Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.11.2006 at 10:29 #564468
Setti inn nokkrar myndir af kvöldinu.
Mér finnst frábært að nýta fimmtudagskvöldin í eitthvað svona.
kv. stef.
02.11.2006 at 17:09 #564464Barbara um leið og þú varst búin að segja ljóska og hafnfirðingur í sömu setningu þá þurftir þú ekki að segja meir.
Þú verður aldrei fyrrverandi ljóska… bara ljóska í felum.kv. stef ;->
02.11.2006 at 16:45 #564456Er það rétt sem ég heyri Mr. T ætlar þú að splæsa í kvöld?
kv. stef.
02.11.2006 at 00:05 #566368Miðað við allan þann utan vega akstur sem tröllríður landinu þá er nú eins gott að maður kunni að taka á móti þyrlu.
Mér finnst nú menn vera full seinir í því að vera í takt við tíðarandann.Þar fyrir utan er þetta flott framtak hjá gemlingunum.
kv. stef.
30.10.2006 at 23:54 #564400Ég get vottað það að Dagur er mjög frambærilegur dansherra þar sem hann var ,,tekinn,, á dansgólfi m.a. af mér. Hann var mjög snöggur til … veit samt ekki hvort það sé alltaf kostur…hm.
Kv. stef.
30.10.2006 at 18:54 #565246Mhn ég vona að þetta hafi ekki verið svo slæmt að þú þurfir að flýja til Rússlands.
Annars hef ég trú á því að Rússar geti kennt þér einn eða tvo hnúta.
….
Tryggvi þú þekkir nú spottana mína af eigin reynslu..reyndar bara bundinn í tjakkinn þinn svo að hann myndi ekki renna undan ;->
….
Já ég bíð líka eftir myndum frá fararstjórum.
–
kv. stef…. eftirfari nema þegar hún fer á undan þá er hún fremst.
30.10.2006 at 18:07 #565238Hvar ertu MHN á ekki að melda inn aðal bílinn úr ferðinn og setja inn myndir?
……
Að öðru
Fyrir þá sem ekki vita þá er stefnt að því að vera með spottakvöld (ég er vanari hnútakvöldum) eitthvert fimmtudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvernig splæsa á spotta og binda hnúta. Laugi og JÞJ og fleiri leiðbeina. Þetta er gott tækifæri til að læra pelastikk sem er notaður þegar verið er að binda í bíla þegar verið er að draga. Fylgist endilega með auglýsingu um það.kv.stef.
29.10.2006 at 16:40 #565232Ég vil bara þakka fyrir frábæran dag. Hvað það var þó þetta mikill snjór kom manni skemmtilega á óvart. Ég tengdist rav miklum tryggðar-böndum í þessari ferð enda stöndum við toyotueigendur saman (þó ég hafi verið á patrol í þetta sinn). Ég vona bara að sem flestir og helst allir hafi haft jafn gaman af þessu og ég. Allir komust á leiðarenda og það er nú fyrir mestu.
Við Barbara héldum svo áfram samkvæmt ferðaáætlun upp í Árbúðir þar sem vinnuferð og viðgerðaferð var í gangi og var tekið vel á móti okkur með veislumat og alles. Svo var boðið upp á skoðunarferð á nýja kamarinn og var allt klárt…. nema pappírinn. Maður skyldi nú halda að pappír væri lámarksútbúnaður eða staðalbúnaður á kamri en þessi kamar er það nýjasta nýtt sem er að gerast á þessu sviði og ég er bara ekki alveg búin að átta mig á þessari tækni en z (setan) kom þægilega á óvart. Við ílengdumst og komum því ekki í bæinn fyrr en áðan.kv. Stef. á patrol 38"
27.10.2006 at 19:53 #565206Mér finnst flott að sjá kortin í myndasafninu og vona að þetta sé eitthvað sem koma skal fyrir ferðir þannig að maður geti áttað sig á því hvað verið sé að tala um.
kv. stef.
27.10.2006 at 19:49 #565204Þar sem Mr. T var ekki með reglustiku með sér fyrir norðan þá varð ég að endurskoða km töluna sjálf og kom þá í ljós "vitlaus" tala (virðist eitthvað fylgja mér).
Það eru náttúrulega engir 20 km frá Árbúðum í Kerlingafjöll og til baka í Árbúðir.
Það ERU 57 KM. fram og til baka.
kv. stef.
27.10.2006 at 01:35 #565180Þar sem fréttir berast af gífurlegri ófærð á hálendinu sem er staðbundin við Bláfellsháls þá…
Ráðlegg ég öllum að vera með bílinn og farþega útbúna til sólahringsferðar. Þ.e.a.s. svefnpoka, vetrarfatnað, húfur, vettlinga og þess háttar dót og nesti til sólahrings og að sjálfsögðu skóflur til að moka og spotta. Þetta á að vera staðalbúnaður í bílum sérstaklega þegar farið er að kólna og snjóa þó að aðeins sé verið að fara í dagsferð.
Þeir sem kjósa að taka regngalla með geri það bara líka, langtímaspár gera ráð fyrir rigningu. Ég og Barbara tökum með vöðlur til öryggis.
Hvað varðar bensín þá er leiðin frá
Reykjavík-Gjábakkaveg-Skjaldbreið-Hlöðufell-kjölur (með side effects)-Árbúðir held ég c.a. 180 km …(Árbúðir-Kerlingarfjöll-Árbúðir eru svo samtals 57 km í viðbót..Þetta er leiðrétt tala) og
svo um 53 km. frá Árbúðum niður á Geysir.Það væri gott ef MR. T gæti yfirfarið þessar tölur og staðfest þar sem hann er með eindæmum talnaglögggur ;->.
Það væri sniðugt ef að fararstjórarnir gætu sett kort af leiðinni inn á netið með fína bleika map source litnum þannig að fólk sjá hvert það er að fara og geti prentað það út…
Ég held að það megi gera ráð fyrir því að koma seinna heldur en fyrr í bæinn, hugsanlega milli 19:00 og 22:00 ræðst allt af færð, veðri og vinnusemi, en ef vel gengur þá geta þeir sem eru í mikilli tímaþröng beygt til Reykjavíkur þegar komið er á Kjalveg af línuveginum. Þaðan er örstutt á Gullfoss og Geysir.
Ferðaáætlanir eru áætlanir en ekki staðreyndir þannig að ef fólk er komið fyrr eða seinna í bæinn eða leiðarval breytist þá eru það frávik frá áætlun…. sem ber að taka upp við fararstjóra ;->
Kv. stef. sem er ekki fararstjóri heldur eftirfari… nema þegar hún fer á undan… þá er hún fremst.
Það væri gott ef fararstjórar myndu leiðrétta mig.
Öðrum er líka frjálst að kommentera á þetta.
27.10.2006 at 00:52 #565278Ef það er allt fullt af snjó og þeir komast ekki spönn úr rassi nema spila sig… hvernig verður þetta þegar veturinn kemur…
ég ætla ekki að fá mér pæju.p.s. segðu lúther bara að bakka mér skilst að það gangi betur þannig hjá honum.
kv. stef.
24.10.2006 at 20:08 #564968Ég sem hélt að ég þyrfti að setja nagladekkin undir því það var spáð snjókomu síðast þegar ég heyrði spá í gær. Þetta eru öruggar langtímaspár er það ekki.
kv. stef.
24.10.2006 at 19:34 #564964Barbara ég get nú svo sem boðið þér í skipulagða óvissuferð, dagsferð á laugardaginn. t.d. Þingvellir og svo í átt að Laugarvatni með útsýni yfir Lyngdalsheiði en beygt útaf veginum til vinstri og ekið framhjá þúfu sem kallast Skjaldbreið og að Hlöðufelli. Þar getur óvissan byrjað. Línuvegur inn á Kjöl og dóta sér á hliðarvegum með fram Kili (fremstaver, Hvítárnes, Árbúðir og svo videre allt eftir því hvað klukkan segir) eða Hlöðufell niður að Laugarvatni og í bæinn eftir einhverjum af þeim ótal vegum sem má finna á korti landmælinga þannig að það ætti að vera skothelt. Hvað segirðu um það?
kv. stef.
22.10.2006 at 20:14 #562184Jæja Lella allt er breytingum háð… vitið menn.
Vona að þetta hafi leyst þetta dandalans vesen….
Kv. stef. ;->
03.10.2006 at 13:41 #198655Þetta er einstakt tækifæri til að læra skyndihjálp sem miðast við óbyggðir og bið eftir hjálp í margar klst. (eins og reynslan hefur sýnt) eða þurfa að flytja sjúkling sjálfur. Mér líst rosalega vel á þetta skyndihjálparnámskeið sem verið er að standa fyrir skv. því sem kom fram á mánudagsfundinum. Þarna er búið að taka saman það helsta úr tveimur fyrstuhjálparnámskeiðum sem björgunarsveitarfólk tekur og setja í eitt námskeið. Það verða verklegar æfingar m.a. með „sjúklingum“ sem sjaldnast er í boði á öðrum skyndihjálparhjálparnámskeiðum og það er bara gaman. Ég hvet því fólk til að skrá sig og ef það kemst ekki þessa helgi að skrá sig á biðlista því þá verður kannski hægt að halda annað námskeið.
Þetta er frábært framtak hjá Hjálparsveit 4×4 (og samstarf við FBSR) .
Námskeiðið er helgina 20-22 október niðri í flubba húsi við Flugvallarveg. það er greiðfært fyrir allar dekkjastærðir.
Skráning í tölvupósti á lella@simnet.is eða í síma 892-4283Kv. Stef.
p.s.
Nú væri gaman að heyra hvaða skoðun fólk hefur á þessu hvort það ætli ekki að taka þátt.
03.10.2006 at 00:51 #562118Ég tek undir það að þetta var vel gert hjá Hlyni og ákaflega gaman að sjá þetta. Verst þótti mér að eiga hvorki "dráttarvél" né 44" patrol og "bússur" til að vera gjaldgeng í ferðina.
kv. Stef 😉
01.10.2006 at 21:20 #561850Maggi minn þú þarft að sanna mál þitt með mynd áður en þú innheimtir verðlaunin 😉
kv. stef.
22.09.2006 at 15:40 #561048Ég tek undir með Skúla með aðgangsstýringuna. Hitt er annað mál að menn eru ekki að fresta ferðum fyrir 60 manns að gamni sínu. Ég treysti þessum mönnum Benna formanni og Jóni fyrir því að hafa löggilda ástæðu til að taka ákvörðunina. Ferðin verður farin síðar og ég fer bara með þá en þangað til fer ég eitthvað annað.
kv. Stef.
21.09.2006 at 16:52 #560928Hún Barbara var svo miður sín eftir ferðina með "Turnunum tveim" að hún fór í bæinn og verslaði farartæki með aukatanki. En ert þú ekki klár um helgina? búinn að setja ritgerðina í póst?
-
AuthorReplies