekki það eina sem ég hef heyrt af, verst þegar ég heyri þetta inn úr ráðuneytinu eða á fundum hjá Umhverfistofnun.
Jólakveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-043
22.12.2012 at 00:58 #760913Sælir.
Á sinum tíma varð samkomulag á milli Ferðaklúbbsins 4×4, Landsambands vélsleðamanna og staðarhaldara í fólkvanginum í Bláfjöllum að jeppa- og vélseðamenn héldu sig frá Bláfjallarsvæðinu. Þetta er búið að vera þannig í mörg ár og það er sjálfsagt að jeppamenn virði það að þetta er fólkvagur og stundi sinn akstur á snjó annarstaðar.
Það sama má geta um Hveradalasvæðið að Jeppa- og vélsleðamenn hafa haldið sig norðanmeginn við þjóðveginn og skíðamenn hafa verið sunnanmeginn þetta hefur gengið vel hingað til og sjálfsagt að virða þessi svæði skíða og gönguskíðamanna.
Kveðja
Sveinbjörn R-043
14.12.2012 at 17:43 #760695Glæsileg mynd af Loga hann er fjölhæfur, þegar hann er ekki lukkutröll þá er hann jólasveinn.
kv.
Sveinbjörn
10.12.2012 at 18:03 #760689Þetta kvöld var mjög flott hjá AT og eiga þeir stóran heiður skilið fyrir sitt framlag. En ekki má gleyma jólasveininum sem að venju mætti og eldaði þetta ljúffenga jólasúkkulaði með rjóma og alles, Einar Sól stóð síðan vaktina í sjoppunni eins og vanalega en við hinir sem reyndum að komast í fótspor hans vorum reknir hið snarasta vegna okurverðs. En ég segi enn og aftur takk fyrir mig og gaman að sjá hve margir mættu.
Kv.
Sveinbjörn R-43
10.12.2012 at 17:59 #761153Bíll nr. 3 er Bronco sem Einar Ingi átti, sá var oft upp í Setri og ef mig minnir rétt til þá var hann smiður eins og Einar nafni hans.
Kveðja
Sveinbjörn
04.12.2012 at 17:05 #761137Ef ég man rétt þá heitir sá sem er nr. 5 Einar og er smiður, nr.6 er konan hans. Sá sem er merktur nr. 9 er Guðbjörn Grímsson eða Bubbi í Pólum ekki Anton Schmidhauser.
Best væri að reyna að kalla saman einhvað af þeim sem eru þekktir á myndinni og reyna að fá þá til að rifja þetta upp. Því ef satt skal vera þá þekkti ég varla myndina af mé með fullt af hári og svona asskoti spengilegur. Þetta er orðið svo langt síðan að maður man þetta tímabil varla eða þegar maður þurfti ekki að haf húfu til að halda á sér hita á hausnum.
Kveðja
Sveinbjörn R-43
-
AuthorReplies