Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.03.2008 at 23:24 #618016
Það sem ég hef heyrt er það að ef að vélin er etthvað tölvutengd þolir hún steinolíuna ekki, eins þola nýjar vélar hana ekki. Hvað er til í þessu veit ég ekki. En það sem ég veit að 4,2 jálkurinn minn sem er árgerð ’94 gengur á þessari blöndu. Nú ef að þetta fer með hann verður vélin bara tekin upp og skvoðuð. Ætli það fari ekki einhverntíman að koma að því að það þurfi að taka hana aftur upp?
Kveðja
Spotti
18.03.2008 at 23:21 #617460Hehehe
Góður
Kveðja
Spotti
18.03.2008 at 21:25 #618012Ég prófaði nú að setja þetta á tankinn hjá mér um daginn og honum er nú ekki meint af þessu sulli ennþá. Ég setti c.a. 1/2 líter af tvígegisolíu með þessu 80 lítrum.
Kveðja
Spotti
18.03.2008 at 20:44 #617456.
18.03.2008 at 20:44 #617454Ég er ógeðslega forvitinn og ég er að deyja úr forvittni með að vita frekari útskýringa á þessari tölfræðina eins og hann Magnús.
Kveðja
Spotti
17.03.2008 at 20:21 #617836Ekki myndi ég koma ef að það hefðu ekki verið keypt þessi húsgögn. Þér fannst nú gott að sitja í þessu leðursófasetti fyrir mörg hundruði þúsunda þegar útgáfuteitið var haldið í félagsheimilinu Stefanía.
Kveðja
Spotti
17.03.2008 at 19:48 #617830Jú, ég tæki alveg þátt í mótmælum á eldsneytisverði.
Hinns vegar það sem þú ert að tala um Ofsi að félagsmenn taki ekki undir eitt og annað á spjallinu að þá er ég farinn að hallast að þeirri skvoðun að það ætti að loka vefspjallinu. Jú út af hverju; þeir sem að eru ekki í klúbbnum og eru kannski að spá í að ganga í hann hætta hreinlega við það út af því einu að það er hreint og beint verið að vega að starfsemi stjórnar og félagsmönnum hér á spjallinu. Ég myndi vilja sjá að spjallið yrði lagt niður. Hvort að það væri tímabundið eða ekki kæmi bara í ljós. Nú eru við komnir með góða félagsmiðstöð sem á eftir að vera opin oftar á virkum kvöldum og menn ættu bara að mæta þangað og tjá sig. Ekki að vera fela sig á bak við skrif á netinu sem þeir þora svo kannski ekki að segja opinberlega sjálfir. Ég væri viss um að við myndum fá fleiri félaga í klúbbinn út á það eitt að loka spjallinu.
Kveðja
Spotti
16.03.2008 at 23:45 #617748Var ekki 4,0 í gamla 60 crusernum og túrbólaus sem menn bættu túrbínu við? Það var allavega 4,0 í gamla 60 Crusanum mínum. Og ef þú setur þá vél í patta, þarftu þá ekki að skifta út millikassanum líka. Ekki það að ég viti það en ég væri alveg til í að vita þetta. Enn hvernig patrol ert þú með?
16.03.2008 at 19:06 #617444?
16.03.2008 at 00:58 #617442Hvernig er með skráninguna hjá ykkur, ætlar fólk ekkert að fara að skrá sig í þessa stórglæsilegu ferð hjá skálanefndinni okkar. Á ég að trúa þessu upp á ykkur? Einar Sól og Stefanía, ætlið þið ekki að skrá ykkur?
15.03.2008 at 21:38 #617694Já, Spotti og kóarar þakka kærlega fyrir mjög skemmtilegan dag og vona að þetta verði bara árlegur viðburður hjá okkur. Ótrúlegt hvað þetta er stutt frá okkur svona skemmtilegt umhverfi.
Og mig vantar myndir þegar ákveðinn bíll var spilaður upp af mjög duglegum bíl ef að einhver áKveðja
Spotti
14.03.2008 at 18:11 #617440Jú, Ofsi það væri barasta rosalega gaman að fara í "pörunarferð". Ég skal alveg skrá mig í svollis ferð 😛
Kveðja
Spotti
11.03.2008 at 16:13 #617318Mér finnst þetta bara flott mál. Það væri gaman að sjá bíla sem ekki hafa verið sýndir áður á sýningum. Reyna að hafa einhverja aðra bíla en þá sem eru alltaf til sýnis. Nægur er bílaflotinn hjá okkur. Mér finnst þessi ákvörðun hjá ykkur um að sýna ekki þá bíla sem verða á bílassýningu bílar og sport bara vera af því góða. Fólk sem fer á þá sýningu vill ekki vera að skvoða sömu bílanna aftur á sýningunni hjá okkur.
Kveðja
Spotti
08.03.2008 at 10:04 #616972Já, það hefði verið mjög gaman að sjá etthvað um umhverfisnefnd og eins líka hjálparsveitina okkar. En við munum eftir þeim næst. Það mætti kannski vera extra áberandi þráður um umhverfisnefnd og hjálparsveitina hér á þessu neti okkar, jú margir sem að skvoða kálfinn eiga kannski eftir að kíkja á heimasíðuna hjá okkur í dag og á morgun.
Kveðja
Spotti
07.03.2008 at 01:39 #615870Ég tek dóttur mína með mér í mínar ferðir og vona að sem flestir taki sín börn með í ferðir. Ef að etthvað myndi nú gerast sem að ég vona nú að svo verði ekki að þá myndi ég fyrst og fremst reyna að ná sambandi við lækni eða björgunnarsveit og reyna að ath hvað hægt væri að gera í stöðunni. Robbi, hvað fynnst þér að við sem að eigum börn okkar ættum að gera við þau? Hafa þau inn á barnaspítala hringsins þangað til að þau séu orðin nógu stálpuð að þau geta farið að hugsa um sig sjálf? Eða hvað með fólk sem að býr á landsbyggðinni. Á að banna þeim að vera með ungabörn heima hjá sér vegna þess að það væri hugsanlega svo langt og kannski ekki alltaf hægt að ná í eða sækja lækni ef að barnið veikist? Eiga börnin okkar ekki jafni mikið að fá að ferðast með okkur um hálendi Íslands meðan það er eins fallegt og það er af því að etthvað gæti hugsanlega (vonandi ekki) gerst, og barnið gæti veikst. Hvað ef að allir myndu nú hugsa þannig. Ætti kannski að banna fólki að fá að ferðast um landið því að etthvað gæri komið fyrir það. Eru þið alveg gjörsamlega búin að tapa ykkur. Hvörslags bull er þetta orðið í ykkur.
Ég sem að stóð í þeirri meiningu að þetta væri svo skemmtilegt sport; myndi sameina fjölskylduna, börn fá að ferðast með okkur. Vinir og kunningja hittast og svo myndi við jafnvel kynnast fleira mis skemmtilegu fólki. En þetta er þá bara er einn risa stór miskilningur hjá mér og að hef ég haldið það í öll þau ár sem að ég hef verið í þessu félagi. Þá er nú barasta best að fara selja gripinn, hætta að ferðast eða fara út eða bara hreyfa mig því það gæti ,,kannski" etthvað komið fyrir. Ég veikst eða álíkaVirðufyllist;
Mjög vonsvikinn Spotti.
06.03.2008 at 23:47 #616696Væri kannski bara mjög gaman að kíkja 😉
Kveðja
Spotti
06.03.2008 at 19:47 #202036Hvenær á útgáfuteitið að vera? Á það að vera laugardaginn 8. mars eða í kvöld?
05.03.2008 at 02:02 #616194Kveðja
Spotti
29.02.2008 at 23:46 #615400Við verðum á Select rétt fyrir 8. Hittum ykkur þar
29.02.2008 at 08:19 #615578Ég mæli alveg hiklaust með Fini loftdælu. Alveg ágætisdæla. En Aircon dæla er samt bara draumurinn. Þær eru í flestum tilvikum langtum betri og hraðvirkari.
Kveðja
Spotti
-
AuthorReplies