Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.09.2008 at 22:50 #628364
Ég vildi bara þakka fyrir mig, og þakka öllum sem komu og lögðu sitt af mörku. Þetta var alveg frábær ferð og í sameiningu tókst okkur að klára verkið sem lagt var upp með. Allt saman tókst þetta rosalega vel og rúmlega það. Alveg frábært að sjá hvað allir voru viljugir að hlálpa til, og gerðu það með bros á vör. Svona á þetta að vera, allir kátir og glaðir að vinna í þágu félagsins, svo njótum við þess að sjálfsögðu líka þegar húsið verður komið upp.
En allavega takk fyrir mig, hlakka til að komast í næstu ferð með eins frábæru fólki og nú.Kv. Steini
04.09.2008 at 20:13 #628362Ég sé fram á að komast með um helgina ef einhver er með laust pláss í bílnum og nennir að hafa mig með sér.
Kv. Steini
03.09.2008 at 23:57 #628754Hafðu samband við Magga felgu, hann getur öruglega bent þér á einhvern þarna. felgur.is eða í síma 567-3322
19.11.2006 at 21:30 #198997Félagi minn var að spá í að fá sér „38 Musso um daginn og samdi ég þá handa honum smá vísu.
Toyan og Músin fara saman í ferð:
Toya yfir stóra skafla fer,
en Músin oftast í spotta er.
Toyan brunar upp snjóþungar brekkur,
en Músin oftast úr gírnum hrekkur.
Toyan keyrir í snjónum vítt og breitt,
en Músin er orðin svo rosalega þreytt.
Toyan þurfti að fylg’enni heim á leið,
því Músinni undan öllu þessu sveið.
Toyan kallar ,,leiðin er fundin“,
og Músin fylgir í spottanum bundin.Nú komin við erum á þjóðveginn,
og Músin hugsar um bílskúrinn.
Þar fær hún að kvílast og safna kröftum,
og vonandi nær hún fleiri hestöflum.
Því Músin hefur bara 2,9 lítra skél,
en Toyan er með 3,0 lítra vél.Þess má geta að hann er hættur við að kaupa Músina !!!
30.08.2006 at 02:12 #198461Sælir er með 4Runner ’90 V6 3,0 á „38.
Hann er með hlutföll 5:29 en framdrifið brottnaði og ég á til 5:71 framan og aftan. Spurningin er sú: Ætti ég að prófa að setja í hann 5:71 hlutföll eða að kaupa nýtt að framan. Mun ég finna MIKINN mun á honum með 5:71 heldur en 5:29?
19.04.2006 at 15:06 #550046Liggur ekki leið manna í björgunarleiðangur upp á Mýrdalsjökul?
17.04.2006 at 22:14 #549340Þakka fyrir frábæran dag á fjöllum og hlakka til næstu ferðar á toppinn !!!
Virkilega flottar myndir hjá þér Bjarki !!!
14.04.2006 at 14:37 #549302Ég er með í ferð. Er ekki með VHF bara CB, vonandi er það í lagi !
14.03.2006 at 12:24 #545690Jeppinn minn nú breyttur er
kemst hann hvert á land sem er.
Allt sem breyttur Patti fer
á mín Toya auðvelt með.Steini
26.02.2006 at 22:34 #544822Maggi felga gerir allt sem þarf að gera við felgur.
felgur.is
26.02.2006 at 22:03 #544762Votta aðstandendum hinns látna Tómasar Ýmis Óskarssonar alla mína samúð og vona að hinn slasaði nái sér að fullu sem fyrst.
Ég gat því miður ekki sýnt mína samstöðu með veifuna í dag, setti hana á jeppann rétt áðan og ættla mér að vera með hana á morgun.
Steini
26.02.2006 at 21:45 #544814Menn hljóta þá að vera með soðinn kannt á felgunni
26.02.2006 at 00:16 #544506Viljum senda aðstandendum hinns látna okkar dýpstu samúðarkveðju og megi guð vera með ykkur.
Kv.
Steini og Sigga
25.02.2006 at 22:32 #544468Sá að þyrla var að fljúga í átt að Borgarspítalanum!!
25.02.2006 at 22:17 #544460Sagt var á mbl.is að menn á tveimur öðrum jeppum voru á jöklinum þegar slysið varð og létu þeir vita.
25.02.2006 at 22:12 #544458Alveg ferlegt að sitja heima við tölvuna, bíða og bíða eftir einhverjum uppl. um hvernig aðgerðir ganga. Vonandi komast allir heilir frá þessu.
21.02.2006 at 22:22 #543578Vil byrja á því að lýsa ánægju minni með það að vera meðlimur í svona flottum klúbb þar sem menn standa saman þegar einhver lendir í óhappi !!!
Vona að þig komist aftur af stað sem fyrst !!!Okkar framlag komið
Steini og Sigga
19.01.2006 at 23:44 #539436Komiði sælar. Þannig er að ég er skráður félagsmaður í klúbbinn en konan mín ekki. Þarf hún að skrá sig í klúbbinn til að komast með eða er nóg að ég og jeppinn séum skráðir í klúbbinn???
20.12.2005 at 23:54 #536600Hafa menn eithvað verið að skipta þessum vélum út fyrir stærri og hvaða vélar er hægt að nota?
-
AuthorReplies