You are here: Home / Steinar Gíslason
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sæll Jón
Væri hægt að fá nánari upplýsingar um olíuskiljuna hjá þér? T.d. hvernig hún tengist, hvað þú setur inn í hólkinn og hvort það sé einhver hólfun inn í hólknum.
Kv. Steinar
Sæll Hjörtur
Sigurður upplýsir okkur um að smella á myndina. Hún er linkurinn og fullt af fínum myndum þar.
Kv.
Steinar
Ég tek undir með Arngrími "MT og ekkert annað". Ég hef verið með 7 ganga af BFGoodrich MT ýmist 33" eða 35" undir HiLux, Econaline og Range Rover Classic. Datt svo í hug að fá mér BFGoodrich AT 33" undir LR Discovery II. Mér var sagt að þau væru betri keyrsludekk í hálku og snjó. Það varð ekki mín reynsla. BFGoodrich MT micro skorin finnst mér koma miklu betur út. Eina sem AT dekkin hafa fram yfir MT að það heyrist eitthvað minna í þeim.
Kv.
Steinar
Þið ættuð að skoða myndakerfið á trukkasíðunni http://www.geirinn.is Þar er stórt myndasafn með alskonar möguleikum, einfalt að setja inn myndir og gott myndaspjallkerfi. Allavega rekst maður ekki á kvartanir vegna kerfisins.
Kv.
STG
Settu þessa fyrirspurn inn á http://www.islandrover.is Þar færðu örugglega meiri viðbrögð.
Kv.
Steinar
Um 1990 kom Range Rover með jafnvægistangir en að öðru leiti að ég held óbreyttur fjöðrunarbúnaður. Í akstri á þokkalega góðum vegum varð hann miklu skemtilegri í akstri (var hann nú góður fyrir) með jafnvægisstangirnar. Hann varð aftur á móti stífari á grófum vegum.
Kv. Steinar
Smá athugunarsemd við þráð Benedikts Magnússonar
Þessi hópur Land Rover bíla er hér á landi á vegum Land Rover Experience í samvinnu við B&L í prufu akstri og njóta aðstoðar þaulreyndra íslenskra jeppamanna. Ég hef það eftir einum aðstoðarmannanna, að Þeir hafi verið upp á Hellisheiði, á Kaldadalsleið og upp í Langjökul, þannig að þessi lýsing Benedikts passar ekki við þennan hóp. Ef þeir væru í þessum akstri á lokuðum leiðum væri örugglega búið að stoppa þá, því þetta er að mér skilst verkefni sem tekur nokkrar vikur og eru nokkrir hópar sem koma til landsins í þennan akstur.
STG
Talaðu við Arnar Einarsson hjá B&L Gunnar Ingvi smíðaði fyrir hann á RR P38 bíl.