Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.09.2013 at 18:56 #378877
Þessi linkur á að vera efstur.
05.09.2013 at 12:12 #378849Sæl.
Gaman að sjá þessa umræðu hér á vefnum Það hefur plagað mig mikið að ungt fólk hefur ekki tekið mikinn þátt í starfi félagsins. Við gömlu skarfarnir eigum til að gleyma hvernig við vorum þegar við vorum að byrja. Ég mað að þegar ég byrjaði voru uppi nöfn eins og Fjalli, Hveravalla skreppurinn, Svarta slæðan og margt annað. Kolbeinn Pálsson var þá með mikið breyttann Bronco á 38″ dekkjum þessi bíll dreif allt, það var ekkert sem stoppaði hann. Á þessum tíma vorum við með 33″ dekk og jafnvel að prufa að vera með tvöföld dekk til að drífa. Keðjur voru enn vinsælar. En nú höfum við þróað ferðamennskuna hjá okkur og keypt okkur í gegnum árin dýrari og flottari tæki. Ég myndi ekki vilja í dag byrja með tvær hendur tómar og kaupa eitt stk. breyttan bíl og þá meina ég fullbúin helst á 49″ Ford helst ekki eldri en 3 -5 ára. Nei þetta tekur lengri tíma og að hluta til skil ég menn sem hafa eytt óhugnanlegum tíma og peningum í að byggja upp bílana sína en við megum aldrei gleyma að einhverstaðar byrjuðum við. Þá á unga fólið að koma inn og taka í taumana, kenna okkur og veita okkur aðhald.
Nú í dag er stjórn félagsins skipuð 5 mönnum og tveimur varamönnum sem taka fullan þátt í starfi stjórnarinnar. Í stjórn er einn stofnfélagi (Friðrik), tveir mjög gamalreyndir (ég og Árni Bergs), Elín Björg ritari sem er að sjálfsögðu mjög ung en gamalreyndur jeppamaður(kona) og þrír ungir félagar Samúel, Bæring og Gunnar Ingi.
Samsetningin á þessari stjórn er til að höfða til sem flestra fá ný sjónarmið og efla þar með klúbbinn. Mér finnst frábært að sjá menn koma fram eins og á síðasta fundi og gefa kost á sér í Ungliðanefn, nefnd sem á að fá að koma með hugmyndir og styðja við starf yngri félaga í klúbbnum.Endilega haldið áfram að koma með innlegg um þessi mál við verðum að snúa taflinu við og gera Ferðaklúbbinn að öflugu félagi fyrir alla aldurshópa.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
03.09.2013 at 12:28 #766063Sæl.
Að sjálfsögðu er þetta sýning fyrir alla fjölskylduna, eins og þær sýningar sem ég hef haldið hafa þær alltaf heitið Ferða og útivistarsýning fjölskyldunnar. Nú reyndar heitir sýningin bara 30 ára afmælissýning Ferðaklúbbsins 4×4.
Þema sýningarinnar á að vera kynning á ferðamennsku félagsmann og kynning á starfsemi klúbbsins.
Bílar félagsmanna verða til sýnis auk þess sem fyrirtæki sýna vörur og þjónustu er sem er tengd okkar ferðamáta.
Samkvæmt upplýsingum er búið að hafa samband við Hjálpasveitir sem koma og kynna bílana sína og starfsemi sem og hefur Landsbjörg verið boðið að koma og kynna Jöklaverkefnið og fl.Allt þetta á að höfða til fjölskyldunnar því þetta er ákveðinn lísstíll sem öll fjölskyldan tekur þátt í.
Allar hugmyndir eiga rétt á sér og við verðum að skoða allt. Margar hugmyndir sem koma úr breinstormi geta orðið að einni asskoti góðri hugmynd, Þannig að endilega haldið áfram með breinstorm og látið flakka.
kv.
Sveinbjörn
01.09.2013 at 20:11 #766055Fyrirgefðu Jón Guðmundur man þetta næst.
En varðandi plan af sýningunni þá er verið að vinna í þeim málum og raða inn bílunum. Það er Bílavalsnefndin að gera í samvinnu víð Ágúst og þá sem sjá um eldvarnareftirlitið. Vonandi verður planið lagt fram á mánudagsfundinum. Varðandi opnunina þá skýrist það vonandi fyrir mánudagsfundinn. Opnuninn verður kl. 17:00 og vonandi getur sá sem á að opna sýninguna komið. Eftir er að semja um einhverjar veitingar á opnuninni og eins er ég að reyna að fá Fjallabræður til að taka nokkur lög.
Ef einhverjir þekkja rétta með í Fjallabræðrum þá er um að gera að láta mig vita. Eins einhverjar aðrar hugmyndir ef þessar klikka…..
Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
30.08.2013 at 22:49 #766049Glæsilegt Jón Gunanr.
Ég er búin að heyra í Litlunefndinni, Skálanefndinni og smá uppl. frá Umhverfisnefndinni. Aðrar nefndir hafa ekker haft samband.
Vonandi fer nú eitthvað að gerast í þeim málum.
Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
30.08.2013 at 22:45 #767195Sæl.
Á ég að trúa því að enginn áhugi sé fyrir félagsfundunum???
Hvernig væri að taka tæknimálin fyrir.
1. Fjöðrun: Nú eru margar gerði fjöðrunarbúnaðar í gangi gaman að fá einhverja til að kynna fjöðrunarbúnað sem þeir eru með og reyna að fá þá til að selja okkur hvað sé best.
2. Vélar: A jsálfsögðu þykir hver sín vél best fá einhverja til að taka saman kosti og galla og gera á sama hátt og föðrun.
3. Skynjarar í vélum: Spurning að finna einhvern sem getur sagt okkur eitthvað um þessa skynjara í vélunum.Einnig að fá félagsmenn til að kynna bílana sína.
Endilega komið með einhverjar nýjar hugmyndir.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
29.08.2013 at 23:57 #766045Hvernig væri að halda þessum þræði uppi.
Hér er á ferðinni einn stæðsti viðburður félagsins, fyrir 5 árum héldum við eina glæsilegust bílasýningu sem haldin hefur vreið hér á landi og þó víðar væri leytað. Spurt er hvar finna aðrar þjóðir svona mikið magn af breyttum bílum ?????
Hvernig væri að félagsmenn sýndu þessu nú smá áhuga það eru bara 14 dagar þangað til að sýningin verður opnuð.
kv.
Sveinbjörn
29.08.2013 at 23:52 #767199Flott samsetning.
Þið eruð að vinna glæsilegt starf.
Kv.
Sveinbjörn
28.08.2013 at 12:50 #767175Jú núna sér maður fosinn betur
28.08.2013 at 12:03 #767171Mér fannst nú fyrri myndirnar tvær vera betur teknar. Fossinn naut sín betur
28.08.2013 at 08:56 #766043Sæl.
Flott hjá þér Jón Gunnar. Enn hefur ekkert heyrst frá nefndum klúbbsins. Tíminn styttist miklu hraðar en við höldum. Núna um helgina verða Ljósanætur í reykjanesbæ og erum við að útbúa plaggöt sem hægt verður að setja upp til að auglýsa sýninguna. Á félagsfundinum 2. sept geta félagsmenn sem vilja hengja auglýsingar í gluggan á bílnum sínum fengið plaggöt hjá okkur. Það er áríðandi að þeir sem sýna bílana sína mæti á fundin í bíósalnum á, Loftleiðum, Hótel Natura á mánudaginn kl. 20:00. Sýningarsjórn ætlar að hittast á fimmtudagin og fara yfir stöðuna til að geta gefið sem mestar upplýsignar á félagsfundinum. Það sem vantar núna er að taka niður nöfn allra þeirra sem vilja og geta hjálpað okkur á sýningunni. Það vantar fólk í: Miðasölu, við að rífa af miða, umsjón í sal, í veitinga og minjagripasölu í sal og í veitingarsölu á 2. hæð. Búið er að fá teymi sem mun sjá um allt er snýr að bílastæðamálum úti. Nú er bara að srífa sig að skrá sig á syning@f4x4.is og helst að láta vita hve mikið viðkomandi getur unnið. Fram þarf að koma nafn, sími og netfang.
Og svo eins og alltaf ef þið hafið skemmtilegar hugmyndir þá endilega komið með kommennt.
Kv.
Sveinbjörn
26.08.2013 at 09:53 #766039Flott framtak hjá þér jón Gunnar.
Nú er bara sjá hvað nefndirnar vilja gera.
Eru menn með einhverjar nýjar hugmyndir????
Kv. Sveinbjörn
23.08.2013 at 10:44 #766035[quote="jong":my2yvlb8]Við vorum aðeins að ræða á fundinum í gær varðandi skjái og skjávarpa í básunum.
Skjávarpar virka ekki, þannig að það þarf að redda flatskjám.
Ég hef hingað til fundið 3 fyrirtæki sem leigja flatskjái;Nýherji
Exton
Hljodx.isÉg ætla að heyra í þeim öllum og athuga hvaða stærðir og fjölda þeir eru með.
Ef eihver veit af fleiri fyrirtækjum má hann endilega setja línu hérna inn.[/quote:my2yvlb8]
Flott framtak og takk fyrir.
Kv.
Sveinbjörn
23.08.2013 at 10:37 #766033Glæsilegir fundir upp á Höfða í gærkvöldi. Mikið spjallað og margt fróðlegt sem rætt var um. Það er greinilegt að starfsemi klúbbsins er sterk þó það sjáist ekki á vefnum okkar og skili sér ekki nóu vel til annarra félagsmanna sem geta ekki mætt á fimmtudagskvöldum né á mánaðarlega fundi okkar fyrsta mánudag í hverjum mánuði (fyrsti fundur starfsársins verður 2. september næstkomandi). En aftur að fundunum farið var yfir skipulag sýningarinnar og ýmislegt rætt, ég grauta þessu öllu saman eins og um einn fund hafi verið að ræða.
<strong>Fyrsta mál sem tekin var fyrir</strong>, var bílavalsnefnd. Þeir eru búnir að vera ótrúlega duglegir við að leyta og finna bíla á sýninguna. Yfir 140 bílar eru komnir og eru einungis um 2 sem hafa verið á sýningum klúbbsins áður (ótrúleg gróska).
<strong>Næst var farið yfir útisvæði</strong> Palli Hall og Jói eru að skoða málin og munu í samvinnu við bílavalsnefnd finna bíla sem verða við og í kringum anddyrið. Palli kom á sýnum tíma með hugmynd um að taka frá ákveðin bílastæði við Fífuna þar sem þeir sem væru að starfa á sýningunni og vildu sýna bílana sína myndu leggja.
<strong>Kynningarmál klúbbsins:</strong> Verið er að finna til efni og myndir til að sýna starfsemi klúbbsins í þau 30 ár sem hann hefur starfað og munu Árni Bergs, Hjalti magnússon og Kristján Kolbeinsson vinna að þeim málum og vonandi fá þeir menn eins og Þorgrím í Keflavík, Eyþór Ólafsson og Ólaf Ólafsson til að aðstoða sig við málin. Einnig var skoðað með hvaða mynjagripi við hefðum til sölu og hvernig við gætum kynnt fólki klúbbinn og skráð í klúbbinn.
<strong>Veitingarsala:</strong> Búið er að ákveða að hafa veitingarsöluna upp á 2. hæð (fyri framan þar sem við sýnum myndir og kynningar) en þar er fullbúið eldhús og söluborð. Þar af leiðandi verður nánast engin veitingarsala í stóra salnum (enda ekki gott að fá matarleifar og kaffi í gerfigrasið) en hugmynd um að selja bara kók og prins.
<strong>Aðkoma deilda að sýningunni:</strong> Aðkoma allra deilda klúbbsins er mjög áríðandi og myndi sýna styrk klúbbsins og gefa sýningunni skemmtilegri yfirbragð. Á síðustu sýningu 2008 var aðkoma deilda klúbbsins frábær, bæði komu þeir með áhugaverða bíla og kynntu starfsemi sína á skemmtilegan og lifandi hátt. Þetta sýnir enn og aftur hve sterkir við erum þegar við tökum höndum saman.
<strong>Aðkoma nefnda kúbbsisn:</strong> Þessi liður var ræddur á fundinum kl. 20:00 og var fjörug umræða um aðkomu nefndanna. Auðvita er best að nefndirnar og deildirnar komi með sýnar hugmyndir af því hvernig þeir vilji kynna sig. Það gerir mikla fjölbreitni og sérstakt yfirbragð á sýninguna. Á fyrsta félagsfundi munu nefndirnar kynna hvaða hugmyndir eru að fæðast. (ath á síðustu sýningu var ekki hægt að nota myndvarpa í salnum) Rætt var um að reyna að finna einhvern sem væri tilbúinn að lána eða leigja okkur sjónvörp í sýningarsalinn, ef einhver þekkir til svoleiðis þá endilega látið vita.
<strong>Þá kemur að fyrirtækjunum:</strong> Eins og er eru 14 fyrirtæki eru búin að tilkynna þátttöku á sýninguna. Fjöldi fyrirtækja verður svipaður og á síðustu sýningu og má segja að flest fyrirtækjana voru með okkur á síðustu sýningu. Fyrirtæki sem búin eru að staðfesta komu sína á sýninguna eru: Bílabúð Benna, Bílanaust, Atlanntsolía, Garmini, Kraftar og Afl, Cintamani, N1, Skeljungur, Klettur, Paulsen, Wurth, Artick Truck og Bílasmiðurinn. Beðið er eftir staðfestingu frá Verkfæralagernum, Íssól, Ásbirni Ólafssyni og einu símafyrirtæki. Þó ber að gæta að Vífilfell og Ásbjörn Ólafsson haf alltaf styrkt klúbbinn á sýningum og verður engin breyting þar á. Styrktaraðilar eru: Ásbjörn Ólafsson, Vífilfell, Cintamani og Bylgjan.
<strong>Auglýsingarmál:</strong> Búið er að semja við 365 miðla um auglýsingar fyrir sýninguna og munu byrtingar hefjast á Stöð 2 um helgina og á öllum rásum félagsins, Bylgjan mun hefja auglýsingar 5. sept og Fréttablaði í sömu viku og sýningin hefst. Varðandi sýningarskrá þá munum við gefa út sýningar SETUR þar sem sagt verður frá starfi klúbbsins og gamna ef hægt væri að byrta einhverjar skemmtilegar ferðasögur frá félagsmönnum eða upplyfun félagsmanna á félaginu og starfsemi klúbbsins. Seldar verða auglýsingar í Setrið en ekkert hefur verið byrjað á þeim málum.
<strong>Loka orð:</strong> Endilega ef þið hafið hugmyndir er varða sýninguna eða lumið á góðri sögu í sýningar SETRIÐ þá endilega látið okkur vita á syning@f4x4.isKveðja
Sveinbjörn Halldórsson
22.08.2013 at 16:25 #766029Hvernig er með landsbyggðadeildirnar er ekki kominn hugur í ykkur vegna sýningarinnar.
kv.
Sveinbjörn
22.08.2013 at 15:06 #766027Sæl.
Nú er heldu betur farinn að styttast tíminn að sýningunni sme verður núna 13, 14 og 15 september í Fífunni.
Í kvöld fimmtudag verða í raun þrír fundir um sýninguna fyrsti fundr er kl. 17:15 fyrir sýningarnefnd. annar fundurinn verður kl. 19:00 þá geta allir sem áhuga hafa á sýningunni mætt og tekið þátt í undirbúningi og spurt sýningarnefndina. Þriðji fundurinn verður kl. 20:00 með nefndum klúbbsins og verður þar farið yfir fyrsta fund félagsins og aðkomu nefndanna að sýningunni.
Nú verða allir að mæta til að gera þessa sýningu veglega og að sjálfsögðu þannig að við getum verið stolt af henni (eins og alltaf hefur verið).
19.08.2013 at 10:58 #767033Sæl
þakka fyrir frábæra skemmtun á afmælishátíðinni í Setrinu um helgina. Skálanefndarmenn og aðstoðarmenn hafa staðið sig eins og hetjur við að byggja neyðarskýlið sem er glæsilegt í alla staði. Ekki má gleyma Setrinu sjálfu en það er í glæsilegu ásikomulagi. Enn enn og aftur takk fyrir mig.
kv.
Sveinbjörn Halldórsson. R-43
15.08.2013 at 10:50 #226399Sæl.
Nú er svo komið að Jón snæland er að leggja lokahönd á bókina okkar og verður hún send í prentun núna um mánaðarmótin (ágúst – sept). Það eina sem eftir er að gera er að selja auglýingar í bókina og hefur Einar Sól farið um og selt auglýsingar. Nokkur fyrirtæki hafa panntað hjá honum eða allanvegan gefið vilyrði fyrir kaupum á auglýsingu. Ég vil líka bjóða félagsmönnum að kaupa auglýsingu í bókina fyrir sig eða fyrirtækin sín.
Sú hugmynd kom upp að ef félagsmenn vildu kaupa svokallaða logó auglýsingu og nýta hana með því að setja mynd af bílnum sínum og síðan kveðjuorð undir, þá kæmi það mjög flott út. Kostnaður af svoleiðis auglýsingu er með vaski 25,100 kr. auk þess var hugmynd að þeir sem vildu kaupa svona auglýsingu fengju síðan góðan afslátt á bókinni (verð bókarinnar er ekki ákveðið).Kv.
SveinbjörnHér er bréfið sem sent er á fyrirtækin (bókin vrður í A4 broti):
Reykjavík 13. ágúst 2013Ágæti viðtakandi.
Ferðaklúbburinn 4×4 varð 30 ára fyrr á þessu ári. Af því tilefni er nú unnið að gerð bókar sem áætlað er að komi út síðar á þessu ári en í henni verður sögð saga klúbbsins í máli og myndum allt frá stofnun hans fram á þennan dag. Fyrir liggur að útgáfa sem þessi er mjög kostnaðarsöm og hefur klúbburinn því ákveðið að leita til félagsmanna sem og annarra velunnara félagsins varðandi stuðning við þetta verkefni. Stuðningurinn verður í því fólginn að hægt verður að kaupa auglýsingar sem birtast munu í bókinni.
Hér að neðan má sjá verðskrána:
Logó auglýsing Stærð 90 X 55 mm 25.100,- krónur með virðisaukaskatti.
Kvartsíðu auglýsing Stærð 90 x 115 mm 43.925,- krónur með virðisaukaskatti.
Hálfsíðu auglýsing Stærð 184 x 116 mm 73.300,- krónur með virðisaukaskatti.
Heilsíðu auglýsing Stærð 368 x 235 mm 125.500,- krónur með virðisaukaskatti.
Ef keypt er hálf- eða heilsíðu auglýsing fylgir með eitt eintak af bókinni árituð.
Ef þú hefur áhuga að að styrkja klúbbinn með kaupum að einhverju af ofangreindu ertu vinsamlega beðinn um að hafa samband við skrifstofu klúbbsins í síma 568-4444 eða með tölvupósti á F4x4@f4x4.is fyrir 30. ágúst 2013.Bestu kveðjur.
Ferðaklúbburinn 4×4.
10.06.2013 at 23:51 #766431Glæsilegur árangur hjá þeim sem fóru í ferð Umhverfisnefndar í Þjórsárdalinn um helgina. 2100 plöntur gróðursettar og 600 kg. af áburði dreift, þetta er glæsilegt og til hamingju með þetta.
Kveðja
Sveinbjörn
04.06.2013 at 23:46 #766335Sæl.
Nú er maður búinn að lyggja undir feld og hugsa og hugsa lesa hvern þráðin á fætur öðrum og tala við sérfræðinga. Bestu kynninguna fékk ég reyndar á félagsfundinum í gærkvöldi og eftir eitt símtal í smið í dag þá ákvað ég að kjósa Aluzinkið. Það er rétt að Steni útlitið gæti orðið heilsteyptara á svæðinu en það þarf ekki að vera. Menn eiga að hætta að tala um 850 þús eins og það skipti ekki máli við rekstur félagsins, málið er að það skiptir miklu máli. Reynum að hugsa þetta eins og við séum að byggja fyrir okkar eigin peninga sjóðir félagsins eru ekki óþrjótandi.kv.
Sveinbjörn Halldórsson
-
AuthorReplies