Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.12.2002 at 16:09 #465544
Það var ekki meiningin að gera lítið úr einum eða neinum, einungis að benda mönnum á að lesa lauslega yfir póstinn eftir að hann er skrifaður og áður en hann er sendur til að lagfæra innsláttarvillur osfrv. Ég er viss um að fordman hefði séð margar af þessum villum ef hann hefði notað 2 mínútur í að lesa þetta yfir. Þetta verður bara svo mikið leiðinlegra og erfiðara að lesa með svona mörgum villum. Það er ekki hægt að skrifa á talmáli.
Eins og ég sagði þá geta allir gert mistök og innsláttarvillur og meira að segja ég er ekki undanskilinn því, eins og sést hér að ofan…
18.12.2002 at 09:39 #465538Mig langar til að benda mönnum á að lesa póstana sína yfir áður en þeir senda þá inn. Þetta er hugsað til þess að koma í veg fyrir stafsetningarvillur og of langar setningar. Þessi texti hjá fordman er hræðilega vitlaust skrifaður og ömurlegt að lesa hann.
Það eru engin greinaskil og a.m.k. 28 stafsetningarvillur !!
Menn koma stundum með þá röksemdarfærslu að það sér bara allt í lagi að skrifa vitlausa íslensku, málið breytist osfrv., en það þýðir ekkert skrifa "jasæjviajrjkrj" og segja svo "þetta er mín útgáfa af íslensku og þú getur bara haldið ká-joð ef þú getur ekki lesið þetta".
Auðvitað gera menn mistök og innsláttarvillur koma hjá öllum en 28 villur í ekki lengri texta !! Þú þyrftir að fara aftur í 8 ára bekk ef þú skilaðir þessu á prófi !!
Nokkur atriði: eldhressir er eitt orð, finnst ekki finst, fyrirgefir ekki fyrir gefi, mega ekki meiga, osfrv., osfrv.
Gerið það fyrir mig, jeppavinir mínir, að leggja pínulítið af stolti og vandvirkni í það sem þið skrifið. Það er bæði auðveldara OG skemmtilegra fyrir okkur hina.
10.12.2002 at 21:48 #465206Nei það er ekki margt …
En smá leiðrétting:
Bókin heitir Hálendishandbókin en ekki Jeppahandbókin.
Fyrir þá sem hafa aðgang að þessari frábæru bók þá er leiðinni lýst á bls 85 undir "Gullfoss – Háifoss".
Hér er hægt að sjá það sem mér fannst mestu máli skipta í leiðarlýsingunni: http://www.jeppar.is/pdf/Bls88.pdf
(Þetta er óbreyttur Landcruiser á myndunum)Okkur minnir að það hafi tekið okkur milli 3 og 4 tíma að dúllast þetta (Þá meina ég alveg frá Gullfossi og niður í Þjórsárdal). Við tókum okkur góðan tíma í að spá í vöðin og lesa lýsingarnar í bókinni. Við vorum einbíla og langaði ekki að festast útí á uppá miðri heiði.
Mig langar að benda fólki sem ferðast þessa leið að koma við og skoða Háafoss og Granna sem eru við afleggjara sem er til hægri þegar er nánast alveg komið niður af heiðinni Þjórsármegin. Mig minnir að það sé merkt. Ógleymanleg sjón, sérstaklega fyrir fólk sem kannski ferðast ekki mikið.
Kveðja, Valdi
10.12.2002 at 17:53 #465202Sælir,
ef mig minnir rétt þá er fínírís lýsing á Gnúpverjaleiðinni frá Geysi og yfir að Þjórsárdal í Jeppahandbókinni. Þar eru ágætar lýsingar á vöðunum. Ég fór þessa leið snemma í sumar og þá var leiðin að fyrstu ánni fín (búið að laga úrrennsli oþh.) en eftir ánna var dálítið um að þyrfti að fara varlega við úrrennsli og á einum stað fara út fyrir veginn. En þetta var bara ágætis bíltúr og ekkert mál á Súkku á 33".
Kv, Valdi
07.12.2002 at 23:36 #463260Og krómgrill líka. Þú hlýtur að komast miklu lengra á því.
Þú gleymdir að taka fram hvort þú ert með krómhettur á ventlunum og hvaðan motturnar á gólfunum eru !!!
hehehehe…..
06.12.2002 at 13:44 #464902Vá, gaman að ferðast með þér !!!!
90-120 getur varla verið skemmtilegur eða þægilegur ferðahraði í hvað bíl sem er.
Ég lenti í dagsferð með einum sem komst meira en hinir og gat ekki beðið eftir minna breyttum bílum og maður sá hann eiginlega ekkert allan tímann !! Ömurlegt og ekki nenni ég í ferð með svoleiðis mönnum.
Menn verða að ná að sjá náttúruna sem þeir ferðast um og menn sem hafa áhuga á því fá sér Toyota DC án túrbínu eins og Stebbi :))
Kv, Valdi
…. á lítið hraðskreiðari bíl.
05.12.2002 at 11:27 #464804Já þetta eru skemmtilegar pælingar og ég þakka fyrir svörin.
Það er alltaf gaman að fá dæmisögur frá reynsluboltum og mér hefði t.d. aldrei dottið í hug að hafa spilið í skottinu (það er náttúrulega ekkert kúl) en eftir að hafa lesið þetta hjá ykkur finnst mér þetta bráðsniðug hugmynd.
Vökvaspilið felur greinilega í sér mikinn aukakostnað eftir því sem Pilot segir. Vissi ekki að tengingin á spilinu væri svona dýr
En kannski er minni "rekstrarkostnaður" í því ? Veit ekki…
Ekki síst vegna þess að ég sá spilið tróna eins og fínasta húddskraut hjá Birni Þorra á Krúsernum, sem ég setti fram þessa spurningu. Ekki vissi ég heldur að menn fyndu fyrir spili framan á bílnum í fjöðrunareiginleikum en ég skil þetta með plóginn, sérstaklega á leið eins og við keyrðum um helgina.
Annars er spurning um að láta Trivial Pursuit duga í spiladeildinni þennan veturinn. Pyngjan léttist dálítið við fjárfestingar fyrir fjarskiptadeildina (sem mér þykir mikilvægari).
Kv, Valdi
03.12.2002 at 22:25 #191847Nú er ég að spá í spil. Eða vil láta ykkur spá í spilin með mér.
Mér liggur forvitni á að vita hvers vegna menn eru allir með rafmagnsspil ? Ókostir: tekur gífurlegt rafmagn og getur auðveldlega eyðilagt rafgeyma og alternatora, menn virðast oft steikja mótorana og þetta (verandi rafmagnstæki) virkar ekkert alltof vel í miklu vatni (undir vatni).
Af hverju eru menn ekki með vökvaspil eins og eru hér: http://www.milemarker.com/winch-10.html ?????
Drifkrafturinn er til staðar í flestöllum bílum (vökvastýrisdælan), þetta er algerlega óháð vætu, engir rafmagnsmótorar til að steikja og er jafn öflugt og rafmagnsspilin.Ég sá á þessari heimasíðu að það er meira að segja íslenskur aðili með umboðið fyrir þessi spil (Landvélar) og eftir lauslega könnun kostar þetta svipað og rafspilin (c.a. 120 þús (sagt án ábyrgðar)) með öllu.
Þess vegna spyr ég: af hverju ekki ?????
Kv, Valdi
19.11.2002 at 13:58 #464410Fínir staðir til að sjá hluti sem eru til í þessa bíla er http://www.calmini.com og http://www.rocky-road.com/sidekick.html
Svo er hægt að fá Superchip tölvu á http://www.superchips.is
19.11.2002 at 11:26 #464404Þetta var nú bara svona til að fá smá viðbrögð við veðrinu.
Það var nú ekki snjólaust í fyrra þegar við fórum á The BigKleik, eik. Ég á video af mönnum í hjakki strax við sólarupprás í þeirri ferð. Þó að snjórinn hafi verið fyrir okkur í mismiklum mæli þá voru ekki vikulangar rigningar til að skemma fyrir.
Jú það er auðvitað mikilvægt að læra að keyra í hóp, umgangast skála, nota talstöðvar en ég sé ekki mikla þörf fyrir Gps á veginum. Mín skoðun er allavega sú að ekki sé mikið stuð nema sé einhver snjór til að leika sér í. Annars er þetta bara ágætis bíltúr.
Kv, Valdi
P.S. NEWS FLASH:
Snörp jarðskjálftahrina varð í Vatnajökli í morgun. Snarpasti skjálftinn varð klukkan hálf tíu í morgun og mældist hann 4,1 á Richter. Fimm minni eftirskjálftar urðu síðan á næstu sextán mínútum og þrír minni skjálftar hálftíma síðar. Samkvæmt upplýsingum jarðskálftafræðings Veðurstofunnar er ómögulegt að segja á þessari stundu hvað sé að gerast eða hvort von sé á frekari jarðhræringum á svæðinu á næstunni. Eins og er sé ekkert annað að gera en að bíða og sjá
19.11.2002 at 09:35 #191800Sælir,
djöfull er erfitt að vera annað en svartsýnn á snjóalög í svona Majorkarigningu og hitasvækju. Nú er rigning og 5-8 stiga hiti á öllu landinu (1-3 á Hveravöllum) og er búið að hellirigna í alla nótt. Ég vil gerast svo svartsýnn að halda því fram allur snjór (hann var nú ekki svo mikill) sé bráðnaður nema í „stærstu“ sköflum.
Ef heldur fram sem horfir (það er spáð svona hita amk fram á næsta mánudag og rigning með köflum) verður þá nýliðaferðunum ekki frestað ?? Munið, „það er engin skömm í því að breyta ferðaáætlun eða snúa við vegna veðurs“
En það er andskotanum erfiðara að gera það vegna snjóleysis heldur en vegna offramboðs á honum. Ég segi allavega fyrir mig að ég nenni ekki að skröltast alla leið í Jökulheima í marauðu. Þá gætu nýliðaferðirnar bara verið í Júlí …
En eru menn ekki sammála um að ef að ekki breytist spáin og fer að snjóa hið snarasta þá förum við bara eftir áramót ???
Kv,
Snæfinnur snjókarl, að drepast úr hita……
13.11.2002 at 09:20 #464168Ætli nokkur geti breytt hlutföllum ? Ég hugsa ekki
Einhverjir geta þó skipt um drifhlutföll og sett lægri í stað þeirra sem eru fyrir. Annars mætti nú fara að koma með breytileg drifhlutföll sem maður getur breytt innan úr bíl. Haft hátt hlutfall í langkeyrslum og lágt hlutfall í snjóhjakki. Ég er hættur að bulla………..(Verð að hætta að éta þennan blómaáburð….)
08.11.2002 at 12:45 #464080Sælir allir,
hvernig er með þessa viku ? Veit einhver hvort hefur bætt í eða dregið úr snjónum á leiðinni inní Landmannalaugar og nágrenni ??
Er að spá í að skella mér í bíltúr snemma á sunnudagsmorgun til að viðra bílinn aðeins.
Endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið heyrt eitthvað nýlegt frá þessum slóðum.
Takk fyrir,
Valdi
07.11.2002 at 09:10 #464076……..sem er mjög gott !……..
01.11.2002 at 12:03 #463962Ég myndi ekki segja að flækjur geri nóg til að vega upp á móti 35" dekkjum. Þetta er eiginlega eins og að hætta að nota 1. gírinn og taka alltaf af stað í öðrum og bæta 6. gírnum við. Hlutföll er það eina sem gildir ef maður sættir sig ekki við talsvert latari bíl.
Kv, VN
01.11.2002 at 11:58 #463960Ef þið lesið eldri pósta um breytingar, hvort sem er á Súkkum eða öðrum bílum, þá sjáið þið hvað er "best" að gera. Menn hætta að nenna að svara alltaf sömu spurningunum.
Yfirleitt er tekið úr sílsinum og hvalbaknum að framan og lagað eitthvað til með stórum hamri. Ég er með 36" undir Sidekick og er ekki búinn að færa hásinguna neitt, þó að ég væri til í svona 5 cm. Ég held ég nenni bara ekki að standa í því af því að það er ekki algjörlega nauðsynlegt.
Kíkið líka á http://www.calmini.com og svo getur Bílabúð Benna örugglega pantað læsingar og hlutföll fyrir ykkur.
Kv, Valdi
30.10.2002 at 14:25 #463906Breaker, breaker…
Við bræðurnir erum með ósköp venjulegar stöðvar og við gátum talað saman þó annar væri í Mosfellsbæ í skjóli við blokk og hinn væri niðrá Grensásvegi. Ég held að ef loftnetin eru góð og loftnetsleiðslurnar eru í lagi þá heyrist ágætlega í CB stöðvum. Menn eru svo oft með eitthvað gamalt drasl úr geymslunni og svo virkar ekkert nema bílarnir snertist.
Over and out…
29.10.2002 at 17:35 #463690Allar upplýsingar er að finna hjá framleiðanda:
http://www.intercotire.com/html/trxus_mt_sts.htmFyrir þá sem ekki vita er voða gott að fara inná leitarsíðuna http://www.google.com og skrifa þar inn það sem maður er að leita að og hjálpa sér soldið sjálfur
29.10.2002 at 10:13 #463884Kíktu á þessa mynd hjá Vegagerðinni http://www3.vegag.is/faerd/vesturl1.html og þá er þetta vegurinn sem er merktur Vatnaleið.
Já og endilega þeir sem eitthvað hafa ferðast um hálendið: hvað þarf maður að fara langt til að komast í smá skafla ?? Er myndirnar hans DóraSvein frá því núna eða eru þær gamlar ?
Mig klæjar í að fara að komast að prófa 36 tommuna !!
Kv, Valdi
27.10.2002 at 22:59 #463664Já þakka þér fyrir Freyr. Hann lítur nokkuð reffilega út.
Já afturhásingin er sterkari en gamla Fox/Samurai hásingin því ég hef séð að þeir í USA eru að mixa hana undir Foxinn. Þeir eru nokkuð ánægðir með hana þar.
Maður verður bara að sjá til með framendann. Það er aðallega helvítis álhúsið sem vill rífa sig laust úr festingunum. Það er náttúrlega til lausn við því sem þú getur séð hér: http://www.puresuzuki.com/anvil_axle.htm
Þetta er semsagt stálhús í stað álsins. Kostar náttúrulega….!Kemur allt í ljós ef það ætlar að snjóa eitthvað í vetur.
Blindbylskveðjur,
Valdi
-
AuthorReplies