Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.09.2005 at 22:55 #528170
Til hvers erum við að borga gjöld af VHF stöðvunum í bílunum ef ekkert gagn er í þessu svokallaða Fjarskiftaeftirliti?
Á það ekki að hafa eftirlit með svona hlutum?
Það þarf kannski að ýta aðeins við þeim.
04.09.2005 at 19:10 #196212Ég rakst á þennan þráð með partanúmerum á ýmsu í Patrol, þetta er sennilega númer fyrir Ástralíubíla með stýrið öfugumeginn.Mér sýnist mótorinn vera 4.2 Kannski hjálpar þetta einhverjum
http://www.patrol4x4.com/forum/t1412-part-no-diagrams.html
03.09.2005 at 12:54 #518514Í gegnum heimasíðuna komst ég í samband við mann sem á teikningar og eftir að hafa rakið mig fram og til baka fann ég vír sem var morkinn í sundur.Vírinn var frá stjórnboxinu í relayið sem setur eftirhitunina á (þessi fjólublái).Í stjórnboxinu er skynjun á því hvort hitunin er að vinna rétt og ef stýringin sér eitthvað athugavert blikkar forhitunarljósið eftir að bílinn er komin í gang.
Takk fyrir hjálpina.
01.09.2005 at 20:58 #526188Var ekki einhver einhverntíma sem var kærður fyrir að aka að skálanum í Hrafntinnuskeri.
Eftir því sem ég veit best fara trússaranir sem trússa fyrir þá sem eru að ganga Laugaveginn ekki að skálanum.
Þessar leiðir er hægt að fara á flestum jeppum.
Þó er stundum snjór á leiðinni, hann ætti að vera farinn núna, ég hef ekki farið þessa leið í sumar. Alltaf finnst mér nú erfitt að gefa svona ráð þegar maður þekkir ekki mennina og veit ekki alveg hvað þeir kunna og vilja leggja bílana sína í.
01.09.2005 at 18:30 #526186Þetta er komið, það hafði samband við mig maður áðan sem á þetta svo þessu er reddað.
Takk
01.09.2005 at 17:14 #526184Ég gleymdi bara að láta fylgja, ef ég er svo heppinn að það á þetta einhver sem vill láta mig hafa afrit þá er hægt að ná í mig í 8647377 eða í stjoni att simnet punktur is
01.09.2005 at 17:02 #196199Er eitthver sem á rafmagsteikningar af Patrol árg93 ?. Hef sérstakan áhuga á því sem viðkemur forhitun og snúningshraðamæli.
22.03.2005 at 18:18 #519502Sem hjálparsveitarmaður og maður sem ferðast hef á fjöllum vil ég benda mönnum á að fara ekki að reyna ganga langar vegalengir í snjó nema þeir viti hvað þeir eru að fara útí.
Ef menn eru ekki vanir að ferðast í snjó án þess að sitja í bíl eða á sleða eru menn almennt betur settir við ökutækið þar sem menn hafa skjól og útbúnaðurinn þeirra er heldur en einhverstaðar út í viðáttunni.Miklu meiri líkur eru á að maður og bíll finnist en maður.Ef menn eru fjarri byggð ættu menn ekki að leggja af stað nema þeir séu með útbúnað til göngu, gallabuxur og kuldagalli henta ekki nema til að fara út og hleypa úr alls ekki til göngu uppá marga kílómetra eða jafnvel tugi kílómetra. Gerið ykkur grein fyrir því að ef að fjarlægðin til byggða er farin að hlaupa á tugum kílómetra verðið þið örugglega eitthverja daga á leið til byggða.Góðar stundir
Kristjón
10.03.2005 at 00:59 #195637Pattinn er tekinn upp á því þegar honum er startað rýkur hann í gang, truntast í nokkrar sekúndur og deyr svo.Eftir að búið er að forhita og starta nokkrum sinnum fer hann að ganga lengur og að lokum gengur hann eðlilega. Einnig er annað sem er nýtt er að forhitunarljósið blikkar í nokkrar mínútur eftir að hann er kominn í gang.
Ég er búin að mæla kertin og skoða relayin við hægri geyminn.Það er greinilega málið að það á að vera hitun í gangi eftir að hann er kominn í gang og það er það sem vantar.Relayin eru í lagi en það virðist vanta boð til þeirra til að þau dragi þegar þessi eftirhitun á að vera í gangi.
Kannast einhver við þetta vandamál ?
Veit einhver hvaðan þessi boð eiga að koma ?
Eiga boðin kannski að koma úr stýringinni sem er neðan við öryggjaboxið ?
Er þá eitthvað annað að gera en að fá nýtt box ?
Er hægt að fá svona box annarstaðar er í IH ?Með kveðju Kristjón
19.02.2004 at 18:37 #489392Ég vil byrja á að taka fram að ég er ekki virkur í klúbbnum en ég skil ekki þetta væl um að fá ekki að vera með.Ef það er svona rosalegur áhugi á því að komast í ferðir með klúbbnum hvers vegna taka vælararnir sig saman og skipuleggja ferð, ég er ekki í vafa að klúbburinn væri til í að leggja nafn sitt við hana og því héti ferðin "skipulögð ferð á vegum 4×4". Aftur á móti skil ég vel að það séu fjöldatakmarkanir í ferðir.
Þetta sama gildir um vælara á litlum dekkjum þeir eiga bara að hóa sig saman og fara í ferð sem þeim hentar.
Er vandamálið kannski að sumir þori ekki á fjöll án þess að þeir hafi för til að elta og foringja sem sér um að taka allar ákvarðanir fyrir þá
19.02.2004 at 18:37 #495780Ég vil byrja á að taka fram að ég er ekki virkur í klúbbnum en ég skil ekki þetta væl um að fá ekki að vera með.Ef það er svona rosalegur áhugi á því að komast í ferðir með klúbbnum hvers vegna taka vælararnir sig saman og skipuleggja ferð, ég er ekki í vafa að klúbburinn væri til í að leggja nafn sitt við hana og því héti ferðin "skipulögð ferð á vegum 4×4". Aftur á móti skil ég vel að það séu fjöldatakmarkanir í ferðir.
Þetta sama gildir um vælara á litlum dekkjum þeir eiga bara að hóa sig saman og fara í ferð sem þeim hentar.
Er vandamálið kannski að sumir þori ekki á fjöll án þess að þeir hafi för til að elta og foringja sem sér um að taka allar ákvarðanir fyrir þá
25.11.2003 at 20:09 #462650Ég hef ekki fundið neitt út úr þessu.Þetta lýsir sér ekki þannig að bíllinn rjúki upp á rauða og sé þar, hann sígur upp fyrir miðju og kannski í verstu tilfellum upp í 23.En út af þessu er ég ekki að beita honum í brekkum og þungu færi eins og ég gæti.Eitt þykir mér undarlegt, það er ef hann hitnar í brekkum eins og Kömbunum þá að þegar álagið á bílinn minnkar t.d. niður næstu brekku þá fer hitamælirinn neðar en hann er í innanbæjarsnattinu.Auðvitað gæti það bent til þess að vatnslásinn væri ónýtur en þetta var bara nákvæmlega eins með gamla vatnslásnum.
Láttu mig endilega vita ef þú finnur eitthvað út úr þessu.
18.11.2003 at 20:59 #480836Afsakið, bara sagði svona, en það var bara vegna þess að ég hef bara þrisvar skriðið undir Toyotu, þar af tvisvar til að gera við læsinguna og þá var þessi mótor sem líkist þurrkumótor fullur af vatni.
Svona bara af forvitni, átt þú bæði 38" Toyotu og 44" Patrol?
Með kveðju Kristjón
17.11.2003 at 18:40 #480826Ég hef átt Patrol árg. 93 í bráðum þrjú ár og ég verð að segja að mér finst orginal læsingin að aftan standa sig mjög vel, aldrei bilað þótt að maður hafi verið að sulla í vatni og krapa.Það er eitthvað annað en rafmagnslæsingin á Toyotunum sem er bara eins klest hafi verið gömlum þurrkumótor utan á hásinguna.
Gregor þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hann drífi minna en aðrir 38tommu bílar.
15.11.2003 at 18:39 #480498Sjóðurinn talar um að "að setja e-h aukaskatt á jeppa sem myndu renna til björgunarsveita??".Þetta myndi taka á sig skemmtilega mynd fyrir mig og fleiri í mínum sporum sem höfum starfað í björgunarsveitum í mörg ár og ekki horft í tíma og stundum peninga, ef við ættum að fara borga gjald fyrir að fara á fjöll á eigin jeppum.Gjaldið myndi renna í sjóð sem ríkið tæki og myndi síðan útdeila til ýmissa stofnanna og félaga eins og minnar björgunarsveitar.Þannig væri ég ofan á alla skatta sem ég sem bíleigandi og skattborgari vera borga farin að borga skatt til minnar björgunarsveitar sem ég hef starfað fyrir í mörg ár.
Ég nefndi hér fyrir ofan "tíma og stundum peninga" óþarfi er að útskýra þetta með tímann en með þessu með peningana á ég við að flestir björgunarsveitarmenn hafa flestir keypt einhvern persónulegan útbúnað sem er gjarnan notaður bæði í aðgerðum og æfingum.Einnig er oft um vinnutap að ræða.
Úr einu í annað best gæti ég trúað að sjóðurinn sé svokallað "Troll" sem skrifar eitthvað til að æsa fólk upp í einhverja vitleysu.Með kveðju Kristjón
22.02.2003 at 11:58 #468984Er ekki bara hugsanlegt að menn séu ekkert sérlega hrifnir af því að mega ekki fara á fjöll og taka smá spól án þess að það sé komið á netið um leið.
28.01.2003 at 19:27 #467174Ég hef aldrei skilið þessa þvælu,það virðist bara sumir þurfa fara eftir þessum EB reglum.Um daginn var fréttum smábíla á Ítalíu sem fimmtán ára krakkar mega keyra.Eflaust er hægt að finna fleiri dæmi um að ekki eru sömu reglur í öllum EB löndunum.
05.12.2002 at 18:06 #464864Rétt Steini,auðvitað hundleiðist manni sem á svona bíl eins og Theodór.
25.11.2002 at 23:21 #464606Áður en þú ferð út í stórar viðgerðir ættir þú að athuga hvort allir boltar á soggreininni og þar í kring séu nokkuð að losna.Þetta hjómar svipað og gerðist hjá mér fyrir nokkrum mánuðum og þá voru boltarnir sem eru í soggreininni við heddið laflausir.
Kveðja stjóni
19.08.2002 at 17:41 #462636Þó ég hafi skift um vatnslás er smuga að hann sé ekki að vinna rétt,ein vísbending um það er að eftir að hann hitar sig t.d. í Kömbunum og ef maður fer niður brekku þá dettur hitinn mjög langt niður og fer smá tíma neðar en hann er í innanbæjar snattinu.
Kveðja Stjóni
-
AuthorReplies