Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.02.2006 at 14:21 #544720
hvort er þá betra ?
26.02.2006 at 13:39 #544716Ekki er búið að finna úr vandanum ennþá en það er verið að leita.
Annað sem ég var að spá, hvernig finnur maður út hvaða hlutföll eru í bilnum?
einhver sagði að maður ætti að snúa dekkinu og telja hvað drifskaftið fer marga hringi við að snúa dekkinu 1 hring.
Ég gerði það og drifskaftið fór 2.5 hringi, er þá 2,5 hlutföll í henni????
spyr sá sem ekki veit
26.02.2006 at 01:38 #544712engvir sjáanlegir vírar allavegana, þetta verður rannsakað í þaula á morgun vonandi finnst þetta bara
26.02.2006 at 01:17 #544708gleymdi að minnast áo að hún startar eðlilega, það er bara eins og hún sé bensínlaus :S
Svo er hún sjálfskipt og belive it or not þá var það alveg ekkert verra heldur en beinskiptingin í hinni súkkunni,
fann það í prufuhringnum eftir að dekkin voru fittuð undir.
En eftir að hún fór uppá lyftu aftur og ekkert gert nema skera smá úr stuðaranum þá fór hún ekki í gang aftur
26.02.2006 at 00:58 #197409Nú er búið að vera að dunda við að setja súkkuna á 33″ dekk og allt í góðu með það.
En eitthvað hefur klikkað því nú fer kvikindið ekki í gang.
Búið að athuga öll öryggi og allt í lagi, bensíndælan fer ekki í gang svo byrjað var á að skipta um bensíndælurelí en ekkert breyttist svo þá var skipt um tank en það breytti engu.
Svo nú leita ég til ykkar snillingana sem ég veit (vona allavegana) að eruð með lausnina á þessuMeð fyrirfram þökk Stebbi
12.02.2006 at 22:42 #197300er mikið mál að skipta sjálfskiptingunni út fyrir gírkassa??
03.12.2005 at 19:11 #534602Var á langjökli í dag í samfloti með tvem 38" patrolum, einum 35" trooper og einum 33" 4runner
Færðin var þannig að allir komust upp án teljandi vandræða aðeins 2 festur og það voru trooper og 4runner sem voru ekki búnir að hleypa nógu mikið úr.
En gaman að segja frá því að súkkan mín á 33" var langfyrst.
Enda færið þannig að það það var frekar hart ofaná og mjúkt undir, súkkan var bara nógu létt til að sökkva ekki í gegn
20.11.2005 at 11:11 #533034Ég er sjálfur á General Grabber á minni súkku, þau urðu ekki góð fyrr en þau voru míkróskorin og munstrið opnað með hníf.
Bf goodrich dekkin eru mjög góð keyrsludekk en hafa þann galla að þau þola illa úrhleypingar og eiga þá til að vírslitna.
Good year MTR eru dekk sem mig mundi langa í, þá aðallega afþví að munstrið er gott og ég hef mikla trú á þeim. Þau koma vel útúr ballanseringu en helsti ókosturinn er að þau eru rándýr.
Wild country TXR gróf dekk boruð fyrir nagla fín í snjóinn segja menn.Það eru fleiri tegundir í boði en þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug
Ps ég er að vinna á dekkjaverkstæði svo þetta eru ekki endilega dekk sem ég hef keyrt á sjálfur bara heyrt frá kúnnum og hvað mér finnst sjálfur um dekkin
13.11.2005 at 18:29 #532110Á minni vitöru 92 árgerð er búið síðan ég fékk hana að skipta 2 sinnum um bensíntank vegna þess að hann hreynlega sogaðist saman þegar öndunin í tappanum stíflaðist.
Sílsarnir eru veikur punktur, mínir t.d. eru gjörsamlega ryðgaðir burt
eikkvað fleira er maður búinn að vesenast í sem er bara eðlilegir hlutir í öllum bílum t.d. demparar, hjólalegur ofl.Weapon hvernig eru þessir tvívirku demparar sem þú minnist á??
28.03.2005 at 03:54 #519902Svo geturu líka látið skera hvarfakútinn úr og látið smíða rör á milli með festingum og svo skellt kútnum í fyrir skoðun.
Veit til þess að nokkrir hafa gert það
25.03.2005 at 14:19 #519846málunum reddað
25.03.2005 at 13:22 #195748er einhver laus í dag sem vill koma og rífa vél, skiptingu og millikassa úr bíl?
allavegana aðeins að koma og segja mér til
Fæ ekki hjálp fyrr en í fyrstalagi á morgun og ég nenni eiginlega ekki að bíða eftir þvíHafðu þá samband í síma 8674730
05.03.2005 at 12:49 #518126eina sem ég veit um þessa vél er að hún er 318 og eyðir bensíni eins og mother fokker, ekki alveg það sem ég vill í hversdagsbílinn minn.
En hvað segja menn á maður bara að skella sér á þetta og prófa?
05.03.2005 at 12:47 #518124það eru myndir af báðum bílunum í albúminu hjá mér.
04.03.2005 at 18:47 #195594Kvöldið félagar
Mér stendur hugsanlega til boða að fá cherokee hrúgu í hendurnar, bíllinn er með nýjar hásingar og hlutföll að framan og aftan 318 mótor í húddinu, sjálfskiptingu sem lekur hellings olíu og orginal millikassa.
Ég á Suzuki Vitöru breytta uppí 33″
Pælingin er að mixa fjósa í súkkuna, þ.e. að setja hásingarnar á súkkuna og hugsanlega stærri dekk, einn stakk uppá að setja millikassann líka og hafa lóló.
Núna vantar mig einhverjar hugmyndir frá mér reindari mönnum um hvort þetta sé nokkuð fjarstæður möguleiki að gera þetta?Mig langar ekkert í vélina svo ég myndi reina að selja hana og fá einhverja aðra í staðinn, einhverjar hugmyndir með það?
Ekki segja mér að selja súkkuna og fá mér annann bíl því það mun ekki gerast í bráð, frekar verður hún eins og hún er og cherokeeinn hlutaður í sundur og seldur
08.02.2005 at 20:57 #195444Nú var ég að sjá diskalæsingar í vitöru á 10000 kall til sölu.
Mér finnst það ekki vera mikið verð til að spreða í bílinn svo nú spyr ég ykkur hvernig eru svona diskalæsingar að virka?
05.02.2005 at 19:10 #515934ef þú þarft ekkert að flíta þér mikið þá er þetta toppbíll að mínu mati. er sjálfur á 33" vitöru 92 árgerð
Helstu óvinirnir eru mótvindur og langar brekkur
05.02.2005 at 18:12 #515920kolsýran eyðileggur gúmmíið í dekkinu ef hún er látin vera í því áfram. þessvegna er mikilvægt að hleypa öllu úr og setja venjulegt loft í staðin um leið og færi gefst
05.02.2005 at 15:55 #515918Getur fengið kútinn leigðann hjá ísaga uppá höfða
ekkert svo svakalega dýrt.
Svo þarf að passa líka uppá að hafa kútinn vel festann í bílinn, ég lét smíða helvíti góðann kassa fyrir mig sem ég get sent þér myndir af ef þú vilt
27.01.2005 at 00:16 #514716Reindar þekki ég ekki muninn sjálfur af eigin raun, en kallinn sem ég keypti súkkuna mína af sagði að hann hefði fundið alveg þvílíkann mun við það að setja k&n síu í bílinn.
En eins og ég sagði þá þekki ég ekki muninn sjálfur, þekki bara kraftinn með k&n síunni í
opið púst og flækjur er eikkvað sem ég er að gæla við í hausnum til þess að athuga hvort maður fái eikkvað örlítið meira útúr bílnum
-
AuthorReplies