Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.01.2011 at 23:09 #217127
Sælir félagar
Ég er að velta fyrir mér hvort þið getið hjálpað mér með smá vandamál sem kom upp hjá mér um daginnÉg er með Nissan Patrol 95 2.8
Þannig er, að það var skipt um Túrbínu í honum um daginn, tekin sog og pústgrein frá og skipt um bínu á pústgreininni, og finnst búið var að taka greinarnar af þá var bolti losaður sem er á blokkinni til að hleypa frostleginum niður til að skipta honum út (svona í leiðinni)
Svo þegar því var lokið var nýupptekna túrbínan sett við vélina, soggreinin á, og boostmælir tengdur við soggreinina, og svo var settur notaður intercooler framan við vatnskassa og rörin fyrir hann smíðuð, svo var allt tengt, nýr frostlögur settur á og startað, en allt kom fyrir ekki, hann tók aðeins smá hökt en svo bara ekkert, og hann startaði og startaði en ekkert gerðist alveg eins og hann væri að svelta lofti, þannig að uppá grínið þá tók ég slönguna fyrir boostmælirinn af soggreininni (fljótlegt) og reyndi svo að starta, hann tók smá við sér eins og væri verið að starta honum án forhitunar, hann reykti skelfilega mikið, líka mikið miðað við patrol, næst var losað uppá hosunum sitthvoru megin við coolerinn, til að hleypa lofti meðfram, og viti menn hann fór í gang, þegar hann var búinn að ganga í smá stund var hosan þeim megin sem fer í soggreinina, sett aftur á, þar með var talið að það mundi deyja á vélinni, en það gerðist ekki, þá var hin hosan fest líka og enn gekk patrolinn eins og ekkert hefði í skorist, prófað var að drepa á honum og setja aftur í gang og reyndist það auðsótt, hann hefur gengið snurðulaust síðan.Þannig að ég er forvitinn, hvað var í gangi hversvegna tók bíllinn ekki startið??
Kv Kristján
18.01.2011 at 23:20 #716698Hér er y60 grind
[attachment=1:2fqgw2hr]y60.png[/attachment:2fqgw2hr]og hér er y61 grind
[attachment=0:2fqgw2hr]y61.png[/attachment:2fqgw2hr]
Kv Kristján
24.08.2010 at 22:02 #214164Sælt veri fólkið
Ég verslaði mér felgur í fyrra, fyrir 38″ dekk, notaðar, lét sandblása þær og útbjó úrhleypingakrana á þær, gerði og græjaði svo mátaði ég nú sem betur fer felgurnar undir bílinn áður en ég lét setja dekkin á, því að það vantar ca 5 mm á að ég geti snúið felgunni, mér var ráðlagt að nota millilegg eða spacera eins og það var kallað.
en nú spyr ég; er í lagi að nota þessi millilegg, er þetta að reyna meira á legur eða eitthvað annað
KV Kristján
05.08.2010 at 22:58 #699498Sæll
minn er í 4 bar þegar ég kaldstarta, svo sígur hann eftir því sem vélin hitnar og er svona um 2 bar þegar hún er orðin heit
þessi mælir er ekki stöðugur hjá mér fer svolítið eftir snúningshraða, er svona ca 1,7 – 2,2 bar, þegar hún er orðin heit
KV Kristján
06.07.2010 at 19:22 #213472Sælir félagar
Mér langar að fá ykkar faglega álit
ég er að smíða mér prófíltengi að framan á Patrol-inn minn 95 árg, og er að velta fyrir mér hvort ég eigi að láta það koma í gegnum stuðarann
[attachment=1:fn3p715u]gegn.png[/attachment:fn3p715u]eða hvort ég eigi að láta það koma undan stuðaranum
[attachment=0:fn3p715u]undir.png[/attachment:fn3p715u]hvað segið þið, er eitthvað í ykkar reynslubanka sem mælir meira með öðru en hinu
Valkvíða kveðja
Kristján
06.05.2010 at 19:54 #692924ok takk fyrir þetta allt
kv Kristján
05.05.2010 at 23:04 #692914nei reyndar ekki,
eru þau eitthvað ódýrari ?KV
Kristján
05.05.2010 at 17:21 #212399sælir
er að spá í að sprauta „Rauðhettu“ mína, var að hugsa um að gluða á hana kraftlakki, er það ekki að ganga upp, er þetta ekki sæmilegasta lakk,
ég mun ryðhreynsa og svoleiðis, en get í fljótu ekki séð að lakkið þurfi að kosta 35 þúsund lítrinn með gljáa og öllu til að fara á bílinn, bara að hann sé málaður.er eitthvað annað en fagurfræði sem mælir á móti þessu?
KV
Kristján
06.04.2010 at 19:52 #689490hehe
hvað er "Talibanatrukkur" ?Kv Kristján
02.04.2010 at 00:26 #688780óóóókey
takk fyrir það
01.04.2010 at 22:05 #688776uuu………..hérna………..sko………….hóst………….hvað er að kappa??
Kv Kristján
31.03.2010 at 19:23 #688380Þetta var fábær dagur
hefði ekki getað verið betra veður
og gosinu verður tæpast lýst með orðumvill þakka Smára fyrir að fylgjast með okkur nýliðunum
og einnig áhöfninni á Sótaég lofa að vera með talstöð næst
Kv Kristján á Rauðhettu
28.03.2010 at 18:37 #688332sælir
er pláss fyrir einn enn?
er á 38" Patrol
31.01.2010 at 05:07 #680216Langar að votta aðstandendum samúð mína
KV
Kristján Jóhannesson
13.01.2010 at 01:26 #209842Góðan dag.
Hvernig er það, er hægt að bæta við olíuverkið í 2,9l Mussó án þess að fara með það í bekk?
Mbk. Bogi
04.01.2010 at 00:07 #674132sælir
er einhver möguleiki að sníkja afrit af þessum leiðum hjá ykkur, sérstaklega í sambandi við sprungur
stjanijo(hjá)internet.is
kv Kristján
31.12.2009 at 15:36 #673762flott
takk fyrir það
KV Kristján
31.12.2009 at 10:48 #673754já
reyndar er ág bara með 38" bíl en vill samt hafa þetta í lagi, en er ekki málið með ægislokurnar að þær eru ekki að gefa sig, erum við þá ekki farnir að mölva eitthvað annað sem er enn dýrara, mér var einhverntíma sagt að superwinch væru "bestu lokurnar sem gætu gefið sig" en ég er alveg opinn fyrir nýjum hugmyndum
kv Kristján
31.12.2009 at 01:02 #209442Hæhó
Getið þið sagt mér hvaða týpunúmer af superwinch lokum ég á að taka fyrir 1995 árg af patrol
eða sagt mér hvernig ég get séð það sjálfur
KV Kristján
28.12.2009 at 10:30 #673272hehe
-
AuthorReplies