Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2008 at 14:20 #201840
Einhver sem hefur farið síðastliðna viku upp á Eyjafjallajökul sem getur frætt mig um snjóalög og annað, sérstaklega á Hamragarðaheiðinni og þá leiðina upp á jökul. Einnig væri gaman að vita hvernig Fimmvörðuhálsinn er og hvort hægt sé að komst frá Eyjafjallajöklinum yfir á Mýrdalsjökulinn.
01.05.2006 at 02:59 #550948Hrikalega gott framtak og á Davíð heiður skilinn fyrir ásamt þeim sem hafa aðstoðað hann í undirbúningnum. Hefði gjarnan viljað leggja þessu lið en vinnuplaninu fyrir maí verður því miður lítið haggað héðan af. Verður gaman að fylgjast með þessu hjá ykkur!!
03.03.2006 at 22:37 #545188Til hamingju með bílana!! Hrikalega flottar græjur!! Er búinn að láta mig dreyma um einn svona í langan tíma. Það er allavegna ekki nokkur spurning hverjar verða lang flottastar um helgina. Reikna með að einhverjir eiginmenn muni þurfa að skipta um bíl eftir helgina ef að friður á að ríkja á heimilinu í nánustu framtíð
26.02.2006 at 01:43 #544564Sendum dýptsu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Vonum að hinn slasaði nái skjótum bata. Hrikalegt þegar atburður sem þessi eiga sér stað og vil þakka björgunarsveitum fyrir óeigingjarnt og nauðsynlegt starf!!
Munum að styrjka björgunarsveitirnar þegar færi gefst!!!
Sölvi og Sara
21.02.2006 at 19:40 #543572Vonandi náið þið ykkur sem allra fyrst eftir biltuna og verðið komnir sem allra fyrst aftur á fjöllin.
Gaman að sjá þessa góðu samstöðu innan klúbbsins!!Kveðja,
Sölvi
11.02.2006 at 23:39 #542352Fyrir mitt leyti þá er það á hreinu að ég er ekki tilbúinn að hengja spotta í bílinn hjá mér og rétta fram hjálparhönd til að redda einhverjum úr festu ef að ég væri ábyrgur fyrir þeim skemmdum sem kynnu að hljótast af ef illa færi. Frekar myndi ég sleppa því að bjóða aðstoð heldur en að eiga á hættu að verða refsað fyrir það. Þetta er kannski spurning um að hver og einn sé með spil, snjóankeri, járnkall og allt annað sem til þarf og sjái um að bjarga eigin rassgati. Allavegna færi þá ekki á milli mála hver væri ábyrgur fyrir skemmdum.
–
Önnur leið er að spyrja þann sem er fastur hvort hann axli ekki ábyrgðina ef skemmdir hljótast af drættinum og ef maður er sáttur við svörin sem maður fær þá dregur maður, eftir að búið er að fylla út einhvern samning, en annars ekki. Ef allt fer vel þá er svo hægt að eyðileggja bæði afritin eða þá að sá sem var fastur heldur eftir afritum samningsins þannig að óprúttnir dragara geti ekki notfært sér samninginn. Best væri náttúrulega ef munnlegi samningurinn héldi eins og hann ætti að gera en því miður þá koma þessir óprúttnu náungar aftur til sögunnar og skemma fyrir.
Spurning hvort að takmarka mætti samninginn við kaðalslit, fljúgandi dráttarbeisli, kúlur, stuðara og allt þess háttar svo að maður þurfi nú ekki að bæta tjón af fljúgandi ísbjörnum
–
Svo er líka bara hægt að vera heima og vera laus við að festa dolluna, þá þarf maður ekki að borga neittVerst er að þá er bara ekkert gaman!!
09.02.2006 at 16:50 #541972Það er alveg sjálfsagt að fá að fá að setja punktana á GPS vefinn. Vonandi að sem flestir geti notfært sér þetta. Hef einmitt sjálfur sótt efni á þann ágæta vef og gaman væri að sjá meira efni koma inn á vefinn.
Kveðja,
Sölvi
08.02.2006 at 00:16 #541964Sæll Jón,
Við fórum á nokkrum bílum á Langjökul á sunnudaginn síðasta upp frá Húsafelli. Það voru ekki nema tveir snjóskaflar sem þurfti að fara yfir upp að Jaka og eftir það tók við blautur snjór á jöklinum. Engan veginn hægt að kvarta undan færinu á jöklinum og reikna fastlega með að þetta sé allt að frjósa núna.
Hérna eru nokkrir punktar frá Jaka, upp á hábungu og svo niður að Skálpanesi. Punktarnir frá Jaka og upp á hábunguna eru frá síðustu helgi (5. feb) en punktarnir niður að Skálpanesi eru frá því í nóvember.N64.64’667 W020.56’834 (Jaki)
N64.63’302 W020.50’261
N64.64’240 W020.38’455
N64.66’134 W020.28’864 (Á hábungu – 1371m)
N64.62’748 W020.02’372 (Efsti punktur fyrir ofan Skálpanes)
N64.61’574 W020.02’095
N64.59’351 W020.03’037
N64.57’871 W020.03’415
N64.56’387 W020.01’764 (Snjólína við Skálpanes)Að sjálfsögðu firra ég mig allri ábyrgð af þessum punktum en það ætti að vera hægt að notast við þá :-). Allavegna tókst mér og mínum félögum að aka eftir þeim. Góða skemmtun á skaflinum!!
04.02.2006 at 22:35 #197236Fór einhver upp á Langjökul í dag (laugardaginn 4. feb) frá Húsafelli? Veit einhver um færi og snjóalög á þessu svæði og hvernig er á jöklinum?
04.02.2006 at 22:16 #541386Fyrir mitt leyti tel ég að stjórnin hafi gert hið rétta. Hef ég fylgst með og tekið þátt í einum þremur spjallvefjum upp á síðkastið og hefur nú verið gripið til einhvers konar aðgerða á öllum þeirra nú upp á síðkastið. Á einum þeirra var nafnleynd þátttakenda bönnuð og skrifa nú allir undir sínu rétta nafni og hefur tekist að drepa niður alla umræðu sem þar var í gangi. Á öðrum vef var tekið upp lokað spjall sem einungis átti að vera fyrir þátttakendur sem höfðu áunnið sér inn réttindi til að fá aðgang að því svæði. Með því móti tel ég að oft á tíðum sé erfitt fyrir nýliða að koma inn í umræður sem þeir hafa ef til vill gang og gaman af. Þessar tvær aðferðir bitna fjöldanum en ekki einungis þeim sem sjá um það að skemma spjallið fyrir hinum.
Sú ákvörðun stjórnarinnar að loka á þá aðila sem ekki geta tekið þátt í spjallinu af sama hátterni og flestir aðrir tel ég vera þá hentugustu af þessum. Með þessu er lokað á þá sem stunda skemmdarverkastarfsemi á vefnum og þeim refsað sem ber að refsa.
24.01.2006 at 02:29 #538396Ég alveg ónotaða 72L JD-102 dælu frá Bílanaust sem ég er tilbúinn að selja eitthvað undir þeirra verði. Auglýsti hana á vefnum um daginn.
https://old.f4x4.is/new/ads/?file=aukahlutir/4072Keypti hana fyrir um ári síðan en keypti stuttu seinna bíl með AC dælu þannig að ég tók dæluna aldrei úr kassanum. Ekki heyrt neitt nema gott af þessum dælum og að þær séu algjörlega peninganna virði.
09.12.2005 at 00:24 #529180Sé ekki betur en þeir sem hafa prófað Hiclone að þeir séu mjög sáttir og að það hafi skilað auknu afli og minni eyðslu. Einhverjir svartsýnismenn eru þó vantrúaðir á þetta en það er víst lítið annað að gera en að prófa þetta og sjá sálfur hvað þetta gerir fyrir bílinn. Ég slæ allavegna ekki hendinni á móti auknu afli og minni eyðslu ef það býðst með ekki flóknari lausn.
08.12.2005 at 21:30 #529170Hvað kostar Hiclone í Hilux?
23.10.2005 at 14:45 #196496Er einhver sem getur miðlað af reynslu sinni á Garmin lófatölvunum sem innihalda GPS, t.d. 3600, Ique M3 eða M5.
Er að spá í að fá mér slíkan grip en langar að vita hvort einhver hefur verið að nota svoleiðis græju í bílnum á fjöllum, hvort menn hafi sett Íslandskort inn, hvernig signalið er og allt þess háttar.
12.02.2005 at 05:57 #516608Er búinn að sjá fyrri þráð með dekkjalistanum. Takk samt
12.02.2005 at 05:42 #516606Hvert getur maður snúið sér til að komast á listann eða til að fá nánari upplýsingar?
-
AuthorReplies