Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.09.2009 at 21:04 #657312
Er þetta ekki örugglega bindindiskvöld hvernig er það.
08.09.2009 at 10:59 #656384Ég var beðin um að koma þessu innleggi á framfæri fyrir hann Jakob Þór hjá slóðavinum ( http://www.slodavinir.org ).
Öll gagnrýni er af hinu góða, en hún verður þó að vera sanngjörn. Jeppamenn verða að gera sér grein fyrir því að þegar grjóti er hent úr glerhúsi þá mun glerið brotna. Því kvet ég alla þá sem halda að mótorhjól séu svona vond tæki og valdi svo miklum spjöllum að fara upp á hálendi um helgina og mæla öll hjölför sem liggja utan vega á Sprengisandi og Fjallabaki . Eftir helgi skulum við svo skoða samanburð jeppa og mótorhjóla. Ég held nefnileg að við séum á pari. Einnig væri gaman að bera saman hávaða í stórum jeppa og venjulegu enduróhjóli. Við gætum líka skoðað mengunina. Kannski við ættum bara líka að skoða drykkjusiði á fjöllum yfir vetratímann og svo væri gaman að kryfja ástæðu þess að búið er að loka nær öllum skálum á hálendinu vegna þess að þeir eru lagðir í rúst í skjóli nætur. Það eru alltaf svartir sauðir í öllum hópum og þeir sverta okkur hin líka sem teljum okkur heiðvirkt og skynsamlegt ferðafólk.
Félagar í 4×4 hljóta að sjá að þessir tveir hópar eru að berjast fyrir því sama, þ.e. auknu frelsi til að aka. Með andvaraleysi og ósamstöðu gætu farið svo að mikið af þeim leiðum sem í dag eru opnar eða á gráu svæði verði lokaðar. Menn verða að sína smá þroska þegar fréttamiðlar byrja að klæmast um utanvegaakstur líkt og sjá mátti varðandi Reykjanesið um helgina. Ég læt hér fylgja kort sem gefið var út hjá Landmælingum 1955, en þar sért greinilega að þessi meinti utanvegaakstur fór fram á gamla veginum undir Núpshlíð (fyrir miðri mynd). Vel þekkt leið sem mikið er ekin. Hvað varðar skiltið sem lokar leiðinni má benda á að Fólkvangurinn reyndi að loka þessu svæði fyrir akstri hér fyrir nokrum árum, en þeir gleymdu að taka mið af því að menn hafa ekið um þessa slóða í meira en 50ár, upphaflega á jeppum, en nú seinustu árin meira á tví- og fjórhjólum. Það eru tugir ef ekki hundruð hjóla sem fara þessa slóða í hverri viku, og á vorin og vetrum er þetta eitt af aðal hjólasvæðum þeirra sem búa á SV-horninu. Þessir slóðar eru hluti af stóru slóðaneti sem liggur um Reykjanesið og því voru aðgerðir fólkvangsins algerlega óskiljanlegar, sérstaklega vegna þess að þær voru teknar einhliða og ekkert samráð haft við þá sem voru að notast við þessar leiðir, hvorki hestamenn, jeppamenn né hjólamenn. Það er svona sem ríkið og stofnanir vinna. Blaðamenn bæta svo gráu ofan á svart með því að egna hópum saman í von um blóð og slagsmál. Mér sýnist á þessu spjalli að það sé að takast.
Jakob Þór[attachment=0:3nb4m9p6]nupshlid.jpg[/attachment:3nb4m9p6]
07.09.2009 at 15:10 #656368Nú er ég ekki með neinu móti að skilja út á hvað innlegg Helga gengur út á, nema helst að hann sé að fá útrás fyrir 2ja ára innibyrgða reiði og koma af stað einhvers konar illindum.
Hann má ekki gleyma því að hann sjálfur tilheyrir tveimur stórum hópum sem að eru einmitt litnir hornauga oft á tíðum að ósekju eftir einmitt samskonar fréttaflutning sem oft gengur frekar út á að selja frétt eða sögu heldur en sannleikann. Og ef að honum finnst það allt í lagi þá er það bara í samræmi við hans innlegg og ekkert við því að segja.
05.09.2009 at 21:03 #656146Mér er ekki kunnugt um að neinn póstur hafi verið sendur á nefndir nýverið fyrir utan fundarboðið á nefndarfundinn sem jafnframt var auglýst á forsíðunni. Kannki er ég ekki heldur að fá þá pósta
Hins vegar er ég búin að senda póst á vefnefndina og biðja þá að kíkja á þetta, senda þér svo póst til að prufa þetta og cc á stjórn og biðja þig um að svara þannig að við sjáum öll að þetta sé komið í lag.
kv. Stefanía
05.09.2009 at 20:36 #656142Allar nefndir fengu þessar upplýsingar sendar í tölvupósti frá vefnefnd og sem dæmi þá er hjálparsveitin búin að lagfæra sína síðu. Ef þú hefur einhverra hluta vegna ekki fengið þær upplýsingar þá hefur verið hægur vandi hjá þér að senda tölvupóst á vefnefnd og óska eftir þeim þess vegna var þetta ítrekað á nefndarfundinum. Eins væri gott að tala t.d. við Loga Má í skemmtinefndinni með þér en hann hefur reynslu af að setja efni inn á netið.
Hins vegar veist þú það manna best sjálf að menn eiga ekki alltaf heimagegnt á þessa fundi t.d. vegna vinnu þó ég viti ekki ástæðuna fyrir fjarveru vefnefndarinnar.Gangi þér vel.
kv. Stefanía
05.09.2009 at 20:22 #656138Það hefði nú verið stílbrot hjá þér Lella að þakka vefnefndinni fyrir að búið væri að setja inn þær deildir sem þeir hafa upplýsingar um og þær viðbætur sem þó hafa verið að detta inn undanfarið. Síðan er langt frá því að vera fullkomin en þú veist að á síðasta nefndarfundi var talað um að gefa þeim vinnufrið alla vega fram að landsfundinum og er ekki gott að virða það bara.
Það er nú líka svo lítið á ábyrgð deildanna að láta lagfæra upplýsingar um sjálfa sig. Síðan væri bara best ef að þú eða aðrir rekast á fleiri rangfærslur að senda bara póst beint á vefnefnd@f4x4.is og/eða stjorn@f4x4.is. þannig að hægt sé að lagfæra þær.
Það væri líka ágætt ef að skemmtinefndin sæi sér fært að uppfæra sína síðu s.s. upplýsingar um nefndarmeðlimi á sínu svæði á vefnum en eins og fram hefur komið í pósti til allra nefnda og var ítrekað á nefndarfundinum sem þú varst á þá eiga nefndirnar að bera ábyrgð á því að uppfæra sína síðu á vefsvæðinu.
Er ekki ágætt að byrja bara á því.
Kv. Stefanía.
05.09.2009 at 12:55 #654988Hér má sjá grein eftir Ara Trausta á mbl.is http://www.visir.is/article/20090905/SK … /504663712 Það sem er athyglisvert er þróunin á umræðunni um akstur vélknúna ökutækja um landið. Nú eru menn komnir fram úr umræðunni um akstur utanvega og vilja nú fara tækla slóða sem eknir hafa verið frá því að menn hættu að nenna að fara á hestum landshornanna á milli og fóru að nota bíla. Það er rétt að benda á það að kort Landmælinga Íslands hafa ekki haft það að leiðarljósi að vera tæmandi upplýsingar um hvaða slóða megi keyra á landinu.
Slóðavinum þótti nú ástæða til að gera athugasemdir við þessi greinarskrif hans.
http://www.slodavinir.org/
03.09.2009 at 23:23 #654654En verða jafn margir happdrættisvinningar.
Mig vantar ýmislegt. Hins vegar finnst mér að Ómar "vítt og breitt" eigi ekki að fá að kaupa miða enda gekk hann í burtu með meirihlutann af vinningunum í fyrra.
03.09.2009 at 23:20 #656044Það kom skemmtilega á óvart hvað margir voru mættir á opið hús í kvöld. Það voru yfir 20 manns þegar best lét og mátti sjá bæði sjaldséða hrafna og ný andlit. Þarna var verið að ræða lausnir að vandamálum og svo var mini myndasýning á vegum Umhverfisnefndar. Það voru reyndar mjög margir líka á síðasta opnu húsi.
Spennandi að sjá hvað gerist næsta fimmtudag. Skyldu aðsóknarmet verða slegin.
29.08.2009 at 22:22 #654310Stikufarar notuðu daginn til að stika í áttina að Kerlingafjöllum og er enn til haugur af stikum til að pota niður.
Svo þegar kom að aðalmáli kvöldsins, grillinu þá kom í ljós að of lítið var með af kolum já og örbylgjofninn dauður því hann dó með ljósavélinni. En menn dóu ekki ráðalausir… eftir að hafa hringt í bæinn og fengið að vita hvað þeir ættu að gera… safna spreki.
Annars var bara mikil gleði í fólkinu MHN var búinn að baka sýnar heimsfrægu fjallapönnukökur og eitthvað var verið að græja af 12v rafmagni, náð í vatn í Hnífá fyrir nýju vatnsveituna o.fl. o.fl.
Það er bara bölvuð synd að vera ekki þarna til að fá þetta beint í æð.
29.08.2009 at 01:00 #654308Hluti af hópnum lagði af stað úr bænum rétt um 17 leytið í kvöld og þá ekki nema um klst. á eftir áætluðum brottfaratíma… nei þetta var ekki seinagengið.
Þeir komu þó ekki að kofanum tómum í Setrinu því Logi Már formaður skálanefndar og hans fylgdarlið voru búnir að koma sér fyrir og gera allt nema kynda skálann því ekki vildi þessi stórfenglega og dýrindis rafstöð fara í gang. Enda frekar kalt í veðri eitthvað í kringum 2-3 gráður, 11-18m á sekúndu eða þaðan af skemmtilegra og snjókoma undir Loðmundi og ekki skemmtilegt fyrir ljósavél að fara að vinna undir þessum starfsskilyrðum.
Þannig að hópurinn hýrðist með sultardropa í þessu háfjallahóteli ásamt öllum þeim kostnaði sem fylgir að reka svona skála. Er ekki laust við að manni gruni formann skálanefndar um kreppugræsku enda dýrt að kynda skálan svona heila helgi sér í lagi þegar ekki er um nein utanaðkomandi skálagjöld að ræða upp í kostnaðinn þar sem þetta er þrælavinnuferð á vegum Klúbbsins og Umhverfisnefndar.
Ég hins vegar kom mér hjá því að fara með því einu að asnast til að kíkja undir bílinn minn á leiðinni út úr bænum en hann var búinn að vera frekar laus í rásinni undanfarið en tók stökkbreytingum í fyrradag. Og eftir vísindalega rannsóknarvinnu þar sem heimilda var leitað var niðurstaðan sú að báðar spindilkúlurnar voru farnar…og það illa farnar að ljóskan ég gerði mig seka um ljóskubrot og huXaði… að réttast að skipta um þær fyrir ferðina.Þetta gæti nú ekki verið stórmál fyrst að karlkynið getur gert þetta og þetta eru nú ekki nema 4 boltar og ein ró… hvoru megin, engin geimvísindi. Eftir meira en klukkutíma leit í skúrnum að föstum 14 mm lykli (var til hellingur af 13 og 15) til að komast að tveimur af boltunum (kom skrallinu ekki að) til að losa þá komst ég að því að með því að snúa stýrinu fram og til baka þá var þetta fína aðgengi að þeim að ferlinefnd fatlaðra hefði veitt viðurkenningu fyrir gott aðgengi. Síðan vantaði að losa spindilinn upp úr gatinu og eftir mörg mismunandi feimnisleg bönk með 1-2 slaghömrum, spenning með stóru og litlu kúbeini þá var hann laus, átti bara eftir að lyfta honum upp úr. En bíllinn er jafn samanherptur og eigandinn þannig að það þurfti að beita lagni og hringdi ég því í Baukinn og MHN og bað þá að renna við á leiðinni í Kerlingafjöll þ.e.a.s. ef þeir ætluðu Lyngdalsheiðina (ekki orð Hlynur) til að fá consult.
Þar með náði ég að tefja þá um meira en klukkutíma á meðan við reyndum að koma spindlinum aftur í gatið …og þá hafðist það.
Og síðast þegar ég vissi þá voru þeir ekki enn komnir í Setrið.Það sem þessi saga kennir okkur… smá ljósku tips.
Auðvitað átti ég að leggja bara af stað og vera með varaspindilkúlurnar með mér. Svo ef þær hefðu farið þá hefði ég sett upp hissaljóskusvipinn… rindilkúlur hvað … er það eitthvað svona og sýnt varahlutina í plastinu… og þá hefði verið skipt um þær á no time á staðnum. Ef þær hefðu lafað í bæinn aftur þá hefði ég getað skipt um þær eftir helgi.Í staðinn þarf ég að sitja heima og reyna að ganga á birgðirnar …af nestinu… sem ég hefði auðvitað átt að senda bara með Bauknum og MHN í Setrið.
Eins og sjá má þá hef ég fengið fullt hús stiga á ljóskuprófinu… þar sem ég huxaði bara ekki neitt… eða á röngum tíma.Hvað gerist á morgun veit ég ekki en maður veltir fyrir sér hvort maður eigi renna upp eftir á morgun og þá komin með tvo nýja spindla í til að sýna þeim.
Verða slóðarnir stikaðir eftir gps punktum því ef fer sem horfir þá verður hvít jörð á morgun. Eða það sem væri enn meira spennandi skyldi jörðin vera frosin… meira krefjandi við stikunina.
Maður spyr sig…
28.08.2009 at 10:40 #654306Koma svo. Stefnum á að það verði stika á mann þá vantar ekki nema um 475 manns í viðbót.
Eftir því sem mér heyrist þá verður kjölurinn þéttsetinn af stikuförum á leiðinni upp í Setrið eftir kl 14..
27.08.2009 at 23:50 #655568Það er greinilegt að leiðbeiningarnar dugðu því það snarfylltist húsið og var hálfur annar hellingur þegar best lét. Var rætt um allt milli himins og jarðar.
Gríðarlega góð stemming er fyrir stikuferðina og menn spenntir að leggja í hann eins og sjá má á stikuþræðinum.
27.08.2009 at 20:07 #655566Eirhöfða 11 á bak við bílasölurnar, skemma 3. Bara beygja inn á planið og síðan alltaf til hægri þegar hægt er.
27.08.2009 at 14:00 #654300En er það ekki samt svo Maggi að ef einhverjir sjá sér allt í einu fært að koma og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni þá megi þeir koma en þeir verða að koma með sinn mat sjálfir því að ekki er gert ráð fyrir þeim í matarinnkaupunum.
Eða má bara enginn bætast í hópinn frá og með staðartíma 13:03?
26.08.2009 at 01:02 #654290Ég ætla að vona að það séu til sleggjur og hólkar fyrir allt þetta lið.
Ef ég kem… var reyndar ekki búin að skrá mig þó það hafi lekið út að ég stefndi á að koma…. þá er það eina sem ég bíð upp á er slagkraftur því ég á hvorki sleggju né hólk og reyndar ekki einu sinni járnkarl ef út í það er farið.Í fyrra þegar stikaður var Stórisandur þá fór ég með örstuttum fyrirvara og var bara ekkert að spá í verkfærum þegar ég lagði af stað steingleymdi því… og var meira svona í því að þvælast fyrir frekar en að gera eitthvað í þeirri ferð… algjör fararmaður. Hins vegar var ég með grilldót og gítar til að lána umhverfisnefndinni.
Árið þar á undan voru stikaðaðar leiðir út frá Jökulheimum og þá var ég að koma utan af landi og mætti nánast beint í stikuferðina og var ekki með nein verkfæri en fékk lánaðan alveg heilann slaghamar hjá Freysa og bjóði aðrir betur.
Er ekkert verið að spá í að mála stikurnar á Kerlingafjallaleiðinn ég á pensil og carmenrúllur. Þar eru stikurnar nokkuð þéttar en gjörsamlega sandblásnar þannig að ekki sést í gulan blett og erfiðara að sjá þær. Mætti kannski spreða nokkrum endurskinmerkjum á þær.
26.08.2009 at 00:43 #654976Ég legg til að Kaldidalur, Sprengisandur, Kjölur og fleiri hálendisvegir verði fjarlægðir úr mapsource enda má öllum vera ljóst að þessir vegir eru ekki færir allt árið um kring. T.d. þegar leysingar eru á vorin þá er þeim lokað og gætu menn hreinlega ekki áttað sig á þessum varhugaverðu aðstæðum á vorin og því er bara best að vera með foræðishyggju og loka þeim alfarið.
Skrítið að ekki skuli vera t.d. hægt að setja inn á vegagerðina að þessi slóði í þjórsárverum sé opinn einungis á haustin eftir að frysta tekur og þegar snjór er komin yfir allt þá skiptir það í raun ekki máli opið eða lokað.
Það má eiginlega segja að þessi ógáfulega grein Kolbrúnar Halldórsdóttur upplýsi um það að þessi leið sé greinilega ekki fjölfarin að sumarlagi. Hins vegar er hún gjörsamlega búin að fá þá bestu auglýsingu sem hægt er að huXa sér og jafnvel gera hana það spennandi að menni renni þangað til að kíkja á hana sem annars hefðu ekkert verið að spá í hana.
Ég hef farið þessa leið einmitt yfir vetrartímann og var þetta mjög skemmtileg og eftirminnileg leið og það hefur enginn hugmynd um það enda engin umerki að sjá eftir þá ferð.
25.08.2009 at 11:14 #654960Á mbl.is undir linknum ferðavefur má sjá leiðréttingar á þeim rangfærslum sem Kolbrún Halldórsdóttir var með í grein sinni.
http://mbl.is/ferdalog/frett/2009/08/22 … orsarvera/
Hér má sjá grein þar sem vitnað er í viðtal við Jón Snæland
http://www.mbl.is/ferdalog/frett/2009/0 … arid_1950/Einnig vil ég vekja athygli þeirra sem eru með aðgang að facebook á síðunni "ferðafrelsi". Þar má finna ýmsar upplýsingar er lúta að baráttunni fyrir ferðafrelsi í sátt við náttúruna.
20.08.2009 at 17:32 #653988Maggi maður hefði þurft að fá að sjá myndirnar hjá þér… aðeins að ritskoða þær
Svo var meiningin að búa til myndasýningu fyrir félagsfundinn þannig að við þurfum að safna saman skemmtilegum myndum fyrir það.
20.08.2009 at 12:28 #654636Má ekki alveg gera ráð fyrir því að út á landið liðið vilji fjölmenna á árshátíðina í sama mæli og þeir hafa fjölmennt á aðra atburði félagsins svo sem sumarhátíðirnar sem hafa verið síðustu 2 skiptin haldnar eins langt út á landi (Húsavík og Höfn) og hægt er að hugsa sér (miðað við nafla alheimsins 101 RVK) til að koma til móts við úti á landi liðið.
Ég fór einmitt á sumarhátíðina á Höfn og hitti þar Húnakónginn og fjölsk. hans, eina fjölskyldu úr Hveragerði og sá Þórð frá Hólum sem reyndar þurfti að fara aftur af persónulegum ástæðum. Voru þetta allir sem tilheyrðu út á landi liðinu ég vona að ég hefi ekki gleymt neinum. Ég tel að vísu ekki heimamenn með í þessu dæmi enda gistu þeir ekki á tjaldstæðinu.
Ég hef einmitt heyrt svipaða sögu frá sumarhátíðinni á Húsavík.Það er í sjálfu sér lítið mál að fara með alla atburði hringinn í kringum landið…. en það virðist hafa frekar lítið upp á sig því fólkið er bara ekki að mæta á þá þar.
-
AuthorReplies