Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.11.2006 at 11:14 #569234
Jæja loksins einhverjar fréttir…geta samt hafa skolast eitthvað til.
Í gær fóru hóparnir í vettvangskönnun út í Nautöldu en afföll voru í hópi 2 þar sem einn bíllinn var "dauður" þar sem hann hóf svera drykkju við komu í skála á laugardagsmorgninum meðan að aðrir fóru að sofa. Var færið mikið betra og fengu coararnir hjá Barböru meðal annars að keyra og vakti það mikla lukku. Eftir góðan dag þá var komið í skála og eldaður sameiginlegur matur "a la lella" og fleiri og var svo mikið gaman í skálanum um kvöldið. Meðal skemmtiatriða var happadrætti skipulagt af Lellu og Völlu sem var bara snilld. Þar voru menn látnir draga númer, eitt á hvern bíl og komu þá morgunverkin í ljós. Goggi Karlsdráttur hlaut klósettvaktina og vældi mikið en komst samt ekki í hálfkvist við hann Ármann "á fyrrverandi" því hann átti að skúra. Spurning um að virkja þessa menn. Í morgun gekk fólkið í sín verk og voru snögg að því.
Lagt var af stað um 10:30 alla vega hópur 2 sem að ætluðu Sóleyjarhöfðann. Háfjallaveiki var að hrjá einn pattann, þann sem Frikki var á og var verið að skoða það hvort að Gundur kæmi með hann í spotta.
Sögur herma að hópur 1 og þeir sem fannst þeir ekki hafa fest sig nóg eða fengið nóg action ætli að fara Kerlingarfjöllin í bæinn. Við fáum kannski að frétta af þeim í fjölmiðlum eins og um árið veit ekki, kemur í ljós.
kv. Stef.
25.11.2006 at 12:41 #569230Eins og fram kom var flórsykursfæri frá Kerlingafjöllum inn í Setur og kom þá bjargvætturinn úr norðri, hann Benni og skilst mér að hann hafi lullað fyrir framan hópinn og hinir komu í förunum á eftir honum. Ekki gátu menn tekið fram úr hvor öðrum því að menn komust ekki upp úr förunum.
Barbara braut stuðara þegar hún var að reyna komast upp úr einhverjum læk við Kerlingarfjöll og svo skilst mér að Bjarki hafi skemmt dekk en hann var með varadekk með sér.
Nú er hópurinn að skríða úr rekkju og er að fara hugsa sér til hreyfings og voru m.a. Þjórsárver nefnd.
kv. Stef.
25.11.2006 at 01:12 #568614say no more
25.11.2006 at 01:12 #568612Maggi ég get sagt þér að það var skítakuldi fyrri nóttina, hef ekki kynnst öðru eins nema einu sinni áður og þá "svaf" ég inn í ókyntum bíl í stað tjaldi á Grímsfjalli fyrir mörgum árum… og er sú reynsla enn í fersku minni og rifjaðist upp aftur núna…. say no more… en það var enginn hiti á ofnunum í Landmannalaugum fyrri nóttina alla vega ekki í mínu herbergi.
Svo var einhver að kenna einhverjum á einhverja handpumpu í herberginu yfir andyrinu og varð snöggtum skárri hiti í skálanum seinni nóttina.
kv. stef. semfrausíhel.
24.11.2006 at 22:09 #569224hm
24.11.2006 at 21:26 #569218Fréttir
Hópur 1 mun víst vera kominn að fyrstu ánni á Gljúfurleitárleiðinni og eru þau stopp. Segjast þau vera að horfa á stjörnurnar …. Lella mun hafa spurt hvort að ……. vissi hvar stjörnurnar væru því það væri þá í fyrsta sinn sem hann stoppar til að horfa á þær….
Hver ástæðan er fyrir stoppinu mun koma í ljós því að trúðar geta ekki þagað yfir eigin leyndarmálum.Hópur 2 er kominn á Geysi… ekki bárust fréttir af viðgerðarmálum hjá hópnum… Ástæðan mun birtast á myndasíðunni innan skamms.
kv. stef.
24.11.2006 at 20:17 #569208Alltaf eitthvað að frétta. Trúðarnir byrjuðu á því að leita af einhverjum sem ætlaði að fara með fyrri hóp en var týndur… og er hann enn týndur.
Meðaltalið lagði svo af stað en upp á Þingvallaafleggjara tóku Lella og Þorgeir nýliðana í smá skyndinámskeið í öryggi sem heitir …. raflagnir í patrol…grunnáfangi. En eitt öryggi sprakk alltaf. Sennilega hefur bíllinn farið yfir 61 km og er með útsláttarofa fyrir of hröðum akstri því að hraðamælirinn og fleira datt út. Annars er bara allt í bullandi lukku ;->
kv. stef.
24.11.2006 at 12:41 #568596Jæja Mr. T.
Það var rangt hjá Óskari þegar hann hélt að Óli embættislausi væri eftirfari og þar af leiðandi misskilningur að hann skildi vera sviptur embættinu…
Þetta byggist á lögmálinu … orsök og afleiðing.
kv. stef. ;-D
24.11.2006 at 12:33 #568592Svona verður rangur misskilningur til.
–
Óskar
Ég var ráðin í það embætti að vera eftirfari í litlu ferðinn 2 dögum fyrir brottför… Óli kom í ferðina til að ferðast með hópnum en var sviptur því þegar ég bað hann að vera með mér aftast í hópnum. Sem eftirfari sá ég um dráttinn…þannig að endurskoðað svar er… Nei, á ekki við.
–
Tryggvi ég bý ekki til staðreyndir.
Hvað kallast það ef maður þorir ekki að keyra í myrkri, yfir á og festast niður brekku.
Ef þú ert með betri orð yfir staðreyndir þá skal ég reyna að tileinka mér það.
–
titlinum fylgir að þú ert settur í embætti en ert svo sviptur embættinu fljótlega.
–kv. stef. ;->
eftirfari nema þegar hún fer á undan … þá er hún fremst.ps. mér finnst gott ef menn vita sín takmörk og viðurkenna þau. Þannig má koma í veg fyrir margt.
24.11.2006 at 11:13 #568586Óskar minn nú er staðan nú þannig að Óli er búin að fá svo mörg embætti …. og jafnharðan sviptur þeim… að þú verður að vera nákvæmari…
Þrátt fyrir það geri ég fastlega ráð fyrir því af fenginni reynslu að svarið við spurningunni sé … JÁ/JÚ.
kv. stef.
24.11.2006 at 00:21 #568580Þetta viðurnefni fékk hann í sumar þegar hann fékk það embætti að vera forustusauður (ásamt Pétri heitnum félaga sínum) yfir Gæsavatnaleið… en sú forusta náði bara hálfa leið því hann var sviptur embættinu …. fyrir að fara hraðar yfir en "lága drifið" leyfði…
ERGO… Óli embættislausi.kv. Stef.
15.11.2006 at 13:39 #566986Gaman að Vera Saman…Ég myndi mæta á GúmmíVinnuStofuna … upp á höfða..
kv. stef.
14.11.2006 at 23:56 #567698Mig langar að þakka BæBæ fyrir stórkostlega myndasyrpu úr trúðaferðinni… geri mér samt ekki alveg grein fyrir staðsetningunni … en sjálfsagt tekin við eitt af mörgum háskalegum augnablikum…
kv. stef… ;->
13.11.2006 at 21:52 #567504Nú er úr vöndu að ráða… ekki get ég farið í litluferðina þar sem ég þoli ekki dráttinn…
Hinsvegar langar mig að sjá hverjir eru að fara í þá ferð og á hvernig bílum m.t.t. dekkjastærðar.
Ég er skráð í Gemlingaferðina þar sem af tillitsemi við Trúða og aðra þá reyni ég að dreifa álaginu yfir á aðra hópa. Þetta er allt að smella saman það eina sem vantar er farartæki ;->
kv. Stef
13.11.2006 at 21:01 #567498Er enginn þátttökulisti hérna á netinu fyrir litlu ferðina?
kv.stef.
12.11.2006 at 23:54 #567686Það gleymist
-að for(d)maðurinn sér um að koma fólkinu í háttinn, hátta það og kyssa góða nótt.
– að for(d)maðurinn vill ekki láta lýsa í augun á sér… það getur varðað dauðadómi…
og sitt hvað fleira
kv. stef
12.11.2006 at 22:27 #567670OH MY GOD ert þú nú farinn að afsaka fyrir hana….hvað er í gangi… Sambærileg dekk eru seld dýrum dómi á síðunni undir heitinu lítilega slitin dekk til sölu…
kv. stef nú er mér nóg boðið ;->
12.11.2006 at 22:13 #567658Barbara var ekki búið að tala um það að maður afsakar ekki eigin klaufaskap með lélegum búnaði.
sbr. framdekkið fór út fyrir eða bíllinn er/ekki læstur eða ég er á svo lélegum dekkjum.
Ef að enginn færi í spotta þá væri þetta hundleiðinleg ferð og hana nú ….
kv. stebba hæna.
12.11.2006 at 22:10 #567656Karlsdráttur.. þar lá hundurinn grafinn.
Þegar pjattrófurnar voru búnar að spóla slóðann niður þá er ekki óeðlilegt að þeir sem á eftir komi þurfi að þiggja spotta..
Eða finna aðra leið.
kv. Stef
12.11.2006 at 21:56 #567644BæBæ þetta háskalega er það eitthvað tengt KARLSDRÆTTINUM upp úr ræsinu…. segðu okkur frá því…
Ef það var eitthvað annað þá fór það fram hjá mér.kv. stef sem er ekki alltaf með á nótunum ;->
-
AuthorReplies