Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.08.2009 at 12:10 #654730
Það er nú eins gott að menn skipuleggi sig vel fram í tíman ef þeir ætla að ferðast um landið.
NR. 1 er að eiga ógeðslega mikið af peningum.
Að vísu er verið að saxa töluvert á óvissu þáttinn með hvert eigi að fara því menn komast orðið ekki neitt út fyrir þjóðveg 1 fyrir lokunarskiltum "allur akstur bannaður, þar með talin reiðhjól", "einkavegur" og keðjum með lásum. Þar með allt þar fyrir innan horfið sjónum.
Nú ef svo heppilega vill til að náttúruperlur eru staðsettar við þjóðveginn þá á að rukka fyrir að fá að glápa á það í 30 sek. það er ekki eins og fólk sé að gista þarna.
Ef maður fer á "tjaldstæði" eða sefur við skála þá lendir maður í því að 1 fullorðinn er rukkaður um 900 kr. fyrir að fá að sofa í bílnum sínum á malarhaug/bílastæði að vísu er innifalið klósettferðir þannig að það er eins gott að nýta sér það vel og lengi.
Ef svo illa vill til að manni vantar eldsneyti þá má alveg eins reikna með 25 kr.- 35 kr. Á LÍTERINN álagningu á eldsneytið þó svo að það sé staðsett í útskoti við þjóðveginn.
Og svo þarf að muna að ef maður ætlar að fá að skipta íslenskum krónuseðlum í mynt í bankanum þá þarf að borga fyrir það líka "skiptigjald" eða hvað sem hægt er að kalla það til að geta borgað aðstöðugjöldin á skipulögðu stöðunum.
Ég sé ykkur þegar ég fer í ferðalag árið 2012 enda vona ég fastlega að ég verði búin að leggja nóg fyrir til að geta keyrt þjóðveg 1 og séð 3 fossa, 1 dimmuborg og kannski 1 eða 2 hveri… sjáum til.
20.08.2009 at 10:25 #205899Ofsi bað mig um að stofna þráð fyrir sig þar sem hann virðist ekki geta það sjálfur.
19.08.2009 at 18:26 #654554Þar sem ég átti von á að svona færi þá tók ég afrit af bréfinu.
Er einhver sem vill taka það að sér að koma því á netið þá skal ég senda það í pósti.
kv. stefgud@gmail.com
16.08.2009 at 22:44 #205823Ég vil bara þakka öllum þeim sem voru í Setrinu um helgina fyrir gríðarlega skemmtilega helgi.
Ég kom þarna með hálfum hug á föstudagskvöldinu þar sem fáir ætluðu að koma og þetta væri eitthvað flopp og var reyndar komin í fjandi vont skap eftir að hafa ekið stubbinn úr Kerlingafjöllunum.
Skömmu eftir að ég kom mætti Hljómsveitin HÆTTIR á svæðið plögguðu græjunum í samband med det samme og héldu 2ja tíma óvænta tónleika fyrir okkur … því sveitaballið var ekki fyrr en á laugardeginum og það var ekki annað hægt en að hrífast með og komast í gott skap því þessir miðaldra gaurar (Gunni Antons og Haukur Nikulás) komu mér á óvart og eru hinir bestu skemmtikraftar og eins og duracell kanínur þvílíkt úthald
Þessi helgi var hreint út sagt frábær í alla staði og vona ég að þetta verði árlegur viðburður þarna í Setrinu hér eftir.Ég mun reyna að koma einhverjum myndum á netið á næstu dögum en nóg er til af myndefni.
Takk kærlega allir fyrir að skemmta mér svona vel um helgina.
Kv. Stefaníaps. heimasíðan þeirra
http://haettir.blog.is/blog/haettir/
14.08.2009 at 12:26 #650914Nú er allt að gerast fyrir þetta Sveitaball fjölskyldunnar í Setrinu. Þeir fyrstu (Einar Sól skemmtinefnd og Stebbi trúður ofl.) lögðu af stað í gær en þeir eru þekktir fyrir að vera ákaflega stoltir af lólóinu sínu og eru ósparir við að nota það. Er reiknað með að þeir séu í töluðu orðum að komast í Setrið.
Haugur af Möggum ásamt Loga Má úr skemmtinefndinni ofl. ætla að leggja af stað úr bænum núna eftir hádegið og ná kaffitímanum einhver staðar á leiðinn. Og svo hefur frést af öðrum bílum sem ætla að leggja af stað seint í kvöld.
Spurning hvenær Húnakóngurinn og hans lið lætur sjá sig en heyrst hefur að hann ætli að sýna … eða segja frá töfrabragðinu "að láta tjaldvagn hverfa í eldi".
Og svo ætlar hljómsveitin HÆTTIR að halda uppi brjálaðri stemmingu annað kvöld.Þeir sem ekki hafa skráð sig og borgað en langar að koma eru velkomnir en þeir geta hins vegar ekki reiknað með að það sé til matur handa þeim þar sem verslað er aðeins fyrir þá sem eru búnir að greiða eins og gengur og gerist en það er ábyggilega hægt að fá að henda einhverri tutlu á grillið.
13.08.2009 at 23:22 #653366Það stefnir í það að ég verði "á fjöllum" um helgina þannig að ef einhver skildi verða svo óheppinn að verða olíulaus á fjöllum í nágrenni við mig þá mun ég vera með brúsann góða með mér aðeins 210 kr. líterinn.
p.s. er með hlustun (scan) á VHF, kallnúmer R-3280 eða bara Stebba mig vantar olíu… og muna að segja á hvaða rás kallað er.
10.08.2009 at 22:31 #205703Samkvæmt áreiðanlegum heimildum facebook þá mun Jón G. Snæland verða í viðtali á útvarpi Sögu kl. 7:30 í fyrramálið þriðjudaginn 11/8.
Nú veit ég ekki um hvað verður rætt hann gæti kannski frætt okkur um það en trúið mér hann getur sko talað.
Þeir morgunhanar sem vilja hlusta munið að stilla á útvarp Sögu kl. 7:30.
08.08.2009 at 11:06 #653360Sæll Túri
Mér datt nú fyrst í hug hvort þetta væri heimaframleiðsla af Dreka svæðinu enda er það skammt undan. Ég bara skoðaði ekki litinn nákvæmlega. Getur veriða að hann sé örlítið út í beige en þetta er ekki svokölluð lituð olía enda má ég ekki nota hana þá væri ég að brjóta lögin.
07.08.2009 at 10:42 #653356Ég skal hafa þig í huga Addi Kr. aldrei að vita hvenær maður droppar við. þú verður ekki svikin af þessari öræfaolíu ef út í það fer.
06.08.2009 at 15:03 #653348Það er enginn að tala um það að það sé sjálfgefið að það sé sama verð á eldsneytislíternum um allt land þess vegna skil ég ekki af hverju þið eruð að velta ykkur upp úr því hvernig ég verðlegg mína díesleolíu sem ég er að auglýsa til sölu á bara nákvæmlega sama verði og ég keypti hana Og því síður skil ég ekki hvað þið eruð að velta ykkur upp úr því hvar ég keypti hana. Ég vil bara leggja áherslu á að þetta er gæða háfjallaolía af Möðrudalsöræfum og nóta getur fylgt með og hún sé staðsett í 101 Reykjavík en ekki 701 Egilstaðir.
Vill enginn fá meiri upplýsingar um olíuna t.d. hvort henni var dælt á snemma morguns eða síðla kvölds. Hvort henni var dælt hratt eða hægt á brúsann eða hvort það hafi komið mikil froða.
06.08.2009 at 11:32 #653342Ég sé að Bjornod er eitthvað að misskilja þessi skrif okkar og skil ekki hvernig hann hefur fengið það út að verið sé að "kvarta" enda engin ástæða til eða hvað.
Nú er einungis verið að auglýsa til sölu díselolíu sem var versluð á þessum kostakjörum 210 kr. á Möðrudalsöræfum og er ég tilbúin til að láta hana á þessu nákvæmlega sama sanngjarna verði. Og er meira að segja tilbúin að taka á mig þann kostnað að koma henni í bæinn svo viðkomandi þurfi ekki að ná sjálfur í hana "á fjöllum" sem reyndar er steinsnar frá þjóðvegi 1.
Sem sagt upplifðu "fjallastemminguna" og öllu því sem fylgir í örygginu í 101.
Svo hafa aðrir bara val um hvort þeir vilja hana eða ekki. Bara spurning um framboð og eftirspurn.
06.08.2009 at 00:57 #653338Lella ég sé að þú ert pínu veruleikafirrt en í dag erum við að borga um 170 kr.-172 kr. fyrir díeselinn með shell afslættinum. Það þykir dýrt að borga um 190 kr. fyrir hann í Hrauneyjum en við höfum orðið að láta okkur hafa það.
Hins vegar kom ég í orðsins fyllstu merkingu af fjöllum þegar ég fékk uppgefið 210 kr.fyrir 1 liter af olíu þarna á Möðrudalsöræfum.
Ég er ekki að óska eftir prútti heldur er ég að bjóða upp á þau kosta boð að ef þú átt brúsa þá máttu koma og sækja olíuna gegn því að handreiða 210 kr. fyrir hvern fenginn líter. Nú er ég ekki með neitt gróðrasjónarmið í huga heldur aðeins að fá kannski það sama fyrir líterinn og ég borgaði fyrir hann í gær og ég ætla ekki að rukka krónu fyrir flutninginn hann er alveg fríkeypis.
upprunavottorð getur fylgt.
05.08.2009 at 23:07 #653376Og smá viðbót.
Ég gisti við Snæfellsskála í nótt og við komu þá hafði ég samband við skálavörðinn og sagðist sofa í bílnum en að ég myndi nota aðstöðuna og átti við salernið.
Hann segir þá 900 kr + 400 kr fyrir aðstöðuna. Ég ítrekaði að ég ætlaði að gista í bílnum og nota aðstöðuna og hann bara já 900 + 400. þá fauk í mig og ég sagðist ekki ætla nota klósettið ég þyrfti þess ekki.
Misskildi hann þá þannig að hann hélt ég ætlaði að nota aðstöðuna INNI Í SKÁLANUM og ætlaði þar af leiðandi að rukka 400 í viðbót við 900 krónurnar fyrir það.
Sem sagt ég átti að borga 900 kr. fyrir að vera út á bílaplani sem úr "náttúrulegum" sandi og sem hallaði í þokkabót og jú mátti nota wc. Ég efast um að það hafi verið sápa þar inni. Alla vega í þeim skálum sem ég hef komið í og notað "aðstöðuna" en það kallast "aðstöðugjald" á fagmáli og er um 400 kr. þá er ekki einu sinni sápa innifalin.
En gisting út á bílaplani eða í tjaldi = 900 og ef hita á vatn inn í skálanum þá bætast við 400kr í "aðstöðugjald" = 1300 fokking íslenskar krónur.Ég á eftir að reikna út hvað þessi túr (var um yfir 1600 km )kostaði en það hleypur á tugum þúsunda… Svaf alltaf í bílnum og borgaði aðstöðugjald 400 kr. ef ég notaði salernið… nb. 2x sama daginn sitt hvor staðurinn sem sagt 800 kr. SHIT HAPPENS..
Það er lúxus að ferðast innanlands… sennilega verður þetta FERÐIN sem ég fór árið 2009
Kv. stef.
05.08.2009 at 22:53 #653374Kalli er þér sama þó ég plöggi inn smá auglýsingu sem er í anda þessarar fyrirspurnar þinnar.
https://old.f4x4.is/index.php?p=108451&j … 28#p108451
Kv. notendanafn:stef.
05.08.2009 at 22:49 #205600Á til á brúsa 20l af gæða díesel olíu á gjafverði 4.200 kr. eða aðeins 210 kr líterinn keypta á Möðrudalsöræfum í gær. Nóta getur fylgt með (að vísu voru keyptir 67,7 lítrar fyrir 14.200 kr og er þetta afgangurinn og alveg ónotaður af mér).
Ég rukka ekkert fyrir flutninginn í bæinn.
ps. Brúsinn fylgir ekki með enda var einungis um áfyllingu að ræða.
Fyrstur kemur fyrstur færKv. Stefanía Guðjónsdóttir.
stefgud@gmail.com
01.08.2009 at 00:42 #652746Ég fagna því að það skuli vera smá líf á f4x4 síðunni.
Hins vegar finnst mér merkilegt að umræða sem hófst út frá því hvað landverðir (skálaverðir) eru að ráðleggja fólki með leiðarval hvort sem um hefðbundanar eða óhefðbundnar leiðir er að ræða. Og þeirra persónulega skoðun á akstursleiðum hefur gjörsamlega snúist um hverjir búa til þvottabretti á malarvegunum.Er öllum sama um það að ef þið spyrjið til vegar og ykkur langar að fara einhverja ákveðna leið sem þið hafið heyrt talað um en fáið þær upplýsingar að hún sé annað hvort lokuð eða ófær ykkar farartæki og þið hættið við að keyra þessa leið skv. ráðleggingu. Svo komið þið í bæinn og fáið að vita að þessi leið væri ekki bara opin heldur mjög greiðfær ykkar farartæki. Ekkert smá svekkelsi sbr. íshellirinn í kverkfjöllum eða hvar það nú var þar sem hafði verið sett upp skilti um að vegurinn væri lokaður þangað að. Rökin voru að viðkomandi Landvörður/skálavörður vildi takmarka umferð þarna um eða vita hvaða umferð færi þarna sko upp á öryggi. Hvers konar bull er þetta…
En ég er að leita að ferlum fyrir svæðið norðan Vatnajökuls ef einhver á… mætti gjarnan senda á stefgud@gmail.com en ég ætla að fara og keyra um hefðbundnar sem óhefðbundnar leiðir á svæðinu þar…
31.07.2009 at 00:22 #652848Er aðeins að prófa að setja inn myndir hérna… neibb kann það ekki.
En við mættum þessari bjöllu [url:33gxabtt]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=251478[/url:33gxabtt] rétt við Nýja dal fyrir nokkrum árum og vikunni á eftir var hún í fossvoginum þannig að hún komst alla leið.
ps. 70 cruiser eru eðal bílar.
30.07.2009 at 22:17 #650906Jæja þá er þessi fjölskylduhátíð að bresta á eftir rúmar 2 vikur. Hátt í 40 manns eru nú þegar búin að skrá sig. Ég vil skora á Hornfirðingana að mæta á þennan einstaka viðburð í starfi klúbbsins. Ég veit að þið eigið farartækin og fjölskyldurnar í þetta. Spurning hvort að Sissi tæki að sér að dreifa borðunum í Setrinu enda annálaður borðadreifngarmaður. 5.000 kall fyrir fullorðin í gistingu í 2 nætur og grill og sveitaball á laugardegi eru nú bara algjör kreppukjör.
30.07.2009 at 17:28 #652740Var að uppgvötva f11 fídusinn á vefsíðunni þá sér maður síðasta innlegg á meðan maður skrifar.
Málið er kannski það að sú staða er komin upp að ef manni langar að keyra einhvern slóða og vill leita upplýsinga til skálavarðar eða landvarðar um aðstæður að það er hætt við því að maður treystir því ekki lengur að upplýsingar séu kannski alveg réttar. Þú fáir bara þær upplýsingar að slóðinn sé lokaður eða ekki sé æskilegt að fara hann af því að land/skálaverðinum finnst það eigi að vera þannig eða af því að hann er utan hefðbundna leiða og án alls fjarskiptasambands. Fjallabak syðri er meira og minna utan fjarskiptasambands á köflum á milli fjallana og í öllum giljunum á ég þá ekki að keyra þá leiðina t.d. í Álftarvatn.
Þetta gerir það að verkum að maður hættir að spyrja til vegar því maður getur ekki treyst því að upplýsingarnar sem maður er að fá séu réttar vegna forræðishyggju land/skálavarðanna.
Það er munur á að benda fólki á að farartækið sem það er á henti ekki til akstur á þessu svæði eða að veðurspáin sé svo slæm að það væri rétt að bíða af sér veðrið í skjóli við skálann en það er ekki þeirra að banna manni að fara. Og þeir eiga ekki að segja að vegir eða slóðar séu lokaðir bara af því að það sé þeirra persónulega skoðun að það eigi ekki að keyra þá og fá sína listrænu útrás í skiltagerðum með það markmið að loka slóðum.
29.07.2009 at 18:57 #652718Má ég þá t.d. ekki aka Krýsuvíkurleiðina til Hveragerðis af því að það er ekki "hefðbundin" leið að fara úr Reykjavík til Hveragerðis.
Nú þekki ég ekki þessa leið sem bíllinn fór en það væri gaman ef einhver gæti sett þessa leið á korti hér inn á þráðinn.
Nú er ég að stefna á mission ferð um landið norðan Vatnajökuls (Kverkfjöll, Herðubreiðalindir, Snæfell) í næstu viku verð ég þá að hafa samband við landverði til að fá að vita hvaða leið er hefðbundið að fara um svæðið þó að minn áhugi beinist að því að keyra gamla og fáfarna slóða helst áður en búið er að drekkja þeim með lónum fyrir erlend álver.
Þessi fréttaflutningur nær ekki nokkri átt.
-
AuthorReplies