Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.01.2007 at 22:46 #575504
Ég lenti í svipuðu fyrir nokkrum árum, þá voru það lokunar. Ég var með Superwinch lokur, smellirnir komu þegar maður var í 4WD en ekki undir átaki. En sjálfsagt hefur þetta komið þegar hefur verið spenna á milli fram og aftur drifsins. Mig langaði ekki í eins lokur aftur en það var það eina sem var til þá. Svo það endaði með því að ég keypti Superwinch hjá Benna. Þar var mér sagt ef maður hrúgar inní þetta alltof mikilli feiti fara tennurnar ekki alveg saman og það endar með því að þær yddast. Þegar ég setti þetta saman bjó ég til drullu úr gírolíu og koppafeiti. Þetta er búið að vera til friðs síðan. Annars er ég oftast með lokunar á því ég hef ekki fundið mun á neinu hvort ég sé með lokunar á eða ekki í vegakeyrslu.
Kristjón
12.01.2007 at 12:26 #573670Ég las að menn hefði farið út í til að hreinsa ísinn út rásinni. Í því sambandi dettur mér í hug að ef um góðann ís er að ræða væri hugsandi að saga eða brjóta sæmilega fleka, skrúfa í þá ísskrúfu og kippa þeim í burtu með öðrum bíl.
Reyndar er það þannig að flottustu ísskrúfurnar eru rándýrar og enginn ísklifrari myndi vilja láta fínu skrúfurnar sínar í þetta en kannski eiga einhverjir eitthvað gamalt dót sem ekki er lengur notað í klifur.
05.01.2007 at 22:05 #573808Ég ætla byrja á að taka fram að ég hef ekki hundsvit á sjálfskiftingum, en fyrts menn eru að tala um að ekki sé gott að kæla of mikið dettur mér í hug að hægt sé að nota olíukæli úr patrol t.d. 93 model, í þeim er framhjáhlaup sem lokast við um 100C, ef ég man rétt, svo að olían kólni ekki of mikið. Ef menn nota gamlan olíukæli ef sennilega betra að þrífa hann vel áður en hann er notaður við sjálfskiftinu. Það eru eflaust einhverjir sem vita betur en ég hvort þetta sé nothæf lausn.
28.12.2006 at 21:17 #572810Hér er tölva
29.09.2006 at 23:01 #561822Kaldadalsleið eða ef menn vilja frekar kalla það Uxahryggjaleið, leiðin lá austan við Sandkluftavatnið í gamladaga.
Sjóni
09.08.2006 at 13:51 #557448Ég ætla ekki að kæra þig. Það vill svo til að um daginn var ég að tala við landvörð sem sagði að oft þegar fólk væri tekið fyrir utanvega akstur gerði það sér ekki grein fyrir því að það væri að aka utan vega og væri því hissa á því að það væri gerð athugasemd við það.
Ég býst ekki við að nenna skrifa meira um þetta því verður það að vera eins í laginu "Ég vil aka minn veg og þú vilt aka þinn veg" og mun ég áfram reyna halda mig á vegunum.Stjóni
09.08.2006 at 09:33 #557444Þetta er akkúrat það sem sumir átta sig ekki á. það þarf ekki að vera viðkvæm gróðurþekja til að það kallist utanvega akstur. Ef ekið er í sandi þar sem einnig eru steinar ýtast steinarnir niður og förin verða sýnileg í mörg ár. Klakinn er ekki sá eini sem ekið hefur Sprengisand oftar en einu sinni og ég er ekki sá fyrsti til að tala um ljót för utan við veginn á Sprengisandi. Það er óþarft að bæta við þau og halda þeim við.Það er nóg pláss á veginum eins og sést á myndinni.
Kristjón Jónsson
8647377
man ekki f4x4 númerið
09.08.2006 at 00:02 #557440Það er engu líkara en að myndin sé ekki lengur á heimasíðunni sem hún var á, hvernig sem stendur á því. Myndin sem ég var að tala um var lík þessari sem þú (Tryggvi) talar um og ég stend við það sem ég sagði áður að þetta er utanvega akstur og svona á ekki að gera.
Stjóni
08.08.2006 at 22:39 #557436Þetta heitir utan vega akstur [url=http://www.valdisbjork.com/gallery/ferdalog/2006Gaesavatnaleid/IMG_1827.JPG.html:3io5ugc2]http://www.valdisbjork.com/gallery/ferdalog/2006Gaesavatnaleid/IMG_1827.JPG.html[/url:3io5ugc2]
svona svo menn átti sig á því
[url=http://www.valdisbjork.com/gallery/ferdalog/2006Gaesavatnaleid/IMG_1827.JPG.html:3io5ugc2][b:3io5ugc2]mynd[/b:3io5ugc2][/url:3io5ugc2]
Stjóni
17.06.2006 at 13:12 #554684Ég lenti eitt sinn í bremsuvandamáli á mótorhjóli sem lýsti sér sér þannig að þó að búið væri að lofttæma hundrað sinnum er skoða dælur og allt sem manni datt í hug þá bremsaði hjólið aldrei neitt að framan. Það var ekki fyrr en skift var um slöngu að allt í einu urðu rosa bremsur á hjólinu. Í því tilviki er um að ræða langa slöngu og litla dælu svo það er líklegra að svona vandamál komi upp í hjóli en bíl. En hver veit kannski eru einhver slanga orðin svo léleg að þegar þú stígur á bremsuna þá ert þú bara að pumpa upp slönguna en ekki að ýta dælunni út. Svona í lokin það er alltaf gaman að heyra af því þegar vandamálin leysast svo endilega skrifaðu þegar þú ert búinn að redda þessu.
Kristjón
Ps. Allt í einu mundi ég eftir öðru veseni með vökvakúplingu sem ég lenti í. Það var vegna þess að það hafði brotnað gormur sem togaði upp pedalann, þyngdin á pedalanum dugði til þess að höfuðdælan fór aldrei alveg til baka og tók þess vegna ekki vökva úr forðabúrinu.
05.06.2006 at 00:09 #553676Það að halda að einhver aðstaða eins og lítil mótorhjólabraut verði til að torfærusóðar á mótorhjólum hætti að keyra utan vega er afar barnaleg hugmynd. Ef menn eru svona heilalausir að halda að það sé í lagi að fara helgi eftir helgi með fullt af álíka vitleysingjum og spóla upp viðkvæman gróður þá dugar ekkert minna en handjárn. Utanvega akstur jeppamanna myndi heldur ekki minnka þó að til væri drullupittur til að spóla í. Hitt er annað að auðvitað ætti að vera eitthvað jafnræði milli áhugasviða manna, það eru mörg dæmi um að eitt sportið sé skattpínt meðan dekrað er við annað.
Kristjón
01.05.2006 at 22:24 #551652Mér er svosem sama um þessar flokkanir en það er eitt sem mér finnst að auglýsendur mættu vanda betur það er að láta fyrirsögnina sem byrtist til hægri á aðalsíðunni lýsa betur hvað er verið að auglýsa.
Til fyrirmyndar væri t.d. "Patrol árg 93 38“ "
Ekki til fyrirmyndar væri t.d. "Tilboð" eða "Til sölu"
Svo tékkar maður á hvað er til sölu þá er það kannski hjólkoppur á skoda.Kristjón
06.04.2006 at 14:26 #548464Er ekki bara hægt að finna blað undan einhverju gömlu drasli sem er svipað breitt og svipað þykkt og ef það er of langt er bara hægt að stytta það með rokkinum. Þetta hlýtur að vera í annari hverri ruslatunnu þar sem svo margir eru búnir að skifta út flatjárnumum fyrir gorma. Eitt sinn fékk ég nýja fjaðrabunka undan dobulcab á slikk.
04.04.2006 at 22:41 #547732Hægt er að nota Navtrek kortin í Oziexplorer og ef þú hakar við "Use PVT for Garmin instead of NMEA" ætti að vera hægt að nota GPS tækið þitt við Oziexplorer.Þetta er líka kostur fyrir þá eiga GPS tæki sem geta bæði sent út NMEA og Garmin merkið, þá þurfa þeir ekki að breyta uppsetningunni á GPSinu eftir því hvort þeir séu að taka gögn úr GPSinu eða keyra eftir tölvunni.
05.03.2006 at 22:45 #545706Ég lenti eitt sinn í veseni með forhitunina í mínum og það sem ég taldi mig finna út var að öll kertin fá 12V í byrjun og 3+3 raðtengjast eftir að bíllinn er kominn í gang. Þetta er gert með relayum sem eru hægra meginn innan í brettinu og er stjórnað af heila sem er hægra megin við fæturnar á farþeganum.Þetta eru stór relay og þú ættir að heyra þau smella. Hjá mér lýsti bilunin sér þannig að hann fór í gang en byrjaði svo að truntast ógurlega, einnig blikkaði forhitunar ljósið í nokkrar mínútur eftir að hann fór í gang. Mér skilst að það sé merki um að heilinn sjái að eitthvað sé að forhituninni. Bilunin hjá mér var að fjólublár, grannur vír við annað relayið var morkinn í sundur.
Gangi þér vel
05.01.2006 at 22:55 #538004Það var ekki ætlast til að nokkur nennti að lesa svona lengi. Miðað við hvað stafsetningin er léleg hjá mörgum sem skrifa á korkinn þá hélt ég að það tæki flesta marga daga að lesa alla síðuna, en þú býrð sjálfsagt ennþá að því að hafa fengið góða undirstöðumenntun hjá Rúna Bryn í Öldutúnsskóla fyrir aldarfjórðungi eða svo. Kannski við ættum að drífa í því að sparka í dekkin hvor hjá öðrum svo við þurfum ekki að eyðinleggja þennan tækniþráð fyrir manninum.
05.01.2006 at 22:09 #538000Ég kíkti aðeins á netið til að reyna rifja upp hvar ég sá þetta með mælinn, það er t.d. hér
http://www.patrol4x4.com/forum/t2878-heating-up-gq.htmlNissan temp guage is overly sensitive. 1/3 on the guage is about 80 degrees, 1/2 is 90 and 2/3-3/4 is 100 degrees. So long as you’re using water/glycol mix it shouldn’t be a problem.
05.01.2006 at 21:27 #537998að hann er að vera kominn í 260þ
05.01.2006 at 21:25 #537996Þegar þú segir að hann hiti sig hvað fer mælirinn þá hátt ? Mig minnir að ég hafi séð einhvarstaðar á netinu að það sé ekki óeðlilegt að hitamælarnir í þessum bílum fari í 2/3 á skalanum. Minn bíll færi örugglega yfir 1/2 skala ef ég stæði hann flatan upp Kambana. Fjótlega eftir ég eignaðist bílinn fór ég að taka eftir þessu og hafði af þessu miklar áhyggur. Eftir að hafa skift um allt sem hægt var að skifta um og látið mæla allt sem hægt var að mæla lærði ég bara að lifa með þessu og fer að slá af ef mælirinn fer uppfyrir 1/2. Svona er ég búinn að keyra hann næstum 100.000 km og er enn á fyrsta heddinu 7,9,13. Það er reyndar ekki rétt að taka sénsa á því hita þessa mótora mikið.
Láttu okkur vita hvernig þetta endar.Kristjón
03.01.2006 at 11:54 #537760Ég á rafmagnsteikningar af patrol 93.
s.8647377
-
AuthorReplies