Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.04.2009 at 10:38 #204203
Heyrst hefur að einhverjir hópar séu á leið á Drangajökul um páskana og væri gaman að heyra meira um það, en eins og sjá má er nægur snjór þar ennþá og ekkert lát á….
Eins og sjá má af þessum myndum:Heimildir:
http://strandatrollin.123.is/album/default.aspx?aid=141947
25.12.2008 at 14:46 #635380Vil bara benda ykkur á hrikalega flott dekk sem Icecool eru að flytja inn.
Þetta eru Pit Bull dekkin og þau eru til í 44" með rosa flottu mynstri sem þarf að vísu að skera smá en lofa hrikalega góðu undir Patrol til dæmis.http://www.iceool.is
http://www.pitbulltires.comKv.
Steinar
25.12.2008 at 09:49 #635304Kæru félagar, vildi bara deila reynslu félagamíns af völsuðum felgum. Hann lenti í því að dekkin vírslitnuðu við að setja þau á valsaðar felgur. Þetta kom í ljós þar sem þau láku alltaf með felgunni. Þetta er í raun alveg rökrétt þar sem valsaðar felgur eru orðnar stærri en þær eiga að vera og því verið að troða dekki á of stóra felgu og vírinn einfaldlega teygist ekki og slitnar því. En auðvitað er þetta spurning um hve mikið felgurnar eru valsaðar. Allt er gott í hófi og hvað með öðru.
Varðandi Beadlock þá hefur það verið til friðs amk upp í 46" dekk en 49" hefur farið illa. Lausnin á því er líklega að nota double Beadlock á 49" dekkin. En það sem þarf að varast sérstaklega eru auðvitað kantarnir á Beadlock hringnum að þeir séu nógu ávalir/mjúkir.
Jólakveðjur,
Steinar J K
10.11.2008 at 09:59 #632528Sælir,
Eitthvað veit ég um þessa bíla á 44" og ek um á einum slíkum hæðst ánægður.
Fjallasport hefur breytt fjórum 120 krúserum á 44" og Arctic Trucks einum þar sem original klafarnir að framan eru notaðir.
Arctic Trucks hefur einnig smíðað fjóra Hiluxa til að fara á suðurpólinn með sama hætti. Einnig hefur Fjallasport breytt einni Tacomu á 44"Í Fjallasport breyttu bílunum hafa klafarnir verið styrktir með styrkingum og stífaðir og verið algerlega vandamálalausir.
Arctic Trucks styrkir klafana í Pólbílunum með því að sjóða í þá en eru að láta smíða sterkari arma sem koma væntanlega til með að leysa allar styrkingar af hólmi.
Afturdrifið í þessum bílum er það sama og í Hilux og LC90 og passar á milli. 8" drif og er líklega veikasti hlekkurinn í drifrásinni í þessum bílum þó það hafði ekki verið til vandræða.
Arctic Trucks hefur sett 9,5" drif úr 60 krúser að aftan í þá bíla sem þeir hafa breytt og er það mjög flott lausn. Við þá breytingu er komin fyrna sterka drifrás.Þessir bílar eru tær snilld, eyða litlu, eru kraftmiklir miðað við, frekar léttir og í alla staði frábærir fjallabílar.
Mynd af [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/6306/53209:24ut6kqk][b:24ut6kqk]120 LC á 44"[/b:24ut6kqk][/url:24ut6kqk]
Kv.
Steinar J K
09.05.2008 at 09:46 #622760Ég á einn svona LC 120 á 44" og hann er vel sprækur svona miðað við aðra krúsera og japanska diesel jeppa og er ekki að eyða nema milli 15 og 16 lítrum á 100 í langkeyrslu og fer upp í svona 17 til 18 innabæjar.
Svona týpísk helgarferð í vetur hefur verið rúmir 120 lítrar eins og færið hefur verið í vetur.
Ég er svo með hann á 38" á sumrin og þá er hann að eyða svona milli 13 og 14 í blönduðum akstri.
Ég get ekki sagt annað en ég sé mjög ánægður með rekstarkostnaðinn á þessum bíl svona í þessari olíukreppu sem nú geysar.
Og ekki er hægt að kvarta yfir drifgetu eða öðrum aksturseiginleikum, þessir bílar eru bara snilld.
29.09.2007 at 00:32 #598056Var að láta breyta svona nýjum 2007 Hilux fyrir mig á 38" með klafasíkkun, strikingum og gormafjöðrun hjá Fjallasport. Kemur rosalega vel út og svín virkar.
Þeir eru búnir að breyta nokkrum svona Hiluxum og helling af Landcruiser og voru fyrstir með klafasíkkunar útfærsluna og hafa hannað hana með flottum styrkingum. Það er nauðsynlegt að strykja þetta svo bíllinn þoli 38" dekkin.
Ég er reyndar líka með Landcruiser sem er breyttur svona á 44" og þetta bara virkar.
Ég myndi tala við þá og fá að vita hvað þetta kostar hjá þeim, þeir eru með bækling um breytinguna og eitthvað pakkatilboð á þessu.
09.03.2007 at 23:20 #583766Jæja, þá er kerran fundin og komin til eiganda.
En því miður er ekki nema mjög lítill hluti dekkjanna fundinn og því rétt að hafa varan á sér sé mönnum boðið að kaupa ný MTZ dekk úti í bæ.
Dekkin sem hér er verið að auglýsa eru víst MT Baja Claw en ekki MTZ og því ekki úr göngunum sem var stolið.
09.03.2007 at 20:45 #583760Heyrst hefur að árvökull félagsmaður hafii séð jeppa með umrædda kerru og slatta af MTZ dekkjum á ferð í borginni.
Vísbendingunni var víst komið til laganna varða sem hafa vafalaust tekið á þessu máli af sinni einskæru snilld og eiga örugglega eftir að upplýsa þetta mál í framhaldinu.
Af þessu má sjá að árvekni og samstaða félagsmanna getur áorkað ótrúlegustu hlutum.
08.03.2007 at 20:17 #583758Þetta var galvaniseruð Víkurvagna jeppakerra. Hún þekkist á því að hún hefur einhvertíma verið dregin með afturgaflinn niðri og grindin sem er á honum hefur slípast af og stubbarnir standa einir eftir. Hún er á original dekkjum undan Land Cruiser 120 á stálfelgum.
08.03.2007 at 12:51 #199869Í fyrrinótt var brotist inn í gám með nýrri sendingu af Mickey Thompson dekkjum fyrir utan Fjallasport.
Þaðan var stolið þó nokkrum göngum af 38×15,5R15 og 35×12,5R15 Mickey Thompson MTZ dekkjum.
Einnig var þar stolið kerru frá fyrirtæki í sama húsi.
Ég vil bara benda mönnum á það sem býðst að kaupa ný MTZ af dekk af einhverjum einstaklingum úti í bæ að þarna gætu verið stolin dekk á ferðinni.
Einnig vil ég benda þeim sem gætu hafa orðið varir við kerru fulla af dekkjum á ferðinni aðfaranótt þess 7. að hafa samband við Reyni í Fjallasport í síma 577-4444 eða við lögreglu.
Fjallasport hefur heitið veglegum fundarlaunum fyrir þá sem geta komið með upplýsingar sem leitt geta til þess að málið upplýsist.
Hér má sjá mynd af dekkjum eins og var stolið:
19.11.2006 at 20:00 #568200Get bara ekki orða bundist því eitt er alveg klárt að eftir að nýju MT dekkin komu til sögunnar fór allt í einu að vera hægt að drífa á 38" Patról.
Þessi dekk eru bylting og líkist munurinn á þeim og eldri gerðum 38" radial dekkja helst því þegar menn fóru af 38" nælon dekkjum yfir á 38" radial.
Ég hef prófað þessi dekki undir bæði LC120 og Patrol og útkoman var frábær undir báðum bílum. Ferðafélagar samskonar bílum en á örðum dekkjum áttu ekki möguleika í mjög svo þungu færi þar sem bæði reyndi á flot og grip.
Þrjár gerðir eru til í munstri: ATZ sem eru fín munstruð og mikið fín skornin, MTZ sem eru með svipuðu munstri og mudder nema með fínum skurði að auki og Baja Claw sem eru mjög gróf munstruð. Þannig að allir ættu að finna munstur við sitt hæfi.
Kv.
Steinar
29.01.2006 at 16:52 #540616Svarið er einfalt í mínum huga.
Hef prófað flestar gerðir af 38" undir Patrol og MT dekkin eru lang lang best. Mesta flotið og besta gripið henta lang best við flestar aðstæður.
Mudder eru of lítil enda munar amk 1,5" á þessum dekkjum á hæðinni bæði mælt á 14" weld felgum og öðru eins á breiddinni.
Svo verða menn bara að velja það mynstur sem hentar best í MT dekkjunum en þar er um þrjár mismunandi mynstur gerðir að ræða.
Þau eru ekki egg-laga og það heyrist lítið í þeim.
Og það besta er hversu mikið sterkari hliðar eru í þeim og því minni hætta á að gata þau.
Kv.
Steinar
25.11.2005 at 23:19 #532888Sæll Ási,
Smá forvitni.
Hvenær færð þú þessi Irok dekk?Partnúmer: ROK-27
Stærð: 41×14.50R16LT
Strigalög: 8
Dýpt: 20/32 – 11.5
Hæð: 41.0
Breydd: 14.2
Felgustærð: 16×12
MaxLoftþr: 50
Burðargeta: 3850Kv.
Steinar
-
AuthorReplies