Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.08.2008 at 23:51 #627992
Ég hef ekki reynslu að V8 með EFI en mín reynsla af V8 með tveggja hólfa blöndung er sú að þær eru ekki beinlínis sprækar. Átti eitt sinn Willys með 307 og fjögurra hólfa hann gat farið niður í 15 lítra en líka farið langt með að klára 70 lítra tank á 4-5 tímum. Eftirá að hyggja held ég það hafi verið of stór fjögurra hólfa blöndungur á honum. Það var Edelbrook 625cmf og Edelbrook Performer soggrein.
Stjóni
25.08.2008 at 23:33 #628236Ef ég skil heimasíðuna hjá ARB rétt þá eru 33rillu öxlar að aftan en 31rilla að framan.
Stjóni
23.08.2008 at 20:11 #627940Hafa menn prófað að panta frá Ástralíu. Hvað með kostnað og tíma. Ég sendi eitt sinn sjálfum mér pakka með sjópósti frá Ástralíu, það tók ekki nema þrjá mánuði
Stjóni
23.08.2008 at 20:06 #627952Já það er gott þegar menn getað bjargað sér, oft þarf bara fjörugt ímyndunar afl og slatta af seiglu.
En þessi saga minnir mig á spurningu sem ég gataði á í meiraprófinu. Spurningin var hvað gerir þú ef þú ert á fjöllum á rútu sem dautt er á , stendur í brekku , er rafmagnslaus , loftlaus og liggur í bremsunum vegna þess.
Rétta svarið var að maður átti tengja loftslönguna sem fylgir flestum bílum með loftkerfi inná loftkerfið fyrir bremsunar í annan endann og hinn í varadekkið. Þá átti að vera hægt að láta bílinn renna í gang. Hvort þetta er hægt í raunveruleikanum skal ég ósagt látið.
Stjóni
02.06.2008 at 10:43 #202500Hefur einhver prófað að panta Evrópukort í Garmin erlendis frá ?
Ég ætlaði að kaupa kort í tækið mitt hjá R.Sigmundsyni en þar var mér sagt að það væri ekki til en þegar það yrði til myndi það kosta 24.000,- . Á heimasíðu fríhafnarinnar kostar það um 12.000 sem er nálægt því verði sem það fæst á á netinu. Gallinn við að kaupa það í fríhöfninni er að þá á maður eftir að setja það í tækið sem er vesen ef maður ætlar að nota það strax þegar maður kemur út.
Hver ætli gjöldin séu af þessu ?
Maður gæti eins keyft tæki með korti á minni pening en bara kortið kostar hjá R.Sig.
Kristjón
28.04.2008 at 20:16 #621634Er orðið yfir þetta ekki almannatengls og nefndin því almannatengslanefnd. Þetta er kannski orðið svolítið langt og óþjált nafn á nefnd en þetta er allavega íslenska.
10.03.2008 at 20:15 #616868Að nota framljósaperu sem prufulampa eins og Hlynur talar um getur verið varasamt, ef peran er 55-60 Wött tekur hún um 5A. Ekki er víst að allt þoli svo mikið álag, útgangar af stýringum eins og t.d. forhitunarstýringunni gætu farið og eflaust er fleira sem þolir þetta ekki. Rúnar ef þetta er enn basl hjá þér gæti ég kannski kíkt á þetta með þér, ég hef ekkert sérstakt vit Toyotu rafmagni en ef þú átt teikningar af þessu gætum við kannski klórað okkur fram úr þessu.
Kristjón
07.03.2008 at 14:11 #616854Ég var þarna á ferð fyrir nokkrum árum og þá var Toyota eins og þín föst á nákvæmlega sama stað. Hún var á bólakafi, ef ég man rétt þá tók það fullt af köllum alla nóttina að ná henni upp með keðjusögum og tilheyrandi.
16.02.2008 at 18:33 #614432Dæmigert rússneskt, maður slasast eða verður veikur og manni er hent aftaná fisksalabíl.
11.02.2008 at 22:16 #613736Ég átti eitt sinn AMC CJ5 sem lét svona, ástæðan var að lágadrifs tennurnar voru orðnar yddaðar. Þetta eru sæmilega sterkir kassar en ég lenti í veseni með að hann steikti endaslags-skinnurnar þegar maður stóð áttuna lengi í þungu færi. Lausnin var að renna innar úr miðju tannhjólinu og setja kónískar legur í staðinn. Þetta er nú orðið soldið síðan en það getur verið að þetta hafi verið gert á Renniverkstæði Ægirs.
11.02.2008 at 22:01 #613492Hvernig virkar það ef það á að vera opið í 112 úr öllum símum? Ef ég er með GSM frá Símanum og utan þjónustusvæðis Símans en innan svæðis hjá Vodafone þá að öllum líkindum sýnir síminn minn ekkert signal, er þá einhver ástæða til að reyna hringja í 112?
16.10.2007 at 09:56 #599990Hvaða hedd settir þú í staðinn? Er það kannski eitthvað gamalt með ónýtum ventlaþéttingum?
12.04.2007 at 21:24 #587672Eflaust eru reglurnar um stýrisbúnaðinn góðar og gildar en tilhvers er gegnumlýstur og stimplaður stýrisarmur ef fjöðrunarstýfurnar eru soðnar saman út í bílskúr. Ef hásingarnar fara eitthvað annað en þeim er ætlað er ekki gott að segja hvert bíllinn fer.
Stjóni
22.02.2007 at 00:08 #580612Ég heyrði það eitt sinn fyrir löngu frá manni sem þekkti til svona útbúnaðar að þetta reyndi mjög mikið á hjólalegur og stýri. Ég veit ekki hvort ég myndi nenna að druslast með þetta á kerru og skrúfa þetta undir þegar maður kæmi í snjóinn, svo í þokka bót yrði maður bundinn af því að enda túrinn sem maður byrjaði hann því varla tekur maður dekkin með sér á fjöll og ekki færi maður að aka hundruði kílómetra á þessu á malbikinu.
Kristjón
21.02.2007 at 11:18 #581664Ég var svo lengi að skrifa að Kristján varð á undan Kristjóni að segja næstum sama hlutinn
21.02.2007 at 11:16 #581662Þegar þú segir liðhúspakkningar áttu þá við stóru pakkningarnar sem passa að koppafeitin á liðhúsunum leki ekki út? Þó að vatn færi inná liðhúsin ætti það ekki að komast inná drifið því það er pakkdós á milli liðhússins og drifsins. Ef sú pakkdós er farinn læki gírolía út í liðhúsin og sennilega læki koppafeitis og gírolíusull á götuna. Ég myndi byrja á að skoða öndunina á drifinu.
Kristjón
29.01.2007 at 00:06 #560680Ef ég skil gummaj þá rétt segir hann að Ozi þurfi NMEA, þá vil ég benda á að það er ekki rétt. Hægt er að haka við "Use PVT for Garmin instead of NMEA" og þá er hægt að vera með Garmin tækið alltaf á Garmin/Garmin eða hvað það er kallað í tækinu. Þetta er kostur þegar menn eru stundum að nota staðsetninguna frá tækinu og stundum að flytja gögn frá GPSinu í tölvuna. Menn þurfa þá ekki að breyta stillingum á GPSinu.
24.01.2007 at 11:13 #576944Ég á ljósrit af patrol manual þér er velkomið að hafa samband ef þú nennir að ljósrita ljósritið þetta eru hundriðir síða á A3.
Kristjón
8647377
16.01.2007 at 20:43 #575770Frumherji er það ekki fyrirtækið sem eitt sinn hét Bifreiðaskoðun Íslands og var svo óvinsælt að það varð að skifta um nafn. Fyrirtækið hafði einokun á að skoða bíla á landinu. Skoðunarmennirnir sömdu reglunar jafnóðum og menn voru lagðir í einelti. Það sem bíll hafði fengið skoðun á breyttist eftir geðþótta skoðunarmanna. Þegar ég fór í skoðun var ekki um það að ræða að skjótast í hádeginu heldur varð maður að taka sér frí eftir hádegi þann dag. Á þessum árum vann ég hjá ríkisstofnum sem átti einn skelfilegasta bíl sem ég haf ekið en þeir litu aldrei á hann. Kallið mig langrækinn en enn þann dag í dag hef ég ekki stigið fæti þarna inn og versla aðeins við Aðalskoðun.
Kristjón
16.01.2007 at 10:00 #575754Minn er árg 1993
Eigin þyngd 2250
Leyfð heildarþyngd er 2700
Uppgefin burðargeta 630
Það er eins og þeir hafi fallið í reikningi því að eftir því sem ég best veit þá á eiginþyngd + burðargeta að vera sama og heildarþyngd.Kristjón
-
AuthorReplies