Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.05.2002 at 10:02 #460712
Sæll Stebbi,
Vér þökkum ábendinguna á þessa síðu. Ég er einmitt með tæki sem ég keyri á batteríum og nú mixa ég mér powersnúru inní datasnúruna. Or whatever………
28.04.2002 at 22:55 #460690Sælir,
ég keypti mína fyrstu kastara í vetur og var í miklum vandræðum að ákveða mig. Ég endaði á að velja LightForce kastarana. Það sem hafði úrslitaáhrif með að ég valdi þá er að þeir eru stillanlegir (frá dreifi oní punkta) og líka þetta bráðsniðuga linsusystem. Ég er með frekar lítið pláss framan á mínum bíl þannig að það er ekki um það að ræða að ég geti verið með bæði punkta og dreifiljós. Ef ég vil gula þokukastara kaupi ég bara þannig linsu. Það fylgja með svartar hlífar og glærar linsur þannig að maður er með hvítann geisla eins og þeir koma úr kassanum.
Þeir eru með 100 watta xenon perum og það er víst frekar pirrandi að vera næsti bíll fyrir framan ef þeir eru kveiktir. Það er eins og að hafa kveikt á sólinni og mér finnst ég allavega ekki hafa neitt við 170 watta kastara að gera. 100 watta perur draga 7,2 amper úr rafkerfinu á meðan 170 watta perur draga 12,3 amper. Það gerir 14,4 á móti 24,6 fyrir parið. Ég er bara með 55 ampera rafal þannig að þetta skipti mig máli. Þeir eru líka úr mjög sterku plasti þannig að þeir eru léttir og ryðga ekki.Kveðja,
Ljósálfurinn
27.04.2002 at 11:24 #460676Sælir,
vorum þarna í gær (26/4) á Hilux 38", Mözdu 35" og Súkku 33" og gekk bara mjög vel. Við fórum upp hjá Húsafelli og uppí Þjófakrók og þrátt fyrir að Súkkan hefði brotið framöxul í fyrsta skaflinum þá var færið það létt að hún komst mest allt með drif á þremur. Þurfti smá hjálp frá Toyotunni endrum og eins en annars bara gaman.
Vegurinn frá Húsafelli er svolítið holóttur en ekkert blautur þannig að þetta var rennifæri alla leið. Bara ef helv. liðurinn hefði ekki gefið sig !
Kveðja, Valdi
25.04.2002 at 23:02 #460616Sæll Gressi,
erum að fara á tveimur bílum til að kanna Langjökul á morgun 26/4. Leggjum af stað um þrjúleitið uppí Húsafell og ætlum eitthvað áleiðis á skaflinn. Kemur bara í ljós hvernig heimferðin verður. Annað hvort verður farin sama leið heim eða Hveravellir.
Er einhver sem hefur farið þetta nýlega ? Hvernig er leiðin niður á Lyngdalsheiði ? Eða Hveravelli ? Er Skálpanesleiðin fær ??
Gressi, þú getur hitt á mig fyrir hádegi á morgun ef þú kemur niðrí vinnu.Kveðja, Valdi.
23.04.2002 at 14:17 #460388Ég verð nú orðinn geðveikur fyrir löngu ef ég kemst ekkert fyrr en um miðjan júlí. Hvernig eru jöklarnir þangað til ? Er vonlaust að ætla í dagsferðir á Snæfells-, Eyjafjalla- og Langjökul ?
Kv, Valdi
23.04.2002 at 10:46 #460608Í fyrsta lagi: Taktu CAPS LOCK af þegar þú skrifar póst !
Í öðru lagi: Besta aðferðin til að þekkja í sundur skiptingar er að kíkja á pönnurnar undir þeima. Farðu hingað http://fteufert1.home.att.net/trans/trannyid.pdf til að sjá myndir og nöfn.
Í þriðja lagi: Þegar þú ert búinn að finna út hvaða skipting þetta er geturðu farið sjálfur á einhverja leitarvél (t.d. http://www.google.com) og fundið svarið við hvort þessi skipting passar við þína vél. Getur skrifað inn nafn skiptingar og svo nafn vélarinnar.
Kv, Valdi
16.04.2002 at 17:15 #460476Ég þakka góð ráð og hvet fleiri til að breiða út þekkingu sína á málinu. Ég hallast mest að "torfærustyrkingunni".
En mig langar að heyra meira um samsláttarpúða. Það eru bara aumingjaleg c.a. 2ja tommu píramídalaga gúmmí inní öllum gormunum sem gera sjálfsagt lítið nema í malbiksakstri. Þau eru sjálfsagt alltof lítil fyrir höggin sem þau verða fyrir þegar maður keyrir í ósléttu landslagi. Eru einhver sérstök gúmmí sem þið mælið með að ég noti ? Á ég að setja þau þar sem gömlu gúmmíin eru eða mixa einhverjar festingar annarsstaðar ? Hvað á að vera mikið bil frá hásingu/klafa uppí gúmmí ? Ég hef séð suma jeppa með bara örfáa sentimetra á milli.Kv, Valdi
16.04.2002 at 14:05 #191453Sælinú,
mig langar að fá ráðleggingar í sambandi við að styrkja afturhásinguna á bílnum mínum. Þegar ég fór með hann í hjólastillingu tóku þeir eftir því að afturdekkin voru orðin útskeif um nokkra millimetra. „Ekki mikið“ sögðu þeir en „vert að hafa þetta í huga“. Og þetta hefur gerst á síðan á skírdag því þá fór hann í stillingu. Þetta er nú bara Suzuki þannig að þetta er nú engin Dana 60 en mér finnst þetta samt skrítið. Ég hélt að þetta væri einn af sterkustu hlutunum í bílnum.
Anyway, þá vantar mig hugmyndir um hvað ég get gert til að koma í veg fyrir frekari Chaplinstæla. Ég man að fyrir þó nokkrum árum voru margir stærri bílar með stöng á milli nafana sem lá undir drifkúluna. Hvernig var það fest ? Á maður að skoða það eða láta sjóða styrkingu eins og maður hefur stundum séð. Þá liggur styrkingin fyrir aftan drifkúluna.
Er eitthvað fleira sem ég get gert til að styrkja bílinn ? Ég tek það fram að ég hlífi bílnum ekki þegar þess þarf en ég held að ég sé nú samt enginn rosalegur böðull.
Allar hugmyndir og reynslusögur vel þegnar.
Kveðja,
Valdi
R-2613
26.03.2002 at 16:09 #191413Ég hef áhuga á að frétta af færð inná hálendi eftir hlýindin undanfarna daga. Gaman væri ef einhverjir sem ferðast hafa „þarna uppfrá“ síðustu daga létu heyra í sér. Manni langar til að skreppa í Landmannalaugar eða einhvert um páskanna en ég nenni ekki í „Krapa 2002“.
Allar upplýsingar og ábendingar vel þegnar.
Kveðja, Valdi
06.03.2002 at 16:50 #459518Sælir,
hver bannaði þér að fara á jökul ?
Er það ekki frekað hæpið þegar menn eru farnir að banna hver öðrum að aka á jökul ? Þurfa menn ekki að vera einhverskonar embættismenn með lög eða reglugerðir á bakvið sig til að geta það ? Og geta þá sýnt viðeigandi skilríki.Ég (eins og flestir jeppamenn, sennilega) er rosalega mikið á móti því að banna akstur á jökla þó þeir séu innan þjóðgarða. Þarna er fínn vegur uppað jökli og engin þörf á að fara utan hans og hjólför á jökli hverfa stundum á hálftíma !!
Ég er búinn að fara á 3 jökla og á helling eftir og þar á meðal Snæfelljökul. Ég vona að þetta verði aldrei bannað.Jöklakveðja,
Valdi
21.02.2002 at 11:29 #459250Vinsamlegast sendið brandara og annað slíkt eitthvað annað.
Ég vil helst fá málefnaleg svör en ekki óþroskaðan fíflaskap.Kv, Valdi
21.02.2002 at 10:17 #191350Sælir,
nú langar mig að leita til eldri og reyndari manna innan klúbbsins.
Þannig er að ég er með Suzuki Sidekick 1995 á 33″ og er tvisvar búinn að lenda í vandræðum með fram“hásinguna“. Í fyrra skiptið braut ég húsið í kögglinum við pinnjóninn og skemmdi tannhjólin í drifinu en ég kenndi málmþreytu um því bíllinn er búinn að vera breyttur síðan hann var nýr. Nú var það að gerast nokkrum mánuðum seinna, að ein af þremur festingum (sem bolta hásinguna við grindina) brotnaði í spað. Áliðjan gat lagað þetta fyrir mig en maður er orðinn hálf-óöruggur með sig ef maður getur átt von á þessu í næstu fjallaferð.Það sem mig langar til að spyrja um er hvort einhver hefur verið að lenda í svipuðum eða bara einhverjum vandræðum með þessar álhásingar og hvort einhver lausn er til ? Ég ætla að skipta um gúmmífóðringarnar í festingunum til að þær séu örugglega nógu stífar en svo datt mér í hug að fjarlægja þær alveg og láta renna álfóðringar í staðinn. Er eitthvað vit í því ?
Annað: hefur einhver reynslu af þessu EZ-Locker/Lock-Rite/LA-Locker læsingum ? Þetta er eitthvað sem maður á ekki að þurfa að rífa drifið í sundur með tilheyrandi samsetningarkostnaði, heldur á maður bara að kippa mismunadrifshjólunum úr og skipta út fyrir læsingarhjólin. En svo talaði ég við einhvern uppí Benna og hann sagði að yfirleitt yrði að rífa drifið í sundur til að skipta um þetta. Hefur einhver gert þetta og hvernig gekk það ?
Snjókomukveðja,
Valdi
27.12.2001 at 00:16 #457670Sælir,
Mig langar að endurvekja þennan þráð með því að spyrja hvort einhver hafi prófað eða eigi LightForce kastarana frá Arctic Trucks ??
Ég var lengi að velta mér uppúr hvaða kastara ég ætti að biðja um í jólagjöf og á endanum valdi ég þessa. Hinsvegar á ég eftir að setja þá á og er kominn með smá bakþanka um hvort ég hefði átt að velja aðra.
Það sem ég var heitastur fyrir voru IPF Super Rally 960 sem virkuðu mjög vel á mig með 170 watta háageisla. PIAA fannst mér alltof dýrir.
En ég valdi hina því: a) þeir eru úr plasti og ættu ekki að láta á sjá, b) þeir eru með stillanlegann geisla og c) mér finnst þetta linsu-system helv. sniðugt.Vinsamlegast segið mér ef þið hafið einhverja reynslu af þessum græjum.
Kveðja,
Valdi
19.12.2001 at 16:22 #458178Sælir,
mig langar í þessa ferð en ég er forvitinn um hvort sé einhver snjór á þessari leið. Ég hef aldrei komið þarna þannig að ég veit ekkert en miðað við tíðarfarið undanfarnar vikur finnst manni ekki mikil von til að sé snjór.
Vinsamlegast leiðréttið mig (please segið mér að það sé snjór:).
M.b.kv.,
Valdi (Spotti)
03.12.2001 at 10:29 #457776Sæl öll
Mig langar að þakka öllu samferðafólki okkar fyrir einstaklega vel heppnaða ferð um helgina. Þetta var meiriháttar gaman. Hópurinn var skemmtilegur og allir til í að hjálpa öllum. Skrýtið hvernig ökumenn breytast þegar þeir koma útúr borgarumferðinni. Allir verða afslappaðir og munnvikin lyftast. Við bræðurnir á Suzuki Vitara á 33" vorum klárlega á minnsta bílnum og þeim sem oftast þurfti á hjálp að halda í þessu mjög svo erfiða færi. Maður áttaði sig á því hversu erfitt það var þegar við sáum 44" hjálparsveita-Landcruiserinn pikkfastann, er við brunuðum fram hjá í spotta aftan á Patrolinum hans Sindra. (Það voru nú bara síðustu 10-20 mín.!!) Þá áttaði maður sig á því að þetta var MJÖG ERFITT FÆRI. Heimferðin var ekki síðri því mun betur gekk og menn (og konur) úthvíld og tilbúin í átökin.
Okkur langaði til að þakka sérstaklega Sindra, Arnþóri, Rúnari og Bergþóri fyrir að lána okkur krókinn á bílunum sínum og miklu fleirum fyrir góð ráð og skemmtilegan félagsskap. Við lærðum mikið á þessu og fannst alveg frábært að geta farið í alvöru jeppaferð í fullu öryggi um að manni yrði alltaf hjálpað ef maður lenti í vandræðum.Bestu kveðjur,
Valdi og Biggi
Suzuki Viagra
"Bíll nr. 9"
08.11.2001 at 20:14 #457678Sælir,
ég á ´95 módel af Sidekick á 33" og mig langar í læsingar þannig að svona til að bæta við spurninguna hans Saema þá langar mig að spyrja reynda menn hvort maður á að byrja á aftur- eða framdrifslæsingu ?? Buddan leyfir sjálfsagt hvorugt en kannski getur maður vælt eina útúr yfirvaldinu.Kveðja,
Valdi (Nýr félagi)
24.09.2001 at 11:37 #191163Til hamingju með nýja vefspjallið.
Ég er að byrja í jeppamennsku og hef mikinn áhuga á að læra á GPS þar sem ég tel það vera grundvöllinn fyrir því að ég fari eitthvað að ráði á veturna. Ég var á fyrsta mánudagsfundinum á Hótel Loftleiðum og þar var talað um að GPS námskeiði hefði seinkað og yrði í október eða nóvember minnir mig. Það myndi vera góður leikur ef ýtarlegar upplýsingar um námskeiðið yrðu settar á heimasíðuna þannig að maður geti áttað sig betur á þessu. Þá á ég við námskeiðslengd, hvenær, hvað lærir maður, hvað kostar þetta og þarf maður að eiga eitt slíkt til að taka þátt eða er nóg að hafa það á óskalistanum.
Ég er allavega mjög áhugasamur um að læra á þetta undratæki til þess að losna við mikil samskipti við björgunarsveitir á mínum ferðum um landið.Kveðja, Valdi
-
AuthorReplies