Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.02.2008 at 13:01 #615468
Þù gætir pròfad ad mæla rafmagnid inn ì stödina. Èg lennti einu sinni ì svona vandamàli og þad var ùt af þvì ad stödin fèkk ekki sìn 12 volta rafmagn. Vona ad þetta hjàlpi etthvad. Kvedja, Spotti
28.02.2008 at 10:13 #615098Ég er löngu hættur að skilja hvað þið eruð að röfla um. Nenni varla að fylgjast með því, en samt kíkir maður á þetta. Ég er Bara alveg sammála þér Vals; Þessi umræða er í margt skemmtileg, leiðinleg en þó að mestu leiti stórundarleg.
Kveðja
Spotti
28.02.2008 at 10:06 #615382Er ekki bara upplagt að vera á rás 50 ?
Ég veit ekki alveg hvort að maður á að fara upp á langjökul, ekkert spennandi að fara þangað upp nema að það verði gott veður. Annars væri bara fínt að fara Lyngdalsheiði skjaldbreið. Sigurður Már, þú gætir t.d. komið niður kaldadalsleið frá Húsafelli og hitt okkur ef að við verðum einhverstaðar í Kaldadal.
Kveðja
Spotti
27.02.2008 at 23:47 #615438Eru ekki einhverjar sniðugar leiðir í etthvað af bókunum hans Ofsa okkar; Ekið um óbyggðir eða etthvað álíka, man ekki alveg hvað þær hétu en þær eru eftir Jón Snæland.
Kveðja
Spotti
27.02.2008 at 23:08 #615376Já, langjökull eða lyngdalsheiði – skjaldbreið. Til er ég.
Kveðja
Spotti
(svo er nú hægt að rúlla aðeins inn í setur og kanna ,,hhhmhmm" 😉
26.02.2008 at 22:11 #201958Jæja þið kæru félagar sem eru svo heppnir að vera ekta karmenn á ykkar heimili og lánið ekki gullvagnanna ykkar þessum bílaböðlum til að fara í kvennaferð, langar ykkur ekki ef að vel til viðrar að kíkja etthvert í dagsferð um helgina? Ég væri meira en til í að fara etthvert, Langjökul eða bara etthvert..
Kveðja
Spotti
26.02.2008 at 17:55 #613506Ég var nú uppi í Setri um helgina og þar var ágætis samband hjá Vodafone, en ég myndi alls ekki stóla á gsm símann þegar ég er að ferðast. Sambandið var mjög takmarkað á leiðinni inn í Setur. Einstaka sinnum var Vodafone inni en mjög takmarkað á leiðinni inneftir, þó að ég var nú ekki alltaf að líta á símann til að ath með samband.
26.02.2008 at 17:27 #615054Ég var nú að lesa yfir þessa umræðu hjá ykkur og ég komst að einu. Þið viljið jú allir bæta VHF fjarskiptakerfið okkar og halda áfram að byggja það upp. Ykkur er jú alveg frjálst að leggja til framlög til fjarskiptanefnd 4×4. Þeir peningar sem þið mynduð láta af hendi rynnu beint til fjarskiptanefndar 4×4 svo framlarlega sem að það yrðu ekki hagsmunaárekstrar þar.
Kveðja
Spotti.
26.02.2008 at 14:30 #615320Sílikol í gúmmíraufarnar sem að rúðan fer niður með og á alla gúmmíkanta og svo í mótorinn á Wurth góða feiti sem heitir etthvað hs 2000 eða etthvað álíka., hét allavega h etthvað 2000.
Kveðja
Spotti
25.02.2008 at 21:35 #615312Sæll heiðar
Ég tók úr mótorarna í mínum bíl og upphalaranna og hreinsaði alla olíu og drullu af þeim. Smurði þá svo og setti þetta saman aftur. Er strax skárra, ég á bara eftir að gera þetta viðgluggana líka, hef ekki nennt því ennþá.
Kveðja
Spotti
16.02.2008 at 18:57 #614310Sæll Ómar og til hamingju með bílinn. Ég er er líka á Lc80 á 38" dekkjum en minn bíll er á 12" breiðum felgum. Í einni ferð sem að ég fór gat ég ekki farið neðar en í 3 pund og ég vil halda að það hafi verið út af felgunum. Þess vegna er ég að reyna forvitnast hvað menn eru með þessa bíla á breiðum felgum.
Kveðja
Spotti
16.02.2008 at 13:27 #614304Hvað ertu með þennan Lc á breiðum felgum og hvaða dekk fynnst þér virka best undir honum?
Kveðja
Spotti
16.02.2008 at 12:30 #614416Hahaha, bara snild að lesa þetta.
Enn mikið rosalega fynnst mér þá bara gott að vera einn
14.02.2008 at 18:41 #613984Hvernig var það með okkar hæstvirtu þingmenn sem stjórna landinu okkar, fullyrtu þeir ekki á sínum tíma að olíulíterinn ætti að vera c.a. 1 krónu ódýrari en bensínið þegar þeir settu olíugjaldið á olíuna? Hvernig væri ef að einhver myndi nú skrifa vel orðað bréf til okkar ráðherra (hugsanlega í nafni klúbbsins f4x4) og láta þá athuga þessi mál. Nú er líterinn af olíunni 5 krónu dýrari en bensínið (tekið af heimasíðu Skeljungs).
Spotti
14.02.2008 at 18:30 #608786Já, ég væri til í að fara á svona námskeið, ég held að ég kunni ekkert á þennan svaka búnað sem maður er með. Hann virkar, jú enn það er bara ekki nóg. Ég væri alveg til í að kunna líka aðeins á það sem maður er að gera.
Spottakveðjur
08.02.2008 at 17:05 #613354Hvernig tetra stöð ert þú með? Ertu með handstöð eða einhverja sem er bara föst út í bíl?
04.10.2007 at 19:54 #597022Hefur þessi herbergisfélagi þinn komið með þér upp í Setur?
04.10.2007 at 18:04 #597018Ertu búin að blása lífið í (gúmmí) herbergisfélagann þinn? :p
18.04.2006 at 18:16 #549768Þetta er mjög líklega koparbolti sem er inn í startaranum. Þú færð nýja bolta í umboðinu. Hann kostar eitthvað sáralítið. Ég þurfti að skipta um þennan bolta hjá mér í haust og eftir það fór hann vandræðalaust í gang.
16.04.2006 at 21:30 #549730Mæting á Select Vesturlandsvegi kl 0900
-
AuthorReplies