Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.10.2002 at 11:35 #463658
Sælir,
ég skal reyna að svara þessum spurningum samkvæmt minni reynslu.
Vélin er fín og ágæt ef þú ert á original hlutföllum (5,38:1) á 33". Fimmti gírinn nýtist ekki upp minnstu brekkur og ef það er mótvindur. Ég er með lægri hlutföll (5,83:1) og þá nýtist fimmti gírinn mun betur. Hins vegar að þegar 36 tomman er komin undir fer hann aftur í sama farið og á original hlutföllum og 33".
Hvernig hann ber dekkin útlitslega getur hver dæmt fyrir sig en drifbúnaðurinn verður að fá að sanna sig í vetur. Þetta snýst held ég um að fara varlega og að bjóða bílnum ekki of mikið. Vera semsagt með það í huga að maður er á stærri dekkjum ef drifbúnaðurinn er gerður fyrir. Ég smallaði öxli á 33" uppi við Langjökul í vor í einhverju kæruleysiskasti, spólaði í hálfhring efst í brekku til að snúa við og þá kom burrr….bing! Þannig að það þarf ekki endilega stór dekk til að skemma og brjóta en það hjálpar til, ef maður fer ekki varlega.
Þessi dekk fóru undir á sunnudaginn þannig að það er ekki komin nein flotreynsla hjá mér.
Um grindina veit ég ekki en ég veit að það eru til að minnsta kosti 2 svona bílar sem er búið að skipta um vél og hásingar í. Annar er víst í nágrenni við Flúðir og að sögn með V6 Buick og hinn er í Garðabænum og er með Volvo (turbo held ég) vél og Scout hásingar (minnir mig). Kannski geta þessir menn eitthvað deilt með okkur sinni reynslu.
En mig hlakkar mikið til að sjá hvað gerist þegar maður fer að komast í alvöru snjó og hleypa úr. Það var nú sagt við mig að sennilega þyrfti ég vacumdælu til að soga loftið úr dekkjunum því hann væri svo léttur :-))
Kveðja, Valdi
17.09.2002 at 17:40 #463180Sælir,
Ég er á Sidekick sem er búið að breyta fyrir 33". Það er nú reyndar einhver misskilningur að allir bílar sem koma frá USA séu með AirCondition sem staðalbúnað. Allavega er minn ekki með þannig búnaði, kannski þar sem hann er Harlem útgáfan (JX).
Það er ekkert stórmál að breyta svona bíl. Minn er með c.a. 1 tommu klossum undir gormum og dempurum og svo var hann hækkaður með 70mm plastkubbum. Ég skipti um grind vegna tjóns og setti prófíl úr þykku járni sem er 80mm á kannt í stað plastkubbanna og hann hækkaði um 20mm í viðbót við þetta. Að auki er eitthvað búið að klippa úr brettum og nota stóra hamarinn hans afa til að stækka hjólskálarnar að framan. Þetta ætti nú ekki að taka meira en svona eina helgi ef þú ert með allt efni við hendina.
Annað sem þarf að hafa í huga er að lengja í gírstöngum, bremsuslöngum, bensínslöngum, hækka stuðarafestingar. Vatnskassi er ekki vandamál eins og í sumum bílum þar sem hann er festur í grindina og hækkar þ.a.l. ekki.
Ég veit ekki hvar þessir gorma/demparaklossar fást á Íslandi en þú getur skoðað http://www.calmini.com til að fá hugmynd um hækkanir á Súkkum í USA. Þeir eru með mesta úrvalið fyrir Vitöruna sem ég hef rekist á.
Kveðja, Valdi
14.09.2002 at 22:53 #463062Ég sá þessi Unimog dekk einmitt í dag og þau eru 475/80 R 20. Frekar stór ! Pössuðu allavega ekki undir Súkkuna mína !
Valdi
12.09.2002 at 11:20 #191675Mig langar að varpa fram einfaldri spurningu með von um flókið svar
Hefur einhver reynt að setja Vitöru/Sidekick á stærra en 35″ og hvernig hefur það þá gengið á original drifbúnaði ?
Ég hef séð einstaka bíl á 35″ en flestir eru á 33″. Það sem ég er að spá í er; af hverju ? Er það vegna þess að drifbúnaðurinn þolir ekki meira eða er framtaks- og/eða kjarkleysi um að kenna ?
Með von um skemmtilegar og miður skemmtilegar reynslusögur,
Valdi
17.07.2002 at 10:46 #462436Sæll,
ég er með Vitöru á 33" og hann lét svona hjá mér í allann vetur, hundleiðinlegur. Það var keyrt á hann síðasta sumar og ég kenndi því um og fór svo að lokum með hann í hjólastillingu hjá Birni Steffensen. Þeir stilltu allt og hann var miklu betri á eftir. En ég er samt ekki ánægður með hann. Þetta er fyrsti jeppinn sem ég hef átt og skrifa þetta bara á að vera á svona stórum börðum (miðað við fólksbíl) því ég veit að hjólastillingin er í lagi.
Hins vegar þurfti ég að fara tvisvar með minn í hjólastillingu í vetur því ég fór á Langjökul stuttu eftir fyrsta skiptið og hann breytti sér í ferðinni. Það var ekki búið að setja svokallaða stillibolta í minn bíl en þeir redduðu hjólhallanum með því að víkka götin í dempurunum og stilla það þannig. Í seinna skiptið suðu þeir skífur fastar til að hann myndi ekki breytast aftur. Þú ættir að hafa það í huga að undir miklu álagi geta boltarnir skriðið til þó að þeir séu vel hertir.
Kv, Valdi
09.07.2002 at 13:41 #191590Er einhver með fréttir af nýjustu sendingu af AT 405 ??
Heyrði eitthvað óstaðfest en gaman væri að heyra hvort líkur eru á að þetta náist í haust ?
ArcticTrucksmenn, verið endilega duglegir að leyfa okkur að fylgjast með þróuninni á þessu frábæra framtaki ykkar.Kv, Valdi
09.07.2002 at 13:05 #462256Þetta er copy/paste uppúr frumvarpinu:
"Ef miðað er við verð á dísilolíu eins og það er núna þýðir það að öðru óbreyttu að verð dísilolíu verður um 89 kr. á lítra. Til samanburðar má geta þess að algengt verð á bensíni er nú um 90 kr. á hvern lítra, mismunandi eftir þjónustustigi. Með því að hafa verð á dísilolíu lægra en bensínverð verða dísilknúnar fólksbifreiðar ákjósanlegur kostur sem einkabifreiðar."
Þetta þýðir að ef þú ert að keyra 20.000km á ári og bíllinn er að eyða 13 á hundraðið þá er 2.600 kr hagstæðara að keyra díslil en bensín, ekki satt ? Finnst mönnum ekki að þetta þyrfti að vera aðeins "hagstæðara" ??
Ég segi fyrir mína parta að það kom svolitið bakslag í löngun mína eftir dísilbíl (er á bensín) eftir að hafa lesið þetta en ef munurinn yrði meiri er ég viss um að minn næsti bíll verður umhverfisvæn lágsótsbrennandi lágsnúningstogandi dieselgræja.
Kv, Valdi
04.07.2002 at 11:31 #462150Sællir félur,
Till hameingju med Ecolinerið þinn.
Bestast er sennilegur að skipta um fjaðrið fyrst þeir séu svolítið beinir en annars hafa mennur að vera setja gorm úr ýmsum bíll. Bara segi svona
04.07.2002 at 11:17 #462134Já sammála bollavalg. Félagi, ert þú að reyna að skemma fyrir þessu fyrirtæki og öllum þeim sem versla við það ? Ertu alveg gerilsneyddur af almennri skynsemi ?
Spáðu aðeins í að þetta geta ALLIR lesið.
21.06.2002 at 09:00 #461880Ég held að það vilji enginn leigja með hverjum sem er. Þessvegna erum við fjórir saman, sem þekkjumst vel, að leita að húsnæði. Það hinsvegar virðist ekki liggja á lausu.
Valdi
20.06.2002 at 17:04 #191562Sæl öll,
mig vantar að sprauta vagninn minn seinni part sumars og er byrjaður að velta fyrir mér aðstöðuleysi mínu.
Ef einhver veit um sprautuklefa sem maður getur leigt í nokkra tíma til að gluða yfir kaggann væru allar ábendingar vel þegnar. Sama má segja ef einhver veit um ódýrt húsnæði sem 4 frændur geta leigt saman í haust og vetur.
Þakka mikið vel,
Valdi
18.05.2002 at 11:10 #461122Jú Gressi minn, þú og þínir eru velkomnir með. Reyndar eru allir velkomnir með. The more, the merrier.
Ég held að þetta sé fín tímasetning og ég verð þá mættur hálf níu á Select með Patrol-spottann minn.
Locked and loaded,
Valdi
16.05.2002 at 08:25 #461114Sælir,
mig myndi nú langa til að vera aðeins fyrr á ferðinni. Að minnsta kosti vera lagður af stað klukkan 9. Hittast kannski 8-8:30 og leggja af stað uppúr því. Gaman að hafa daginn fyrir sér á jöklinum.
Líklegast verður ekkert opið því þetta er jú Hvítasunnudagur og ég vil því benda mönnum á að kaupa allt sem þeir þurfa í síðasta lagi á laugardaginn.
Verðum í nánara sambandi á laugardaginn.
Kveðja, Valdi
13.05.2002 at 17:30 #191514Þið sem fóruð á Eyjafjallajökul um síðustu helgi, hvernig var færðin ? Þá meina ég bæði á jökli og að jökli. Engin drulla á vegi ?
Erum að spá í að skella okkur á 3-4 bílum á sunnudag. Spáð fínu veðri.
Kveðja, Valdi
08.05.2002 at 10:56 #460752Ég setti læsingar að framan og aftan eftir áramót og þvílíkur munur !! Þetta er ekki sami bíll, hvorki í snjó eða á malbiki. Í snjó get ég næstum alltaf bakkað ef ég stoppa sem var ekki séns með hann ólæstann.
Á malbiki virkar þetta eins og No-Spin læsingar, þ.e. maður verður að passa sig þegar maður tekur beygju að vera ekki í gjöf. Framhjóladrifið er ekki kostur lengur nema á snjó. Hann er ókeyrandi á malbiki eða möl með það tengt.
Ég er með TruLock læsingar frá Powertrax sem ég fékk notaðar en þær hafa verið til frá einhverjum öðrum í Bílabúð Benna á 40-50 þús minnir mig. Þessi sem ég keypti þær af fékk þær frá http://www.calmini.com.
ARB væri nátturulega draumur en það var á eitthvað um 120-130 þús fyrir utan ísetningu (minnir mig) þannig að það var ekki kostur fyrir mig. Maður verður að fórna smá þægindum fyrst maður á ekki meiri pening.
Ef þú vilt geturðu haft samband og fengið að taka í kaggann til að finna hvernig þetta hegðar sér á malbiki. Eða við gætum kannski skroppið eitthvað saman um hvítasunnuhelgina ?
Kv, Valdi
08.05.2002 at 10:44 #460948Ég held að Stebbi viti ekki af formannaskiptum. Hann heldur að BÞV sé ennþá formaður.
Mér finnst það reyndar ekki skrýtið. Það hefur ekkert verið tilkynnt hér á vefnum að það sé búið að kjósa nýjann formann. Það komast ekki allir á þessa fundi og þessvegna er þetta kjörinn vettvangur til að koma tilkynningum á framfæri (eins og t.d. þessu "smáatriði" um formannaskipti).
Kv, Valdi
07.05.2002 at 15:00 #460852Talandi um þessi frægu ArcticTrucks dekk, hefur einhver frétt eitthvað af þeim síðustu mánuði. Vissi að þeir fengu eitthvað fyrir jólin sem þeir voru ekki alveg ánægðir með og bjuggust við að ef næsta kynslóð yrði í lagi myndi þetta verða komið í sölu í sumar ! Einhverjar frekari fréttir ???????? Menn bíða spenntir…..
Kv, Valdi
07.05.2002 at 09:04 #460748Velkominn í hópinn Hraðafari !
Ég er einn af þessu óheppnu sem hefur lent í því að brjóta framdrif í Vitöru. Það sem gerðist hjá mér var að ég var að koma upp brekku í þónokkurri gjöf og bíllin náði að lyfta framhjólunum aðeins þegar hann fór yfir brúnina og þegar ég var kominn upp var bíllinn framdrifslaus og þó nokkur hávaði í drifinu. Ástæðan var sú að húsið utanum drifið (köggullinn) var sprungið. Og ekkert smá sprungið, það var í minnsta kosti 3 pörtum. Ég fór nokkuð svekktur og fékk nýjann köggul á partasölu og skellti honum í.
Nokkrum vikum síðar lenti ég svo í því að það brotnaði festingin farþegamegin sem heldur framdrifinu. Sennilega hefur losnað upp á boltunum og þeir brotið sig svo lausa. Ég lét sjóða þetta í Áliðjunni í Kópavogi (þeir eru by-the-way löggiltir snillingar !!) og skellti í aftur en hef lent tvisvar í síðan að boltarnir losni upp þó það hafi ekki orðið tjón af. Síðast setti ég Loctite boltalím á þessa bolta og þeir hafa verið til friðs síðan.
Ég er búinn að fara marga hringi í því að hugsa um að setja hásingu að framan en þá þyrfti maður sennilega að fá aðra afturhásingu líka. Og þetta er frekar mikil vinna til að fara að leggja í þennan bíl.
Svo lenti ég í því fyrir hálfum mánuði að brjóta framöxul á Langjökli. (Komst reyndar ekki á jökul áður en hann brotnaði en fór um allt á þremur). Þetta var nú bara gamla víkingameðferðin sem olli þessu. Ég var á harðfenni á leið upp brekku í öðrum gír og ákvað að snúa við í miðri brekku (vélsleða-style) og þegar ég beygði í botn, í botngjöf og spóli, heyrðist dynkur og bíllinn hætti að drífa. Ég keyrði nú upp á jökul og niður aftur en það endaði með að ég reif öxulinn úr áður en heim var haldið.
Þannig að maður lærir bara á þessa bíla. Ég tel að nú sé ég nokkurn vegin búinn að komast að því hvað framdrifsbúnaðurinn þolir (sem er ekki mikið) og maður bara passar sig í framtíðinni. Verst að maður lærir þetta allt "the hard way".
Kveðja, Valdi
07.05.2002 at 00:28 #460896100% sammála GeiraSaem !!
Ég verð nú að viðurkenna að ég var soldið fúll þegar ég sá þessa frétt og fannst þetta algjörir asnar en maður verður að líta á þetta frá þeirra sjónarhóli líka. Þarna eru þeir að reyna að ferðast á landi sem þeir þekkja ekki neitt og vita kannski ekki hvert þeir eiga að snúa sér til að fá leiðbeiningar.
Hvernig væri ef einhver innan f4x4 setti sig nú í samband við kanana og byði þeim með í ferð sem yrði skipulög fyrir þá og kæmi á einhverju sambandi fyrir framtíðar samvinnu til að koma í veg fyrir að svona slys gerist aftur. (Upplýsingum á ensku) Það gæti líka verið fín mont-ferð fyrir þá sem vilja sýna þessum könum hvernig á að breyta alvöru jeppum í staðinn fyrir þessa disco-trukka þeirra.
Tökum hausinn úr litla sandkassanum og reynum að vinna saman í stað þess að vera neikvæðir og gagnrýna allt og alla. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
05.05.2002 at 22:53 #460776Eins og þú komst að Elvar minn eftir hálftíma blót og vesen. Eins og við segjum alltaf í kúnnaþjónustunni: "READ THE FUCKING MANUAL" !!!!
-
AuthorReplies