Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.04.2008 at 11:51 #619586
Mér gæti ekki staðið meira á sama um þennan 250 þús. kall sem að rotturnar fengu fyrir vélina sína. Enda veitir þeim ekki af því mér sýnist allt stefna í það að þeir þurfi að versla sér öflugar snjómokstursgræjur ef að þeir ætla að geta tekið á móti gestum án þess að þeir séu rassblautir á að renna sér inn í rottuholuna.
Og í staðinn fengum við vél sem að fyrir eigendur (fyrir rotturnar) tímdu ekki að setja í gang. En hvað um það við eigum það sem að ég myndi kjósa að kalla varavél.
–
Það sem að ég er bara að velta fyrir mér er þvílíku áhugaleysi sem að er í gangi gagnvart því að skoða gömlu vélina. En í ljósi nýjustu frétta væri ekki bara toppurinn að geta afhent Skiptabakkaskála rafstöð sem að er í lagi og reyna að gera við kvikindið. Annað finnst mér nú vera bjarnargreiði við þá.
–
Og ægir hjá mér er 85+85 um 170 lítrar sem að mun vera nokkuð í nágrenninu við 200 L á einni helgi.
-kv. stef … ekki sú skarpasta
06.04.2008 at 09:34 #619478Ég held að blessaði maðurinn hafi tekið feil á fréttum vikunnar. Hann hefur ætlað að segja frá fréttinni þar sem að forsætisráðherra leigði einkaþotu til að flytja sig og sitt hafurtask á natófundinn… sem að sjálfsögðu ég borga. Og ekki nóg með það þá fékk hann mjög góðan afslátt á þotuleigunni…. afslátt sem að ég kem aldrei til með að fá.
Ég ætla að hugsa um þetta næst þegar ég versla mér eldsneyti sem að ég borga sjálf… ég hef alla vega ekki fundið neinn sem vill borga það fyrir mig enn þá.kv. stef… sem borgar alltaf
06.04.2008 at 08:36 #202256Enn af rafstöðvarmálum í Setrinu.
–Nú langar mig til að spyrja skálanefnd (og salinn).
Er það rétt sem að maður er að heyra að það sé búið að GEFA gömlu rafstöðina deild fyrir norðan gegn því að þeir sæki hana?
–
Og ef að rétt reynist þá spyr ég hvaða hag sjá þeir í því að eyða bæði tíma, pening og fyrirhöfn í að fjarlægja handónýta rafstöð fyrir móðurdeildina? Nema þeir telji að hægt sé að gera við hana.
–
Og enn spyr ég er búið að fá fagmann til að taka rafstöðina í sundur og skoða hana, því mér skilst að þessi tegund af rafstöð sé ódrepandi? En það getur allt bilað.
–
Getur verið að nýja rafstöðin sé að fara með hátt í 200 L af olíu á einni helgi? Ef svo er þá held ég að það sé til mikils að vinna að reyna að laga gömlu rafstöðina og hafa hana aðal og þá gæti hin verið til vara.
–
kv. stef … sem vonar að þetta sé rangur misskilningur.
02.04.2008 at 00:54 #618930Ég vil nú koma því á framfæri að það var alveg fyrirfram ljóst með hvaða hætti F4x4 ætlaði að mótmæla. Það voru fengin leyfi og það var haft samband við neyðaraðila. Það var auglýstur söfnunarstaður bíla og gangandi fólks og tímasetningar lágu fyrir. Að það yrði hópakstur úr klettagörðum niður í miðbæ að tröppum alþingis.
Markmiðið var að afhenda forsætisráðherra í versta falli fulltrúa þingsins stórt dekk sem að myndi ekki týnast í skúffunni ásamt áskorun (fallegra orð yfir kröfu) um að lækka álögur á eldsneytisverði. Og að láta þá vita að þetta sé aðeins upphafið og harðari aðgerðir muni fylgja í kjölfarið. Þannig að þetta gat ekki með nokkru móti komið trukkabílstjórum á óvart.
–
Þetta er sú leið sem að ferðaklúbburinn valdi en trukkabílstjórar hafa valið aðra leið til að mótmæla.
En það er engin ein ríkisleið til að mótmæla. Berum virðingu fyrir þeim hópum sem eru þó að þora og eru að standa í mótmælum og þeim leiðum sem þeir velja. Hvort sem að hópurinn standi saman af tveimur stúlkum kastandi eggjum, stákar með bensínlausa vespu á langholtsveginum eða F4x4 með hópakstri með leyfi. Það er ekkert unnið með því að menn fari að rífast innbyrðis og er ekki til þess fallið að auka samstöðuna nema síður sé. Og má þá segja að við séum farin að vinna vinnuna fyrir lögregluna, ríkið og alþingi en þeim þætti ekkert betra en að óeining myndi leiða til þess að mótmælin myndu deyja út eða valda úlfúð í samfélaginu.
–
Það að vera með skítkast út í annað fólk hvort sem að það er forseti alþingis, lögreglan eða annað segir bara meira um einstaklinginn sem að hefur þörf fyrir að tjá sig svona heldur en þann sem um er rætt. Það getur enginn bannað okkur að hafa skoðanir, en stundum er gott að hafa þær fyrir sig.
Snúum bökum saman…. Vér mótmælum allir.
Kv. Stefanía
01.04.2008 at 20:39 #618820Mér finnst þessi [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/01/motmaelt_vid_austurvoll/:vk0gr9ng][b:vk0gr9ng]Hjörtur[/b:vk0gr9ng][/url:vk0gr9ng] Nú bara langflottastur….
31.03.2008 at 21:59 #618784Töluverður fjöldi manns er mættur hér á Eirhöfðann (skemmu f4x4) og hefur tekið þátt í því að setja saman slagorð sem að verða prentuð á límmiða til að merkja bílana á morgun. Einnig er búið að setja saman yfirlýsing með kröfu okkar til að afhenda hæstvirtum forsætisráðherra Geir H. Haarde á tröppum alþingis klukkan 16:00.
–
Skorum við á deildir f4x4 út á landi til að standa fyrir hópaakstir og vera sýnilegir til stuðnings við þessa kröfur okkar.Kv. Stefanía
–
P.s. Ég mæti á morgun
30.03.2008 at 23:16 #6187462515 það eru alla vega nokkrir.
Og talandi um tölur og tölfræði þá er könnun á aðalsíðu f4x4.is þar sem spurt er: [b:c1qyx7px] Ætlar þú að taka þátt í mótmælunum 1. apríl?[/b:c1qyx7px]
Það er skömm frá því að segja að í augnablikinu hafa einungis 26 manns séð sér fært að svara og af þeim þá ætla um 30% eða 8 þeirra ekki eða kannski að taka þátt í að mótmæla háu eldsneytisverði.
Hvernig væri að bíta í skjaldarenndur…. mér finnst alla vega eins og þær séu að narta í mig.[b:c1qyx7px]Já[/b:c1qyx7px] segja [b:c1qyx7px]69,2%[/b:c1qyx7px]
[b:c1qyx7px]Nei[/b:c1qyx7px] segja [b:c1qyx7px]23,0%[/b:c1qyx7px]
[b:c1qyx7px] Kannski [/b:c1qyx7px]segja [b:c1qyx7px]7,6%[/b:c1qyx7px]Fjöldi atkvæða [b:c1qyx7px]26[/b:c1qyx7px]
kv. stef… tölfræðilega séð ekki sú skarpasta ;->
29.03.2008 at 13:36 #618726Þið eruð snillingar (nú er ég að vísa í fleiri þræði en þennan eina)
Í stað þess að fagna því að það eru til Íslendingar sem að þora og gefa sér tíma í að mótmæla þá eru menn að hnýta í þá, fordæma og tala niður aðgerðir þeirra.
Þetta hefur ekkert með það að gera hvaða bílar eyða mestu heldur þá krónutölu sem að hver og einn þarf að borga fyrir líterinn af eldsneyti.
–
Ef að við viljum knýja fram lækkun á eldsneytisverði þá gerist það ekki bara þannig að Lella & Glanni mæti niður á alþingi með eitt 44" dekk og 2-3 bíla og segja: Við vildum bara minna ykkur á að okkur finnst eldsneytisverðið dááálítið hátt. Eru þið ekki til í að lækka það… á morgun væri gott.
Þetta snýst um úthald, vera tilbúin til að vera með mótmæli í langan tíma og sýna það að okkur er full alvara með þessum aðgerðum, þetta sé ekki eitthvað sem að líði hjá. Það hjálpar til að dreifa álaginu á milli hagsmunafélaga (t.d. aðgerðir trukkabílstjóra) og núna 1. apríl er komið að okkur. Kl. 16:00 að staðartíma ætlum við að fjölmenna niður að alþingi og afhenda kröfur okkar um að ríkið lækki/afnemi álögur á eldsneytisverði. Gera þeim jafnframt ljóst að við munum halda aðgerðum áfram svo lengi sem að þess sé þörf, þetta sé aðeins upphafið. Eins og Lella segir þá er þetta að verða þannig að hinn almenni félagsmaður hefur ekki efni á að ferðast um landið sitt eða stendur uppi með að velja hvora helgina hann ætlar að fara því ekki hefur hann efni á báðum.
–
Gönguhópar og spjöld
Að sjálfsögðu eru þeir sem að ekki eiga bíla/jeppa hvattir til að mæta líka. Því að hátt eldsneytisverð hefur áhrif á öll heimili í landinu í gegnum vöruverð í verslunum, að fá iðnaðarmann eða verktaka, gistingu, gjaldtöku hjá strætó, leigubílum og rútu (almenningssamgöngur), alls staðar þar sem að eldsneyti kemur nálægt þar hækkar verð.
Ég hef nú séð ofsalega flottan bíl koma keyrandi merktur með límmiðum bak og fyrir og með fána á toppnum. Ég tók eftir bílnum af því að hann var hlaðinn öllum þessum aukabúnaði og tilgangurinn hefur sjálfsagt verið sá að vekja eftirtekt, alla vega það virkaði. Það er hefð fyrir því að við mótmæli sé skrifað á spjöld, límmiða og fána þær kröfur sem farið er fram á með aðgerðunum, merkjum bílana, gerum þetta að alvöru.
–
Einnig eigum við að herja á Ragnar Reykás olíufélögin. Við erum búin að fá nóg af þessu dæmi olíufélagana að hækka verð á eldsneyti um leið og það er hugsanlegt að heimsmarkaðsverð sé að hækka… vegna þess að það eru svo litlar birgðir í landinu. Lækkun á heimsmarkaðsverði skilar sér hins vegar aldrei…. auðvitað af því að það eru svo miklar birgðir í landinu.
Snúum bökum saman og fjölmennum.
Kv. Stefanía
26.03.2008 at 13:35 #618518Akkúrat það sem að ég var að hugsa… er möguleiki á að slá þessum aðgerðum saman.
Hvaða aðgerðir voru þið Glanni búin að skipuleggja annars.
kv. stef…
26.03.2008 at 13:14 #618514Nú er ég að spöglera og veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga….(hægri er töluvert dýr þessa dagana)
Ég hef nú töluverðan áhuga á að mótmæla og er nú búin að bíða spennt (síðan í byrjun janúar) eftir því hvað f4x4 ætli að leggja til málana en það eina sem að hefur komið er… takið frá 1. april, veit ekki einu sinni hvort að það sé fyrir eða eftir hádegi og því síður hvað eigi að gera. Ef að Lella eða Glanni gætu kannski gefið einhverjar upplýsingar… eða er þetta bara enn ein paraferðin ;-> (Lella & Glanni).
Ef að það á að ná fólki saman þá er hluti af því að auglýsa aðgerðir í tíma.
Er búið að hafa samband við önnur hagsmunafélög um samvinnu???Hjálp Lella
Kv stef…..
25.03.2008 at 22:32 #617486Ég tek undir með Sperro, endilega fleiri pör að skrá sig… þá eru meiri líkur á hagstæðari tölfræði… 33.3% eru ekki góð meðmæli… eða hvað veit ég.
–
Ef við spáum aðeins meira í tölur þá er t.d. auglýst að 20 pör geti skráð sig… en ef að við skoðum skráninguna þá sýnist mér að strax í upphafi þá hafi bara verið 15 laus parapláss, því að skálanefndin tók 5 fyrstu plássin…. af hverju ekki að auglýsa bara 15 pláss laus….
Bara smá pæling.kv. Stef… ekki sú skarpasta
25.03.2008 at 22:19 #618446Ekki stæði á mér við það… frekar en fyrri daginn. En ég er game, lýst vel á að afhenda verstu meðalmennskuverðlaunin "steffie"
;->
25.03.2008 at 22:12 #618442[b:gnxo742u]Átt þú bestu myndina?[/b:gnxo742u]
Nei, Nei, Nei. Ég verð að svara þessari spurningu neitandi…
Af hverju þarf alltaf að vera "ertu bestur" keppni. Af hverju er aldrei keppni í "ertu lélegastur" eða "mesta meðalamennskan". Eitthvað sem að ég get tekið þátt í. Ég er yfirleitt annað hvort að kveikja á myndavélinni eða nýbúin að slökkva á henni þegar kodak momentið kemur. Getum við haft keppni í að "segja frá besta myndefninu sem að ég missti af"???
–
Ég hef aldrei átt möguleika á að vera best í einu eða neinu… heyrðu jú nú man ég eftir einu… það var í skólabadminton, ef ég man rétt þá vorum við bara tvær að keppa… við hvor aðra og hin hætti vegna meiðsla þannig að á sömu mínútunni fór ég úr því að vera verst í það að verða best…
Mér líður bara mikið betur núna…kv. Stef…. ekki sú skarpasta
18.03.2008 at 11:39 #617914Takk fyrir þessi svör en óneitanlega vakna upp fleiri spurningar.
Hvað tekur við ef að stjórnin tekur ákvörðun um að hafna þessum hugmyndum og tillögum, í hvaða farvegi eru ferlamálin þá?
Þessi mál þola enga bið og við erum að brenna inni á tíma því að Umhverfisráðherra virðist enn þá vera haldinn þeim ranghugmyndum að þessu ferlaverkefni sé lokið ef marka má þau svör sem að hún gefur á þinginu.
"Landmælingar Íslands hafa lokið kortlagningu vega og slóða miðhálendisins. Framundan er úrvinnsla þeirra upplýsinga. Ákvarða þarf hvaða slóðar og vegir eigi að vera opnir fyrir umferð farartækja og hvort loka eigi einhverjum slóðum, alfarið eða tímabundið."
–
Það sé bara formsatriði að fara að vinda sér í að loka sem flestum slóðum og vegum.
"Gefa þarf út reglugerð sem bannar akstur utan þeirra slóða og vega sem ákveðið hefur verið að megi vera opnir."
–
Eru einhver plön með það að fulltrúar ferlaráðs fari og banki upp hjá umhverfisráðherra og fari yfir þessi mál með henni í persónu. Jafnframt að minna hana á áherslur sínar sem umhverfisráðherra sem að voru meðal annars "Enn vantar talsvert á að nýttir séu kostir virkrar þátttöku almennings og félagasamtaka við undirbúning ákvarðana í umhverfismálum. Brýnt er að bæta úr því. Veita almenningi aukin tækifæri til að hafa áhrif á þróun laga og reglugerða."kv. stefanía
17.03.2008 at 23:18 #617908Var myndað "nýtt" ferlaráð eða ekki. Er það á vegum F4x4 eða einhverra annarra, hvaða önnur samtök komu að þessari nýmyndun… eða ekki. Hvert er markmiðið með þessu ferlaráði?
Ég hélt að þið hefðuð óbilandi áhuga á þessum málum. Hvernig er hægt að drepa áhugann á einum litlum kvöldfundi???kv. stef…
17.03.2008 at 20:17 #617448Mr. Sperro…
Ég ætla að biðja þig um að hræða ekki þetta fólk sem að er að fara í þessa ferð. Ég er alveg laus við að hafa nokkurn áhuga á þessari ferð. Fyrir utan það að Þetta eru nú ekki flókin þátttökuskilyrði en … ég uppfylli þau ekki þar sem að ég er alveg einstök.
Ég bendi hins vegar á að tölfræðilega þá hefur þessi paraferð ekki komið mjög vel út fyrir þau pör sem að tóku þátt í henni.kv. stef ekki sú skarpasta.
17.03.2008 at 20:07 #617834[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal%2f11211:36n9au4l][b:36n9au4l]Samþykktin [/b:36n9au4l][/url:36n9au4l] er frá félagsfundi 7. janúar 2008
–
Önnur mál, eldsneytisverð: Helena Sigurbergsdóttir R 2703 bar fram svohljóðandi ályktun: Félagsmenn á félagsfundi skora á stjórn klúbbsins að beyta sér fyrir því að hagsmunaaðilar svo sem atvinnubílstjórar, vöruflutningafyrirtæki, ferðaþjónusta og aðrir taki sig saman og skori á yfirvöld að lækka álögur á eldsneyti til að draga úr kostnaði við flutninga á okkar viðfema landi ásamt því að hafa slakandi áhrif á verðbólgu í landinu. Samþykktu fundarmenn þetta nánast samhljóða (1 á móti).
–
Það sem hins vegar gerðist á síðasta félagsfundi, sem að jafnframt var afmælisfundur klúbbsins var að formaður klúbbsins steig í pontu og hélt ræðu. Ræðu um að klúbburinn væri fyrst og fremst hagsmunafélag og ætti að starfa sem slíkt. Hins vegar hefðu félagsmenn eingöngu áhuga á að fá sem bestu afsláttarkjör og sem mest út úr klúbbnum. Hélt ég að þá ætlaði stjórnin að spila út trompinu sínu. Að stjórnin væri komin á fullt í samstarf við önnur hagsmunafélög um að beita sér fyrir lækkun á eldsneytisverði. En nei aldeilis ekki heldur var samþykktinni frá janúarfundinum vísað beint í föðurhúsin eða til Lellu og sagt að hún og Glanni muni sjá um þetta.
Það má geta þess hins vegar að klúbburinn á nú húsgögn og leðursófasett (ft) fyrir fleiri hundruð þúsund…. en þau voru á svo góðum afslætti.Kv. Stefanía
08.03.2008 at 13:17 #616818Nú er nýbúið að hækka eldsneytið og er strax farið að spá fyrir um næstu hækkun.
[url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/08/haekkar_eldsneytid_enn/:2e8khszf][b:2e8khszf]Stutt í næstu hækkun?[/b:2e8khszf][/url:2e8khszf]
Haldi gengi krónunnar áfram að veikjast verður þess tæplega langt að bíða að verð á eldsneyti hækki á ný, en bensínlítrinn hækkaði um tvær krónur í gær og fyrradag […].Í janúar [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal%2f11211:2e8khszf][b:2e8khszf]samþykktu félagsmenn[/b:2e8khszf][/url:2e8khszf] á félagsfundi að klúbburinn ætti að sýna frumkvæði í að hagsmunaaðilar taki sig saman og skori á stjórnvöld í að lækka álögur á eldsneytisverði. Og það eina sem að hefur gerst síðan virðist vera að eldsneytisverð haldi bara áfram að hækka. (Að vísu flutti klúbburinn í millitíðinni). En nú reikna ég fastlega með því að stjórnin ætli að nota þennan 25 ára tímamóta afmælisfund Ferðaklúbbsins í Fjöltækniskólanum til að tilkynna róttækar aðgerðir í þessu stóra hagsmunamáli jeppamanna. Og láta okkur muna eftir afmælisárinu sem árinu sem að klúbburinn tók þátt í að knýja fram stórfellda lækkun á eldsneytisverði. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir jeppamenn. Ef fer sem horfir þá verða ferðalög til fjalla á jeppum einungis fyrir "elituna" því að hinn almenni verkamaður/félagsmaður hefur ekki efni á því að ferðast. Þessi þróun felur í sér verulega skerðingu á ferðafrelsi félagsmanna.
–
Fyrir fjórum árum þurfti eigandi bíls sem eyddi 15 l/100 km og keyrður var 15 þúsund kílómetra á ári að greiða 230.850 kr. fyrir bensínið á ári. Í janúar sl. kostaði bensínið á sama bíl 313.875 kr.miðað við 15 þúsund km keyrslu á einu ári. Mismunurinn er 83.025 kr.
–
Dísel: Strax eftir þungaskattsbreytingu kostaði 193.500kr að keyra díselbíl miðað við sömu forsendur en í dag kostar það 324.000kr (2005 kostaði dísellítrinn litlar 86kr eftir þungaskattsbreytinguna).
Mismunurinn er 130.500 kr. það munar um minna.Ef að þetta er ekki hagsmunamál ferðafólks yfir höfuð þá veit ég ekki hvað það er.
–
Kv. Stefanía
22.01.2008 at 13:11 #201686bifrastarblog Ég rakst á þetta skemmtileg og fræðandi blogg frá henni Ellu um tjáníngar frelsi, lög og feglugerðir. Mér datt í hug að skella þessu hér inn svona sem víti til varnaðar … ef þið finnið það. þetta er svona sem kallast opið bréf til félagsmenn og stjórnar.
kv. stef…ekki sú skarpasta
21.01.2008 at 18:02 #610326það mætti halda að það væri frekar lágskýjað hjá mörgum félagsmönnum.
F4x4 er opin félagsskapur og sú starfsemi sem að þar fer fram á að fara fram fyrir opnum tjöldum. Hvort sem um er að ræða PR starf eða ekki. Það er munur á að fara í ferð þar sem að öllum er frjálst að taka þátt í og að vera með ferð þar sem þátttökufjöldi takmarkast af einhverjum hlutum. Það að vera með takmarkanir af einhveju taki s.s. að þeir sem að fái að taka þátt í ferðinn séu afburðar greindir, búi yfir mikilli samskiptarhæfni, vinnusamir og duglegir fyrri klúbbinn og kunni að drekka í hófi svo eitthvða sé nefnt. Það er greinilega búið að setja saman þenna úrvalsflokk fyrir okkur hin að fara eftir, þótt markið virðist ekki vera sett hátt. Hvað um það. Ég hef alltaf talið að hluti af góðu PR sé að komast í fjölmiðla og fá góða umfjöllun þar og svo vinna áfram í málum á bak við tjöldin.
Mér finnst þessi stefna sem að klúbburinn hefur tekið lykta af ákveðinni flokkpólitk sem hefu gengið undir nanfniu … einakvinavæðingin….
Pointið er að starfsemin á að vera gagnsæ annað bíður strax upp á leiðindi.
kv. stef
-
AuthorReplies