Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.02.2010 at 21:28 #681984
Ég var eitt sinn farþegi í sem fór nokkrar veltur, það eina sem var laust í bílnum var myndavél og mér fannst nóg um það.Það væri óæskilegt að gaskúta og annan viðleguútbúnað í hausinn.
05.02.2010 at 22:36 #210520Veit einhver hvort og hvar sé hægt að fá svo kallað „Cargo barrier“ eða grind sem sett er milli farþegarýmis og farangursrýmis í Patrol.
25.01.2010 at 00:45 #679072Ég átti 38 tommu breyttan 93 Patrol í sjö ár að mig minnir og hann var að nálgast 300.000km þegar ég seldi hann. Hann bilaði nánast ekki neitt og aurarnir sem fóru í viðhald voru bara klink miðað við sumar sögur sem maður hefur heyrt. Undir lokinn var hann talsvert riðgaður en annars ætti ég hann eflaust ennþá. Ég kvaddi hann með tárin í augunum. En spurningin um 35" eða 38" finnst mér aðallega snúast um hvort maður ætli í vetrartúra eða ekki. Það eru fáir eða engir staðir á landinu sem maður kemst ekki á á 35". Það er kannski að maður hafi ögn meira sjálfstraust í ám á 38" og það er algjör draumur að vera á leið norður Sprengisand á 100+km hraða á 38" í sirka 12-14 pundum. Það er mjög mikill munur hvað Patrol á 35" og 38" kemst. Patrol á 35" á ekkert erindi í vetrartúra nema í einhverju últra góðu færi en 38" fer hvert sem er nema í það sé algjört skítafæri og þá meina ég skítafæri. Ef maður ætlar ekki í vetrartúra er maður að fórna töluverðu með 38" dekkjunum, hvað sem aðrir segja finnst mér flestar 38"ur bölvuð mykjudreifaradekk en það eru flestar 35"ur kringlóttar. Eftir að ég kom út úr skápnum og viðurkenndi fyrir mér og öðrum að ég væri eiginlega enginn jeppakall en hefði gaman ef því að ferðast um landið með familíuna ákvað ég að 35" væri málið og ég hef ekki þurft að sjá eftir því. Þetta er bara hlutur sem enginn getur sagt manni hvað maður á að gera í. Maður verður bara að reyna yfirstíga valkvíðann og skella sér á það sem manni langar í.
22.01.2010 at 18:11 #210132Eru eitthver sem hefur prófað uppskriftina hans Leoemm (Leoemm.com) af tjöruhreinsi sem er aðeins steinolía og uppþvottalögur?
Þetta væri ódýrari lausn en það sem er boðið uppá á bensínstöðvum.
Kristjón
08.01.2010 at 15:03 #675224Er kannski einhver ástæða fyrir því að hann er útskeifur?
Eru nokkuð búinn að beygja millibilstöngina?
07.01.2010 at 14:23 #674982Ég átti Patrol þar sem var vesen að fá gorminn sem tengist út í hásinguna til að tolla á sínum stað. Að lokum fékk ég mér snittaðan tein sem ég setti milli jafnarans og grindar og gat þannig handstillt hvað bíllinn bremsaði að aftan. Ef ég herti mjög mikið á þessi sýstemi varð bíllinn hættulegur í beigjum ef maður tipplaði á bremsunar. Það var eins og einhver rifi í handbremsuna.
Þannig að ég held að ef þú gerir jafnarann óvirkann eigi það eftir að virka svipað.
20.10.2009 at 16:38 #663076Iss þetta er nú ekkert merkilegt, það var brotin rúða í bíl konunar og bleijutöskunni með fjórum bleijum og pakka af skeinuklútum stolið. Kannski var það einhver sem var búinn að kúka á sig.
19.09.2009 at 22:14 #657858Ég vann í nokkra daga einusinni fyrir löngu hjá fyrirtæki sem setti svona mæli í. Ég man ekki betur en það hafi verið borað inní endann á öxlinum og snittað fyrir svona c.a. 10mm bolta og mælirinn var með bolta í miðjunni, síðan hafi verið sett vel af gengjulími. Í lokin var svo vír innsigli.
14.09.2009 at 16:51 #655398Ég þekki þetta tæki ekki neitt en getur verið að í Marine mode sem tækið stillt á NMEA en ætti að vera á Garmin/Garmin
27.08.2009 at 23:25 #655592Takk fyrir svarið, það verður spennandi að kíkja á þetta á morgun
27.08.2009 at 22:58 #206096Hvernig í HEL%#*#&%!! skiftir maður um parkljósaperu hægra megin að framan í Patrol 1999 ?
Ef maður opnar húddið sér maður strax skrúfu sem heldur ljósinu að ofanverðu, ef hún er losuð getur maður pillað ljósið aðeins út. Svo hvað!!! Þetta er eins einhverjum kleppara hafi dottið í hug að skrúfa ljósin innan frá og það eigi að vera hálfdags vinna að losa ljósið og annar hálfur dagur að setja saman.
Vinsamlegast segið mér að þetta sé bara smá trikk sem mér yfir sést.Kristjón
11.08.2009 at 00:22 #653016Ég fékk hleðslujafnarann aldrei til að vera til friðs í Gamla Rauð fyrr en ég setti snittaðann tein frá honum út í grindina og setti tvær rær á teininn. Þannig gat ég stillt hvað hann virkaði mikið handvirkt.
27.07.2009 at 08:48 #652546Þetta er aðalega það að hann eyðir miklu og reykir mikið, er búinn að kíkja á loftsíuna og hún er eitthvað skítug en ég veit ekki hvað hún þolir af skít til að stíflast það mikið að það hafi áhrif. Kíki á smurstöð á eftir.
Annars er ég aðalega að fiska eftir því hvaða verkstæði eru best í þessu.
27.07.2009 at 01:22 #205438Hvert er best að fara með Patrol 1999 sem eyðir alltof miklu og hagar sér stundum furðulega?
27.07.2009 at 01:00 #652506Takk fyrir þetta, ég skoða þetta á morgun
26.07.2009 at 21:31 #652500Kemur þetta í staðin fyrir orginal hlut eða er hægt að rífa þetta úr án nokkurar fyrirhafnar?
26.07.2009 at 16:28 #205424Ef manni hefur verið sagt að það sé kubbur í bílnum til að auka kraft, hvar myndi hann vera og hvað þarf maður að gera ef maður vill prófa að vera án hans?
06.11.2008 at 23:42 #632128Vegna þess sem Rúnar segir langar mig að segja að samkvæmt grein sem ég las annað hvort í FÍB blaðinu eða Neytendablaðinu fengu Recaro stólar aðeins tvær stjörnur að fimm fyrir öryggi. Þetta voru viss vonbrygði fyrir mann þegar maður var nýbúinn að kaupa rándýrann Recarostól sjálfur. Ég ætla ekki að fullyrða að allir Recaro barnabílstólar séu eins og sá sem fékk þessa dóma en hann var eins og sá sem ég hafði keyft. Hann fékk miklu lélegri dóma en aðrir sem voru ódýrari. Afhverju hann er svona mikið lakari er ekki augljóst en kannski er það vegna þess að hann er miklu þyngri en aðrir stólar sem ég hef kynnst og gæti kannski þess vegna skaðað barnið í hörðum árekstri.
06.11.2008 at 23:26 #632312Hægt er að leita til "Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum" ef maður er ósáttur við niðurstöður tryggingafélaganna. Maður þarf að borga eitthvað, mig minnir kringum 5-6000kr sem maður fær endurgreitt ef nefnidin úrskurðar manni í vil. Eftir því sem ég veit best rannsakar nefndin ekkert sjálf og mikilvægt er að maður skili inn öllum gögnum sem skýrt gætu málið og það komi skýrt fram afhverju maður telur sig vera í rétti.
http://www.fme.is/?PageID=315
26.10.2008 at 18:18 #631704Ég lenti eitt sinn í því að þegar bíll var á gjöf og á snúningi þá var eins og það væri lúðrasveit í húddinu. Málið var að það var farið að blása út á milli túrbínunar og heddsins.Ástæðan var að boltarnir voru slitnir út úr heddinu vegnar þess að það vantaði allar upphengjur á pústið og þessvegna hékk allt draslið í heddinu
-
AuthorReplies