Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.11.2016 at 21:17 #941086
Sælir og takk fyrir flotta umræðu hér á vefnum. Eins og er er verið að vinna að nýjum vef sem er í raun alveg eins og þessi en byrjar á núll punkti til að byrja með. Allt er þetta gert til að fá upp meiri hraða en það er eins og Sigurður segir hér að ofan þá er vefur klúbbsins búin að vera í ýmskonar vefumsjónarkerfum og tala þau því miður ekki öll saman. Nú er verið að einfalda vefinn ma. taka spjallið út og setja á þekkt spjallsvæði með tenginu við aðalsíðu klúbbsins sem í raun verður upplýsingasíða og heldur utanum efni sem sett er á spjallsíðuna og á undirsíður vefsins. Þar verða vonandi nefndar og deildarsíður og þá í raun verið að safna saman öllu um klúbbinn á einn stað. En í dag er hann út um allt á fésinu og í raun ekkert sem heldur utan um hann. Vonandi verður þessi nýji vefur okakr tilbúin til að fara í loftið mjög fljótlega en verið er að prufukeyra hann og íslenska það sem þarf að íslenska.
kveðja
Sveinbjörn vefnenfdarmaður
02.11.2016 at 09:04 #940990Splunku nýr listi fyrir Árshátíðina, endilega farið yfir og látið vita ef þarf að lagfæra ég er rosa góður í að laga eftir mig…. (eða láta aðra gera það)
Viðhengi:
27.10.2016 at 16:40 #940975Nafnalistinn er kominn hann er hér í viðhengi endilega kýkið á hann og látið vita ef ykkur vantar inn…
Viðhengi:
26.10.2016 at 12:31 #940966Skemmtinefndinn verður með miðasölu í kvöld miðvikudaginn 26. október frá kl. 20:00 – 21:00
26.10.2016 at 12:26 #940965ÁRSHÁTÍÐ
Ferðaklúbbsins 4×4
Lagardaginn 5. nóvember 2016
Nú er komið að því Árshátíð Ferðaklúbbsins er haldin.
Að þessu sinn var Súlnasalur Hótel Sögu fyrir valinu.
Dagskrá hátíðarinnar:
Mæting kl. 19:00 (hugmynd að vera með koktel)
20:00 hátíðin sett af formanni Ferðaklúbbsins 4×4
Veislustjórinn 2016 er hinn eini og sanni Haldór G. Hauksson (Halli Gulli).
Borðhald hefst fljótlega eftir setningu
Matseðill kvöldsins:
Súpa
Sætkartöflu- og graskerssúpa með brauðbollum
Forréttir
Grafinn lax, reyktur lax, heitreyktur lax, nautacarpaccio, hráskinka með klettasalati, rækjukokteill, reyktur makríll á eggi
Aðalréttir
Nautaprime, lambalæri, kalkúnabringur, ristaðar kartöflur og sætkartöflur,
steikt rótargrænmeti, kartöflugratín, brúnkál, rauðvínssósa, bernaisesósa
Meðlæti
Ristað broccolí með möndluflögum, grænt salat, grískt salat,
graflaxsósa, piparrótarsósa
———
Kaffi og konfekt
Aðalskemmtikraftur kvöldsins verðu enginn annar en
Jónsi í svörtum fötum
Sá sem síðan heldur uppi öllu fjörinu eftir það er enginn annar en
KIDDI BIGFOOT
sem snéri geisladiskunum með sinni alkunnu snilld á síðstu
Þeir sem hafa áhuga endilega skráið ykkur hér á síðuna miðaverð er aðeins 7.000,-
Með kveðju Skemmtinefnd
04.10.2016 at 15:15 #940869ÁRSHÁTÍÐ
Ferðaklúbbsins 4×4
Lagardaginn 5. nóvember 2016
Nú er komið að því Árshátíð Ferðaklúbbsins er haldin.
Að þessu sinn var Súlnasalur Hótel Sögu fyrir valinu.
Dagskrá hátíðarinnar:
Mæting kl. 19:00 (hugmynd að vera með koktel)
20:00 hátíðin sett af formanni Ferðaklúbbsins 4×4
Veislustjórinn 2016 er hinn eini og sanni ??????????.
Borðhald hefst fljótlega eftir setningu
Matseðill kvöldsins:
Súpa
Sætkartöflu- og graskerssúpa með brauðbollum
Forréttir
Grafinn lax, reyktur lax, heitreyktur lax, nautacarpaccio, hráskinka með klettasalati, rækjukokteill, reyktur makríll á eggi
Aðalréttir
Nautaprime, lambalæri, kalkúnabringur, ristaðar kartöflur og sætkartöflur,
steikt rótargrænmeti, kartöflugratín, brúnkál, rauðvínssósa, bernaisesósa
Meðlæti
Ristað broccolí með möndluflögum, grænt salat, grískt salat,
graflaxsósa, piparrótarsósa
———
Kaffi og konfekt
Aðalskemmtikraftur kvöldsins verðu enginn annar en
Jónsi í svörtum fötum
Sá sem síðan heldur uppi öllu fjörinu eftir það er enginn annar en
KIDDI BIGFOOT
sem snéri geisladiskunum með sinni alkunnu snilld á síðstu
Þeir sem hafa áhuga endilega skráið ykkur hér á síðuna miðaverð er aðeins 7.000,-
Með kveðju Skemmtinefnd
26.08.2016 at 12:43 #938469Sæl.
Suðurnesjamenn ætla að vera með akstur og bílasýningu á Ljósanótt og þá vantar bíla áhugasamir sendið póst á: matthias.sigbjornsson@isavia.is (formaður Suðurnesjadeildar)
Fyrirkomulag væri að við komum okkur fyrir á milli 11 og 12 við Duus húsin. Þá er ekki mikið af fólki á ferð og ennþá hægt að komast ferða sinna nokkuð óáreittur. Ekið verður inn um Grófina, Svæðið er lokað og öll almenn umferð bönnuð. Um kl 15 koma menn saman, hópakstur fornbíla og mótorhjóla fer á stað niður Hafnargötuna og koma sér fyrir niðurfrá á túninu hjá okkur. Við kveikjum uppí grilli, pulsum mannskapinn upp og kynnum starf klúbbsins.
Svo týnumst við út af svæðinu um kl 17:00
05.05.2016 at 17:55 #938061Sæl.
Því miður er ekki eins mikil örtröð af fólki sem langar í stjórn klúbbsins eins og í forsetastólinn.
Þeir sem sitja áfram úr stjórn eru: Friðrik Halldórsson og Logi Már Einarsson.
Árni Bergsson og Rúnar gefa kost á sér í stjórn.
Oddgeir Gylfasson situr áfram sem meðstjórnandi.
03.05.2016 at 09:56 #938054Sæl.
Langar að minna á Aðalfundinn mánudaginn 9. maí kl. 20:00 í Síðumúlanum.
Margt hefur gerst á síðasta ári og hefur klúbburinn aldrei verið öflugri. Nú er samt komið að uppgjöri og stjórnar skiptu, Á þessum fundi verður kosið í stjórn eftirfarandi:
Í stjórn:
Formaður sem situr í eitt ár.
Tvo stjórnarmenn sem sitja í tvö ár.
Einn varamann sem situr í tvö ár (hefur alltaf haft tillögu- og atkvæðarétt á stjórnarfundum).
Í nefndir :
Umhverfisnefnd.
Skálanefnd.
Tækninefnd.
Fjarskiptanefnd.
Litlunefnd.
Vefnefnd.
Það eru komnar ýmsar tillögur en alltaf er pláss fyrir gott fólk í stjórn og nefndir klúbbsins.
Ég hvet félagsmenn til að fjölmenn á fundinn og þannig að hafa áhrif á klúbbinn og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Nú ef menn eru sáttir við stöðuna eins og hún er í dag þá væri gaman að sjá menn mæta til að sýna þeim sem bjóða sig áfram í störf fyrri klúbbinn samstöðu og þá um leið þakklæti fyrir þau störf sem unnin hafa verið.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4 (ennþá)
02.04.2016 at 14:26 #937399Sæl
Heyrði í ferðaöngum áðan allt var í góðu gengi. Menn fóru upp Skjaldrbreið en þá var orðið lítið skyggni þannig að strauið var tekið inn að Slunk. Núna voru bílarnir á leið að Tjalfelli áætlaður komutími í bæjinn verður um og eftir kl. 17:00
18.03.2016 at 10:16 #937027Sæl.
Nú er Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 2016 á Vestfirði lokið. Í ferðina komu um 35 bílar sem var töluvert undir væntingum okkar sem stóðum að ferðinni. Um 60 bílar voru skráðir en töluverð afföll urðu, sum voru vegna veikinda, önnur vegna veðurútlits. En veðrið var ekki að hrella okkur jeppamennina sem fórum í þessa ferð sem var alveg ótrúlega skemmtileg í alla staði og verður okkur sem fórum í hana ógleymanleg.
Ferðalýsing er þannig: Fimmtudagurinn 10. mars (afmælisdagur klúbbsins): Lagt var af stað frá Shellstöðinni Vesturlandsvegi og ekið í átt til Vestfjarða. Fyrsta stopp var í Búðardal en þar var tekið kaffistopp og framhaldið ákveðið. Ákveðið var að fara Þorskafjarðarheiðina því það var töluvert bjart yfir. Að sjálfsögðu var stoppað í Bjarkarlundi og fákunum gefið að drekka, auk þess sem Læðan var skoðuð og mynduð. Akstur yfir Þorskafjarðarheiðina tók um klukkustund en þá komum við inn á Steingrímsfjarðarheiðina og tókum strauið inn á Hótel Reykjanes. Þar áttum við flotta stund í 600 fm. heitum potti þar sem Norðurljósin skörtuðu sínu fegursta og menn glímdu við að finna út nöfnin á stjörnumerkjunum.
Föstudaginn 11. mars var ræs kl. 8:00 og var þá haldinn fundur með öllum hópnum. Veður var sæmilegt en það gekk á með dimmum éljum en birti vel upp á milli. Ákveðið var að skella sér upp Hestakleyfina og aka yfir Eyrarfjall og koma niður í botn Mjóafjarðar. Þaðan var ekið inn í Djúpmannabúð og stoppað og skoðað. Ekið var síðan til Ísafjarðar en þá var veður orðið bjart og góð fjallasýn þannig að ákveðið var að fara uppá Breiðdalsheiðina, seinnipartinn eða um kl. 18:00. Gekk það eftir og fengu menn að spreyta sig við erfiðar brekkur og mikinn púðursnjó. Komið var aftur til Ísafjarðar um kl. 20:00 en þá tóku Fúlagengið, Sterar og Jeppgengið sig til við heljarinnar grillveislu. Var ekkert mál að finna skafl út á bílaplaninu og þar voru Lambalærin grilluð að hætti jeppamanna inn í miðri íbúðarbygggð (nágrönnunum þótti þetta mjög skrýtið).
Laugardaginn 12. mars var ræs kl. 7:00 og var haldið út í Hnífsdal þar sem Vesturlandsdeildin með Barða í farabroddi tók á móti okkur og var mæting þar kl. 8:55 ekki seinna. Veður var milt og örlítill rigningarsuddi í byggð. Ekið var frá Hnífsdal út til Bolungarvíkur og ekið inn Syðstadalsveg og inn í Syðstadal. Þar hittum við fyrir nokkuð ójafnt flatlendi sem vísaði fullhratt upp. Þarna fengu menn heldur betur að spreyta sig í brekkuklifri og endaði það svo að aðeins tveir bílar óku upp en aðrir úr Jeep gegninu þurftu smá aðstoð við efsta faratálmann en snjórinn þjappaðist mjög vel og varð mjög háll þannig að ekki var mikið grip að fá. Aðrir slógu undan og héldu sem leið lá út á Bolungarvík og fóru inn Skálavíkur afleggjarann og reyndu við Tungudalinn við Bolungarvík. Langt komumst við til að reyna við Glámuheiðina en svo fór að afföll urðu á nokkrum bílum, brotnir öxlar, leguvandamál og eldur sem varð til þess að við snérum við og ákváðum að fara frekar í Skálavík. Það gekk eftir og varð það svo að þrír bílar fóru niður í Skálavík og höfðu þar smá stopp. Áleiðini til baka hittum við svo loks fyrir Túttugengið sem þeysti niður í Skálavík. Veðrið var í raun alveg ótrúlega gott þennan dag, sól og logn þannig að ekkert var hægt að kvarta. Um kl. 14:00 var bílasýning á plani Orkunar sem er staðsett inn á Skeiði á Ísafirði. Þá var skollið á rok og rigning þannig að menn ákváðu að halda frekar heim á gististaði og leggja sig og græja fyrir kvöldið.
Kl. 18:40 mætti rútan á planið hjá bensínstöðinni og var síðan haldið inn að Hótel Ísafirði og Tútturnar teknar uppí. Ekið var þá sem leið lá út í Hnífsdal en veislan fór fram í Félagsheimilinu Hnífsdal. Þar var Vestfjarðadeildin með Vestjarðarvíkiningin í farabroddi búin að dubba salinn í sparibúning og verið að setja líka þessa dýrindins máltíð á borð. Maturinn var alveg frábær og má þar sérstaklega nefna Saltfiskinn að öllu öðru ólöstuðu. Skemmtiatriði voru í boði Stjórnarinnar sem tók nokkur lög og svo tóku þeir þau aftur. Gleðskapnum lauk síðan kl. 10:30 en þá kom rútan og fór með okkur inn á Ísafjörð. Hópurinn hittist síðan aftur á pöbbnum Húsinu (minnir mig) og var þar mjög glatt á hjalla. Flestir slógu þó af um miðnætti og fóru til síns heima, þar sem veðurspá morgundagsins var mjög slæm seinni partinn og menn vildu ná heim áður en veðrið skylli á.
Sunnudagurinn 13. mars hófst hjá okkur með eggi og beikoni sem Guðmundur Sigurðsson var búin að elda fyrir kl. 8:00 um morguninn (held að hann hafi byrjar kl. 7:00). Okkar hópur var ferðbúin um 8:00 leitið þannig að haft var samband við H-karlana sem staddir voru í Bolungarvík og þeim tilkynnt að brottför sem átti að vera kl. 9:00 yrði flýtt um hálftíma. Okkar hópur lagði síðan af stað kl. 9:40 frá Orkustöðinni Ísafirði. Ferðin heim gekk nokkuð vel hjá mínum hópi en við lentum í ýmsum veðrum, rigningu, snjóstormum og alveg ótrúlegu roki allt að 27 metrum á sec. undir Hafnarfjallinu (þá var maður stressaður á stórum Econoliner). En af öðrum hópum var í flestum tilfellum allt gott að frétta en H-karlarnir lenntu í vandræðum með snjóblásara á Steingrímsfjarðarheiðinni. Ég held að síðustu bílar frá Ísafirði hafi komið til Reykjavíkur um 22:00 á sunnudeginum. En eins og með góðan endir þá komust allir ferðalangar heilir til baka, það er fyrir mestu.
Að lokum langar mig að þakka öllum sem þátt tóku í ferðini fyrir frábæra og meiriháttar ferð, hún verður mér ógleymanleg. Nú getur maður sagt: Við fórum og við kláruðum Vestfirðina að vetri til DONE…
Að öðrum ólöstuðum langar mig sérstaklega að þakka leiðsögn Páls Hálldórs (Rally Palla) en hann gjörþekkir þetta svæði enda ók hann flutningarbílum í mörg ár á þessari leið. Við fengur margar sögur og ekki skemmdi að hann þekkti hvert einasta fjall og hverja einustu þúfu á svæðinu og sagði okkur frá staðháttum ásamt mörgum skemmtilegum sögum.
Vestfjarðardeildin með Vestfjarðarvíkingnum, honum Barða Önundarsyni í fararbroddi eiga miklar þakkir skildar fyrir allan undirbúning og móttökur á Ísafirði, það er klárt mál að ferðin hefði ekki heppnast svona vel án þeirra aðstoðar og leiðarvals.
Takk fyrir mig.
Sveinbjörn Halldórsson
Formaður Ferðaklúbbsins 4×4
02.03.2016 at 09:27 #936721Dagskrá Stórferðar (í hnotskurn)
Fimmtudagurinn 10. mars lagt af stað frá Selectstöðinni Vesturlandsvegi kl. 12:00 og haldið vestur.
Leiðaval er frjálst en samkvæmt upplýsingum er stór hópur sem ætlar upp Þorskafjarðarheiðina og þaðan niður að Hótel Reykjanesi. Þar verður gist á fimmtudagnóttinni.
Föstudaginn 11. mars er ræs kl. 7:30 og verður staðan tekin um leiðaval um daginn. Allt fer eftir skyggni og aðstæðum. Ef veður verður gott er stefnan tekinn upp Hestakleyfið, inn að Glámu og þaðan að Sjónfríði. Leiðaval til baka er ekki orðið klárt en vonir standa til að hægt verði að fara góðan hring á hálendinu og enda á Ísafirði.
Laugardaginn 12. mars. Ræs kl. 8:00 Hittingur kl. 8:30 (staðsetning ekki alveg ákveðin, en Barði formaður vestfjarðardeildar var búinn að bjóða okkur til sín í kaffisopa). Farið verður af stað í stuttan en góðan túr inn á hálendið margir staðir eru tilgreindir ma . að fara út á Göltinn, Skálavík eða tekið túrista túr um sveitirnar. Allt fer þetta eftir skyggni og veðri, en klárt mála að við gerum eitthvað skemmtilegt.
Bílasýning verður á planinu við ÓB bensínstöðina (rétt hjá Bónus, inn í firðinum) kl. 14:00 – 16:00 en eftir það fara menn heim og gera sig kláran fyrir skemmtunina um kvöldið.
Kl. 19:00 er samkoma í Félagsheimilinu í Hnífsdal en rútuferðir verða þangað frá Ísafirði. Þar verður slegið upp heljarinnar veislu með glæsilegum matseðli og skemmtiatriðum. Í boði verður grillað lamb, kalkúnn, svínakjöt og saltfiskur auk meðlætis. Skemmtiatriði verða að hætti Stjórnarinnar í formi fjöldasöngs og ef menn vilja fá að syngja einsöng er bara að panta. Gleðin mun standa til miðnættis en þá líkur gleðinni og menn fá rútuferð til Ísafjarðar.
Sunnudagurinn 13. mars hér verður blásið til heimferðar og geta menn valið hvenær þeir vilja leggja af stað. Ekkert hefur enn verið ákveðið en þessi dagur er frekar óskrifaður. Margar leiðir koma til greina sem gætu verið mjög skemmtilegar til heimferðar. Allt verður skoða á laugardeginum.
Allt leiðaval mun fara eftir veðri og þá sérstaklega eftir skyggni. Vestfjarðardeildin er að vinn að undirbúningi fyrir komu okkar og verða leiðir skoðaðar og lagfærðar (ef um hliðarhalla er að ræða) því ekki verður teflt í neina hættur með hópinn. Eins og alltaf í ferðum sem þessum ráða menn sínu leiðarvali, en heimamenn munu verða með í ferðinni og aðstoða okkur með leiðaval og sína okkur hvar best er að fara.
Í dag eru komnir yfir 50 bílar og verður skráningu lokað eftir mánudagfundinn 7. mars 2
02.03.2016 at 09:10 #936720Dagskrá
Innanfélagsmál:
Skýrsla stjórnar
Litlanefndin kynnir næstu ferð.
Fjarskiptanefndin með skýrslu um fjarskiptamál á Hlöðufelli
Stórferð yfirferð og kynning miðum verður dreift til hópa og fl.
Fyrirlestur um aflaukningu með endurforritun á vélartölvu:
Gísli Rúnar Kristinsson frá Bílaforritun.is kynnir.
Kaffi pása og eitthvað gott með…….
Kynning á smíði Hummer H2
Gísli Freyr kynnir smíði á Hummernum sínum.
Video frá Hinn heimsfrægu BINGÓ ferð sem farinn var í Setrið í blíðskaparveðri í febrúar síðastliðinn.
Aron Berntsen (íkorninn) hefur klippt til mynd sem frumsýnd verður á fundinum.Kveðja
Stjórn
29.02.2016 at 16:49 #936668Fundur í dag kl. 20:00 í Síðumúlanum vegna Stórferðarinnar. Mögulegt verður að greiða í ferðina í kvöld fundurinn verður ca 1 klukkustund…..
Förum yfir plan og fleirra,
Kveðja
Sveinbjörn
22.02.2016 at 09:07 #936608Sæl.
Sá að eitthvað að þráðum er ekki hér inn i þannig að ég set inn aftur upplýsignarnar um greiðslufyrirkomulagvegna ferðarinnar reikn uppl. 133-26-14444 kt. 701089-1549 kostnaður er 7.000,- og þarf að greiðast ekki seinna en á félagasfundinum 7. mars sem er mánudagur. Þeir sem eiga eftir að skrá sig geta farið hér inn og skráð sig http://goo.gl/forms/9EsuWkZhZC.
Kveðja
Sveinbjörn
17.02.2016 at 23:55 #936544Sælir. Hver segir að það þurfi breyttan jeppa til að komast í ferðina. Eins og er á að fara til Ísafjarðar þar verur gert margt skemmtilegt og farið í stuttar ferðir. Spurning hver hefur ekki gaman af því að fara í smá ferðalag með góðum félögu og taka þátt í góðri skemmtun í félagsheimilinu í Hnífsdal. Það er örugglega gaman að koma á Vestfirðina að vetri til og sjá hvernig þeir líta þá út. Engin nauðsin að fara upp á hálendið það er hægt að far í aðra mjög skemmtilega bíltúra. Það þarf ekki að fara sömu leið það má fara þjóðveginn með SVR eða hvað sem fólk vill. Hugmyndin af þessari ferð er meira eins og Landsmót hittast og hafa góðar stundir saman.
15.02.2016 at 19:51 #936523Hér kemur fyrsti nafnalistinn í Stórferðina. Skráning stendur enn yfir og enn er nægt pláss í ferðina. Skráið ykkur þó þið séuð ekki með hóp. Hér kemur listinn:
Bílstjóri Kóvari Gengi Bíltegund Dekk Fjöldi bíla Fjöldi Jón Þóroddur Jónsson ? Patrol 44 1 Samtals: 1 1 Einar H. Jónsson Jónas Jónasson H – karlar Jeep Wrangler 38 2 Gunnar Herbertsson H – karlar Landcruiser 38 1 Pétur Oddgeirsson 1 H – Karlar Explorer 44 2 Þorsteinn Þorsteinsson H – Karlar Lc 80 44 1 Heiðar Jónsson Viðar Heiðarsson, Jóhann G Heiðarsson H – Karlar Patrol 44 2 Arnbjörn Ólafsson Kristófer O Guðmundsson H – Karlar Patrol 44 2 Sveinn Logi Guðmansson 1 H – Karlar Patrol 44 2 Snæbjörn Sveinsson Ingibjörg Þórðardóttir H – Karlar Lancruser 100 46 2 Samtals: 8 14 Oddgeir Gylfason xxx Jeep Gengið Jeep CJ-7 38 2 Þórarinn Þórarinsson xxx Jeep Gengið Jeep Cherokee XJ 41 2 Reynir Áslaugsson Ingvar Þór Reynisson Jeep Gengið Jeep Grand Cherokee WJ 42 2 Rikarður Pétursson Steinn Ágúst Steinsson Jeep Gengið Jeep 44 2 Logi Ragnarsson xxx Jeep Gengið Jeep Wagoneer 44 2 Reynir Jónsson Kristín Sigurðardóttir Jeep Gengið Jeep Wrangler Rubicon LJ 44 2 Björn Breiðfjörð Kristþórsson Begga H Jeep Gengið Jeep Wrangler Rubicon LJ 44 2 Andrés Magnússon xxx Jeep Gengið Toyota FJ40 1968 44 2 Guðmundur Jónsson Sæmundur Jónsson Jeep Gengið Jeep Cherokee XJ 46 2 Gunnar Ingi Arnarson xx Jeep Gengið Jeep CJ Ultimate 46 2 Höskuldur Örn Arnarson xxx Jeep Gengið Jeep Grand Cherokee 46 2 Samtals: 11 22 Jón Óskar Valdimarsson Kristín Röver Júllarnir Toyota Lc 90 38 2 Sigurður Trausti Þorgrímsson Andri Freyr Sigurðsson Júllarnir Toyota Tacoma 44 2 Jón Júlíus Hafsteinsson Robert Wayne Love Júllarnir Toyota Tacoma 44 2 Samtals: 3 6 Viðar Hjalmtysson Mariana Hernandez NN LC 90 38 2 Samtals: 1 2 Hjálmar Kristmannsson Kristmann Hjálmarsson Sóðar Toyota Landcruiser 42 2 Páll Halldór Róbert Sóðar Sprinter 46 2 Samtals: 2 4 Halldór Frank Heiða Ármannsdóttir Sterar Toyota 80 38 2 Kristján Gunnarsson Sterar Toyota Landcruiser 120 42 1 Ágúst Birgisson Sigríður Sterar Nissan Patrol 44 2 Guðmundur Sigurðsson Sterar Toyota LC-80 44 1 Samtals: 4 6 Ólafur Ágúst Pálsson Anna Þ Bachmann Túttugengið Land Rover Defender 44 2 Gísli Gíslason Anna Björg Haukdal Túttugengið Nissan Patrol 44 2 Þorsteinn Björnsson Sóley Karlsdóttir Túttugengið Patrol 44 2 Karl Rútsson Jóna Pálína Grímsdóttir Túttugengið Toyota 4Runner 44 2 Eyþór Þórðarson Helga Björk Georgsdóttir Túttugengið Ford F 350 49 2 Benedikt Magnússon Sigrún Magnea Gunnarsdóttir Túttugengið Ford F350 49 2 Samtals: 6 12 Aron berndsen Ingvar berndsen, ingvi reynir Þvottabirnir Ford f250 46 3 Samtals: 1 3 Samtals allir: 37 70
10.02.2016 at 22:39 #936454Sæl hér er endanlegur listi þeirra sem fara í BINGÓFERÐINA 12 – 14 febrúar 2016
Farið verður af stað kl. 18:00 frá Shellstöðinni Vesturlandsvegi og eru menn hvattir til að koma tímalega til að græja bílana. Ég mun heyra í Skelhjungsmönnum og fá þá til að vera með heitt á könnunni fyrir okkur.
Nafn Nafn farþega Fjöldi Sigþór Þorleifsson Jón Arnar 2 Björn Á Aðalsteinsson 1 Mariusz Dobrzycki Robert .Artur 3 Hjálmar Kristmannsson Kristmann Hjálmarsson 2 Sverrir Kr. Bjarnason Kristinn K. Guðmundsson 2 Krystian Ívar Örn Lárusson 2 Ágúst Birgisson Friðrik Baldursson 2 Aron Berntsen Ingvar Berdsen + 2 4 Arnar Ína 2 Steini Lada Sigurjón 2 Guðmundur Geir Anna 2 Halldór Freyr Sveinbjörnsson Sammi 2 Logi Már Einarsson 1 Rúnar Sigurjónsson 1 Einar Sól Þórarinn Guðmundsson 2 Bergur Bergsson Árni Bergs 2 Snorri Ingimarsson Eyþór H. Ólafsson 2 Friðrik Halldórsson Sveinbjörn Halldórsson 2 Biggi málari 1 2 Albert Kristjánsson 1 2 Ragnar Guðni 2 Lárus 1 Guðmundur Þór Guðmundsson Hermann Guðmundsson 2 Gunnar Sverrisson Arnar Ingi Guðmundsson 2 Samtal: 47 MUNIÐ KOMA TÍMALEGA
Kveðja Sveinbjörn
09.02.2016 at 21:02 #936442Sæl hér er splunkunýr listi með nýjum nöfnum samkvæmt honum er uppselt í Bingóferðina og verða næstu nöfn sem koma inn sett á biðlista ef einhver borgar ekki á miðvikudaginn þá verður tekið inn af biðlista fyrir hádegi á fimmtudaginn.
Sigþór Þorleifsson Jón Arnar 2 Gunnar Sverrisson Arnar Ingi Guðmundsson 2 Björn Á Aðalsteinsson 1 Mariusz Dobrzycki Robert .Artur 3 Hjálmar Kristmannsson Kristmann Hjálmarsson 2 Sverrir Kr. Bjarnason Kristinn K. Guðmundsson 2 Krystian Ívar 2 Ágúst Birgisson Friðrik Baldursson 2 Sverrir Kr. Bjarnason Kristinn K. Guðmundsson 2 Aron Berntsen Ingvar Berdsen + 2 4 Arnar Ína 2 Steini Lada Hjörtur/ Arnar 3 Guðmundur Geir Anna 2 Halldór Freyr Sveinbjörnsson Kári 2 Logi Már Einarsson 1 Rúnar Sigurjónsson 1 Einar Sól Þórarinn Guðmundsson 2 Bergur Bergsson Árni Bergs 2 Snorri Ingimarsson 1 Friðrik Halldórsson Sveinbjörn Halldórsson 2 Biggi málari 1 2 Albert Kristjánsson 1 2 Samtals: 44
09.02.2016 at 15:00 #936439Sæl. Enn og aftur nýr listi:
Sigþór Þorleifsson og Jón Arnar 2 Gunnar Sverrisson og Arnar Ingi Guðmundsson 2 Björn Á Aðalsteinsson 1 Mariusz Dobrzycki. Artur og Robert 3 Aron Berntsen Ingvar Berntsen og 2 börn 4 Arnar og Ína 2 Steini Lada, Hjörtur og Arnar 3 Guðmundur Geir og Anna 2 Halldór Freyr Sveinbjörnsson og Kári 2 Logi Már Einarsson 1 Rúnar Sigurjónsson 1 Einar Sól og Þórarinn Guðmundsson 2 Bergur Bergsson og Árni Bergs 2 Snorri Ingimarsson 1 Friðrik Halldórsson og Sveinbjörn Halldórsson 2 Biggi málari + 1 2 Albert Kristjánsson 2
Hjálmar Kristmannsson 2
Samtals skráðir 36 Enn er laust pláss….
-
AuthorReplies