Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.03.2008 at 22:49 #615912
Mér þykir þetta virðingarvert af þér að biðjast afsökunar á greinilegum misskilningi milli þín og okkar. Vonandi verður það til þess að þetta mál sé loks til lykta leitt. Takk fyrir þetta.
Friðrik, ég á erfitt með að skilja það hvar þú ákveður að lesa út úr skrifum okkar stór orð og skítkast þegar að við erum að þylja upp atburði sem að ofbuðu okkur greinilega. Þú hefðir kannski keyrt hamingjusamur í bæinn eftir að vera búinn að fjárfesta í olíu, og þú veist að olían er ekki gefins í dag, og mat bara til þess að keyra upp eftir og til baka aftur. Fyrir þær konur sem að voru með okkur og voru að fara á fjöll í fyrsta skipti var þetta ekki til þess að þær séu neitt sérstaklega spenntar fyrir næstu ferð og það er svo sannarlega hægt að kalla það mannraun
Ef að þú klikkar á "Dulnefnið" sérðu allar upplýsingar um mig nema nærbuxnastærð
Kannski rangnefni hjá þér að kalla þetta dulnefni, frekar viðurnefni. Ég er ekkert að fela neitt enda hef ég öngva ástæðu til þess né mínir ferðafélagar.
07.03.2008 at 23:36 #615884Ég var beðin um að koma þessari athugasemd frá manni sem að er ekki skráður inn á þetta spjall en vildi endilega leggja orð í belg.
Kæru lesendur, það er ekki laust við að hjá mér blossi upp slík reiði vegna fyrrgreindrar framkomu staðarhaldara í Kerlfingafjöllum að ég missi mig í einhvern dónaskap, en ég ætla þó að vera málefnalegur.
Ég vil bara byrja á því að segja að sú staðreynd að barn var með í för finnst mér hafa tekið allt af mikið pláss í þessum spjallþræði. HVAÐA MÁLI SKIPTIR ÞAÐ AÐ BARN VAR MEÐ Í FÖR??? Það er ekki þungamiðjan í þessu máli.
Þarna var 10 manna hópur sem keyrði í sólarhring nánast samfleytt vegna þess að staðarhaldari í Kerlingafjöllum virðist engan áhuga haft á að leysa vandamál sem upp kom, að öllum líkindum vegna gáleysis starfsmanns ferðaþjónustunnar í Kerlingafjöllum. Þarna var beinlínis búið til lífshættulegt ástand fyrir fólkið á bakaleiðiðinni. Það keyrði nánast samfleytt í sólarhring.
Þessi framkoma hjá staðarhaldara í Kerlingafjöllum finnst mér fyrir það fyrsta, rýra allan trúverðgleika í yfirlýsingu Snorra hér á undan. Bara sú staðreynd að staðarhaldari sjái ekki sóma sinn í að koma í eigin persónu og reyna að leysa vandamálið tel ég nógu stóran hlut í vandamálinu. Þarna á að heita, að vera maður sem þekkir vel til umhverfisins og annarra staðarhaldara í nágrenninu að hann hefði vel getað sett sig í samband við aðra staði til að kanna laus gistipláss. Hér hefur nefnielga verið bent á að svo hafi verið.
Ef ég hefði verið þreyttur og pirraður ferðalangur í þessum kringumstæðum, hefði ég hvorki haft skap né þolinmæði í að fara að rúnta um svæðið í leit að gistingu sem ég vissi ekkert um hvort væri laus eða ekki. Auðvitað er hægt að deila um að það sé á mína ábyrgð hvort ég kjósi að byrja á því veseni eða ekki.
Niðurstaðan í stuttu máli frá mínu sjónarhorni er því; yfirklór hjá Snorra Ingimarssyni. Það má deila um einhver smáatriði í allri þessari uppákomu eins og Snorri gerir í þessari fleiri þúsund orða riðtgerð sem að nokkrum hluta fer í að koma sök á ferðalangana en hér finnst mér staðarhaldari gjörsamlega hafa brugðist.
Kveðja, Hans.
07.03.2008 at 23:00 #615882Það má kalla pistil minn neikvæðan og ónákvæman. Eftir stendur þó að við vorum með pantaðan skála og þegar upp eftir var komið, gekk það ekkert eftir. Það að þú hafir ákveðið að túlka það að ég sé að ræða um eins árs gamalt barn í pistli mínum bara til þess að sverta ykkur er þvæla. Ég var eingöngu að tala um stöðu okkar sem ferðalanga og hvort sem að þér líkar betur eða verr að þá lítur ykkar mál verr út í ljósi þess að ungabarn var með í för.
Meðan að þið eruð að gefa upp þessi símanúmer á síðunni ykkar er ykkur ekki stætt á því að kvarta yfir því að lélegt samband er þarna upp frá, Þá eigið þið að segja fólki að hafa samband á annan hátt.
Ein spurning að lokum, hvað kemur það málinu við að það hafi verið pláss í öðrum skálum? Þið stóðuð ekki við það sem um var samið og þannig standa málin
07.03.2008 at 00:18 #615868Þess má geta að í framhaldi af þessum pósti hafði maður, sem er eitthvað viðkomandi rekstri þessa staðar, samband við undirritaðan. Hann var að kanna hvernig við höfðum pantað og í hvaða númer við hringdum og útskýrðum við það fyrir honum. Maðurinn hafði miklar áhyggjur af þessum þræði og að hann væri að skaða kerlingafjöll sem ferðamannastað. Ekki kom ein afsökunarbeiðni eða hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir okkur vegna þessa klúðurs. Eitt er öruggt að með svona hugarfari verður þetta ekki einhver draumaáningarstaður okkar jeppamanna.
Í von um að rekstraraðilar bæti sig svo svona komi ekki fyrir aðra í framtíðinni.
02.03.2008 at 18:20 #615850En ég hef líka lent í því upp í grímsfjalli að ekki var svefnfriður fyrir fólki sem að ákvað að sitja að svambli fram eftir öllu án tillits til þreytts ferðafólks.
02.03.2008 at 17:28 #615846Enda held ég að meiri hætta sé á ferðum með akstri hér innanbæjar.
02.03.2008 at 16:56 #202001Lögðum af stað í gærdag kl. 15.00 og stefnan tekinn á Kerlingafjöll. Vorum 9 manns á 4 bílum og áttum við pantaða gistingu í einum af skálunum þarna upp frá. Veðrið lofaði mjög góðu er lagt var af stað og sól og blíða alveg þangað til að komið var að Geysi að ský fór að draga fyrir sólu. Ekki létum við það draga úr okkur og lagt var á kjöl.
Snjóalög á kili voru frekar fátækleg og greinilegt að vel hafði tekið upp af snjó í þýðukaflanum um daginn. 20 til 30 cm. jafnfallinn snjór var yfir öllu og stutt í urð og grjót sem að sást frekar illa undir nýföllnum snjónum. Þetta varð til þess að 3 felgur skemmdust á leiðinni en viðgerð tókst með groddaralegum aðferðum með sleggju einni, sem að hefur bjargað okkur áður í neyð :).
Við höfðum verið vöruð við áður en lagt var af stað að vöð við Kerlingafjöll gætu verið varasöm út af krapastíflum og klaka sem ekki væri bílheldur. Þegar að þessum vöðum var komið reyndist þetta ekkert tiltökumál enda hafði frosið vel í þessu og enginn hætta á ferðum.
Við vorum kominn að Kerlingafjöllum kl. 00.00 og þar blasti við okkur fjöldi vélsleða og komumst við að því að þarna væri einhverskonar landsmót vélsleðamanna og 120 manns á staðnum. Hófst þá leit að staðarhaldara til þess að fá lykil að þeim skála sem við áttum pantaðan og gekk sú leit brösulega. Fararstjóri ferðarinnar var margbúinn að reyna að hringja upp eftir að reyna að ná símasambandi við þennan einstakling og gekk ekkert. Síðan komumst við að því að viðk. einstaklingur var sofandi í skála þarna rétt hjá og örkuðum við þangað upp eftir. Maðurinn var vakinn og hann tilkynnti okkur þá að skálinn sem að við áttum pantaðan var útleigður og ekkert sem að hann gæti gert fyrir okkur. Ótrúleg framkoma við fólk með eitt ungabarn og til háborinnar skammar fyrir þá sem eru með þessa aðstöðu á sinni könnu. Maðurinn reyndi ekkert til þess að bjarga málunum. Þarna vorum við kominn eftir 9 klst. ferðalag með fyrirfram lofaða gistingu og sviknir!
Þarna var illt í efni og fréttir af öðrum skálum í nágrenninu voru að þeir voru fullir líka þannig að ekkert annað var í stöðunni en að leita sér að gistingu á láglendinu á þessum tíma sólarhringsins eða að leggja á okkur annað eins ferðalag til baka. Ferðalag til baka varð ofan á og vegna ótrúlegrar frammistöðu staðarhaldara þarna upp frá þurftum við að leggja á okkur maraþonakstur til kl. 07.30 um morguninn með tilheyrandi pirring og þreytu.
Verð samt að fá að hrósa fararstjóra ferðarinnar fyrir alveg einstaka skapfestu við þessar aðstæður. Fararstjórinn var með eiginkonu sína og 1 árs strák, sem að er stórefnilegur jeppamaður, og það hefðu einhverjir misst skap sitt við þennan einstakling sem að réð ríkjum þarna upp frá og skiljanlega.
Í von um að þessi skrif verði til þess að svona nokkuð gerist ekki aftur.
-
AuthorReplies