You are here: Home / Svavar Ásgeir Guðmundsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir félagar
Ég er í smá vandræðum með pajeroinn minn. Sjálfskiptur og þegar ég er í ca 3000 snúningum á 50 km hraða þá byrjar hann að titra alveg óþolandi. Þegar ég er kominn upp í 70 km þá hættir hann að titra og er eins og draumur eftir það. Hvernig get ég fundið út úr því hvort þetta séu dekkin eða eitthvað annað?
Ég er fór með hann í skoðun í gær og hann flaug í gegn eins og ekkert væri að en ég treysti því ekki alveg. Mig grunar dekkin sem eru frekar slitin en vantar að geta látið reyna á það.
Með von um hugmyndir
kv
Svavar Ásgeir
að ég kem aðeins ofan af fjöllum varðandi þetta. Er hægt að láta blása álfelgur. (er gjörsamlega grænn í þessu). Værir þú til í að lýsa þessu aðeins fyrir mig og gefa mér hugmynd um hvað þetta kostar. Felgurnar hjá mér eru svolítið uppblástnar (vegna seltu er mér sagt) og mig langar til að gera eitthvað í því.
kv
Svavar
Hvað á maður að spá í við val á loftneti og hverjir eru að selja loftnet?
kv
Svavar
Sælir
Hvað er það helsta sem ég þarf að spá í við val á VHF stöð. Þá á ég við hvaða virkni. Hvað þarf stöðin að geta gert og hvenær er maður kominn út í óþarfa. Ég er ekki að spá hvaða stöð er best eða ódýrust eða hvað (allt í lagi að það fylgi með) heldur bara einfaldlega, hverju á ég að leita eftir.
kv
Svavar
Sælir
Ég lenti í því að bíllinn hjá mér smitaði olíu og úðaði yfir neðri hluta vélarinnar. Það er allt gjörsamlega löðrandi í olíu. hvernig er best fyrir mig að þrífa þetta almennilega. Ég hef ekki lent í þessu áður svona hressilega en þetta er aðeins of mikið til að leyfa því að vera.
Með von um góð ráð.
kv
Svavar