Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.09.2005 at 23:09 #527520
Mín reynsla (massaði upp gamlan Hilux) er sú að það er ekki nóg að nota G3, hann er dáldið grófur. Það kom mjög vel út að fara fyrst með G3 og svo með G10 sem er mjög fínn og nær rosa fínum gljáa. Margir spurðu mig með furðu hvort billinn væri nýsprautaður (gamall jálkur) eftir meðferðina. Ég notaði reyndar þar til gerðan loftrokk með massapúðum.
Gangi þér vel,
Valdi
23.09.2005 at 23:03 #527032Fjöðrunarsviðið helst náttúrulega ekki óbreytt þar sem dempararnir halda við í sundur þannig að í raun styttir maður fjöðrunarsviðið saman en það helst eins í sundur nema maður lengi dempara eða breyti demparafestingum.
Kv, Valdi… sem hefur alltaf rétt fyrir sér Stebbi 😉
20.09.2005 at 11:14 #196279Jæja það kom að því. Trooperinn minn greindist með þjöppuvandamál á háu stigi, þjappan í lágmarki á cylinder 4.
Nú langar mig að heyra frá öðrum Trooper eigendum sem hafa gengið í gegnum sama vesenið með sína bíla. Hvað var gert, hvar og hver var kostnaðurinn ? Einhver sem fann varahluti annars staðar en hjá IH? Ég er að spá í að gera þetta sjálfur, er einhver sem hefur gert slíkt hið sama ? Hvað var mesta vesenið, þurfti einhver spes verkfæri o.s.frv. ??????
Vinsamlegast komið með allt sem gæti nýst mér í þessari þrautagöngu nútíma dieselvéla.
Kv, Valdi
P.S. Þetta er 3.0 TDi, ´98, keyrður 155.000 km.
07.09.2005 at 15:29 #526330Þakka þér, Skúli, fyrir málefnalegt svar. Gaman að sjá að menn geta svarað jákvæðri gagnrýni með öðru en skítkasti.
Það er rétt að ofar í þessum þræði er fínt skrifað með 2 n-um en eins og ég sagði áður er kannski skiljanlegra að menn láti frá sér innsláttarvillur á spjallþráðum sem menn kannski skrifa í flýti í vinnunni. (Ég fór extra vel yfir minn texta áður en ég sendi, til að gefa ekki höggstað á mér í miðri gagnrýninni ;-))
Ég skal bjóða fram mína krafta í að prófarkalesa yfir greinar sem fólk skrifar í Setrið ef það getur orðið til að gera betra blað.
Ég vil taka fram að ég er ekkert fram úr hófi smámunasamur og get alveg horft framhjá einni og einni innsláttarvillu. Bara leiðinlegt að hlutur sem hægt er að laga, skemmi fyrir jafn góðu blaði eins og Setrið er.
Með von um enn betra Setur,
Valdi
07.09.2005 at 00:17 #526316Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að mér finnst alveg óþolandi að lesa Setrið þegar það er uppfullt af stafsetningarvillum. Það er undantekning að maður lesi grein þar sem ekki vantar inn stafi, ekki settur stór stafur í byrjun setningar og ekki bil á eftir kommum, ý í stað í og öfugt, svo eitthvað sé nefnt. (Nýjasta tölublað er reyndar skárra en oft áður). Það er eðlilegt að sjá slíkar villur í skrifum t.d. hér á síðunni en þegar er verið að hafa fyrir því að gefa þetta blað út með litmyndum og flottheitum er sorglegt að þetta skuli skemma fyrir (allavega fyrir þeim sem kunna að skrifa íslensku rétt).
Ef maður býr á Íslandi og er íslendingur ætti maður að nenna að læra að skrifa hana rétt. Annars getum við bara öll talað okkar eigin útgáfu og sleppt því að kenna íslensku í skólum.
Ef þeir sem skrifa í þetta blað á vegum ritstjórnar kunna ekki stafsetningu ættu þeir að fá einhvern til að renna yfir textann áður en hann er sendur í prentun. Þetta er ekki það mikill texti fyrir hvert tölublað að það ætti að vera stórmál.Ég bara varð að tjá mig aðeins um þetta því þetta er búið að pirra mig í rúmt ár og er farið að minnka verulega áhuga minn á að lesa Setrið.
Með íslenskri kveðju,
ValdiP.S. Ekki koma svo með einhver lesblindusvör því fólk sem er haldið þeim kvilla ætti ekki að sjá um útgáfu á félagsriti.
28.07.2005 at 01:15 #196119Vil byrja á að segja að mér finnst að það ætti að koma upp nýjum flokk hér í ætt við eina af öftustu síðunum í Four Wheeler sem fjallar um ódýr ráð sem menn geta leyst ýmis vandamál með.
Í þeim anda vil ég koma með smá uppfinningu sem ég hef ekki séð hjá öðrum hér. Það er þegar menn lenda í að affelga ofan í vatni eða krapa og fá þennan leiðinda vökva inn í dekkið. Það getur verið leiðingjarnt að keyra í bæinn með nokkra lítra af vatni inní túttunni og því fundum við ferðafélagarnir lausn á því.
Takið plasthettu af ventli og gerið lítið gat á hana að ofanverðu. Afeinangrið rafmagnsvír og troðið plastinu utan af vírnum í gatið á hettunni. Plastið af vírnum verður að vera nógu langt til að ná niður í banann á dekkinu. Skrúfið svo hettuna á pílulausan ventilinn. Svo bara hreyfir maður plastið þangað til vatn fer að sprautast upp og bíður þangað til allt vatnið er farið úr dekkinu. Gætir þurft að laga plastið til nokkrum sinnum þangað til fullkominn árangur næst.
Hér er mynd af gjörningnum:
…og önnur:
Kveðja,
Valdi
24.06.2005 at 10:22 #524482Ég keypti mína hjá ArcticTrucks fyrir 2 árum (algjör schnilld) en ég held að Hlað hafi verið að selja eitthvað af þessu líka:
http://www.hlad.is/display.php?page_id= … acturer=18Kv, Valdi
02.02.2004 at 09:53 #487138Þeir reyndu það fyrir svona ári síðan. Sögðu við mig að það væri bara flott fyrir mig að vera á 37×13,5 dekki á 2ja tonna Hilux.
Ég kem aldrei til með að versla þarna enda fór ég ruglaðri út en ég kom inn…. og mátti ekki við því.
30.10.2003 at 12:41 #479372Til upplýsingar:
Ég er búinn að fylgjast með uppboðum á afgashitamælum á Ebay í nokkrar vikur og bjóða í nokkra en þeir virðast vera að fara á svona 150-200 dollara.Kv, Valdi
29.10.2003 at 10:16 #479312Sælir,
mig langar að benda á að fátt hjálpar meira til en að lækka hlutföll þegar sett hafa verið stærri dekk undir. Það er dálítið dýrara en á móti kemur minni eyðsla og sprækari bíll. (og nei ég ætla ekki að selja mín
Kv, Valdi
17.10.2003 at 10:11 #478170Sæll,
af reynslu minni af smurstöðvarvinnu vil ég miðla í þessu samhengi…?? (Hvað var þetta?)
Skiptu um olíu og settu 75W-90 fjölþykktarolíu á kassann. Ég hef séð og fundið það margoft gerast að olía sem er af t.d. 80 þykktinni þykkist of mikið í kulda fyrir gírkassa og það verður stíft að skipta honum á meðan hann er að hitna. Eftir olíuskipti ættirðu ekki að finna neinn mun á heitum og köldum bíl, nema eitthvað sé að kassanum hjá þér.
Kv, Valdi …. sem var einusinni smurkoppur.
01.10.2003 at 17:17 #477234Ef bíllinn væri hlutfallalaus þá myndi hann nú ekki fara langt nema í spotta, sem svosem er ekki óalgengt með Patrol. Ég get hinsvegar vel skilið að þú haldir að hann sé ekki á hlutföllum þar sem hann hreyfist væntalega ekki hratt 😉
En til að finna hlutföllin tjakkarðu upp bílinn að aftan og snýrð dekkinu einn hring. Á meðan eru snúningarnir sem drifskaftið snýst, taldir og ættir þú þá að fá út c.a. hlutföllin. Passa að bæði hjólin snúist jafnt því annars skekkir það niðurstöðuna.
Með von um að þú finnir góð hlutföll í lífinu.
Kv, Valdi
26.09.2003 at 17:02 #476906Það er líklega rétt þetta með hlutföllin. Minn (Sidekick)kom á 5:38 en ég hef séð á partasölum að 5:13 er algengt og er það væntanlega úr Vitörunum. Ég er hinsvegar á 5:83 núna og er það lægstu hlutföll sem fást í Súkkuna. Hinsvegar held ég að sjálfskipti bíllinn komi á 4:88.
Kv, Valdi
26.09.2003 at 11:24 #476902Það er hægt að fá þessa bíla með dieselvél en ég veit ekki hvenær það var fyrst hægt.
Munurinn sem þú talar um á Hilux og Hilux SR5 er svipaður munur og á Vitara/Sidekick JX og JLX. JLX er betur búinn með rafmagni í rúðum og aðeins flottari innréttingu.
Kv, Valdi
26.09.2003 at 10:55 #476896Sæll HÞS,
Munurinn liggur í því hvar bíllinn er markaðssettur. Í USA og Canada (þaðan sem minn er) heitir hann Sidekick. Í Evrópu heitir hann Vitara.
Sá bíll sem heitir í Evrópu Grand Vitara virðist heita Vitara í USA. Í raun er þetta sami bíllinn. Þetta er alveg eins og munurinn á Montero og Pajero.Kv, Valdi
25.09.2003 at 12:38 #476878Hvaða máli skiptir hvaða félagsnúmer hann hefur eða hefur ekki ?? Mega ekki allir skrifa hér ??
Kv, Valdi
R-2613
18.08.2003 at 12:56 #475648LOL….
Já við skulum bara vera vinir, þetta orðaskak skiptir engu máli. En sameinumst frekar um að vinna á þessu skálamáli.
BORGA FYRIR GISTINGUNA OG HREINSA TIL EFTIR SIG !!!
Þetta með stafsetninguna: Hárrétt, ég yrði geðveikari á að reyna að tína allt til þar.
Valdi
P.S. og bara til að gera smá óveður úr rokinu:
Enduro-pakkið er örugglega það sem er að skíta út skálana,
Diesel er miklu betra en bensín,
Mudder er miklu betra en FunCountry,
Patrol eru druslur og að lokum,
það ætti að banna vélsleða !!!Hahahahahaha …..
18.08.2003 at 09:34 #475642Ertu eitthvað klikkaður Stefán Baldvinsson ?? Þessi þráður snýst ekki um hvort Stebbi vill svala þinni öfgakenndu forvitni heldur að menn borga ekki fyrir sig þegar þeir nota skála á hálendinu. Stebbi hefur sennilega vaskað upp og þrifið af kurteisi og umhyggju fyrir næstu gestum í skálanum en ekki af því að honum þótti svona vænt um fíflin sem tróðust inní skálann óboðnir.
Ég gat ekki séð að Stebbi væri að hóta þér neitt og þú segir að slíkt dæmi sig sjálft en ég myndi halda að það að segja að menn sýni "vanþroska og heimsku á heimsmælikvarða" dæmir þig líka og þú skalt átta þig á því að þú ert ekki að skapa þér neinar vinsældir, hjá þeim sem þekkja þig ekki, með svona skrifum. Fyrir utan það setur hann svona merki
á eftir setningunni og fyrst þú veist það ekki þá langar mig að segja að þetta er broskarl !!
Auðvitað ræður maðurinn hvort hann nafngreinir þessa sóða eða ekki. Það er ekki þitt að ákveða það.Þú hugsar og skrifar eins og krakki og ættir ekkert að vera að tjá þig hér fyrr en þú þroskast aðeins. Þetta er varla svaravert hjá þér, þvílíkur fáviti ertu greinilega.
(Ég svara þessu samt af því að Stebbi er farinn til útlanda)
Valdi
15.07.2003 at 16:05 #474830Best að reyna að fá felgur sem eru sæmilega innvíðar. Ég var því miður með felgur sem eru útvíðar og framhjólalegurnar fóru ansi hratt. Ég er sannfærður um að á betri felgum hefði verið margfalt minna álag á legurnar.
Minn er hækkaður um 80mm á boddí og 25mm á gormum. Svo er bara að klippa vel úr.
Gæti montað mig lengi vel af því að hafa dansað í kringum 44" Hilux og Landcruiser í vetur sem leið
Kv, Valdi
14.07.2003 at 09:09 #474826Sæll,
ég hef nú ekki prófað 35" en ég var dálítið á 36" DC í vetur og það rokkar !!
En þá þarftu lægri hlutföll og ekki spilla læsingar fyrir.
Bara fara rólega og ekki neinn þjösnaskap því þá er maður fljótur að brjóta framdrifshúsið. Lenti í því á 33".Kv, Valdi
-
AuthorReplies