Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.01.2008 at 22:21 #610282
Nú er ég aðeins að velta fyrir mér starfsemi vefnefndar og samráð hennar við stjórn. Oft þegar maður hefur lesið spjallþræðina þá hefur maður furðað sig á því að vefnefnd eða einhver skuli ekki grípa inn í. Skammir og svívirðingar hafa gengið manna á milli og verið á mörkum þess að vera ærumeiðandi. Svo kemur yfirlýsing frá vefnefndinni um að nú skuli tekið á málunum og maður hugsar loksins, loksins á að fara að taka á þessu brýna málefni. Það kemur meðal annars fram að:
–
[b:26ai7g0o]"Hvers kyns árásir, dónaskapur og ókurteisi í garð annara er með engu liðinn (sbr. 8. lið skilmála f4x4.is). Ef menn fara út fyrir kurteisismörk mun vefnefnd veita viðvörun. Ef þeirri viðvörun verður ekki sinnt, er tímabundið lokað fyrir skrifaðgang viðkomandi að vefsíðunni". [/b:26ai7g0o]
–
Það er greinilegt að ef að menn koma með fyrirspurn til stjórnar þá flokkast það undir að vera með árás, dónaskap og að fara út fyrir kurteisismörk … ef ég skil þetta rétt. Ég skil bara ekkert í þér Ella að vera með svona ókurteisi eins og að koma með fyrirspurn til stjórnar um hverjir eru að taka þátt í þessari þingmannaferð… æ ég gleymdi… hún getur ekki lesið innanfélagsmál… búið að svipta hana aðgangi að spjallinu og þessi þráður var færður undir … innanfélagsmál.
–
Ég er farin að velta fyrir mér fyrir hvern er þessi vefnefnd að starfa. Það lítur út fyrir að hún eigi að koma í veg fyrir að hlutir sem að geta verið óþægilegir fyrir stjórn komist á netið, þó þeir séu málefnalegir. Félagsmenn hafa verið hvattir til að sýna frumkvæði og gera eitthvað sjálfir. Benni Ak flytur inn hluti fyrir félagsmenn á kostnaðarverði og hann fékk tiltal fyrir það og kaupfélaginu lokað. Ég gerði fréttabréf og óskaði svo eftir aðstoð vefnefndar við að koma því á netið. En var hafnað með þeim orðum að "það gæti verið í ósátt við einhverja í stjórn og/eða ritnefnd og að samstaða geti verið í uppnámi og þar af leiðandi ekki mögulegt að birta þetta í nafni klúbbsins á vefsíðunni, nema með fullu samþykki þessara aðila". Samkvæmt þessu mátti ekki birta þetta án ritskoðunar stjórnar/ritnefndar. Það var aldrei farið fram á að ég birti þetta í mínu nafni, sem ég svo gerði á spjallþræði sem að er nú löngu týndur og þar með öll vinnan við fréttabréfið líka. Nú síðast kom Ella "ósvífna" með fyrirspurn til stjórnar og þar með var lokað á hana án frekari viðvarana.
Það virðist vera sem að stefna stjórnar sé að klúbburinn og vefsíðan sé ekki fyrir félagsmenn… heldur fyrir stjórn eða hvað.
–
kv. Stefanía R 3280
–
ps. ef að það heyrist ekkert frá mér meir… þá vitum við hvar hundurinn liggur grafinn.
18.01.2008 at 08:45 #610252Nú langar mig aðeins að tjá mig.
Mér sýnist menn vera að ruglast svo lítið á staðreyndum. Rugla saman hlutum eins og "mér kemur það ekki við" saman við "ég hef ekki áhuga á að vita".
"Mér kemur ekki við" á við ef að eitthvað gengi skipuleggur einhverja ferð fyrir sig og bíður jafnvel Ástþóri Magnússyni með þá hreinlega "kemur mér það ekkert við". En f4x4 er ekki eitthvað óformlegt gengi heldur opinber klúbbur sem að við erum að borga félagsgjald í. Okkur kemur við það sem að fer fram í nafni klúbbsins en það er ekki þar með sagt að "ég hafi áhuga á að vita allt"… það er annað mál. En upplýsingarnar eiga að vera uppi á borðinu… Og ef að rétt væri að þessu staðið þá ætti þessi ferð að vera inn á atburðardagatalinu þar sem að fram kemur hvert er verið að fara, hverjum hafi verið boðið. Síðan jafnvel að koma uppfæring á því hverjir hafa afþakkað boðið og eins hverjir hafa ákveðið að þiggja það. Þetta hefur hins vegar ekkert með það að gera hvaða félagsmenn fá svo að fara með í ferðina það er í höndum þeirra sem að skipuleggja hana að ákveða það. Sbr. landsfundur sem að er auglýstur á atburðardagatalinu en aðeins nefndarmenn hafa þátttökurétt. Síðan fimm til sex dögum fyrir ferðina er skellt inn alveg fáranlegri tilkynning þar sem að þeir sem vilja "mega vera memm" kl. 14:00 (-15:00) á sunnudaginn en ekkert skipulag í kringum það. En fólk er ekki velkomið í Kerlingarfjöll á laugardaginn þar sem að "fyrirfólkið" verður haft í bómul til að vernda það fyrir öðrum félagsmönnum, því að ekki viljum við að þeir kynnist hefðbundinni fjallajeppaferðamenningu.
Útgangspunktur minn með þetta innlegg er að starfsemi f4x4 er ekki einkamál. Og sem dæmi um aðra ferð sem að ætti að vera á atburðardagatalinu er þessi hvata eða vinnuferð sem að nefndir klúbbsins fara í. Alla vega þær sem að ekki eru hættar og mér skilst að sé í lok mánaðarins.
kv. stef…. ekki sú skarpasta
15.01.2008 at 12:18 #610068Óháða fréttaritið þakkar góðar móttökur á þessari [b:3ijs2kgw]tilraunarútgáfu[/b:3ijs2kgw]. Það er samt ágætt að það komi fram að ég fékk aðstoð frá ágætis fólki sem að m.a. lagði til efnið ofl.
–
Bergur spyr um nafnið. "Frumburðurinn" var nefndur Setrið Zero og var efni unnið út frá því. Og eins og fram kom í inngangi ritsins að ef að félagsmenn væru ósáttir við það að þá mætti bara breyta því. En það komst aldrei svo langt því að vefnefnd f4x4 gerði strax athugasemd, þannig að til að koma í veg fyrir leiðindi þá var nafninu einfaldlega breytt. En aðstæður komu í veg fyrir frekari leiðréttingar í greinum og prófarkarlestur.
Þannig að eftir stendur: hvað á ritið að heita… ef að framhald verður en það er alveg óákveðið.
–
Skúli ég þyki nú með eindæmum ósamstarfshæf þannig að nefndarstörf henta mér engan vegin, kæfum þessa hugmynd því strax.
–
kv. stef… ekki sú skarpasta
13.01.2008 at 21:01 #201609Ég setti saman smá netútgafu af fréttariti , fyrir félagsmenn f4x4, en hún er ekki sett til höfuð einum eða neinum heldur hugsað sem samansafn af fréttum úr klúbbnum, svona grasrótar blað. Átti þetta rit að vera alveg óháð stjórn, ritnefnd, sponserum/auglýsendum og öllu þess háttar. Fékk ég fólk til að koma með innlegg og skrifa pistla. Svo þegar þetta var tilbúið þá hafði ég samband við vefnefnd og óskaði eftir aðstoð við að koma þessu á f4x4.is síðuna þar sem að þetta yrði aðgengilegt fyrir félagsmenn á pdf formi. Höfnuðu þeir beiðni minni um að setja þetta á síðuna m.a. á þeirri forsendu að í heiti ritsins var Setrið Zero og notað var logo klúbbsins sem skraut, enda er þetta fyrir félagsmenn klúbbsins. Smá ritskoðun þar en ekkert tiltökumál fyrir mig og breytti ég því en innihaldið er óbreytt. En það besta var að þeir vísuðu mér á að hafa samband við stjórn eða ritnefnd með framhald. Í skipunarbréfi vefnefndar kemur fram að hún eigi að aðstoða félagsmenn við að koma efni á vefinn. Ég get farið á spjallið og linkað á alls konar efni en hér kemur efni sem að er allt komið frá félagsmönnum og þá vandast málið. Var það úr að þessu var komið fyrir á ókeypis heimasíðu í þetta skipti þannig að öll vinnan við þetta og efni yrði ekki alveg úrelt. Svo er það í höndum félagsmanna hvort að þeir hafi áhuga á að fá upplýsingar um félagsstarfið ofl. í netútgáfu. Og orðið er frjálst…
http://www.ohadafrettastofan.weebly.com
Kv. Stefanía R-3280
07.01.2008 at 00:07 #609174Ef að þetta er ekki eitt stærsta hagsmunamál jeppamanna í seinni tíð þá veit ég ekki hvað er. Ég legg til að stjórn f4x4 leggi til hliðar minni háttar mál eins og hvort að einakaðili eigi að fá að auglýsa flugelda á síðu f4x4.is og fari að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Þar ætti formaður að vera fremstur í flokki. Ef að formaður klúbbsins telur að þetta máli eigi ekki erindi inn á borð stjórnar þá auglýsi ég til sölu stjórn. Litið notahæfa í áríðandi og mikilvægum málefnum. Er til í að borga með henni, þvi að ekkert er gagnið í henni.
kv. Stefanía R-3280
06.01.2008 at 11:15 #609128Ég get nú ekki séð að skila inn númerum…á öðrum bílnum… sé eitthvað róttætkt og komi til með að snerta mikið við hjarta stjórnmála manna. Eru þeir ekki hvort sem er alltaf að tala um að reyna að fækka bílum á götunni.
kv. stef….
05.01.2008 at 21:47 #609120Ég er nú fræg fyrir það að hafa ekki nokkurn skilning á karlmönnum og þið hérna á þessum þræði eruð akkúrat ekkert að hjálpa mér til þess.
Hér er stofnaður þráður þar sem er verið að hvetja til eða skora á fólk í landinu að fara að gera eitthvað og mótmæla þessu gríðarlega háu eldsneytisverði. Og þið farið að tala um einhverja allt aðra hluti [b:38nurvkt]VIÐ ERUM EKKI AÐ TALA UM AÐ MÓTMÆLA EINHVERJU ÖÐRU [/b:38nurvkt] HÉR [b:38nurvkt]VIÐ VILJUM MÓTMÆLA HÁU ELDSNEYTISVERÐ [/b:38nurvkt] HÉR á þessum þræði. það má þá stofna annan þráð fyrir önnur mál sem að liggja mönnum á hjarta.
Það hvort að einhver kjósi að vera á bíl sem að eyðir 2,4, 7 lítrum eða 30 lítrum á hundraðið hefur bara ekkert með þetta að segja. Það sem skiptir máli er krónu talan sem verið er að borga fyrir hvern líter.
Talandi um fordæmi þá hef ég nú ekki séð menn svitna af hræðslu við fordæmi þeir sem að fá reglulegar launahækkanir frá kjaradómi og ekki séð þá hafna þessum hækkunum á þeim forsendum. Launahækkanir sem að eru langt umfram það sem að venjulegur verkamaður er að fá.
Ég vil bara sjá okkur setja það fordæmi að við íslenska þjóðin látum ekki gegndarlausar hækkanir yfir okkur ganga… við bítum í skjaldarendur og MÓTMÆLUM og gerum þingmönnum/ráðherrum grein fyrir því að það erum við sem að kjósum þá… og við getum líka fellt þá.
Það er komið fordæmi fyrir því að mótmæli lækka verð… og síðast var lækkunin 5 kr. á líterinn… það munar um minna.
kv. Stefanía
05.01.2008 at 20:34 #608938Ég sem hélt að ég væri að slá um mig á latínu vegna þess (útaf því fyrir þá sem að eru sandkassanum) að p.s. í mínum huga er postscriptum á latnesku sem að þýðir eftirskrift eða e.s. á íslensku.
Bara svona ef að það er verið að leiðrétta á annað borð.
kv. stef…. ekki sú skarpasta…
05.01.2008 at 16:47 #609104Þar sem að ég sé að Jón er mjög glöggur maður á að pikka út aðalatriðin og halda utan um þau og er annálaður ritsnillingur. Þá legg ég til að hann virkji krafta sína í að skrifa gott mótmælaplagg fyrir okkur 6 til að skrifa undir… það er ljóst að hann hefur ekki áhuga á að skrifa undir það… það er nú alltaf gott ef að menn eru sáttir með sitt…
kv. stef….
05.01.2008 at 16:35 #609100Vil bara benda á að barátta fyrir bættum tjaldstæðum er annar þráður… Það bara rignir inn baráttumálum, hver hefði trúað því.
05.01.2008 at 16:29 #609098100 bílar??? hallo eru bílarnir í landinu ekki eitthvað á annað hundruð þúsund, lámark 2 á hverju heimili. Við eigum ekki að hugsa í 100 köllum heldur í þúsundum. Þetta er jú hagsmunur almennings í landinu.
Eins og fram hefur komið þá þarf að sameina krafta fleiri aðila þetta er ekkert sem að bara 4×4 klúbburinn gerir endilega einn. En hann getur verið leiðandi afl ásamt stjórn og félagsmönnum en það er einmitt hellingur af félagsmönnum sem að eru einmitt fyrirtækjaeigendur t.d. í ferða og verktakaþjónustu.Nú er bara að spýta í lófana.kv. stef…
–
smá viðbót
Það eru [b:1wpshnpy]292.828 [/b:1wpshnpy] bílar skráðir .. eða voru skráðir 9.12.2007
05.01.2008 at 12:46 #609078Lella nú hefur þú ásamt Halldóri (Glanna) staðið áður í svona mótmælum. Hvað lækkaði eldsneytisverðið mikið eftir þær aðgerðir?
kv. stef…
05.01.2008 at 12:44 #609076Ég tek undir það sem að á undan er komið. Ég held að árið 2008 sé ár róttæklinganna. Nú þurfum við að sameinast í því sem að þessi klúbbur stendur fyrir, hagsmunaklúbbur, og mótmæla harðlega þessum eldsneytishækkunum. Beita ríkið þrýsting til að lækka álögur. Ef að þetta kemur ekki frá okkur þá kemur þetta ekki neins staðar frá. Að mínu mati er þetta eitthvað sem að á að vera inn á borði hjá stjórn klúbbsins. Ég skora á allar deildir f4x4 að taka þetta mál upp á sínum félagsfundum og ræða aðgerðir. Og sameinast svo í einni allsherjar aðgerð þar sem að ekkert verður gefið eftir. Fyrr en álögur hafa lækkað.
kv. Stefanía R-3280 til í slaginn.
04.01.2008 at 19:42 #608774Mér sýnist á öllu að ekki skorti áhugan … á netinu… fyrir allri fræðslunni.
Mér sýnist að allt stefni í það að hjálparsveitin verði að setja upp alvöru stundarskrá og taka upp einingakerfi svo að þessi fræðsla verði lánshæf hjá LÍN.
Greinilegt er að ef að það á að sinna þessu öllu þá er verið að horfa á fræðslukvöld í hverri viku. ;->
En það er gaman að þessi áhugi skuli vera fyrir hendi þannig að þegar fræðsla verður auglýst að þá er um að gera að mæta þá eða skrá sig eða hvernig sem að fyrirkomulagið verður.
–
Mér finnst sérstaklega gaman að sjá að nýliðar eru að tjá sig hérna og menn sem að eru með 1-4 pósta á bakinu… bara frábært.kv. stef… ekki sú skarpasta
yfir til þín… Lella ;->
04.01.2008 at 02:37 #608762Ein hugmynd er….
að hafa eitthvað eitt ákveðið kvöld í mánuði sem fræðslu kvöld. Dagur sem að yrði í annarri viku þannig að þá er til skiptis hálfsmánaðarlega félagsfundur og svo fræðslufundur. Þannig geta allir gengið að þessu vísu.
kv. stef ekki sú skarpast.
03.01.2008 at 17:26 #608754Mér finnst þetta bara alveg fyrirtak að fá fræðlsu um þetta.
Fyrir minn smekk þá hentar fimmtudagskvöldin einmitt mjög vel í svona…
kv. stef…. semveitaldreihvorthúneraðkomaeðafara
03.01.2008 at 12:52 #607966Mín skoðun er sú að ef að félagsskapur er að standa fyrir því að gefa út félagsrit þá eigi það að vera í höndum félagsmanna.
–
Þá langar mig að velta upp smá pælingum í sambandi við þessa útgáfu.
Það eru fjöldi manns í þessum klúbb sem að eru að vinna hjá fyrirtækjum. Fólk gæti nú hjálpaðst að við að fá auglýsingar og styrki með því að tala við "auglýsingadeildina" í sínu fyrirtæki í samráði við ritnefnd.
Ég er vissum að ritnefnd myndi þiggja alla hjálp við það.
Margt smátt gerir eitt stórt … eða ekki.kv. stef… ekki sú skarpasta
02.01.2008 at 23:43 #608410Eftir því sem að sögur herma….
þá er búið að gelda folann og hann hættur að syngja og er ég að tala um … bílinn. Sem sagt ekkert gagn í honum og hann hættur að ganga.
kv. stef.. sem að lærir aldrei neitt
01.01.2008 at 16:34 #608474Jói og Ómar… það er nú gott að heyra að það hafi ræst úr þessu hjá ykkur. Ég reikna með að það verði svo myndasýning og ferðasaga á næsta opnu (lokuðu) húsi. ;->
01.01.2008 at 16:12 #608364Dagur ég er að spöglera…
Ég held að þú sért að markaðsetja rangt hugtak fyrir þennan markhóp hér.
Ég held að ef að þú vilt fá þátttöku í þessari kosningu hér á vef f4x4.is, þá þurfir þú að breyta um fyrirsögn. "Maður ársins" gengur ekki menn eru nefnilega ekki beint að rjúka hér á netið og eyða tíma sínum í að hæla eða hrósa fólki fyrir það sem vel er, það er eitthvað sem að er jákvætt og það virðist vefjast fyrir fólki.
Hér er tækifæri til að safna saman þökkum og hrósi til fólks til dæmis fyrir vel unnin störf, fyrir að vera góðir vinir og ferðafélagar eða fyrir bestu hjálpina. Eitthvað sem að menn eiga skilið að vera tilnefndir sem "maður ársins" fyrir.
Ég trúi því ekki að það sé svona fátt um fína drætti í þessum klúbbi. En ef svo er þá er ég með tillögu um að stofna nýjan þráð og kjósa "skíthæll ársins" og ég er viss um að það myndu streyma inn tilnefningar og kjör með ítarlegum lýsingum.
–Mitt atkvæði fá þau sem að tilnefnd eru Agnes Karen og Jón Snæland ásamt restinni af stjórnarmönnum.
Fyrir að hafa eitt gríðarlegum tíma og vinnu fyrir klúbbinn með miklum fórnar kostnaði. Þau hafa fengið yfir sig alls konar skammir, hótanir og ómálefnalega gagnrýni sem að erfitt getur verið að standa undir sér í lagi þegar verið er í sjálfboðastarfi. Takk fyrir ykkar framlag.
kv. Stefanía … ekki sú skarpasta
-
AuthorReplies