You are here: Home / Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Ágætu félagsmenn,
Stjórn 4×4 er að hefja vinnu við að fara yfir efni í eigu klúbbsins, þar á meðal myndbandsspólur sem stendur til að færa yfir á DVD og halda til haga svo hægt sé að veita félagsmönnum aðgang að þeim til skemmtunar og fróðleiks. Á næsta ári er og 25 ára afmæli klúbbsins og þarf að fara yfir mikið efni til að sjá söguna í skýrara ljósi.
Stjórnin skorar á þá félagsmenn sem gætu verið með myndbandsspólur, myndir, pappíra eða hverskonar önnur gögn í eigu klúbbsins, að líta yfir það hjá sér og koma þeim til skrifstofu sem allra fyrst.
Með fyrirfram þökk,
Stjórn 4×4
Hér er ekki um að ræða opinbera afstöðu Ferðaklúbbsins 4×4 í þessu máli, enda hefur klúbburinn ekki tekið afstöðu.
Hér er einungis verið að koma á framfæri fréttatilkynningu sem okkur barst.
Fh. stjórnar
Benedikt Magnússon