Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.11.2009 at 23:04 #667664
[b:1jpuys45]EKKI FRÉTTIR[/b:1jpuys45]
Einu fréttirnar sem ég hef af ferðinni að þessu sinni er að ég fékk tölvupóst frá bitrum patroleigenda af gefnu tilefni. Veit ekki alveg hvort hann var bitur yfir að eiga patrol eða af sönnum fréttaflutningi af patrolum. Held það komi samt á sama stað niður. Að vísu var gerð óvísindaleg rannsókn í haust á því hvaða jeppi væri lang algengastur á þjóðvegi 1og þá var það einmitt… rauður patrol.En í jökulheimum munu allir vera "utan þjónustusvæðis" og er lang líklegast að það séu bara allir farnir að sofa. Hafði að vísu fengið vilyrði fyrir því að fá fréttir ef eitthvað gerðist.. og verð ég að túlka það sem svo að ekkert hafi gerst þar sem haltur og blindur hafa ekki hringt. Ég skoðaði nefnilega depill aftur … þetta tæki sem er fyrir allt sem hreyfist… og hann hefur ekki hreyfst síðan.. já kl.16:41 í dag þannig að það má leiða líkum að því að þetta hafi verið stuttur dagur á jökli. Nema að hann sé bara í viðgerðarstoppi hjá… biluðum patrol ég skoðaði það nú ekki nákvæmlega. En patról á sína kosti líka við verðum nú að hæla þeim líka. Það er einstaklega rúmgott að vera í þeim.. á meðan maður bíður eftir aðstoð.
Ég á nú samt bágt með að trúa því að Ofsi og Danni hafi ekki komið sér í einhvers konar vandræði. Ekki hef ég heldur heyrt í ofurkóurunum í öðruveldi.Verð á vaktinni í nótt ef einhver skildi hafa rænu á að hringja.
En á ég að trúa því að það hafi enginn fengið fréttir frá þessum 50 manna hópi í dag til að setja á netið. Hvað með vini Sóðanna.
21.11.2009 at 11:43 #667660Nýjustu fréttir af þessari sóðalegu og tíðindalitlu ferð eru þær að hópurinn er nú staddur við skálann undir hamrinum (eins og svo mörg önnur hús á Íslandi) eða Sylgjufelli. Þrír úr hópnum brenndu þangað inn eftir í gærkveldi og gistu þar þar sem svo vel var pakkað í skálana í Jökulheimum að það var ekki verandi þar nema að eiga nóg af rauðum opal. Heimamenn í Sylgjufelli taka virkan þátt í kreppunni með orkusparnaði en rafstöðin var með vott af frammistöðukvíða enda langt síðan átt var við hana síðast.
Það er bongóblíða og tóku menn ekki eftir því þegar þeir renndu yfir sjálfa Sylgju. Er verið að horfa upp Sylgjujökul og spá í að kíkja á hann… alla vega sprungurnar.
Einn bíll mun hafa bilað í gær… auðvitað patrol .. auðvitað heddið… en þeir brenndu bara í bæinn eftir varabílnum sínum, slitu dekkin undan patrolnum og voru komnir aftur í hópinn áður en nokkur hafði saknað þeirra. Hver nennir hvort sem er að vera alltaf í baksýnisspeglinum að fylgjast með… patrol. En það er annar og enn merkilegri bíll með í för samkvæmt Ofsa en það er gamli patrolinn hans Hlyns Snælands… já góðar stundir þar takk fyrir. Sá bíll er nefnilega svo vanur að vera fastur og til vandræða að Ofsi óttaðist ekki beint verkefnaskort enda hefur sá bíll alltaf séð öllum öðrum fyrir nægum verkefnum þegar hann hefur verið með í för. Meira var nú ekki hægt að toga upp úr þeim halta og blinda enda komnir með fullann kjaftinn af bombum frá Nóa Síriusi og eru þær greinilega staðalbúnaður í hverri ferð með þeim ef maður vill fá þá til að… halda kjafti.
21.11.2009 at 04:28 #667658Var að skoða depil dæmið og það virðist sem hann depill hafi lent við Jökulheimaskálann um 22:39 alla vega bárust engar upplýsingar eftir það. Virðist hafa verið ágætis yfirferð á þeim nema eftir síðasta pissustoppið sem varði í 3 mín. þá datt meðlahraðinn töluvert niður.
21.11.2009 at 04:17 #667866Það er greinilega meira fjör í Setursferðinni heldur en túristakeyrslunni inn í Jökulheima. Heyrði augnablik í Óðalsbóndanum úr Knarrholti fyrr í kvöld og sagði hann einmitt að árnar væru hrikalega bólgnar og erfiðar yfirferðar. Ég er nú samt hissa eftir að hafa séð 6Runner framhaldssöguna að hann skuli ekki hafa möndlað saman einum varahlutastýrisenda… Kannski eins gott því þá hefði mmc L200 kannski endað sem patrol og þá væru menn fyrst í vanda staddir upp á miðju hálendinu.
20.11.2009 at 22:40 #667656Coari í öðruveldi sagði að hluti hópsins er búinn að fara styttinginn, yfir þröskuldinn og komnir út á sléttuna og stefna óhikað á Jökulheima. Voru í einhverjum 670m hæð. Smá snjóföl er en skyggni enn af skornum skammti nú sökum úrkomu. Kannski þeir hafi bara gleymt að taka niður sólgleraugun, kæmi mér ekki á óvart. Þetta hljómar eins og viðburðarsnauð innkaupaferð. Það er ekkert að gerast, engar festur eða bilerí. Lítur út fyrir að menn hafi undirbúið þessa ferð allt of vel. Sóðarnir hljóta að vera með einhver tromp upp í erminni til að gera þessa ferð eftirminnilega á skemmtilegan hátt.
20.11.2009 at 22:09 #667652Nýjustu fréttir af Jökulheimaförunum eru þær að Slóðríkur var að beygja inn á styttinginn að Jökulheimum. Var talað um að haltur leiði blindann en Ofsi og Danni eru saman á Slóðríki. Það er ekki mikið fyrir snjónum að fara en þeim mun meiri þoka og bleyta. Voru hóparnir þarna allir í humátt og gekk bara vel… sérstaklega þegar þeir sjá veginn.
Hvað varðar Setursfara þá var Forustukyndin úr Knarrholti utan þjónustu svæðis fyrr í kvöld. Væri gaman ef einhver gæti fengið fréttir frá þeim.
20.11.2009 at 19:16 #667648Hópurinn náði að drattast af stað um 18:30 leytið úr bænum og mun vera kominn austur fyrir Selfoss. Og voru menn bara nokkuð brattir eftir að hafa farið yfir fyrstu heiðina sína en það má geta þess að það er um 8% halli niður kambana ef ég man rétt… sem er nú töluvert. Þetta er um 50 manns og haugur af bílum sem búið er að skipta niður í smærri hópa ef ég skildi Palla Arnars rétt en hann og Árni Baukur eru báðir coarar í sama bíl. Enda ákveðnar kröfur sem coarar þurfa að uppfylla og sameiginlega tókst þeim það. Er ekki annars örugglega bakvakt í þessum patrolvarahlutabúðum um helgina? Kæmi ekki á óvart þó það vantaði einn eða tvo slíka bíla í varahluti um helgina. Svo er bara að bíða og sjá hvernig hópnum miðar áfram.
20.11.2009 at 17:11 #208455Svo virðist sem Slóðríkur sé haldinn þeirri skynvillu að hann sé undanfari… kannski veit hann ekki að hann sé toyota… að vísu með trooper vél… en hann þjófstartaði alla vega ferðinni og var þegar síðast fréttist að laumast yfir Hellisheiði. Eitthvað var 44″ að hlaupa útundan sér enda langt síðan hún hefur farið út fyrir 110 rvk nema þegar hann dvaldi eitt misseri í hverfi 116. Taldi hann sig vera í nokkuð öruggri forystu þar sem hópurinn ætlaði ekki að leggja af stað fyrr en kl. 18:00 frá Select Vesturlandsvegi.
02.11.2009 at 02:40 #664514Ég kaupi það ekki að Ofsi sé kjaftstopp… ef það er nóg að veita honum verðlaun… þá endilega dælið í hann reglulega einum og einum slíkum.
Hef meiri trú á því að hann sé niðursokkinn í að skrifa þakkarræðuna eða endurrita hana enda er hún búin að liggja á náttborðinu í dágóðan tíma hjá honum, breytir bara ártalinu á hverju ári
Ég er sammála ykkur að hann er vel að þessu komin og myndin af honum er góð, eiginlega mikið betri heldur en ég átti von á. Bara flottur kallinn með allt þetta bling þarna á viðarskildinum… kannski örlítið hærður eða er hrærður eða hvernig sem maður segir þetta.
Jón á ekki að halda upp á þennan viðburð og leyfa okkur að berja skjöldinn… augum. Það hefur nú oft verið skálað af minna tilefni.mbk. Stef….
31.10.2009 at 18:38 #664494Til hamingju með nafnbótina [color=#000080:36srjm60]Slóðríkur[/color:36srjm60].
Ekki amalegt að vera orðinn [color=#000080:36srjm60]heiðursfélagi [/color:36srjm60]strax á fyrsta ári. Er þetta ekki á við Riddarakrossinn… þið eruð seigir frændurnir við að ná ykkur í blingið.
Hjá f4x4 þá getur þú orðið "heiðursfélagi" 67 ára (minnir mig) og þá sleppurðu líka við að borga félagsgjöldin. Þetta er bara handan við hólinn hjá þér, þinn tími mun koma.Það er rétt hjá þér Gundur, Ofsi er alltaf í vígahug… en hvar gátu þið fundið góða mynd af honum? Er þetta kannski viðarskjöldur… gæti komið sér vel í kreppunni.
mbk. Stef…
23.10.2009 at 17:57 #658174Ég kíkti á kynningarkvöldið hjá [url=http://www.ira.is:1vizxan9]ira[/url:1vizxan9] í gær út á Skeljanesi. Það voru um 30 manns mættir og næstum helmingurinn félagsmenn f4x4 samkvæmt handaruppréttingum.
Það er ekki of seint að vera með á námskeiðinu bara mæta á þriðjudagsköldið kl. 20:00 í Flensborgarskóla í Hafnarfirði (bakdyr).
Reyna á að fylgja fyrirkomulaginu fyrirlestrar á þriðjudögum og dæmatímar á fimmtudögum en þeir sem ekki komast alltaf geta kíkt á upptökur frá síðasta námskeiði á heimsíðunni þeirra.Hver vill ekki læra að smíða sendir úr eldspýtustokk, túnfiskdós eða landcruiser dollu sem búin er að vera í breytingarskúrnum síðan elstu menn muna, gæti loksins komið að einhverjum notum eða læra að tala í gegnum norðurljósin í stað þess að glápa bara á þau.
Hver þarf jeppa þegar hægt er að sitja heima í stofu og tala í talstöðina og miklu ódýrara eins og Snorri sagði… "kjörið kreppusport".
17.10.2009 at 22:07 #660526Vissulega eru margir í stuðningshópum sem þeir kjósa að kalla gengi og ætla nokkur þeirra að mæta s.s. seinagengið, rottugengið, heimsgir og fúlagengið svo einhver séu nefnd. Hins vegar eru öll þessi gengi þekkt fyrir að hafa á einhverjum tímapunkti týnt sínum félögum. Þau hafa jafnvel gripið til þess ráðs að mæta í eins fötum s.s. skyrtum eða með önnur kennileiti eins og blóm i barmi til að finna sína félaga aftur. Þá eru þessir aðilar jafn umkomulausir og við sem ekki tilheyrum ekki neinu gengi og reynir á okkur að hjálpa þeim að finna sína stuðningsfélaga aftur.
Málið er að mæta og skemmta sér vel þetta kvöld. Það verða einhver heimatilbúin skemmtiatriði… og endilega ef þið hafið hugmynd að skemmtiatriðum komið ykkur á framfæri við skemmtinefndina. Veislustjórnin verður í höndum Róbert Marshalls… wannabe jeppamanns… en hann var á patrol síðast þegar ég vissi af og hljómsveitin HÆTTIR sem jafnframt eru skemmtikraftar spilar fyrir balli.. og þeir kunna ÖLL lög.
Það eina sem getur klikkað er … að mæta ekki.
kv. Stef.
12.10.2009 at 13:45 #661230Það þarf kort með staðgreiðslunni… SAFNKORT
Samkvæmt því sem kom fram á félagsfundinum í september þá sagði fulltrúi n1 að þeir sem nýta sér staðgreiðsluna þ.e.a.s. að láta tengja kennitölu sína við afsláttinn fá vissulega afslátt án þess að vera með nokkurt kort.
Hins vegar er hluti afsláttarins í formi punktasöfnunar sem er ígildi pengings þegar verslað er í n1 verslunum og til að geta nýtt sér þann hluta afsláttarins þá þurfa menn… því miður enn eitt kortið. SAFNKORTIÐ til að renna í gegn þegar keypt er og til að geta svo leyst út punktana sína.
Síðan ætlaði fulltrúi n1 að setja þetta fyrirkomulag niður á blað ásamt dæmi um hvernig þetta afsláttar og punktakerfi virkar. Mun það verða sett á netið þegar það berst fullfrágengið í hús.
Hvað varðar upplýsingar um þá afslætti sem klúbburinn hefur almennt í fyrirtækjum þá er verið að vinna í því að yfirfara listann í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og mun hann rata á netið um leið og hann er tilbúinn.
kv. Stefania
08.10.2009 at 22:00 #660922Týpískt. Auðvitað gleymdi kallinn súkkulaði rússínunum. Maður er dreginn hingað upp eftir á fölskum forsendum. Hann bætti þetta að vísu upp með piparkökum og pönnukökum með sykri… hefur greinilega ekki heyrt af sykurskattinum enda ekkert til sparað.
En það var hálfur annar hellingur sem mætti og fengu menn ekki að setjast nema að skrá sig á árshátíðina hjá Einari Sól. Stefnir í að það verði uppselt á hana í ár.
07.10.2009 at 20:57 #660920Verða pönnukökur með rjóma að hætti MHN hússins með þessum súkkulaði rúsínum. Þá er nú hugsanlegt að maður bregði fyrir sér betri fætinum og mæti.
28.09.2009 at 21:17 #659200Nú er 2 fyrir 1 tilboð. Ég ætla að tækla tvær umræður hérna.
Það jaðrar við þráhyggju hjá stjórnmálamönnum þessi bílaumræða og loftmengun. Ég oft sagt það að fólksfjöldinn á Íslandi er álíka mikill og ein gata í úthverfi í USA. Og það eru ekki einu sinni allir á bílum.
Sú stefna sem stjórmálamenn eru alltaf að reyna að troða upp á okkur er að við eigum að nota strætó …nú eða hjóla eða ganga.
Á sama tíma fækka þeir ferðum strætisvagna, lengja fjarlægðirnar á stoppustöðvarnar. þ.e.a.s. fækka til muna þeim götu sem þeir keyra, já og hækka fargjöldin.Hvernig á það að ganga að nota t.d. strætisvagna til að koma sér í og úr vinnu ef þú þarft að taka 3 vagna og tekur klukkutíma að komast á áfangastað sem tæki þig annars 7-10 mín. í bíl.
Ég er kona og ég vel að eiga jeppa og þekki margar konur sem vilja eiga jeppa þannig að ég blæs á fullyrðingar Svandísar að konur vilji ekki jeppa. Ég nota jeppan til að ferðast jafnt sumar sem vetur. Ég kýs að velja íslenskt og ferðast ekki til útlanda og er þar af leiðandi ekki að nýta mér mengun flugvéla.
Ef ég hefði efni á að eiga 2 bíla þá væri ég alveg til í að vera t.d. á micru og láta jeppann standa nema þegar ég fer í ferðir. En það er ekki í boði. Í staðin kjósa stjórnvöld að drekkja mér í alls konar álögum sem þá hugsanlega koma til með að bitna á viðhaldinu á bílnum sem þýðir að bíllinn endist styttra og þar með eykst úrgangurinn í landinu því hvað á ég að gera við gamla bílinn þegar ég fæ mér nýjan JEPPA???
22.09.2009 at 01:18 #658014Takk fyrir þessar upplýsingar það þarf að skoða þetta.
18.09.2009 at 17:59 #657962Taktu þátt í könnun!
Væri gaman ef einhverjir ramba inn á þennan þráð að staðfesta að þeir hafi lesið hann með því að senda svar.
18.09.2009 at 16:40 #206605Ekki gleyma bjórkvöldinu upp á höfða laugardaginn 19. sept. kl. 20:00. Hef fréttir af því að búið verði að sjæna ísskápinn fyrir allar guðaveigarnar. Væntanlega verða einhverjar frægðarsögur sagðar úr litlunefndarferðinni… kemur í ljós.
15.09.2009 at 19:04 #657498Gummi getur það verið að það vanti myndir úr eftirminnilegustu 24 tíma dagsferðinni í myndasafnið hjá ykkur á LitluNefndarsíðunni https://old.f4x4.is/index.php?option=com … Itemid=130 ? Ég bara trúi þessu ekki. Nei ég sé það núna hún er horfin út af ratarnum….
-
AuthorReplies